Morgunblaðið - 29.12.2008, Page 6
Spyrja má hvort skotleyfi hafi verið gefið út á
bankastjóra, helstu útrásarvíkingana og stjórn-
málamenn þessi áramótin, en björgunarsveitirnar
selja þetta árið tertu með myndum af helstu banka-
stjórunum og aðra tertu með mynd af ýmsum
stjórnmálamönnum. Almenningur hefur því tækifæri
til að láta í ljós gremju sína með stöðu mála með
því að sprengja myndir af þessum mönnum í loft
upp.
Hugmyndin er þó ekki ný af nálinni, því fyrir
nokkrum árum var hægt að kaupa rakettu með
mynd af stjórnmálamanni og senda viðkomandi út í
veður og vind.
„Við höfum fengið mjög góð viðbrögð,“ segir Jón
Ingi, sem vill taka fram að allt sé þetta í gamni gert.
„Þetta er hugsað til [gamans], en ekki til að særa
einn eða neinn,“ bætir Jón Ingi við, en þess má geta
að allar persónurnar eru auðþekkjanlegar á mynd-
unum á tertunum.
Loks er einnig seld terta með mynd af íslenskum
almenningi. Einhver kann að velta fyrir sér hver vilji
Skotleyfi á bankastjóra og stjórnmálamenn?
sprengja upp íslenskan almenning. Þannig má spyrja
hvort heppilegt væri ef til dæmis fyrrverandi banka-
stjóri sæist sprengja íslenskan almenning upp á
þennan hátt.
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opið í dag 29 desember frá 9 til 18
Patti húsgögn
landsins mesta úrval af sófasettum
Slappaðu af
yfir hátíðirnar
2-jasætasófar frá159.900,-
3-jasætasófar frá199.900,-
oghornsófar frá 299.900,-
Bjóðum upp á hægindastóla
í mörgum útfærslum.
kr.89.900,-
verð nú
Verð áður 119.900,-
Eftir Andrés Þorleifsson
andresth@mbl.is
„ÞAÐ komu inn í ár rúm 500 tonn [af
skoteldum],“ segir Friðrik Gunn-
arsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn
hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu, um innflutning á flugeldum. Er
það mikill samdráttur frá fyrri ár-
um, en árið 2007 veitti lögreglan
leyfi fyrir innflutningi á 1.275 tonn-
um og 800 tonnum árið 2006.
Friðrik bendir þó á að margir selj-
endur eigi birgðir frá því í fyrra,
þannig að samdrátturinn í sölunni sé
ekki endilega jafnmikill og innflutn-
ingstölurnar gefi til kynna. „En það
voru vandræði með innflutninginn,
þannig að hann er minni,“ bætir
hann við, og vísar þar sérstaklega í
gjaldeyrisóvissu.
Björgunarsveitir bera sig vel
„Sem mest,“ var svar Jóns Inga
Sigvaldasonar hjá Slysavarnafélag-
inu Landsbjörg við því hversu mikið
björgunarsveitirnar gerðu ráð fyrir
að selja, en flestir sölustaðir voru
opnaðir í gær. Hann segist ekki
geta séð af fyrsta söludeginum
hvort mikil breyting sé á sölunni, en
taldi þó að fleiri hefðu komið við hjá
flugeldasölum fyrsta söludaginn í ár
en á síðustu árum. „Það er eins og
fólk sé að horfa á þetta aðeins fyrr,“
segir hann til útskýringar, en mesta
flugeldasalan sé einatt 30. og 31.
desember.
Jón Ingi giskar á að markaðs-
hlutdeild björgunarsveitanna á flug-
eldamarkaðinum sé á milli 60 og
65%, en markaðnum deila þeir með
ýmsum félagasamtökum og einkaað-
ilum.
Margar björgunarsveitir eru fjár-
hagslega háðar flugeldasölunni og
koma 80-90% rekstrarfjár sumra
sveitanna úr flugeldasölunni. Því er
ljóst að til mikils er að vinna fyrir
þessar sveitir að salan gangi vel.
„Við gerum okkur grein fyrir því
að það er aðeins farið að hægja á
samfélaginu, en við búumst við því
að fólk komi og styðji björg-
unarsveitina sína,“ segir Jón Ingi.
Hann bendir á að jólasalan hjá versl-
unum hafi gengið vonum framar, og
er greinilega vongóður með að sama
verði upp á teningnum í flugeldasöl-
unni.
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upp-
lýsinga- og kynningarfulltrúi Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar, segir
að björgunarsveitunum hafi tekist
að afla gjaldeyris til innflutningsins.
„Ég held þeir geri sér grein fyrir því
hjá Seðlabankanum og ríkinu hversu
mikilvægt þetta er fyrir björg-
unarsveitirnar og hversu mikilvægt
straf björgunarsveitanna er fyrir
samfélagið. Þessi sala er grundvöll-
urinn fyrir því starfi,“ segir Ólöf.
Minna flutt inn af flugeldum
Seljendur flugelda eiga þó oft nóg frá fyrra ári Stór tekjulind hjálparsveita
Í HNOTSKURN
»Einkaaðilar sem og björg-unarsveitir selja flugelda.
»Um 70 útsölustaðir eru áhöfuðborgarsvæðinu í ár,
auk nokkurra tuga á lands-
byggðinni.
»Öll sala á skoteldum tilbarna yngri en 12 ára er
óheimil og öll meðferð barna
á þeim skal vera undir eftirliti
fullorðinna.
»Jón Magnússon alþing-ismaður hvatti landsmenn
í sjónvarpi í gær til að kaupa
ekki flugelda í ár.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Flugeldakaup Þessi snáði keypti flugelda fyrir um tvö þúsund krónur hjá flugeldasölu Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.
Dýraverndunar-
samband Íslands
vill minna á þá
ógn sem dýrum
stafar af flugeld-
um, sprengingum
og tilheyrandi
loftmengun.
Segir í tilkynn-
ingu frá sam-
bandinu að flest dýr hræðist slíkt
umrót, og skipti þá engu hvort um
sé að ræða gæludýr eða villt dýr. Á
síðustu árum hafi hundar og kettir
leitað skjóls, farið í felur og jafnvel
týnst. Sömu sögu sé að segja um
hross á útigangi, sem hafi tryllst og
hlaupið langan veg, lent í sjálfheldu
eða hrapað í klettum.
Af þessum sökum er þeim til-
mælum beint til dýraeigenda að
þeir hafi sérstaka gát á dýrum sín-
um þessa daga ársins, sérstaklega á
gamlárskvöld. Þannig megi m.a.
hafa ljós í húsum til að minna beri á
leiftrunum og loka gluggum svo
mengunin berist ekki inn. „Munum
að dýrin eru skyni gæddar tilfinn-
ingaverur eins og við,“ segir loks í
tilkynningunni.
Sýna þarf dýrum tillits-
semi á næstu dögum
FRÁ og með aðfangadegi til gær-
dagsins var lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu tilkynnt um 39
innbrot.
Að sögn Péturs Guðmundssonar,
aðalvarðstjóra hjá lögreglunni, er
um að ræða nokkra aukningu. Þó
beri að hafa í huga að innbrot auk-
ist alltaf í kringum jólahátíðina.
„Þetta eru innbrot af öllu tagi.
Þetta eru heimili, stofnanir, versl-
anir, vinnuskúrar og nýbygg-
ingar,“ útskýrir Pétur, sem bætir
síðan við að enn fleiri þjófnaðir hafi
verið tilkynntir lögreglu. Þá hafi
lögreglan haft hendur í hári nokk-
urra innbrotsþjófa um hátíðirnar.
Lögregla brýnir fyrir fólki að
ganga vel frá gluggum og hurðum
á húsnæði sínu. Eins beri að forðast
að skilja eftir verðmæti í bílum.
andresth@mbl.is
Fólk gæti að
eigum sínum
um hátíðirnar
ÚTLIT er fyrir
að ágætt veður
verði til að
kveðja gamla
árið með brenn-
um og flug-
eldaskotum og
fagna nýju. Það
er helst að Vest-
mannaeyingar
verði útundan
vegna hvass-
viðris en ekki
var alveg útséð
með það í gær-
kvöldi.
Veðurstofan spáir því að um
miðjan dag á gamlársdag verði
hæg austanátt með éljagangi sunn-
anlands, nokkuð samfelldri slyddu
eða snjókomu. Á miðnætti er reikn-
að með stöku éljum með austanátt-
inni. Helst er að úrkomulaust verði
norðaustanlands. Veður ætti því að
vera til að skjóta upp flugeldum um
allt land um áramótin.
Ágætt veður
til að brenna
Áramót Styttist í
flugeldaskothríðina.
MAÐUR slas-
aðist á vél-
sleða innar-
lega í Skaga-
firði á öðrum
tímanum 26.
desember sl.
Ökumaður féll
af sleðanum
og var í fyrstu
óttast að hann
hefði hlotið
nokkur höfuðmeiðsl. Hann var því
fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri,
og þaðan með sjúkraflugi til
Reykjavíkur. Reyndust meiðsl
mannsins ekki jafn alvarleg og talið
var í fyrstu, en í ljós kom að hann
hafði hlotið minniháttar beinbrot,
og skrámur í andliti.
Slasaðist
á vélsleða
Slys Maðurinn féll af
vélsleða í Skagafirði.
MIKIL mildi þykir að ekki fór verr
þegar bifreið valt í Öxarfirði á tólfta
tímanum aðfaranótt sunnudags.
Slysið átti sér stað skammt frá af-
leggjaranum að Ærlækjarseli. Tvær
stúlkur innan við tvítugt voru í bíln-
um. Virðast tildrög slyssins vera þau
að bílnum var ekið út í kant og
reyndi ökumaður að rífa bílinn inn á
veginn með þeim afleiðingum að
bíllinn valt tvær og hálfa veltu.
Ökumaður kastaðist út um hlið-
arglugga og hafnaði um 12 metra
frá bílnum. Slapp hún þó tiltölulega
lítið slösuð. Að sögn lögreglunnar á
Húsavík er málið enn í rannsókn, en
bifreiðin er talin ónýt.
andresth@mbl.is
Mildi að ekki
fór verr
Ingvar Haf-
bergsson
keypti fyrsta
skammtinn í
flugeldasölu
íþróttafélags-
ins Fylkis í
gær. Alls taldi
hann sig
mundu eyða
svipuðu í
skotelda og í
fyrra, eða
milli 12 og 15 þúsund krónum.
„Ætli ég fari ekki á gamlársdag
og kaupi mér þrjár fjórar stórar
[rakettur] og eina litla tertu,“ sagði
Ingvar, sem taldi sig ekki eyða
miklu í skotelda og hefði þar ástand
efnahagsmála lítil áhrif.
Ingvar
Hafbergsson
Svipað
milli ára