Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Blaðsíða 18
ÚTVARPSTlÐTNDI 186 þeir fari ekki vel né virðulega með hjú sín. Þó hafa á öllum tímum verið margar stórheiðarlegar undantekningar, en eftir vísum Páls að dæma verður hann ekki þar með talinn. Aftur hefur staðið sá ljómi um bændur þessa lands að þeir hafa alla tíð verið miklir gestavinir. En þó með stórum undantekningum, og eftir orðum R. Á. gæti Páll verið þar með talinn. R. Á. getur um eina heimsókn til Páls, gesturinn var Símon Dalaskáld. R. Á. segir að Páll muni hafa gefið Símoni vel, en andlegt mötuneyti við gest sinn forðaðist Páll eins og pestina, og firti hann málfrelsi — en um málfrelsi er nú sótt og varist um allan heim. — Það er nú talið svo, að það fari ekki ætíð að verðleikum hvernig hver og einn dæmir sjálfan sig og jafnvel talinn mestur sá er minnst hreykir sér, Eftir því að dæma eru þá ummæli R. Á. mislukkað hrós um Pál og mislukkað útskit um tím- ann. Þó fullyrðir R. Á. það síðar í erindi sínu, að Páli hafi aldrei fundist til um skáldskap sinn. Þetta getur þá ekki hvort- tveggja staðist. Ég fullyrði það að Páll var ekki þeirra jafni, sem tóku vel og virðulega á móti Símoni Dalaskáldi svo dæmi séu nefnd, get ég samkvæmt prent- uðum heimildum til nefnt stórskáldið Matt- hías Jochumsson og séra Jón prófast Halls- son einn glæsilegasta höfðingja sem Skag- firðingar hafa átt. Þá gefur R. Á. það i skin að Páll hafi með andgift sinni orðið manni að bana, en minnist þess ekki að hann hafi tekið neina iðrun út fyrir það og raunar ekki heldur það gagnstæða. En R. Á. virðist sjálfur verða dálítið hreykinn af þessari hugmynd sinni, sem vitanlega á sér þó enga stoð í veruleikanum, enda eftir greinagerð R. Á. gat maðurinn ekki hafa unnið til svo strangrar refsingar. Raunar á þessi greinarstúfur ekki að skiljast, sem persónuleg ádeila á R. Á. heldur yfirleitt flesta þá menn, sem eru að halda þessar endurlíkræður yfir framliðnum skáldum. Þær eru oftar en hitt mjög mislukkaðar. Þeir taka upp erihdi og hendingar, oftast úr lagi færðar og gera þeim upp hugsanir sem engu skáldi gæti til hugar komið o. s. frv. og væri því margt af því tagi þetur ósagt. Ég vildi því mælást til þess að reynt væri að vanda yfirleitt betur val þeirra manna, sem taka þessi mál til með- ferðar í ritum eða ræðum“. Steini Stormur skrifar: „Ýmsar nýjung- ar hafa komið fram í dagskrá útvarpslns á vetrinum, og ber að þaklca alla viðleitni í þá átt að auka fjölbreytni dagskrárinnar. Ber þar sérstaklega að nefna útvarp frá dansleilcjum, sem hefur tekizt vel til þessa. Þetta útvarp er mjög vinsælt og ætti þess vegna ekki að falla niður. „Lög og létt hjal“ var endurvakið í vetur, en virðist nú sofnað aftur. Það má heita næsta uhdar- legt að ekki sé hægt að halda þessum þætti starfandi. Hvernig væri að láta æskulýðs- félögin í Reykjavík sjá um tímann sitt kvöldið hvert? Það mætti minnsta kosti athuga það. „Jazz-þáttur“ Jóns M. Árna- sonar er að vísu ekki nýjung, en ég ætla að minnast lítillega á hann. Þessi þáttur er búinn að vera starfandi í langan tíma og virðist ekki að dauða kominn. Eitt finnst mér sérkennilegt við þennan þátt og það er hversu lítinn áhuga jazz-vinir virðast hafa á honum. Og margir hverjir álíta þá kenn- ingu Jóns, að jázz sé tónlist, mjög hæpna, og færa þeir ýmis rök fyrir þeirri skoðun sinni, m. a. að negrar þeir, sem sköpuðu jazzinn, hafi búið þann til vegna þess að þeir kunnu ekkert með hljóðfæri sín að fara. Og þess vegna bjuggu þeir til nýja „tónlist" með hljóöfærunum, — jazz. En ég er á þeirri skoðun að jazzinn sé nú óðum að þroskast frá villimannaöskri í áttina að verða tónlist. Jazzinn á nú mörgum ágætum hljóðfæraleikurum á að skipa — og um þá getur enginn sagt að þeir kunni ekki á hljóðfæri sín! Jazz-vinir! Umfram allt, þegið ekki jazz-þátt Jóns Múla, í hel. Hingað til hef ég ekki séð neitt um jazz- þáttinn í Útvarpstíðindum. — „Tónlistar- þáttur" Jóns Þórarinssonar er, að mínum dómi, mjög athyglisverð nýjung. Hið sama má segja um þættina „Um náttúrufræði" og „Lög og réttur". — Úr því að ég er farinn að skrifa Útvarpstíðindum get ég ekki látið hjá líða að slcora á útvarpið að taka upp útvarpskennslu í tungumálinu alþjóðlega — esperanto. Lengi lifi útvarpið og öll þess stórmenni og eflaust mundi Vilhjálmur hér segja: „í guðs friði“.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.