Stundin - 01.01.1941, Page 8

Stundin - 01.01.1941, Page 8
8 STU N DIN JÓN FRÁ LJÁRSKÓGUM: Um byggðir næðir norðanátt, og nú er komið haust og Vetur nálgast: kuldakarl með kampa og þrumuraust; og núna finnst oss furðulítil fróun vera í því þótt vorið ætli — éínhverntíma — allt að verma á ný. Því oss finnst núna ekki skemmra en eilífð þangað til og á þeim tíma er aldrei sól og engin myrkraskil, nei — nú er einmitt um að gera að andvarpa í gríð og hefja upp langan harmagrát um horfna sumartíð. Og sjálfsagt er að syngja um tár og sorg og kvöl og mein og berja af kappi heimskum haus í haustsins kalda stein og eins er rétt að andvarpa um allt sitt kvennaíar og ergja sig og aðra á því, sem — einu sinni var. (Kafl úr bréfí), Og ekki er beysin útkoman á uppgjörinu þar: í hverjum dálki hryggð og sorg og heitrof allsstaðar, hver einstök meyjan á sinn þátt í andans kvöl og sekt og gæfan öll er uppíloít, sem ekki er íurðaniegt. Og eftir því sem haust og hörkur hrifsa í meiri völd, þess ægilegra er okkar böl og eymd og syndagjöld, en sárust eru um sólstöðurnai sálarinnar mein: í»á finnst oss kafíið kórgur einn og kjötið eintóm bein. Já — þvi er ekki að undra, þótt oss ógni þetta haust og viröist þessar vetrarhörkur vara endalaust — og sælla er á sólskinsvori að syngja glöðum róm ig yrkja Ijóð með akkorðshjraöa um “ástir, vor og blóm”!

x

Stundin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.