Morgunblaðið - 29.12.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 29.12.2008, Síða 1
M Á N U D A G U R 2 9. D E S E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 353. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Leikhúsin í landinu >> 41 DAGLEGTLÍF KÁTIR KARLAR Í DRENGJAKÓR VÉSTEINN HAFSTEINSSON Umhverfið á Íslandi ekki afreksvænt 95 ára mbl.is Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is EINSTAKLINGAR úr eigendahópi Kaupþings, eða félög á þeirra vegum, eru á meðal þeirra sem liggja undir grun um að hafa hagnast á samning- um sem Kaupþing gerði við valda við- skiptavini og eru taldir hafa fært hópnum gríðarlegan fjárhagslegan ávinning. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru samningarnir sem gerðir voru, nokkrir talsins og er heildar- andvirði þeirra talið vera yfir 100 milljarðar króna. Samningarnir eru taldir hafa verið þess eðlis að viðkom- andi einstaklingar hafi ekki getað tap- að á þeim. Efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra hefur haft málið til skoðunar síðan um miðjan desember þegar henni barst nafnlaus ábending um athæfið. Efnahagsbrotadeildin hefur nú óskað eftir því að Fjármála- eftirlitið (FME) taki málið til frekari skoðunar og kanni hvort rökstuddur grunur sé um refsiverða háttsemi. Þá ber FME að kæra málið aftur til efna- hagsbrotadeildar.  Gátu ekki tapað | 4 Eigendur taldir hagnast Einstaklingar úr eigendahópi Kaup- þings taldir hafa hagnast á samningum Í HNOTSKURN »Grunur leikur á því að um-rædd háttsemi geti talist vera umboðssvik eða jafnvel fjárdráttur. Refsing vegna slíkra brota getur verið allt að sex ára fangelsi. »Bæði þeir sem gerðu samn-ingana og þeir sem græddu kunna að hafa brotið lög. BÖRN halda á myndum af fórnarlömbum loftárása Ísraela á Gaza-svæðið á mótmælafundi fyrir utan skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Manama, höfuð- borg Barein. Hernaðinum var mótmælt í borgum víða um heim í gær þegar árásirnar höfðu kostað nær 300 manns lífið á tveimur dögum. | 19 Blóðsúthellingum á Gaza mótmælt víða AP  FRIÐRIK Gunnarsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lög- regla hafi aðeins leyft innflutning á rúmlega 500 tonnum af skoteldum í ár. Það sé mun minna en í fyrra, þegar 1.275 tonn af flugeldum voru flutt til landsins. Aftur á móti eigi margir seljendur enn birgðir frá fyrri árum sem þeir selji núna. Flugeldasalan hófst í gær á flest- um stöðum og eru flugeldasalar þokkalega vongóðir um söluna, þrátt fyrir efnahagsástandið. Hafa þeir bryddað upp á ýmsum nýjungum til að glæða söluna í ár, m.a. getur almenningur skotið út- rásarvíkingum og bankastjórum út í veður og vind. »6 Mun minna af flugeldum  ÉG TEK þessa dóma nærri mér og er ekki sáttur við þá,“ segir Jón Ásgeir Jóhann- esson, stjórn- arformaður Baugs, í grein í Morgunblaðinu í dag sem ber yf- irskriftina „Setti ég Ísland á haus- inn?“. Þar segist hann hafa verið kallaður óreiðumaður, glæpamaður, fjárglæframaður, „þúsundmilljarða- maðurinn“ og sagt hafi verið að hann hafi komið Íslandi á hausinn. „Þessa viðhorfs virðist gæta víða í þjóðfélaginu, meira að segja á Al- þingi og í Seðlabankanum. Þessi við- urnefni og upphrópanir byggjast ekki á mikilli yfirvegun eða ígrund- un, en eru að einhverju leyti skilj- anleg í andrúmslofti reiði og örygg- isleysis,“ segir Jón Ásgeir og segist reiðubúinn að axla þá sanngjörnu ábyrgð sem honum beri. »20–21 Tekur dóma nærri sér og er ósáttur við þá Liverpool fór hamförum í ensku úr- valsdeildinni um jólin, skoraði átta mörk og er á toppnum um áramót, í fyrsta skipti í tólf ár. Liverpool mætir nýju ári í toppsætinu Ein besta handknattleikskona Ís- lands, Anna Úrsúla Guðmunds- dóttir, er á leiðinni til eins af sterk- ustu liðum Danmerkur. Anna er á leiðinni til Danmerkur Guðjón Valur Sigurðsson meiddist illa á kálfa og leikur ekki með landsliðinu á mótunum í Svíþjóð og Danmörku í næsta mánuði. Guðjón Valur frá keppni í 4-6 vikur Fram vann öruggan sigur á Hauk- um, 35:29, í úrslitaleik deildabikars karla og Stjarnan vann Hauka, 28:27, í úrslitunum í kvennaflokki. ÍÞRÓTTIR Fram og Stjarnan kræktu í bikarana

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.