Prentarinn - 01.01.1969, Page 10

Prentarinn - 01.01.1969, Page 10
Úp yfirliti Bent Rohde um Photon • Ijóssetningarvélin Intertype Fotosetter var fyrsta ljóssetningarvélin sem notnð var svo nokkru nam. Hún kom á mark- aðinn upp úr heimsstyrjöldinni síðari en var í fáu frábrugðin blýsetningarvélum að öðru leyti en því, að ljósmyndavél kom í stað blýpottsins og filma í stað leturmótsins. Nokkru síðar kom Photon-vélin. Sú vél var gjörólík gömlu setningarvélunum og hag- nýtti vel hraðamöguleika ljósmyndatakninnar. Hún var upphaflega frönsk uppfinning og er nú fram- leidd af bandarísku Photon-verksmiðjunum. í Evr- ópu heldur hún þó enn franska nafninu, Lumitype. Bandarísku verksmiðjurnar hafa margoft endur- bætt l’hoton-vélarnar og framleiða þær í mörgum gerðum. Vegna þess hve gerðirnar eru margar er vélunum skipt í flokka sem einkenndir eru með töl- untim 200, 500, 700 og 900. Vélin sem sést á myndinni hér að ofan er af gerð- inni 713-5. Hún er ódýrasta Photon-vélin, kostar um 100.000 mörk í V.-Þýzkalandi og afkastar allt að 70.000 stöfum á klst. í henni má hafa 4 leturgerðir samtímis, sem hún getur sett í 5—18 pt. í Photon 713-5 er hægt að nota 6, 7 og 8 rása stjórnræmur. I þcssum flokki (700) eru margar aðrar gerðir, sú afkastamesta 713-70, nær að setja 360.000 stafi á klst. og hefur 8 leturgerðir. Photon-vélar í flokknum 200 og 500 hafa enn meira leturval. Photon Zip 901 og 902 eru tölvusetningarvélar sem ná geysimiklum setningarhraða, hámarkíð er um 900 stafir á sekúndu og auðvitað er verðið í sam- ræmi við hraðann, því f V.-Þýzkalandi kosta þær liátt i tvær milljónir marka. íslenzkar bækur og tlmarit Formtjáning íslenzkra prentgripa hefur á sér al- þjóðlegt snið. Þetta getur verið kostur, þegar þarf að tjá sig á alþjóðlegum markaði. Jafnframt kann að vera ástæða til að harma, að þjóðmenningarhefð hvers lands um sig fær ekki að hafa meiri áhrif á prentið þar. A mörgum sviðum rekst maður á meiri gamansemi og manneskjubrag f tjáningarmáta lið- inna alda, til dæmis í íslenzku handritunum. Eigi í stuttu máli að gera grein fyrir einkennum einstakra flokka prentgripa eftir tiltölulega fáum dæiiium, verður niðurstaðan þessi: Auglýsingaprent einkennist af góðri ljósmyndun, prenthönnun, sem fylgir prenttízkunni og ágætri prentunartækni. Bœkur, sem teljast til jagurbóhmennta, eru gerðar af pappír í hreiðara broti en t. d. sænskar og dansk- ar hækur, þar sem notað er mjótt brot, með tilliti til þess, að bókin fari vel í hendi. Breitt hrot slíkra bóka gerir það hins vegar að verkum, að erfitt er að lesa þessar hækur með því að halda á þeirn í hönd- unum eða t. d. í rúminu; nauðsynlegt er að liafa þær liggjandi á borði. Breiða brotið gefur hins vegar meiri möguleika til tilbrigða í umbroti og það hafa umbrotsmenn notað sér, eftir því, sem séð verður. Frceðibcckur eru hannaðar eftir meginreglum nota- gildis, oft ósammiðja og með greinilegri uppsetn- ingu. Þær uppfylla kröfurnar til nútimabókarinnar, sem þarf oftar að flétta upp i en hún sé lesin spjald- anna á milli. Listrænt myndskreytta bókin stendur á háu stigi, bæði hvað varðar listgæði og prentunargæði mynd- anna. Má sem gott dæmi nefna bókina Hófadynur, sein er afbragð, hvað þetta snertir. í annan stað má nefna bók eins og kvæðabókina Fagra veröld, þar sem saman fer annars vegar góð mynd- og megin- málsprentun, en liins vegar virðist uppsetningin vandræðaleg á köflum, og umbrotsmaðurinn virðist ekki hafa þorað að hvika frá forminu, sem hefði þó sums staðar í bókinni farið betur. Tímaritsprent stendur á háu stigi, eins og það er 8 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.