Prentarinn - 01.01.1969, Síða 16

Prentarinn - 01.01.1969, Síða 16
IBM-kerfið. Stúlkan fremst á myndinni situr við „composer"-vélina. Til hicgri við hana er stjórn- borðið en segulbandslesarinn til vinstri. Á borðinu eru fjórar leturkúlur og segulband. I bakgrunni sést „recorder‘,-vél og við hliðina segulbandstœkið sem nemur textann er vélritaður er á „recorderinn". Tölvan ákvarðar nýjar inálsgreinar og þvíumlíkt eftir merkjakerfi sem IBM-verksmiðjurnar hafa út- fært. Að sjálfsögðu vcrður að rita þessi merki inn á segulbandið ásamt lesmálstextanum, og til jiess að auðvelda vinnuna eru samsvarandi merki sett í handritið. Slík útmerking er nauðsynlegþegar tölvur eru not- aðar við setningu og segja má að þar sé til orðin ný starfsgrein innan prentverksins og erlendis starfa margir setjarar að þess konar undirbúningsvinnu. Franski leturteiknarinn Adrian Frutiger var feng- inn til að teikna og útfæra allar leturstungurnar í IBM-vélina. Hann vann jrað starf af ntikilli kost- gæfni og þær taka mjög fram öðru ritvélasátri. Stafabreiddin er reiknuð í einingum. Breiðustu staf- irnir eru 9 einingar en þeir jrynnstu 3, og letrinu er skipt í 7 flokka eftir |rykkt stafanna. Þetta er mikil bót jrví áður var ritvélasátur einungis greint í 3—4 jiykklarflokka og orðmyndirnar urðu jrví ó- jafnar og heldnr ljótar. Asláttur „composer“-vélar- innar er misjafn eftir því hvaða stafur er sleginn, hún sla’r t. d. punkta og kommur léttara en m og aðra breiða stafi. Letrin eru grafin á kúlnr líkt og í IBM-kúlurit- vélum. Ein leturgerð og leturstærð er á hverri kúlu, samtals 88 tákn. Hægt er að fá stungur í 6, 7, 8, 9, 10, II og 12 punkta stærðum. Línubilin geta verið frá einum upp í fjóra punkta og mesta línulengd er 32,6 cm. Leiðréttingar hafa þótt tafsamar og dýrar í filmu- og ritvélasátri. Reynt er að leysa þann vanda á ýmsan hátt og tæknimennirnir hjá IBM hafa komið þessu svo fyrir að textinn er leiðréttur áður en hann er endanlega hreinskrifaður. Eins og áður er sagt er textinn vélritaður á þar til gerðar arkir jafnframt því að hann er tekinn upp á segulband. Vélrituðu arkirnar eru notaðar sem prófarkir og á þeim er hver lína tölusett. hegar próförkin hefttr verið lesin eru leiðrétt- ingalínurnar ritaðar inn á nýtt segulband og þá greint frá línunúmcrinu á próförkinni. Að svo búnu eru ba'ði segulböndin spiluð inn á „com- poser‘‘-vélina og er kemur að villulínunni á upp- runalegu bandinu skiptir vélin yfir á leiðréttinga- bandið hverju sinni. Þannig á að fást villulaust les- mál. Haukup Már: Undirboö og peningavandræði Rekstrarfyrirkomulag íslenzkra ]ncntsmiðja hefur löngum sætt mikilli gagnrýni og ekki að ástæðu- lausu. Vafi er, að finna megi hliðstæðu þess víða annars staðar í heiminum, — og þá raunar um leið jafnómerkilegt og á allan hátt gagnslaust stéttarfé- lag og F.Í.P. Þetta furðulega fyrirbæri — Félag ís- lenzkra prentsmiðjueigenda — er stofnað með það fyrir augum, að efla hag félaga sinna og lyfta prent- verki á hærra stig; samræma verð á prentvinnu með útgáfu verðtaxta og standa á annan hátt vörð um hag prentsmiðjueigenda. Þetta er vissulega göfug og góð fyrirætlan og sízt til mótmæla fallin, ef eftir henni væri farið. En hin leiða staðreynd er sú, að Jretta eru allt innantóm glamuryrði; — allar gjörðir félagsmanna þessa maka- lattsa stéttarfélags beinast í þveröfuga átt. Þeir keppast við að éta rófuna af sjálfum sér. Gegndarlaus verkefnaþjófnaður með niðurboðum veður átölulaust uppi og er að verða eins konar félagsiþrótt, þar sem sá er mestur, sem rangast hefttr við. Fragt dæmi um þetta er, jregar ein prent- 14 P RENTARI N N

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.