Prentarinn - 01.01.1969, Síða 22
Gestaboð
við
Eyrarsund
Góðra vina fundur
Hinn 12. júni í sninar voru liðin liundrað ár frá
stofnun dönsku prentarasamtakanna og jafnframt
elztu stéttarsamtaka verkafólks í Danmörku. Af
þessu merka tilefni efndi Kaupmannahafnardeild
danska prentarasambandsins (en það voru prentarar
í Kaupmannahöfn, sem fyrstir stofnuðu prentara-
félag) til mikilla hátíðahalda. Voru þau vandlega
undirhúin, enda fjölbreytt og hin veglegustu i alla
staði. Heimild var til að verja í þessu skyni allt að
1 milljón danskra króna.
Mörgum erlendum og innlendum bókagerðarsam-
böndum og -félögum var boðið að senda fulltrúa til
hátíðahaldanna og voru gestir frá eftirtöldum þjóð-
um og samtökum komnir á vettvang mánudaginn 9.
júní: Frá Alþjóðasambandi bókagerðarmanna
(I.G.F.), Heinz Göke aðalritari, frá Belgíu, Englandi,
Frakklandi, býzkalandi, Austurríki, Sviss, Noregi,
Svíþjóð, Finnlandi og íslandi. Voru flestir fulltrú-
anna ásamt eiginkontim. Fjölmennastir voru Svíar,
því auk Alderins formanns sænska prentarasam-
bandsins og konu hans voru tveir fulltrúar frá
Málmey og eiginkona annars. Málmeyjarprentarar
virðast eiga sérstakt rúm í hugum stéttarbræðranna
x Kaupmannahöfn. Þar hafa samskiptin milli landa
verið mest og samstarfið bezt í gegnum árin, einkum
hernámsárin. En þetta á ekki aðcins við um prent-
arasamtök þessara staða, heldur og önnur verka-
lýðssamtök þeirra. Enn lifa vel í glóðum minning-
anna mannraunir striðsáranna og hjálpin, sem
stenskir verkamenn og andfasistar veittu dönsku
fólki á flótta þess úr blóðgreipum þýzka nazismans.
Frá Noregi voru komnir til fagnaðar Reidar
Langás, varaformaður norska bókagerðarsambands-
ins og kona hans, einnig John Sand formaður prent-
arafélags Oslóborgar og kona hans. Frá Finnlandi
voru komnir tveir ungir inenn og kona annars.
Stjórn Hins íslenzka prentarafélags ákvað á sínum
tíma að taka afmælisboði dönsku stéttarbræðranna
og bauð undirrituðum ásamt konu hans að mæta til
hátíðarinnar.
Til Marienlyst
Við komtim að morgni hins 9. júní til Kaup-
mannahafnar með Gullfossi. Það stóðst á enduin, að
hinir erlendu gestir voru að safnast saman í forsöl-
um Hótel Imperial, þegar við komum þangað. Þeir
höfðu flestir komið kvöldið áður. Nú hófst stutt bið
eftir fjölmennisvagni, sem lagði leið sína að Marien-
lyst á Helsingjaeyri. — Þar er konungleg höll, —
gömul og ný salarkynni, í yfrið fögru umhverfi, —
liggur að strönd Eyrarsunds.
Þarna runnu í hlað 27 fjölmennisvagnar með
1050 manns, prentara og konur þeiria, auk erlendra
og innlendra gesta. Þetta var ellideild prentarasam-
Fni Marienlyst.
takanna, þeir sem komnir eru á lífeyiisaldur og
goldið hafa torfalögin. Máske var þessi fagri sum-
ardagur og þetta gestaboð, glæsilegasta fagnaðar-
stundin í hátíðahöldum dönsku prentaianna og var
jxó margt eftir góðra stunda. Auk svignandi veizlu-
borða, sem engir kunna Dönum betur að hlaða og
skieyta, var flutt fjölbreytileg og lifandi skemmti-
list og sungin frumsamin fagnaðarljóð. Stutt ávarp
var flutt af formanni Kaupmannahafnardeildar,
Louis Andersen og hátíðaræða afformanni prentara-
sambandsins, Henry Nielsen. I lok ræðtt sinnar til-
kynnti Nielsen að hver cinasti lífeyrishafi, sam-
bandsins, — en Jreir eru sextán hundruð, — hlyti
hundrað króna hátíðargjöf frá prentarasamband-
inu.
20
PRENTARINN