Morgunblaðið - 29.12.2008, Page 21

Morgunblaðið - 29.12.2008, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008 atriðið hér er að móðurfélagið 365 hf. stefndi hraðbyri í gjaldþrot, ef félagið hefði ekki getað staðið skil á tæplega 1.500 milljón króna greiðslu á gjalddaga 5. nóvember 2008. Gjaldþrot 365 hf. hefði valdið öllum hlutaðeigandi miklum skaða, ekki síst lánardrottnum. En við- skiptabanki 365 hf. var ekki reiðubúinn að lána félaginu þessa upphæð. Hvar átti 365 hf. að fá þetta fé? Úr varð að dótturfélag 365 hf., 365 miðlar, var selt út úr móðurfélaginu til að afla fjár. Virði 365 miðla var metið á 5,9 milljarða króna í samvinnu við viðkomandi lánardrottin og Sýn ehf. greiddi 1.500 milljónir króna í reiðufé og yfirtók 4,4 milljarða króna skuldir. Öfugt við það sem stöðugt hefur verið haldið fram opinberlega, þá hafa engar skuldir verið afskrifaðar í tengslum við þessi viðskipti. Unn- ið er að því að fá fleiri hluthafa að Sýn til að tryggja að eignarhaldið verði áfram dreift. Af öðrum félögum sem ég hef haft afskipti af má nefna Teymi, sem er móðurfélag fjölmargra fyr- irtækja í fjarskipta- og upplýs- ingatækni. Félag sem tengist mér á 32% hlut í Teymi. Hjá Teymi og dótturfélögum vinna um 1200 manns og rekstur félaganna hefur gengið vel. Teymi hefur hins vegar ekki farið varhluta af efnahags- ástandinu og gengisfalli krónunnar og á nú í viðræðum við kröfuhafa félagsins um fjárhagslega endur- skipulagningu. Fjárfestingar í fjármálafyrirtækjum Ég var einn „götustrákanna“ í Orca-hópnum sem keyptu ráðandi hlut í Fjárfestingabanka atvinnu- lífsins í ágúst 1999, gegn vilja þeirra sem kenndir voru við Kol- krabbann. Ég rek þá sögu ekki frekar hér en vísa í greinaflokk Agnesar Bragadóttur sem birtist í Morgunblaðinu 2003, þar sem m.a. sagði: „Það voru áhrifamenn í banka- og viðskiptalífinu sem tóku höndum saman, með vitund og samþykki valdamikilla stjórnmála- manna, til þess að koma í veg fyrir að völd þau og áhrif, sem fylgja því að ráða yfir mörgum tugum millj- arða króna í eigu sjóða, banka og almenningshlutafélaga, lentu í höndum Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar…“ og fleiri aðila. Nokkrum árum síðar, árið 2006, tilheyrði ég hópi hluthafa FL Gro- up sem eignaðist kjölfestuhlut í Glitni. Haustið 2007 eignaðist FL Group Tryggingamiðstöðina að nær öllu leyti og í árslok eignaðist Styrkur Invest, félag á mínum veg- um, um 39% kjölfestuhlut í FL Group. Glitnir var almennt talinn vel rekinn banki, eins og m.a.s. seðla- bankastjóri hefur staðfest. Snemma á þessu ári var ráðist í róttækar sparnaðaraðgerðir sem m.a. höfðu í för með sér fækkun starfsstöðva og starfsmanna. Þessar sársaukafullu aðgerðir voru nauðsynlegar. Mark- visst var unnið að því að minnka útlán bankans en töluverð mæld aukning þeirra sl. ár skýrist nær eingöngu af veikingu krónunnar. Mörkuð var stefna um áherslu á fjármálaverkefni á sviði sjávar- útvegs og umhverfisvænnar orku. Samanlagður hagnaður Glitnis árin 2005-2008 nam um 100 milljörðum króna og eigið fé um mitt þetta ár var um 200 milljarðar króna. Glitnir varð því miður illa fyrir barðinu á lausafjárkrísunni í haust. Fyrirliggjandi lánalínur féllu óvænt niður í september, m.a. vegna falls Lehman Brothers og lántöku ís- lenska ríkisins í þýskum banka, á kostnað lánalínu Glitnis við sama banka. Bankinn var því í vandræð- um með að fjármagna rekstur sinn þrátt fyrir að ekkert amaði að í sjálfum rekstrinum. Mikilvægt er að benda á að Glitnir hafði ekki fjármagnað sig með erlendu sparifé með stofnun erlendra innlánsreikn- inga á ábyrgð íslenska ríkisins og því falla ekki neinar háar fjárhæðir á almenning í landinu vegna fjár- mögnunar Glitnis. Leitað var til Seðlabanka Íslands þann 25. september sl. og lögð fram óformleg beiðni um 600 millj- ón evra lán, sem þá jafngilti 84 milljörðum króna, til þrautavara gegn tryggum veðum að mestu í erlendum fasteignum að verðmæti upp undir 200 milljarða króna. Seðlabankinn brá hins vegar á það óvænta og afdrifaríka ráð aðfara- nótt 29. september að taka yfir 75% af Glitni, á þeim forsendum að 80 milljarða lánveiting gegn veðum væri algerlega ótæk. Að leggja fram 80 milljarða hlutafé væri hins mun betri kostur, en á það má benda að lánardrottnar, ég tala nú ekki um með veð í eignum, hafa forgang á hluthafa ef til þrots kem- ur. Þessi mistök, hvernig sem á þeim stóð, felldu íslenskt efnahags- líf á nokkrum dögum. Allir for- svarsmenn viðskiptalífsins sem veð- ur höfðu af þessari aðgerð vöruðu við afleiðingunum: Vanhugsuð yf- irtaka Seðlabankans á Glitni myndi senda röng skilaboð til erlendra matsaðila og lánardrottna um að styrkur íslensks fjármálakerfis væri stórlega ofmetinn. Þetta kom því miður allt á daginn: Lánshæf- iseinkunnir hröpuðu, skrúfað var fyrir erlendar lánalínur, sparifjár- eigendur gerðu áhlaup á bankana og þeir voru allir fallnir rúmri viku síðar. Verðmæti eignarhlutar FL Group í Glitni, sem var 138 millj- arða króna virði um mitt ár 2007, varð þar með að engu. Í nóvember sl. birtust í Morg- unblaðinu fullkomlega órökstuddar ásakanir um að stærstu eigendur Glitnis hefðu misnotað stöðu sína og staðið fyrir ólögmætum og vafa- sömum lánveitingum Glitnis til eig- in félaga, ég hefði stofnað leyni- félag o.s.frv. Ég heyri þessar sögusagnir enn óma þrátt fyrir að ég hafi strax leiðrétt þetta allt, það hefði kannski hjálpað ef Morg- unblaðið hefði birt athugasemdir mínar. Ég vil því ítreka hér að ég kom hvergi nærri hlutafélaginu Stím og ég kom hvergi nærri ákvörðunum um lánveitingar Glitn- is. Þrjú af tíu stærstu fyrirtækjum landsins, sem tengjast mér mis- mikið, skulduðu samtals 2,7% af heildarútlánum Glitnis, þriðja stærsta banka landsins. Er eitt- hvað athugavert eða óeðlilegt við það? FL Group Líklega er FL Group umdeild- asta fyrirtækið sem ég hef komið nálægt. Ég vil halda því til haga að ég stóð fyrir grundvallarbreytingu á rekstri og stefnu FL Group frá desember 2007 þegar Baugur lagði 54 milljarða fasteignasafn sitt inn í FL Group og eignaðist þar með ráðandi 39% hlut. Fram að því hafði Baugur verið annar til fjórði stærsti hluthafi félagsins og ég hafði verið stjórnarformaður frá júní 2007. Þegar Baugur varð kjölfestufjár- festir FL Group fyrir ári lét for- stjóri félagsins, sem jafnframt hafði verið stærsti hluthafi FL í nokkur ár, af störfum og áhættusækinni fjárfestingastefnu félagsins, sem skilað hafði miklum hagnaði fram- an af en miklu tapi mánuðina á undan, var gjörbylt. Áhersla var lögð á færri og stærri langtíma- fjárfestingar í fjármálageira og fasteignum. Á þessum tíma var strax hafist handa við að selja allar skammtímafjárfestingar í skráðum félögum og ennfremur allar fjár- festingar í flugrekstri, sem verið hafði þungamiðja í fjárfestingasögu FL. Síðastliðinn vetur voru m.a. seld- ir eignarhlutir í American Airlines, Finnair, Commerzbank og Aktiv Kapital fyrir vel á annað hundrað milljarða og með tugmilljarða tapi. Þessi félög hafa síðan öll hrapað í verði og tap FL væri helmingi meira, upp undir 100 milljarðar króna, ef ekki hefði verið selt. Ég get ekki betur séð en FL Group hafi verið eina félagið á Íslandi sem hóf stórfellda eignasölu fyrir um ári síðan til að bregðast við því ástandi sem var á mörkuðum. Það hefðu fleiri aðilar betur gert. Ég stóð líka fyrir því að skera rekstr- arkostnað FL Group, sem sætt hafði gagnrýni, niður um 50% og gekk það eftir. Tap FL Group, samhliða ofan- greindri sölu eigna og lækkunar verðmætis stærstu eignar félagsins í Glitni, nam 67 milljörðum árið 2007 og 59 milljörðum á fyrri hluta árs 2008. Félaginu tókst semsagt að standa af sér 126 milljarða tap á 18 mánaða tímabili því eigið fé FL Group um mitt ár 2008 var enn 87 milljarðar króna. Virtist félagið þá vera komið fyrir vind. Félaginu öllu, eignum þess og stefnu, hafði verið gjörbreytt á hálfu ári og tekið var upp nýtt nafn, Stoðir, til að undirstrika umbreytinguna frá áhættusæknu fjárfestingafélagi í varfærið eignarhaldsfélag. Þjóðnýting og fall Glitnis setti hins vegar fjárhagsstöðu Stoða í uppnám enda hvarf skyndilega langstærsta eign félagsins úr bók- um þess. Stoðir fóru í greiðslu- stöðvun í október og unnið er að því að leysa úr stöðu félagsins á sem hagstæðastan máta fyrir lán- ardrottna. Vaxtaberandi skuldir Stoða skv. bráðabirgðauppgjöri námu í lok september 204 millj- örðum króna, þar af voru skuldir við innlendar lánastofnanir um 167 milljarðar króna. Eignir voru þá metnar meiri en skuldir en ljóst má vera að verðmæti þeirra hefur minnkað verulega síðan. Ég gengst alveg kinnroðalaust við verkum mínum í FL Group eft- ir að ég eignaðist ráðandi hlut í fé- laginu. Þar voru gerðar róttækar breytingar til bóta í fjárfestingum og rekstri. Stjórn, stjórnendur og starfsmenn Stoða börðust eins og ljón við erfiðar aðstæður. En náð- arhöggið var yfirtaka og fall Glitn- is. Hver er mín ábyrgð? Á 20 ára viðskiptaferli hef ég alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum. Ég átti þátt í að brjóta á bak aftur úrelta viðskiptahætti á sínum tíma og lækka vöruverð í landinu. Ég átti líka minn þátt í því að rjúfa áratuga einokun helmingaskipta í viðskiptalífinu. Ég hef staðið vörð um fjölbreytni í fjölmiðlum landsins í samkeppni við aðra einkamiðla og ekki síst ríkismiðlana. Félög að hluta til í minni eigu höfðu mikið fyrir því að kaupa kjölfestuhlut í Glitni á frjálsum markaði á meðan aðrir fengu banka á silfurfati frá ríkinu. Ég hef byggt upp, rekið og fjárfest í nokkrum af stærstu fyr- irtækjum landsins sem veita þús- undum manna atvinnu á Íslandi og tugþúsundum erlendis. Fyrirtæki í minni eigu hafa greitt tugi millj- arða í opinber gjöld á Íslandi, og sjálfur hef ég ávallt greitt mína skatta hér en ekki erlendis. Fyr- irtæki sem tengjast mér, svo sem Baugur og Stoðir, hafa líka sýnt samfélagslega ábyrgð í verki með þátttöku og fjárframlögum upp á marga milljarða til ótal mannúðar- og menningarverkefna. Þessu öllu er ég stoltur af og tel að með þessu hafi ég sinnt hluta af minni ábyrgð sem íslenskur ríkisborgari. Með því að telja þetta upp er ég ekki að setja upp neinn geislabaug. Í rekstri allra fyrirtækja sem ég hef komið nálægt hef ég gert kröfu um hagnað. Og þó dæmin sýni að það hefur ekki alltaf gengið upp eru jákvæðu dæmin mun fleiri. En maður hagnast ekki nema fólki sé boðin góð vara og þjónusta á góðu verði. Með útsjónarsömum rekstri hafa bæði fyrirtækin og viðskipta- vinirnir hagnast. Ég hef lagt hart að mér og uppskorið samkvæmt því. Það er ekkert launungarmál að ég hef hagnast ágætlega síðustu 20 árin en sá hagnaður er reyndar að miklu leyti horfinn núna. Það er hins vegar hrein fjar- stæða að ég beri ábyrgð á að hafa upp á mitt eindæmi fellt íslenska fjármálakerfið eins og fjölmargir halda fram. Einn þeirra, prófessor sem einnig situr í bankaráði Seðla- bankans, ritaði t.d. grein um dag- inn um ástæður íslenska efnahags- hrunsins og nefndi nafn mitt 14 sinnum en talaði lítið sem ekkert um aðgerðir eða aðgerðaleysi rík- isstjórna og Seðlabankans, sem lögum samkvæmt bera ábyrgð á efnahagsstjórninni. Í þessu sam- hengi er mikið notaður frasinn um að bankarnir hafi „lánað einum manni þúsund milljarða“, sem væntanlega á að útskýra hvernig ég setti Ísland á hausinn. Eins og komið hefur fram námu heildarlánveitingar íslenskra fjár- málastofnana til þeirra þriggja stóru félaga sem tengjast mér (Landic Property, Stoða og Baugs) um 430 milljörðum um mitt þetta ár. Lánin eru tryggð með veðum og tilkomin vegna fjárfestinga í margs konar eignum, að mestu fasteignum og ýmsum rekstarf- yrirtækjum. Þó við bætum við öðr- um smærri fyrirtækjum eins og Högum, Teymi, 365 og Gaumi þá ná menn ekki að toga innlendar skuldir fyrirtækja sem tengjast mér upp fyrir 5-6% af heildarút- lánum íslenskra fjármálastofnana. Þetta eru mörg af stærstu fyr- irtækjum landsins sem veita þús- undum fólks atvinnu. Ég á ekki þessi félög einn, eignaraðild mín og tengdra félaga í þessum fyrir- tækjum er á bilinu 20-70%. Þús- undir annarra hluthafa eiga þessi fyrirtæki líka, og samanlagt stærri hluta en félög sem tengjast mér. Gleymum ekki heldur að eignir fyr- irtækjanna voru um þriðjungi meiri en heildarskuldirnar og þau voru í skilum með öll sín lán áður en allt kerfið hrundi í haust. Heildareignir stóru bankanna þriggja um mitt þetta ár voru um 14.500 milljarðar og skuldir þeirra námu tólf-faldri þjóðarframleiðslu. Samanlögð útlán bankanna þriggja til viðskiptavina, innanlands sem utan, voru 9.300 milljarðar króna um mitt þetta ár. Gefum okkur að ég hefði verið þeirrar skoðunar fyrr á þessu ári að mikil hætta væri á að íslenskt efnahagslíf hryndi af mínum völdum og ég þyrfti að bregðast við með að selja allar mínar eignir og greiða allar mínar skuldir. Hverju hefði það breytt? Hefði ég getað „bjargað“ íslensku efnahagslífi með því? Við getum orðað það öðruvísi: Voru ofangreindar skuldir, nokkur pró- sent af heildarkerfinu, ástæða vandræða okkar nú og ég þar með sekur um landráð eða stórfellda efnahagsglæpi? Hversu mjög sem ég leita í huga mér að slíkri ábyrgð þá finn ég hana ekki. Og vonandi ekki aðrir þeir sem horfa á þessar stað- reyndir af yfirvegun. Vissulega eru mörg fyrirtæki sem tengjast mér í vanda þessa dagana, eins og nær öll fyrirtæki í landinu. En það er afleiðing af hruni efnahagslífsins, ekki orsök þess. Bankarnir hrundu yfir fyrirtækin, ekki fyrirtækin yfir bankana. Ástæðurnar fyrir vanda íslensku bankanna voru þessar: Laust fé á millibankamarkaði þurrkaðist upp á nokkrum mánuðum vegna mestu efnahagskreppu allra tíma á heims- vísu. Seðlabankar um allan heim hafa stutt við bankakerfi sín en á Íslandi var annað uppi á ten- ingnum. Vegna stærðar bankanna í samanburði við hagkerfið, vegna ónýtrar myntar og allt of lítils gjaldeyrisforða hafði Seðlabankinn takmarkaða getu til að sinna hlut- verki sínu, sem sagt að sjá bönk- unum fyrir skammtímafjármögnun og úrræðum til að bankakerfið gæti staðið þetta af sér, með einum eða öðrum hætti. Og eigendur allra bankanna þriggja höfðu ekki fjár- hagslega burði til að auka hlutafé bankanna eftir erfiða tíma og mikla ágjöf misserin á undan, líkt og raunin hefur verið víða erlendis. Staða bankanna var því viðkvæm í haust. Mistök Seðlabankans, með ríkisstjórnina í eftirdragi, í mál- efnum Glitnis hleyptu síðan öllu í bál og brand. Svokallaðar „björg- unaraðgerðir“ settu í gang keðju- verkun sem nær öll íslensk fyr- irtæki urðu fyrir; lánshæfiseinkunnir hröpuðu, verð- mæti eigna féll, krónan hrundi, skuldir hækkuðu, fjármögnun var felld niður og eigið fé fyrirtækj- anna gufaði upp á skömmum tíma. Nú getur enginn sagt til um það hvort höggið hefði orðið miklu minna ef Seðlabankinn hefði sinnt lögbundinni skyldu sinni og unnið með Glitni og hinum bönkunum að mjúkri lendingu, t.d. samruna banka, í stað þess að brjóta allt og bramla eins og fíll í postulínsbúð. En þetta hefði alla vega ekki getað farið verr. Ég bendi á að menn höfðu næstum þrjár vikur þegar Glitnir leitaði til Seðlabankans, hinn afdrifaríki gjalddagi Glitnis var 15. október. Sá tími var ekki nýttur. Ég ber ekki ábyrgð á því. Icesave-deilan bætti svo enn gráu ofan á svart. En ég ber ekki ábyrgð á því að hafa stofnað til innlánsreikninga í útlöndum á ábyrgð íslenskra ríkisins og þar með skattgreiðenda. Og ekki ber ég ábyrgð á klúðri Seðlabankans, sem hefði getað komið Icesave- reikningunum í breska lögsögu þann 6. október. Ég ber ekki held- ur ábyrgð á því að hafa hleypt bankakerfinu í tólf-falda stærð hag- kerfisins, án þess að nauðsynlegt öryggisnet væri til staðar. Og ég ber ekki ábyrgð á efnahagsstjórn- inni síðustu áratugi. Ég ber ekki ábyrgð á því að við höfum, að því er virðist af eintómri þrjósku og þráhyggju, haldið í minnstu mynt í heimi sem enginn vill kaupa og all- ir vilja selja. Ég ber ekki ábyrgð á því að hafa fellt krónuna með því að taka stöðu gegn henni. Og ég ber ekki ábyrgð á því mikla tjóni sem fyrirtækin í landinu og skatt- greiðendur hafa orðið fyrir síðustu þrjá mánuðina vegna þess að bank- arnir hafa lítið sem ekkert gert fyrir fyrirtækin. Minn viðskiptaferill hefur ein- kennst af sókn. Ég hef byggt upp mín fyrirtæki af miklu kappi, í samræmi við leikreglur. En enginn er óskeikull og þegar ég lít til baka yfir mína viðskiptasögu sé ég mörg mistök. Í sumum tilvikum fór ég of geyst og fjölmiðlaútrásin, Nyheds- avisen-ævintýrið, er til dæmis um það. Þegar ég horfi á stöðu Stoða í dag er auðvelt að dæma þá fjár- festingu sem mistök. Þegar ég lít yfir völlinn viðurkenni ég að hafa almennt lagt of mikla áherslu á sóknina og gætt ekki nægilega vel að vörninni. Þar liggur mín ábyrgð og afleiðingar hennar axla ég. Hvernig axla ég mína ábyrgð? Ég hef ekki nefnt hið pólitíska andrúmsloft sem hér hefur ríkt mörg undanfarin ár. Enda skiptir það mig minnstu máli. Ég er ekki í pólitík og hef aldrei verið. Ég hef ekki farið fram á sérmeðferð eða vinargreiða af hálfu ríkisvaldsins, aðeins sanngjarnar leikreglur á markaði þar sem allir eru jafnir. En saga pólitískra afskipta er eins og hún er, og hennar virðist enn gæta í því uppgjöri sem nú fer fram. Í umræðum ber á þreytu yfir endalausu fjasi um þessa kóna tvo, mig og seðlabankastjóra, og það er skiljanlegt. Sumir hafa meira að segja beðið okkur tvo vinsamlegast að gefa þjóðinni frí og hverfa af vettvangi, seðlabankastjóra með því að segja af sér og mig með því að selja eignir mínar hér á landi og hverfa af landi brott. Mér þykir leitt ef ég veld ein- hverjum vonbrigðum en þá fyrst skoraðist ég undan ábyrgð ef ég hætti afskiptum af fyrirtækjum mínum. Í sumum tilfellum hef ég varið 20 árum í að byggja þessi fyrirtæki upp, sem nú eru í mikilli óvissu. Það hefur aldrei verið brýnna að ég beiti mér af fullu afli í því að styrkja stöðu þeirra og verja atvinnu þeirra sem þar starfa og þau verðmæti sem í þeim felast. Í því liggja ekki bara mínir hags- munir og starfsmanna fyrirtækj- anna, heldur einnig hagsmunir lán- ardrottnanna. Ég trúi líka að það skipti miklu máli fyrir uppbygg- ingu og orðspor Íslands að vel rek- in fyrirtæki á erlendri grundu, sem skila af sér um 60 milljörðum króna í EBITDA á ári í erlendri mynt, séu áfram í eigu og undir stjórn Íslendinga. Framundan er mikið starf við að endurreisa íslenskt efnahagslíf og endurheimta tiltrú og traust á al- þjóðlegum mörkuðum. Ég hyggst taka þátt í því starfi af fullri einurð og jafnvel svolitlu af þeirri harð- drægni sem ég hef tamið mér í við- skiptum. Þannig axla ég mína ábyrgð. Aðrir meta svo hvernig þeir axla sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.