Prentarinn - 01.01.1969, Síða 28

Prentarinn - 01.01.1969, Síða 28
Aðalfundup HlP 1969 Aðalfundur HÍP var haldinn 13. apríl að Óðins- götu 7 og hófst kl. 14.00. Enginn fulltrúi kom frá Akureyrarprenturum og var þess saknað. Las gjald- keri, Pjetur Stefánsson, reikninga félagsins og skýrði þá. Voru þeir samþykktir athugasemdalaust. I>á flutti gjaldkeri tvær tillögur fyrir hönd stjórnar, var önnur um kr. 15.000,00 styrk til bókasafnsins og hin um skiptingu gjalda félagsmanna. Var þar sú breyt- ing á, að félagsgjaldið, sem miðað er við 3% af viku- kaupi, hafði hækkað um 12 krónur, og skyldu þær renna til 2ja sjóða, kr. 2,00 til Styrktarsjóðs og kr. 10,00 til Tryggingasjóðs. Framlag til hans var áður kr. 10,00. I’ormaður, Jón Ágústsson, flutti skýrslu stjórnar síðasta starfsárs, hafði ekki tekizt að koma Prentar- anum út með skýrslunni ýmissa orsaka vegna. Skýrði formaður frá því, að þegar atvinnuleysi var mest í stéttinni á síðastliðnum vctri, hefðu 18 félag- ar verið á atvinnuleysisskrá. Ákvörðun hefði verið tekin um að Prentaratalið yrði gefið út í tilefni 75 ára afmælis HÍP árið 1972. Samningamálin ræddi forinaðuir mikið, enda kannski það málið sem beinast snertir hvern félaga. Höfðu umræður staðið á milli samninganefnda að tilhlutan sáttasemjara frá þvi seinni hluta febrúar. HÍP tók þátt í 2ja daga verkfallinu ásamt öðrum verklýðsfélögum í Reykjavík og nágrenni. Sagði for- maður, að þessar samningaviðræður færu fram með allt öðrum hætti nú en áður, og ekki væri sjáanlegt breyting á enn sem komið væri. Væru forsendur fyr- ir veru hans í nefndinni fallnar ef krafan um vísi- tölu á laun yrði ekki grundvöllurinn að áframhald- andi samningaviðræðum. Formaður lýsti tillögu um húsnæðismál félagsins frá stjórn, Fasteignanefnd og Laganefnd, sem var af- greiðsla á tillögu, er fjórir félagar fluttu á aðalfundi 1968. Var gert ráð fyrir í tillögu stjórnar, að félagið ætti áfram húseignina Hverfisgötu 21, enda sé nægi- legt húsrými fyrir starfsemi félagsins þar. Skýrslur nefnda í skýrslu samstarfsnefndar bókagerðarfélaganna kom m. a. fram, að ástæða væri að hyggja að sam- einingu félaganna, annað hvort i samband allra félaganna eða í eitt félag bókagerðarfólks. Hafði nefndin einnig rætt um, að næsta Prentaratal yrði gefið út af félögunum sameiginlega og tekin með nöfn allra þeirra, sem unnið hafa við bókagerð i landinu. í skýrslu bókasafnsnefndar var þess getið að að- staða safnsins væri að breytast til batnaðar þar sem bókasafnið hefði fengið herbergi til viðbótar i kjallara hússins og það gert eldtraust. Einnig hefðu gömlu húsgögnin verið fengin af skrifstofu félagsins. Væri því mögulegt að hafa þarna vistlega lestrar- stofu. Fasteignanefnd sér um allt viðhald fasteigna fé- lagsins og annast allar framkvæmdir við sumarbú- staðaland félagsmanna i Miðdal. Kemur fram i skýrslu nefndarinnar, að framlengdar hafa verið vatnsæðar á svæðinu til þeirra bústaða, sem í bygg- ingu eru og hafa verið. Nefndin hefur hug á að halda áfram skipulagi svæðisins útfrá því hæðamæl- ingakorti, sem lokið er að gera yfir svæðið. Auk þessa er svo viðliald húseignarinnar að Hverfisgötu 21. í skýrslu, sem talsmaður skemmtinefndar flutti, kom fram að nefndarmenn voru ekki allskostar lukkulegir með félaga sína. Þeir sýndu starfsemi nefndarinnar engan áhuga. Fluttu þrír þeirra því tillögu um breytingu á skipan og starfi skemmti- nefndar. Skyldi hún nú lieita „Menningar-, fræðslu- og skemmtinefnd" og annast J)á starfsemi sem skemmtinefnd hafði áður með að gera, en auk þess umræðufundi um landsins gagn og nauðsynjar. Nefndin skyldi skipuð þrem mönnum. Var tillögu þessari vísað til stjórnar og Laganefndar. í umræðum sem fram fóru um skýrslu stjórnar og nefnda var einkum rætt, hvort draga ætti fulltrúa bókagerðarfélaganna út úr hinni svokölluðu 16- mannanefnd ASÍ. Kom fram tillaga um það, sem var felld, þar sem dagskrártillaga, sem samþykkt var, gerði ráð fyrir að henni yrði vísað frá. Stjórnarskipti Samkvæmt lagabreytingum sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins 1968, var nú í fyrsta skipti 26 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.