Prentarinn - 01.01.1969, Qupperneq 20
Pjetur Stefánsson sextugur
I>að er sagt, að eldra fólk finni meira fyrir hraða
tfmans en þeir, sem enn eru ungir að árum, og
virðast menn sakna meir hvers áratugs, sem liðinn
er þegar aldur færist yfir.
Pjetur Stefánsson, starfsmaður HIP, varð sextug-
ur 1(). júnf s. 1. Hann er fæddur l(i. júní 1909 í
Sauðagerði í Reykjavík, sonur hjónanna Stefáns sjó-
manns Jónssonar hónda og hreppstjóra í Galtar-
holti í Mýrasýslu og Ingibjargar Jónsdóttur bónda
að Hömrum í Þverárhlíð í Mýrasýslu.
Árið 1923 hóf Pjetur prentnám í Félagsprent-
smiðjunni og lauk þar námi 1. maí 1928, en j>á var
námstími í prentiðn fjögur og hálft ár. Síðan gerð-
ist hann vélsetjari og vann við það starf óslitið fram
að þeim tfma, að hann gerðist starfsmaður Hins
íslenz.ka prentarafélags fyrir fimm árum.
]>að hittist svo á, að ég, sem þessar línur rita, hóf
prentnám sama dag og Pjetur varð sveinn, og urð-
unt við nánir samstarfsmenn við prentverk hálfan
annan áratug og einnig um áratugaskeið við marg-
vísleg félagsstörf. Er margra áuægjulegra stunda og
atvika að minnast frá þessum árum, jrótt hér verði
ekki rakið. En eitt af því, sem mér finnst sérstætt
um Pjetur Stefáusson fram yfir marga aðra menn,
er það, hve auðvelt hann á með að sjá hlutina frá
sjónarhorni |ress, sem hann á skipti við hverju sinni.
Þessi eiginleiki gerir hann sanngjarnan og jtýðan í
samvinnu og samskiptum.
Pjetur Stefánsson er í eðli sínu hagur og útsjónar-
samur og á auðvelt mcð að skilja gang véla og alls
þess, sem hreyfist og snýst, og hann hefði átt margra
kosta völ á þeirri vélaöld, sem nú er. Ég hef mörg-
um ágætum vélsetjurum kynnzt, en fáir eru þeir,
sem hafa skilið gang eða „sál" vélarinnar eins vel og
Pjetur. Af þessum sökum var sérlega ánægjulegt að
vinua á móti honum á setningarvél.
Til félagsmála prentara hefur Pjetur Stefánsson
lagt mjög drjúgan skerf. Hann hefur átt sæti í stjórn
Hins íslenzka prentarafélags um tnörg ár, hefur
skipað þar öll sæti, verið formaður, ritari, gjaldkeri
og meðstjórnandi. Hann var lengi meðritstjóri
Prentarans og hefur átt sæti í nefndum HÍP, verið
fulltrúi þess erlendis og setið á þingum Alþýðu-
sambands íslands sem fulltrúi prentara. Um öll
þessi störf, sem l’jetur hefur unnið fyrir prentara-
stéttina, má segja það sama, hann sjálfur og félags-
skapurinn hefur vaxið með þeim.
Auk þess var l’jetur í meira en áratug gjaldkeri
Byggingarsamvinnufélags prentara, og vann það
umfangsmikla starf eingöngu í tómstundum. Var
hann mikilsvirtur í j)ví ábyrgðarmikla starfi og
vann jrað af öryggi og gætni. Hlaut hann jafnan lof
endurskoðenda fyrir nákvæmni og vandaðan frá-
ga»g-
Pjetur Stefánsson er gæddur góðlátlegri kímnigáfu
og beitir oft hóflegri gamansenti í hópi félaga og
vina. Hann kattn vel að gleðjast nteð glöðuin og
nýtur jress að vera í hópi valdra vina.
En alvaran og íhyglin mun þó vera ráðandi í
skapgerð Pjeturs, og á rólegum kvöldstundum heima
hjá sér, þegar ekki er öðru að sinna, hefur hann sér
það til ánægju að velta fyrir sér reikningsdæmum og
vandamálum. Þessi vandamál snerta sjaldnast sjálf-
an hann, heldur félagana og stéttarheildina. Þannig
er hann sofinn og vakinn í þeim störfum, sem hon-
um hafa verið falin.
Pjetur er tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Pálínu Páls-
dóttur, missti hann árið 1960, eftir langa og góða
sambúð. Síðari kona hans er Ásta Guðmundsdóttir
kaupmanns og byggingarmeistara Egilssonar. Eiga
þau hjón indælt heimili, smekklega búið, þar sem
gott er að koma.
Um leið og ég jrakka l’jetri störf hans á liðnum
tíma, vona ég, að íslenzk premarastétt megi enn um
langt árahil njóta starfskrafta hans.
EUert Ag. Magnússon.
18
PRENTARINN