Morgunblaðið - 29.12.2008, Qupperneq 18
18 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
EFNAHAGSVANDINN í Banda-
ríkjunum veldur því að fjölmargir
eigendur gæludýra neyðast til þess
að selja eða gefa dýrin, aðrir láta
deyða þau. Talið er að það kosti að
meðaltali um 1400 dollara, um 170
þúsund ísl. krónur, á ári að eiga
hund, um 1000 dollara að eiga kött.
Einkum er um kostnað vegna fóð-
urs, læknisaðstoðar og annarrar
umönnunar að ræða.
Mel Bail, 23 ára gömul kona í
Worcester í Massachusetts, á fatl-
aðan eiginmann og tvö börn. Hún
var atvinnulaus og farin að ala kett-
ina sína þrjá, Rory, Ozzy og Mud-
pie, á leifum eftir máltíðir fjölskyld-
unnar en ákvað loks að gefa þá.
„Þegar ég gat ekki lengur borg-
að gasreikninginn vissi ég að ég
varð að finna köttunum annað
heimili,“ segir hún. En það reyndist
ekki auðvelt, öll dýraathvörfin voru
yfirfull. Svo fór að Bail setti auglýs-
ingu á netið til að útvega þeim nýtt
heimili.
Samtök í Virginíu sem berjast
gegn grimmilegri meðferð á dýrum
hafa nú hrundið af stokkunum
áætlun um að útvega mat, lækn-
ishjálp og bráðabirgðaheimili
handa gæludýrum fólks sem á við
fjárhagsvanda að stríða. Sumir af
þeim sem biðja um aðstoð hafa
aldrei fyrr þurft að líða neyð og
sama á þá við um dýrin þeirra.
„Þetta er hræðilegt,“ segir Amy
McNally, talsmaður áætlunarinnar
sem nefnd er HOPE. „Að þurfa að
segja: Ég hef ekki efni á að ala
hundinn minn – þetta er mikil nið-
urlæging.“
Örþrifaráð að láta aflífa dýrið
Bandaríkjamenn eru rösklega
300 milljónir og í landinu mun vera
um 231 milljón gæludýra, fiskar
ekki meðtaldir. Oft eru tilfinn-
ingalegu tengslin milli eiganda og
dýrs mjög sterk og áfallið því mikið
fyrir báða aðila þegar dýrið er gef-
ið eða selt. Enn grimmilegra er fyr-
ir eigandann að láta deyða alger-
lega heilbrigt dýr löngu fyrir
tímann af fjárhagsástæðum.
Mikil fjölgun hefur orðið í dýra-
athvörfum í Connecticut, Ne-
braska, Texas, Utah og fleiri sam-
bandsríkjum, segir í AP-skeyti.
Þykir þetta sýna vel hve margir
þurfa að losa sig við gæludýrin sín
en einnig að orðið hefur fækkun í
röðum þeirra sem vilja taka að sér
dýr.
Ekki bætir úr skák að á sama
tíma hafa framlög frá opinberum
aðilum og félagasamtökum til at-
hvarfanna lækkað. Sex til átta
milljón hundar og kettir eru að
jafnaði sendir í athvörf á hverju ári.
Er helmingur þeirra aflífaður, hin-
ir teknir í fóstur, að sögn talsmanns
samtakanna Mannúðlegt samfélag,
Adam Goldfarb.
„Þetta er svo sannarlega ekki
uppörvandi,“ segir Goldfarb. „Eitt
af helstu markmiðum okkar er að
ýta undir og fagna tengslunum
milli manna og dýra. Það er hörmu-
legt þegar fjölskyldur eru orðnar
svo illa staddar að þær hafa ekki
lengur efni á því að ala önn fyrir
gæludýrunum sínum.“
AP
Athvarf Kona í dýraathvarfi í Norð-
ur-Karólínu sinnir tveimur hundum.
Hafa ekki lengur
ráð á gæludýrum
Fjöldi Bandaríkjamanna neyðist til að
gefa dýrin sín eða láta aflífa þau
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
STARFSFÓLKI hjá Novator í Bret-
landi hefur verið sagt upp störfum frá
og með næstu áramótum. Til stendur
að fækka fólki um helming næstu sex
mánuði.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hafa um 35 manns starfað í
starfsstöð fjárfestingarfélagsins í
London. Þetta þýðir að 17 missa vinn-
una hið minnsta.
Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður
Björgólfs Thors Björgólfssonar, aðal-
eiganda Novators, segir minni umsvif
í Bretlandi endurspegla þróun á al-
þjóðlegum mörkuðum. Fjárfestingar-
verkefnum hafi fækkað og viðskipti
dregist saman á flestum sviðum. Því
sé ljóst að hægjast muni á allri starf-
semi Novators í náinni framtíð. Ekki
sé ástæða til að halda úti öflugu grein-
ingarteymi þegar verkefnin séu fá og
samstarfsaðilar haldi að sér höndum.
Því hafi sú stefna verið mótuð að
draga úr umsvifum í takt við fækkun
verkefna.
Björgólfur Thor hefur lýst sjálfum
sér sem umbreytingafjárfesti. Aðal-
eignir Novators núna eru Actavis, tvö
farsímafélög í Póllandi og eitt í Finn-
landi. Auk þess á Novator fasteignir
og rekur tvo sjóði; fjárfestingarsjóð
(Private Equity Fund) og vogunar-
og skuldasjóð (Novator Credit Fund)
sem einbeitir sér að lánamörkuðum.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hafa um tíu starfsmenn
Novator Credit Fund misst vinnuna
frá áramótum vegna færri verkefna.
Þessir starfsmenn og aðrir sem
sagt hefur verið upp hafa mislangan
uppsagnarfrest. Því er það verkefni
næstu sex mánaða að skrúfa niður
starfsemina. Ekki þykir ástæða til að
hafa dýra yfirbyggingu í núverandi
árferði þegar félagið haldi á tiltölu-
lega fáum eignum og færri tækifæri
fyrirfinnast á markaðnum.
Novator Credit Fund hlaut 10.
september síðastliðinn verðlaun tíma-
ritsins Creditflux sem besti tækifær-
issjóðurinn. Fram kom í tilkynningu
að Novator Credit Fund var stofnað-
ur árið 2005 og sýslar með 46 millj-
arða króna. Hann var eini sjóðurinn
af þeim sem tilnefndir voru í fyrr-
nefndum flokki sem skilaði hagnaði á
fyrri hluta ársins 2008.
Meginstarfsemi Novators er í
London en félagið er einnig með
skrifstofu í Reykjavík.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Í brúnni Björgólfur Thor Björgólfsson hefur ákveðið að draga úr umsvifum skrifstofu Novators í London í kjölfar
hruns á alþjóðamörkuðum. Færri verkefni þýðir að ekki þarf eins margt starfsfólk til að sinna daglegum störfum.
Novator segir upp
starfsfólki í Bretlandi
Minni umsvif kalla ekki lengur á fjölmennt starfslið
Í HNOTSKURN
»Novator er fjárfesting-arfélag sem Björgólfur
Thor Björgólfsson stjórnar.
»Helstu eignir Novators eruActavis og símafélög í Pól-
landi og Finnlandi.
GUÐMUNDUR A. Birgisson, fjár-
festir sem kenndur er við Núp í Ölf-
usi, hefur selt 2,2% hlut sinn í MP
banka.
Guðmundur vill ekki upplýsa að
svo stöddu hver kaupandi bréfanna
er. Hann segir verðið jafngilda því að
gengi bréfa í MP banka sé 7,5 eða 8.
Fyrir nokkru hefði gengi bréfanna
verið í kringum 14 en vegna falls
fjármálamarkaða hefði verðið lækk-
að.
Samkvæmt þessu er markaðsvirði
MP banka í kringum 8,8 milljarða
króna, sé tekið mið af genginu átta.
Verið er að borga yfirverð fyrir eigið
fé MP banka miðað við stöðuna um
mitt ár 2008 samkvæmt þessu. Ef
miðað er við kennitölur annarra fjár-
málastofnana er óvenjulegt að borg-
að sé yfirverð fyrir eigið fé nema
fjárfestar telji eignir bankanna
traustar. Svokallað V/I hlutfall, það
er markaðsvirði sem hlutfall af innra
virði eigin fjár, er tæpir 1,2.
Guðmundur hafði um nokkurt
skeið reynt að losa sig við eignarhlut
sinn í MP banka með aðstoð bankans
sjálfs. Hins vegar var hann ekki sátt-
ur við það verð sem honum bauðst
fyrir hlutinn og aðilar tengdir bank-
anum voru tilbúnir að borga. Því tók
hann upp á því, með aðstoð lög-
manns, að auglýsa hlutinn til sölu í
Morgunblaðinu í desember. Þar var
sagt að um einstakt kauptækifæri
væri um að ræða. Guðmundur vill
ekki segja til um hvort hann sé sáttur
við verðið.
Margeir Pétursson, einn stofn-
enda MP banka, á um þriðjung.
Bræðurnir Sigurður Gísli og Jón
Pálmasynir eiga tæplega þriðjung og
Byr sparisjóður rúmlega 13% miðað
við ársskýrslu 2007. bjorgvin@mbl.is
Seldi í MP banka
eftir auglýsingu
Yfirverð borgað fyrir eigið fé bankans
Stjórnarformaður Margeir Pét-
ursson stjórnar stjórninni.
STJÓRNIR SPRON, Byrs og Spari-
sjóðs Keflavíkur ákváðu á fundum
sínum fyrir jól að halda viðræðum
áfram um sameiningu sparisjóð-
anna. Þá hafði endurskoðunarfyr-
irtækið KPMG lagt fyrir stjórnirnar
greinargerð þar sem lögð voru fram
drög að samrunareikningi. Í því felst
að setja efnahagsreikning sparisjóð-
anna á samanburðarhæft form svo
hægt sé að meta framlag hvers og
eins þeirra til samrunans. Tekið er
tillit til eigna og rekstrar sjóðanna.
Ragnar Z. Guðjónsson, spari-
sjóðsstjóri Byrs, býst ekki við að
þessi vinna klárist fyrir áramótin.
Málið sé flókið og það eigi eftir að
ganga frá samningum við erlenda
lánardrottna.
Ríkið er tilbúið að leggja spari-
sjóðum í traustum rekstri til 20% af
eigin fé. Ragnar segir að viðræður
við ríkið séu ekki hafnar. Viðræður
munu halda áfram í dag og á morg-
un. Í framhaldinu muni ríkið koma
að borðinu. bjorgvin@mbl.is
Samein-
ing rædd
áfram
Sameining sparisjóða
óútkljáð fyrir áramót
FORSETI Pakistans, Asif Ali Zar-
dari, ekkill Benazir Bhutto, fyrr-
verandi forsætisráðherra, og dóttir
hans, Bakhtawar Bhutto Zardari,
dreifa rósarblöðum á gröf Bhutto í
tilefni af því að ár er liðið frá því að
hún var myrt í sprengjutilræði.
Ekkert lát er á ofbeldinu í landinu
sem kostað hefur yfir 1.500 manns
lífið á síðustu átján mánuðum. 36
manns biðu bana í sjálfsvígsárás ísl-
amista í bænum Buner í gær.
Reuters
Ekkert lát á ofbeldinu
ERLENT