Útvarpstíðindi - 14.06.1948, Síða 16

Útvarpstíðindi - 14.06.1948, Síða 16
256 ÚT V ARPSTÍÐINDI ^ * 1 M M W Ai— Austfirðingur skrifar: „Nú þykir mcr dagskrá útvarpsins heldur vera farin að þynnast, og segja má að fátt hafi verið þar um fína drætti að undanförnu, sem orð sé á gerandi, að undanteknum þeim hvalreka, sem varð á fjörur útvarpsins, þegar norsku leikararnir og skáldið Arnulf Överland las þar upp. Óneitan- lega voru þessir upplestrar mikil til- breytni. Það eina, sem á skorti er, að ekki nærri allir hlustendur hafa skilið Norðmennina, en það er hvorki upples- aranna eða útvarpsins sök. Aftur á móti var mikill fengur að fá að heyra í þess- um norsku gestum fyrir þá, sem skilja norskuna, Og seint mun mér gleymast hinn sköruglegi ljóðaflutningur Arnulfs Överlands. Annars varð mér hugsað til þess, þeg- ar ég hlustaði á hann lesa ljóð sín, hversu útvarpið er ákaflega sparsamt á okkar eigin skáld. Annað hvort er það útvarpið, sem er sparsamt á þau, eða að skáldin eru sjálf svona spör á sín and- legu verðmæti. Það eru teljandi þau skipti, sem íslenzk skáld koma fram í útvarpinu með frumsamið efni, nema þá helzt í auglýsingáskyni um það leyti, sem kemur út bók eftir þau. Hvernig væri, að útvarpað væri t. d. einni symfóniunni minna á mánuði, en í þess stað kæmi skáld eða rithöfundur og læsi upp úr verkum sínum?“ Kaupandi Útvarpstíðinda á Siglufirði skrifar blaðinu á þessa leið: „Ég vil þakkaútvarpstíðindumfyrir hina ágætu og fróðlegu grein, sem þau birtu nýiega um útvarpsstarfsemi Norðmanna, og um leið láta í ljósi þá von mína, að ritið sjái sér fært að birta fleiri slíkar grein- ar um erlendar útvarpsstöðvar og út- varpsstarfsemi. Það mundi gera útvarpsnotendum hér heima hægar um vik, að átta sig á því, hvar okkar eigið útvarp stendur í sam- anburði við útvarpsstarfsemina í öðrum löndum. Að vísu þykjumst við vita, að útvarpsstarfsemin hljóti að vera öflugri og fjölbreyttari með stórum þjóðum en hér, og að sjálfsögðu er ekki hægt eða sanngjarnt að krefjast jafnmikils af Ríkisútvarpinu hér og stórum og full- komnum útvarpsstöðvum meðal milljóna þjóða. En samt sem áður ætti útvarpið okkar margt að geta hagnýtt sér og lært af starfsemi erlendra útvarps- stöðva, og ég efa heldur ekki, að for- ráðamenn útvarpsins hafi vakandi auga með því, sem gerist á hverjum tíma í radíoheiminum. Sérstaka athygli mína vakti hinn mikli f jöldi útvarpsstöðva í hinum ýmsu bæjum víðsvegar um Noreg, sem getið er um í umræddri grein, en sennilega verður langt að bíða, þar til slíkt út- varpskerfi verður komið hér á landi, en sannarlega er það orðið tímabært, að hinir stærri bæir gætu hafið útvarps- sendingar". Nýir kaupendur Ötvarpstíðinda athugið Þeir, 8em gerast áskrifendur ÚtvarpstíSinda nú, og senda áskriftar- gjaldiS fyrir yfirstandandi árgang, 25 krónur, fá síðasta árgang ritsins ókeypis, meðan upplagið endist. Ennfremur er atliygli kaupenda vakin á því, að Útvarpstíðindi eiga að greiðast fyrirfram, hver árgangur, og eru þeir því góðfúslega beðnir að greiða póstkröfurnar strax og þær berast.

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.