Prentarinn - 01.01.1969, Side 26
Bandaríkin
Þegar á heildina er litið, hefur
verð á bilum í Bandaríkjunum
haldizt stöðugt síðustu tíu árin,
þó að kaup starfsmanna í bílaiðn-
aðinum liafi á sama tíma hækkað
um sextíu og fimm af hundraði.
Verð á útvarps- og sjónvarpstækj-
um, ryksugum og þvottavélum hef-
ur á síðustu tfu árum lækkað um
frá fjórum upp í tuttugu og þrjá
af hundraði; aftur á móti hefur
kaupgjald í þessunt greinum
bandarísks iðnaðar hækkað um
fjörutfu og fimm af hundraði að
meðaltali. betta eru dæmi um
hvernig hagræðing hjá fyrirtækj-
unum getur orðið launþegum og
neytendum til hagshóta. Sama máli
gæti vafalaust gegnt um prentiðn-
aðinn, en þar er verðlagið „ekki á
almanna vitorði".
Veruleg útþensla hefur orðið
síðasta áratug f blaðaiðnaðinum
bandaríska. Tala starfsmanna
blaðaútgáfufyrirtækja hækkaði á
þessu tímabili um rúmlega átján
af hundraði og komst yfir 350.000.
Upplag allra dagblaða, sunnudags-
blaða og vikublaða hækkaði um 13
af hundraði, auglýsingatekjur uk-
ust um 54 af hundraði og tekjnr
af sölu blaðanna uin rúmlega 60
af hundraði. Blöðin hirða lang-
stærsta hlutann, eða 30 af hundr-
aði, að því fjármagni sem varið er
til auglýsingastarfsemi, þetta er
næstum helmingi meira en kemur
í hlut sjónvarpsins. í prentiðnaði
Bandaríkjanna hefur kaupgjald
iðnaðarmanna og skrifstofufólks
hækkað um samtals 621.277.000
dollara á árunum frá 1958 til
1966 - sem sé úr 1.499.939.000
dollurum (1958) í 2.121.216.000
dollara (1966). Hluti starfsmanna
við blaðaframleiðslu af þessari
upphæð var 1.091.374.000 dollarar
árið 1966. Á tímabilinu 1958 til
1966 jókst notkun dagblaða, sunnu-
dagblaða og vikublaða á blaða-
pappír úr 6.615.000 lestum í
9.132.000 lestir á ári.
I Bandaríkjunum eru sem stend-
ur gefin út 11.000 dagblöð og viku-
blöð. Tæpur helmingur, eða 5000,
■er offsetprentaður. Rflunveruleg
daghlöð eru 1750 talsins, og af
þeim erti milli 400 og 500 prentuð
í offset. Bandarískir prentfræð-
ingar gera ráð fyrir, að á næstu
tíu árum hækki hlutdeild offset-
prentaðra dagblaða úr 26 af
hundraði af blaðamagninn í um
Jjað hil 70 af hundraði.
Viðskiptaráðuneyti Bandaríkj-
anna hefur kunngert, að þau
bandarísk fyrirtæki sem framleiða
vélar og tæki til notkunar í prent-
iðnaði hafi á árinu 1968 aukið út-
flutning sinn um fimm af hundr-
aði upp í rúmlega 100 milljónir
dollara. Verðmæti prentvéla cinna,
sem fluttar voru út á fyrra misseri
1968 nant 30.3 milljónum, og fór
mestur hluti þeirra til Evrópu.
Ástralía
Ekki nema um 30 af hundraði
af bókum sem seldar eru í Ástralíu
eru unnar í landinu sjálfu, mikill
hluti er prentaður í Hongkong. Á
síðustu fimm árum jókst innflutn-
ingur prentaðs máls frá Hongkong
um 300 hundraðshluta. Fram-
leiðslukostnaður f Hongkong er
svo lágur, að innflutningur á bók-
um framleiddum í Bretlandi og
Bandaríkjunum minnkar jafnt og
þétt.
í prent- og pappírsiðnaði Ástral-
íu starfa nú 2970 fyrirtæki. Heildar
launagreiðslur til allra 87.000
starfsmannanna nema 230 milljón-
um ástralskra dollara.
Samkvæmt skýrslum vinnumála-
ráðuneytisins hefur tala starfs-
manna í prentiðnaðinum í heild
hækkað um tíu af hundraði f
Ástralíu sfðustu fjögur árin. Þessi
tala er nokkuð hærri en f áströlsk-
um iðnaði sem heild. Sömu skýrsl-
ur bera með sér, að í prentiðnaði
Ástralíu starfa um 50.400 launþeg-
ar. í starfsgreinunum myndamóta-
gcrð og vélsetningu var aukningin
nokkru meiri en tín af hundraði, í
öðrum greinum prentiðnaðar var
aukningin rétt tíu af hundraði eða
innan við það.
Finnland
Árið 1968 voru framleiddar í
Finnlandi 2,6 milljónir lesta af
pappír. Þar af nam útflutningur
sama ár 2,2 milljónum lesta, mið-
að við næsta ár á undan var um
að ræða aukningu um einn tíunda,
þvf 1967 nam pappírsútflutningur-
inn sléttum tveim milljónum lesta.
Gert er ráð fyrir að árið 1975 kom-
ist pappfrsframleiðsla Finna upp i
fjórar milljónir lesta.
Holland
Heildarútflutningur prentiðnað-
arins í Hollandi árið 1968 nam
270 milljónum gyllina. Það er
aukning sem nemur 8,5 af lnindr-
aði miðað við árið 1967. Aftur á
móti var aukningin minni en
næsta ár á undan, því miðað við
1966 jókst útflutningur hollenzks
prentiðnaðar um 11 af hundraði
árið 1967. Heildarvelta prentiðn-
aðarins í Hollandi 1968 er talin
tveir milljarðar gyllina, sem er 7,5
af hundraði aukning frá 1967 — á
því ári nant aukningin 6,2 af
hundraði miðað við 1966.
(Úr tímariti IGF).
24
PRENTARINN