Morgunblaðið - 29.12.2008, Qupperneq 17
Fréttir 17INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008
Vatnaskógi. Tillaga um forvarna-
og framfarasjóð Reykjavíkur-
borgar var samþykkt í borgar-
ráði nóvember 2007. Markmið
með stofnun sjóðsins er að stuðla
að árangri í forvarnastarfi, efl-
ingu félagsauðs, auknu öryggi
íbúa og bættri umgengni í borg-
inni.
Ennfremur er það hlutverk
sjóðsins að gefa einstaklingum,
félagasamtökum og fyrirtækjum
tækifæri til frumkvæðis og ný-
sköpunar á sviði forvarna og
framfara.
HANNA Birna Kristjánsdóttir
borgarstjóri hefur úthlutað
styrkjum úr forvarna- og fram-
farasjóði Reykjavíkurborgar til
12 verkefna og nemur heildar-
upphæðin um 25,5 milljónum
króna.
Alls bárust 88 umsóknir. Verk-
efnin sem styrkt eru að þessu
sinni eru fjölbreytt og má þar
nefna klúbbastarfsemi fyrir
heyrnarskert börn, opið hús fyrir
íbúa í Grafarholti sem hafa ný-
lega misst vinnuna, myndlistar-
verkið Guttorm og gauraflokk í
Um 25 milljónir úr for-
varna- og framfarasjóði
Styrkþegar Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri ásamt þeim er hlutu
styrki úr forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar.
PAOLO Gar-
giulo verkfræð-
ingur varði dokt-
orsritgerð við
verkfræðideild
Tækniháskólans í
Vínarborg 25.
nóvember síðast-
liðinn. Andmæl-
endur voru Prof.
Rudolf Freund, Prof. Frank Rattay
og Prof. Winfried Mayr. Leiðbein-
endur voru Prof. Frank Rattay,
Prof. Winfried Mayr og dr. Þórður
Helgason.
Ritgerðin sem ber titilinn „3D
Modelling and Monitoring of De-
nervated Muscle under Functional
Electrical Stimulation Treatment
and Associated Bone Structural
Changes“ fjallar um gerð þrívíðra
líkana af aftauguðum vöðvum í raf-
örvunarmeðferð og meðfylgjandi
breytingar á beinvef. Í verkefninu
er aðferð þróuð til að fylgjast með
raförvunarmeðferð vöðva, rýrnun
þeirra og uppbyggingu, form- og
þéttnibreytingum. Einnig þéttni-
breytingum lærleggs og hnjéskelj-
ar.
Er aðferðin notuð til að fylgjast
með meðferð þverlamaðra ein-
staklinga með úttaugaskaða í neðri
limum.
Paolo er fæddur í Napólí á Ítalíu
19. maí 1973. Hann er sonur
hjónanna Ciro Gargiulo skrifstofu-
manns og Elvira Primativo in Gar-
giulo húsmóður.
Hann lauk prófi í tækniskóla í
Napólí, lagði síðan stund á heil-
brigðisverkfræði við Háskólann í
Napólí, Federico II þar sem hann
lauk meistaragráðu 2001.
Paolo hefur síðan starfað við
Rannsóknar- og þróunarstofu heil-
brigðistæknisviðs Landspítalans og
er kennari við heilbrigðisverk-
fræðideild Háskólans í Reykjavík.
Paolo er giftur Helenu Finn-
bogadóttur snyrtifræðingi og eiga
þau dæturnar Sigmundínu og Elv-
íru.
Doktor í
verkfræði
HREFNA Ró-
bertsdóttir varði
doktorsritgerð í
sagnfræði við
sagnfræðideild
Háskólans í
Lundi í Svíþjóð
hinn 18. október
síðastliðinn. Tit-
ill ritgerðarinnar
er Wool and Society. Manufact-
uring Policy, Economic Thought
and Local Production in 18th-
century Iceland. Bókin er gefin út
af bókaforlagi í Svíþjóð en Sögu-
félag dreifir henni hér á landi.
Í ritinu er tekin fyrir hagræn
hugsun á Íslandi og í Danmörku
og velt upp stöðu Íslands innan
dansk-norska ríkisins á 18. öld.
Með Innréttingunum í Reykjavík
var verið að innleiða vefsmiðju-
vinnslu ullar og áhrif þeirra eru
könnuð. Auk þess er ullarfram-
leiðsla í sveitum á Norðaust-
urlandi og Suðvesturlandi rann-
sökuð. Sýnt er fram á hvernig
efling handiðnaðarins á seinni
hluta 18. aldar var hluti af hag-
rænum nýjungum á tímabilinu.
Hrefna starfar nú við rann-
sóknir á Þjóðskjalasafni Íslands
auk þess að sinna stundakennslu
við Háskóla Íslands. Hún er fædd
6. september 1961, dóttir Kol-
brúnar Gunnarsdóttur sérkennara
og Róberts Páls Péturssonar arki-
tekts. Eiginmaður Hrefnu er Ei-
ríkur Kolbeinn Björnsson, kennari
við Verzlunarskóla Íslands, og
eiga þau dæturnar Kolbrúnu
Þóru, bókmenntafræðinema við
Háskóla Íslands, og Hallveigu
Kristínu, nema í Menntaskólanum
við Hamrahlíð.
Doktor í
sagnfræði
Ný uppbygging, nýtt efni, nýjar æfingar!
Átaksnámskeið Hreyfingar hafa aldrei verið betri.
Leiðbeinendur sem búa yfir áralangri reynslu hafa fengið
sérþjálfun til að leiða hin nýju og árangursríku námskeið
sem skila þér pottþéttum árangri.
Fjölbreytt 6-vikna námskeið.
Mismunandi áherslur eftir því hvort þú ert byrjandi eða
lengra komin. Hvort þú vilt meira aðhald eða meira dekur.
Lestu umsagnir ánægðra þátttakenda á hreyfing.is
Ágústa, Anna og Guðbjörg hafa sett saman
ný 6-vikna námskeið sem tryggja þér þann
árangur sem þú vilt ná í heilsu- og líkamsrækt
Álfheimar 74
Sími: 414 4000
hreyfing@hreyfing.is
www.hreyfing.is
P
L
Á
N
E
T
A
N
Öll Árangurs námskeiðin eru byggð upp á
svipaðan hátt nema með mismunandi áherslum.
Allar nánari upplýsingar á hreyfing.is
Veldu þér námskeið sem hentar þér:
Árangur
Árangur/elítan
Árangur framhald
• Komdu þér út úr röngu fæðumynstri og byrjaðu að borða fæðu
sem gerir þig granna
• Losnaðu við eilífa sætindaþörf
• Mataræðið tekið í gegn – fylgt eftir nokkrum einföldum reglum
- örugg leið til árangurs
• Lærðu að borða til að næra vöðvana þína og svelta fitufrumurnar
• Einfaldar æfingar sem miðast við að tryggja hámarks fitubruna
• Þú losar þig við aukakílóin
• Þú minnkar fitufrumurnar og styrkir og mótar vöðvana
• Þú minnkar ummál um mitti, læri og mjaðmir
• Þú eykur orku þína, þrek og vellíðan
Láttu skrá þig strax í síma 414 4000 eða á hreyfing@hreyfing.is
HEFST 12. JANÚAR
ÁRANGUR
Á NÝJU ÁRI