Prentarinn - 01.01.1969, Qupperneq 12
Islenzk dagblöö
Úp fypíplestri Eli Reímer
I Norræna húsinu
Blaðaprent er eitt af þeim sviðum, þar sem unnt er
að tala um þjóðlcg, eða kannske réttara sagt stað-
bundin, sérkenni. Sé brugðið út af þessum sérkenn-
um, verður það gjarnan til þess að allir fara af
stað, þannig að hvert blaðið af öðru lagar sig að
nýja svipmótinu, sem vera má að eitthvert forustu-
blaðið (í útbreiðslu) hafi byrjað með. Greinilegur
munur er þannig á norskum, sænskum, dönskum,
þýzkum, frönskum og enskum blöðum, þótt þess
gæti nokkuð á síðari árum að þau sérkenni hafi
dofnað.
Blöð á Islandi bera einnig sinn sérstaka svip,
meðal annars vegna yfirgnæfandi notkunar stein-
skriftar-leturs í fyrirsögnum (næstum eins og það
sé einrátt). Ennfremur kemur dönskum áhorfanda
smáa brotið fyrir sjónir sem sérkenni, og sé litið á
smærri atriði, virðist mikil notkun feits leturs í
meginmáli sameiginlegt einkenni, sem oft getur
valdið því að dálkarnir virðast ofsvertir og síðurnar
flekkóttar.
Þegar komið er frá Danmörku, þar sem stöðluð
brot á blöðum tryggja, með einstökum undantekn-
ingum, innflutning á samkynja blaðapappir, vekur
furðu að blöðin á Islandi skuli næstum hvert og
eitt hafa sitt sérstaka brot, einkum þegar jafn lítill
munur er á broti og raun ber vitni.
Alþýðublaðið:
Stórar fyrirsagnir setja svip á blaðið, og ásamt
því, að loft er hvergi sparað, gera þær blaðið frckar
skýrt og auðlesið, — þrátt fyrir mjög slæma prentun.
Setningar- og umbrotsreglur eru vel útfærðar, og
auðvelt að gera sér grein fyrir prentstefnu blaðsins.
í umbroti er reynt við blokkumbrot, en greinar þó
brotnar hver inn i aðra.
Á innsíðum má oft rekast á skemmtilega útfærð-
ar umbrotshugdettur og tilraunir sem þó heppnast
misjafnlega — og á léleg prentun einnig sinn þátt í
því.
Sérefni er auðkennt með afbrigðilegri uppsetn-
ingu eða afmarkað nteð sterkum bylgjuramma.
Baksíðan er helguð skemmtiefni, sem er auðkennt
með sterkum haus og föstu umbroti.
(Atli.: Þessi blaSakönnun fór fram áður en útliti
blaðsins var breytt til þess, sem nú er.
Morgunblaðið:
Umbrot á forsíðu og fréttasíðum fer eftir hefð-
bundinni umbrotsreglu, þar sem greinar eru brotn-
ar hver inn í aðra, svo fyrirsagnir falli ekki saman.
Á innsíðum bregður fyrir skemmtilegum sprettum
og oft á tíðum fallegum opnum.
Mikill ljóður á blaðinu er, að hausar sérefnasiðna
eru yfirleitt eins, eins og til dæmis á kvennasíðum
og sjómannasíðu. Þrátt fyrir að augljóst niá telja,
að nýjasta Parísartízka á ekkert skylt við sjó-
mennsku. Þannig er notkun svartra flata með nega-
tívu letri of mikil og ráðandi.
Þá má segja, að Morgunblaðið gæti verið sam-
nefnari fyrir þá tilhneygingu að setja framhöld af
fréttasíðum um allt blað, án nokkurrar reglu.
Þannig eru framhöld af baksíðu iðulega á 2. síðu
blaðsins, framhöld af forsíðu á næstöftustu síðu og
af innsíðum eru framhöld um allt blað. Þetta skap-
ar erfiðleika fyrir lesendur og tilhneygingu til að
sleppa lestri framhalda.
Þrykking og svertun blaðsins er góð og mynd-
prentun á háu blaðastigi.
Tíminn
Unibrot á útsíðum: Fyrirsögn og meginmál sett
upj) í blokkir og raðað á síðuna í reglulegum, fer-
hyrndum reitum. Á innsfðum er sérefni afmarkað
með sterkum römmum, misstórum svörtum flötum
með negatívu letri og mismunandi dálkabili án
strika. Miðopnan er stillileg að svipmóti og stingur
þægilega í stúf við órólegu síðurnar framan og aftan
á blaðinu.
Umbrot er fremur einhæft og notkun sterks let-
urs og nonpareille-ramma áberandi.
Prentun: Léleg þrykking og svertun.
Vísir
í umbroti á forsíðu og baksíðu er sótzt eftir sam-
þjöppuðum heildaráhrifum, þar sem greinarnar á
síðunni eru samtengdar, m. a. með misvíxlun dálka
og „girðingar" úr sterkum strikum undirstrika sam-
tengingaráhrifin. Ofnotkun sterkra ramma, m. a.
með of mörgum á sfðu, er áberandi.
Vísir hefur það fram yfir hin islenzku blöðin, að
hann gerir mikið til að auðvelda lesandanum lest-
urinn, svo sem með því að safna efnisflokkum á
ákveðnar síður og auðkenna þær með uppsetningu,
föstum haus eða leturvali.
10
PRENTARINN