Prentarinn - 01.01.1969, Page 15

Prentarinn - 01.01.1969, Page 15
Plalan fulllýst og leturfilman fjarhegÖ. í tickinu sem sést hér á myndinni er platan skoluð i alkohólupplausn. Olýsta polytnerlagið skolast burtu og letur og myndir standa eftir. Að siðustu er plalan þurrkuð með lieitu lofti og allt lauslegt blásið burtu. Að purrkun lokinni er hún tilbúin til prentunar. IBM ■ composer Eins og Eli Reimer benti á í fyrirlestri sínum um stöðu prentarans í tækniþróuninni hafa prentarar misst þann einkarótt sem þeir hafa haft í fimm ald- ir á gerð prentaðs máls. Við hlið blýsáturs og ljós- sáturs er nú mikið tekið að nota ritvélasátur, og ein- mitt á því sviði starfar margt fólk sem ekki er iðn- lært. Við þekkjum þetta liér á landi. Nú nýlega kom símaskráin út sett með þessari tækni (Varityper) og fjölritunarstofur og offsetsmiðjur hafa notað hana allmikið, bæði við setningu kennslubóka og tíma- rita. Hingað til hefur leturáferðin á ritvélasátri ekki staðizt samanljurð við blýsátur, en með IliM-com- poser er komið tæki sem er samkeppnisfært að þvx leyti. Mörg smærri dagblöð, bæði í Evrópu og Banda- ríkjunum eru sett með IBM-vélum, og Eli Reimer skýrði fiá því að einungis í Danmörku væru á ann- að bundrað vélar af þessari gerð. Aðaltæki IBM-setningarkerfisins (IBM mt/com- posei) nefnast „recorder" og „composer". „Rec- order" er IBM-rafmagnsritvél og með henni er text- inn vélritaður á sérstakar aikir án þess að tekið sé tillit til línuskiptingar, og samtímis er hann tekinn npp á segulband. Vélritaða örkin er jafnframt próf- örk. Segulbandið er því næst sett í lesara sem „les" fyrir „composer“-vélina og hún vélritar textann í dálkabreidd, eftir fyrirmælum merkjanna á segul- bandinu. Orðabil eru fyrst reiknuð út og líntirnar jafnaðar í lítilli tölvu sem tengd er „composer"- vélinni. Sé óhjákvæmilegt að skipta orði milli lína ritar vélin það á hægri jaðar arkarinnar og stöðv- ast síðan. Setjarinn verður að annast orðaskipting- una á stjórnborði vélarinnar, og á því stillir hann einnig línulengd, línubil og önnur atriði, sem taka þarf tillit til við setninguna hverju sinni. I’RENTARINN 13

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.