Prentarinn - 01.01.1969, Side 29
kosið trúnaðarmannaráð skipað 10 mönnum auk
stjórnar og varastjórnar, eða 21 maður. Aðeins einn
listi kom fram við stjórnarkjör og er stjórnin þann-
ig skipuð:
Formaður: Jón Agústsson
Varaformaður: Finnbjörn Hjartarson
Ritari: Þórólfur Daníelsson
Gjaldkeri: Pjetur Stefánsson
1. meðstjórnandi: Ólafur Emilsson
2. meðstjórnandi: Magnús J. Matthíasson
Varastjórn skipa auk varaformanns, sem sæti á í
aðalstjórn: ritari Baldur Aspar, gjaldkeri Sverrir
Kjærnested, 1. meðstj. Þorsteinn Marelsson og 2.
meðstj. Þorbjörn Friðriksson.
Aðalmenn í trúnaðarmannaráði eru þessir:
Árni Guðlaugsson
Björgvin Ólafsson
Ingimundur B. Jónsson
Jón Már Þorvaldsson
Óðinn Rögnvaldsson
Ólafur Ingi Jónsson
Óskar Guðnason
Óskar Samsted
Sigurður Pétursson
Stefán Ögmundsson.
Varamenn eru:
Ellert Ag. Magnússon
Hilmar Karlsson
Jón B. Magnússon
Lúther Jónsson
Þórður I. Sigurðsson.
Endurskoðendur voru kosnir Helgi Hóseasson og
Ólafur Hannesson. Til vara voru kosnir Birgir Sig-
urðsson og Gísli Guðjónsson.
Ritstjórar Prentarans: Guðjón Sveinbjörnsson og
Haukur Már Haraldsson.
í Fasteignanefnd var Sigurður Guðgeirsson end-
urkosinn.
Garðstjóri: Friðrik Ágústsson.
í Bókasafnsnefnd voru kosnir: Ólafur Björnsson
og Brynjólfur Björnsson. Fyrir í nefndinni er Stefán
Ögmundsson.
Fulltrúi í stjórn Byggingarfélagsins Miðdalur hef-
ur verið undanfarin ár Pjetur Stefánsson og var
hann endurkosinn.
Samkvæmt tillögu frá stjórn félagsins um að
kjósa þrjá menn f Laganefnd og samþykkt var á
fundinum, voru kosnir: Ellert Ág. Magnússon, Ósk-
ar Guðnason og Stefán Ögmundsson. Stjórnin til-
nefnir úr sínum hópi tvo menn til viðbótar.
í skemmtinefnd voru kosnir: Haukur Már Har-
aldsson, Hilmar Eysteinsson, Jóhannes Eiríksson,
Trausti Finnbogason og Stefán Ævar Guðmundsson.
PRENTARINN
Lagabreytingar
Undir 8. lið dagskrár komu fram tvær tillögur og
voru þær báðar frá stjórninni. Var önnur frá stjórn
og Laganefnd um afgreiðslu á tillögu Jóns Otta
Jónssonar og Birgis Sigurðssonar, er borin var upp
á aðalfundi 1968 og gerði ráð fyrir breytingum á
reglugerð Fasteignasjóðs HÍP. Lagði stjórnin og
Laganefndin til „að stjórn HÍP og Laganefnd sé
falið að undirbúa breytingar á lögum félagsins,
þannig að tekið sé upp í 32. grein laganna hverjar
nefndir skuli kjósa, hvernig þær séu skipaðar og
hvert sé starfssvið þeirra, og leggja tillögur þar um
fyrir næsta aðalfund HÍP. Enn fremur verði teknir
til athugunar möguleikar á því að hafa mann við
störf fyrir Orlofsheimilið og sumarbústaðahverfið í
Miðdal yfir orlofstímann ..
Hin tillagan var sú, að fá aðalfundarsamþykki
fyrir þvi að HÍP gerðist aðili að Nordisk Typograf-
Union — samtökum norrænna prentara. Kom fram
í umræðum um þetta mál, að á undanförnum tveim
ráðstefnum NT-U höfðu íslenzkir prentarar átt þar
áheyrnarfulltrúa. Þessi samtök komu á fót verkfalls-
sjóði, sem nú er orðinn um 2 millj. sænskra króna
og í vinnudeilum veita þau styrk úr honuin kr. 10,00
sænskar á viku á hvern meðlim i allt að 13 vikur. Á
árlegum ráðstefnum þessara samtaka ráða menn
ráðum sínum og bera saman bækurnar.
Báðar voru þessar tillögur samþykktar samhljóða.
Undir síðasta lið dagskrár, ýmis mál, komu fram
þrjár tillögur: Að veita prentarakonum 1.500 m2
lóð í bústaðalandi prentara i Miðdal. Að fela stjórn
og Fasteignanefnd að setja reglur um takmörkun
bifreiðaaksturs um sumarbústaðahverfið i Miðdal.
Voru þær báðar samþykktar. Þriðja tillagan var um
takmörkun aukavinnu um helgar. Urðu umræður
um þessa tillögu, en hún var felld með 18 atkvæðum
gegn 10.
Fleira var ekki tekið fyrir og þakkaði formaður
fundarmönnum þolinmóða fundarsetu. — Þ. Dan.
630 mllljón kp. pöntun
Með því að fjárfesta í fjögurra lita Rotafolio-
prentvélum fyrir sem svarar 630 milljónum íslenzkra
króna, telur framkvæmdastjóri Sun Printers Ltd. (
Englandi, að fyrirtæki hans hafi tryggt sér áfram
prentun hins þekkta kvennablaðs Vogue og fleiri
stórra tímarita. Prentun þessara blaða i flatpressum
skilaði ekki lengur hagnaði og hann taldi líklegt að
útgefendur blaðanna hefðu að öðrum kosti látið
prenta þau í offsetsmiðju.
Rotafolio er hverfivél fyrir hæðarprentun, smiðuð
af Koenig 8c Bauer í V.-Þýzkalandi.
(Grafik revy).
27