Morgunblaðið - 29.12.2008, Page 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
NOKKUR breyting verður á flokkun
vega með nýrri Vegaskrá. Hún er sú
fyrsta sem gerð er samkvæmt nýjum
vegalögum sem tóku gildi í byrjun
ársins. Vegaskráin mun taka gildi um
næstkomandi áramót. Gunnar Gunn-
arsson, aðstoðarvegamálastjóri, seg-
ir að vegfarendur muni væntanlega
ekki finna fyrir neinni breytingu þótt
vegir skipti um flokk.
Stærsta breytingin við gildistöku
nýju vegaskrárinnar er að rúmlega
1.000 km af svonefndum tengivegum
færast í flokk héraðsvega, sem áður
hétu safnvegir. Almennt talað eru
þetta vegir að sveitabýlum, heimreið-
ar o.þ.h. Sveitarfélög hafa átt þess
kost að fá svokallaðan helminga-
mokstur á tengivegum. Þá hefur
Vegagerðin greitt fyrir snjómokstur
veganna að hálfu. Hún hefur ekki
tekið þátt í snjómokstri safnvega,
sem nú heita héraðsvegir. Snjó-
mokstur Vegagerðarinnar mun því
væntanlega minnka eitthvað.
Óbreytt þjónusta á hálendinu
Stofnvegir eru flestir þeir sömu og
voru áður. Nokkrir umferðarmiklir
vegir, sem áður flokkuðust sem
tengivegir, eru nú orðnir stofnvegir.
Þá verða fjórir fjölfarnir hálendis-
vegir, sem áður voru landsvegir,
framvegis flokkaðir sem stofnvegir
um hálendi. Þetta eru Sprengisands-
leið, Kjalvegur, Fjallabaksleið nyrðri
og Kaldadalsvegur. Þrátt fyrir
breytta flokkun verður engin sérstök
breyting á þjónustu við þessa vegi,
opnunartíma þeirra, eða hvað varðar
rekstur eða viðhald. Þar verður
áfram árstíðabundin umferð og
munu hálendisvegirnir njóta minna
viðhalds en aðrir stofnvegir.
Rúmlega 200 km af götum í eða við
þéttbýli, sem áður töldust til þjóð-
vega, munu færast á forræði viðkom-
andi sveitarfélaga. Þetta á t.d. við um
Gullinbrú, Hallsveg, Nýbýlaveg og
Vífilsstaðaveg á höfuðborgarsvæð-
inu.
„Yfirfærsla þessara vega til þétt-
býlissveitarfélaganna fer ekki fram
fyrr en með samkomulagi við þessi
sveitarfélög. Við munum leitast við að
skila þeim í viðhaldshæfu ástandi,“
sagði Gunnar. Vegagerðin mun
ganga til viðræðna við þéttbýlissveit-
arfélögin um yfirfærslu þessara
vega.
Morgunblaðið/Júlíus
Mokstur Breytt flokkun vega gæti haft áhrif á hver borgar snjómokstur á tilteknum leiðum.
Vegirnir flokkaðir
Þjóðvegir í þéttbýli færast til sveitarfélaga Margir tengi-
vegir verða héraðsvegir Hálendisvegir verða stofnvegir
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
KULDI og myrkur. Oft rok, snjór
eða að minnsta kosti hálka. Þetta
eru aðstæðurnar sem hlauparar á
Íslandi eiga að venjast að vetri til.
Hlaupararnir í skokkhópi ÍR láta
svoleiðis smámuni ekki stöðva sig
og hlaupa sperrtir frá Breiðholts-
sundlauginni alla laugardags-
morgna.
Gunnar Páll Jóakimsson, þjálf-
ari hópsins, segir að það sé sér-
stök áskorun fólgin í því að hlaupa
að vetrarlagi í allskyns veðrum.
Alltof margir líti svo á að ekki sé
hægt að stunda útivist nema í
góðu veðri en það sé reginmis-
skilningur.
„Það hefur aldrei fallið niður æf-
ing hjá okkur vegna veðurs.“
Sífellt fleiri stunda markvissar
hlaupaæfingar að vetri til eins og
sést vel á þátttöku í þeim mörgu
keppnishlaupum sem haldin eru að
vetrarlagi. Gríðargóð þátttaka hef-
ur verið í Powerade-hlaupunum
sem hlaupin eru frá Árbæjarlaug í
Reykjavík í hverjum mánuði og
nýlega hófust Powerade-hlaup á
Selfossi sem haldin eru laugardag-
inn eftir Reykjavíkurhlaupin. Þá
er Gamlárshlaup ÍR afar vinsælt
og þátttakan eykst ár frá ári.
Mikilvægi dagbóka
Gunnar Páll gefur út Hlaupa-
dagbókina sem nú kemur út í
sjötta sinn. Hann segir mikilvægt
fyrir alla hlaupara að halda
hlaupadagbækur, hvort sem það er
gert með því að skrifa í bækur,
með færslum á netinu eða í tölv-
unni. Í hlaupadagbókinni er m.a.
að finna æfingaáætlanir fyrir byrj-
endur og lengra komna, viðtöl og
heilræði fyrir hlaupara.
Gunnar mælir með að fólk skrái
ekki einungis niður upplýsingar
um hlaupaæfingar heldur einnig
hvernig líðanin var, hvort fólk hafi
haft næga orku til hlaupanna eða
verið þreytt. Hlauparar geti síðan
farið yfir hvað það var sem olli
þreytunni og lært af mistökunum.
Í þessu felist ákveðin saga sem
hlauparar læri auk þess sem af-
skaplega skemmtilegt sé að fletta í
gömlum hlaupadagbókum. Margir
endurupplifi keppnishlaup með því
að lesa gamlar lýsingar á líðan,
hugsunum og tilfinningum sem
bærðust með þeim í hlaupinu.
Kuldi, snjór og myrkur nær
ekki að stöðva hlauparana
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hlauparar Skokkhópur ÍR fer reglulega af stað frá Breiðholtslauginni og lætur veðrið svo sannarlega ekki aftra sér.
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
farbann yfir fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu
sparisjóðanna í ellefta sinn. Gildir
farbannið til 29. janúar nk.
Framkvæmdastjórinn fyrrver-
andi hefur verið í farbanni í frá 13.
apríl 2007. Hann er grunaður um
stórfelld efnahagsbrot, sem felast í
útgáfu tilhæfulausrar ábyrgðaryf-
irlýsingar upp á 200 milljónir banda-
ríkjadala. Talið er að ábyrgðir vegna
athæfis mannsins geti fallið á
þrotabú Verðbréfaþjónustunnar.
Hæstiréttur staðfesti framlengt
farbann yfir manninum á Þorláks-
messu og skilaði einn dómari, Jón
Steinar Gunnlaugsson, sératkvæði
og vísaði til rökstuðnings í tveimur
fyrri sératkvæðum sínum frá 22.
september og 27. nóvember, þar
sem hann taldi að fella ætti far-
bannsúrskurðinn úr gildi.
Einsdæmi í sögunni
Í sératkvæðinu frá 22. september
kom fram að maðurinn sem í hlut
ætti hefði þegar sætt farbanni í
meira en sautján mánuði, sem sé
lengra en önnur dæmi séu um í ís-
lenskri réttarframkvæmd. Í því sér-
atkvæði kom jafnframt fram að lík-
legast yrði nauðsynlegt að óska enn
framlengingar farbannsins.
Með staðfestingu Hæstaréttar frá
23. desember hefur það verið fram-
lengt tvisvar til viðbótar og ellefu
sinnum í heild. Hefur maðurinn ver-
ið í farbanni samfleytt í rúma tutt-
ugu mánuði. Maðurinn krafðist þess
aðallega að úrskurður um farbann
yrði felldur úr gildi.
Farbann
framlengt
í 11. sinn
Álfheimar 74
Sími: 414 4000
hreyfing@hreyfing.is
www.hreyfing.is
STOTT PÍLATES
6-VIKNA NÁMSKEI
HEFST 12. JANÚAR
STOTT PILATES HÓPNÁMSKEI Verð 22.900 kr.
REFORMER BYRJENDUR Verð 29.900 kr.
REFORMER FRAMHALD Verð 29.900 kr.
Stott Pilates æfingakerfið þjálfar flata og sterka kviðvöðva.
Jafnvægi á milli styrk- og teygjuæfinga framkallar langa, granna
vöðva og auðveldar hreyfingar.
Stöðug áhersla á öndun bætir súrefnisflæði í blóði og bætir
blóðflæði til heilans sem eykur einbeitingu og vellíðan.
Í Reformer pilatesnámskeiðinu er þjálfað á sérstökum Reformer
bekk. Það skilar einstaklega góðum árangri og hentar öllum sem vilja
bæta þjálfun sína enn frekar.
Innifalið:
• Lokaðir tímar 2x í viku, 15 manna hópar í Stott Pilates námskeiðin
• Lokaðir tímar 2x í viku, 4 manna hópar í Reformer námskeiðin
• Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
• Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu
– jarðsjávarpotti og gufuböðum
Láttu skrá þig strax í síma 414 4000 eða á hreyfing@hreyfing.is