Prentarinn - 01.01.1969, Page 11

Prentarinn - 01.01.1969, Page 11
t. d. iðkað i Áfanga og Samvinnunni. Bæði blöðin eru nýtízkuleg i útliti, skemmtilega útfærð og djarf- leg. Síðast talda atriðið á þó einkum við um Á- fanga, þar sem ekki er skirrzt við að hafa allt að því einn og hálfan dálk af þremur á síðu auðan, ef efnið stendur þannig af sér. Það tímarit, sem ber þó af öðrum, er kvennablaðið Hrund. Þar er uppsetn- ing og vinna í sérflokki. Útlit þjónar efni og til- gangi afbragðs vel og allur efniviður er hinn vand- aðasti. Slík vöndun í frágangi hlýtur að vera mjög dýr í svo fámennu landi, enda mun blaðið hafa orðið gjaldþrota og kemur því ekki út lengur — og er það sannarlega illa farið. Vikan, íslenzka vikublaðið, notar uppsetningu, sem í má finna áhrif frá alþjóðlega vikublaðaprent- inu, — eins og l’eter Knapp mótaði það í öndverðu fyrir franska blaðið Elle, — innan um letur og myndir, sem tilheyra formtjáningu liðins tíma. Um- brotið er iðulega gamaldags og vöndun ekki nægi- leg í formsköpun. Þó er luegt að finna mjög ný- tízkulega og skemmtilega uppsetningu á síðum. Þótt framandi áhorfandi finni ekki í algengustu íslenzkum prentgripum tjáningarform, sem að gæð- um sker sig verulega úr því sem sjá má í London, Amsterdam eða Kaupmannahöfn, hlýtur sami á- horfandi fljótt að beina athyglinni að bókstöfunum ð og þ. Þessir bókstafir eiga þátt í að móta sátur- svipinn, og í sumum leturstungum gera þeir sátur- áferðina órólegri en fyrirfinnst í öðrum tungumál- um. Að undanteknu einu steinskriftarletri, þar sem þessir stafir eru lagaðir að heildarsvip letursins, kann ýmislegt að benda til, að íslenzkan komi fegurst fyrir sjónir í þeim leturgerðum, sem skyldastar eru letrinu, þar sem þessir bókstafir urðu til: Handrit- uðu munkaletri. Þetta vekur þá spurningu, hvort þjóðlegt, íslenzkt prentletur ætti að vera antíkva-let- ur — frekar en steinskriftarletrið? Opna úr Samvinnunni. (Torfi Jónsson). Sýnishorn af umbroti Afanga. (Gisli 11. Björnsson). I’RENTARINN 9

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.