Morgunblaðið - 29.12.2008, Síða 22

Morgunblaðið - 29.12.2008, Síða 22
22 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Hér er þó nokkur hrútastemning,“ segirfiðluleikarinn Hjörleifur Valsson þeg-ar hann mætir á æfingu hjá Drengja- kór Sjóvár þar sem jólalögin eru æfð fyrir há- tíðarsamveru fyrirtækisins á aðventunni. Hjörleifur mundar fiðluna og spilar undir ásamt hljómborðsleikaranum Helga Má Hann- essyni og söngur og tónlist renna saman í töfra sem gleðja hlustir. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir hvílíkt kon- fekt það á í vændum á jólahátíðinni á eftir,“ segir stjórnandinn Jón Karl Einarsson sem er óspar á hrósið þótt hann geti líka verið strang- ur. Hann stoppar strákana hiklaust í miðjum söng ef hann er ekki ánægður. „Þeir eru ekki á nagladekkjunum bassarnir í þessu lagi,“ segir hann kannski og lagar til það sem þarf. „Þetta eru sko fínir strákar, alveg ekta drengjakór. Ég var ráðinn sem kynnir en svo komust þeir að því að ég gæti líka stjórnað og þá réðu þeir mig sem stjórnanda,“ segir hinn spaugsami Jón Karl. Formaður Drengjakórsins, Lárus H. Lárusson, áréttar skemmtanagildi kórstjór- ans. „Jón Karl er ekki síður skemmtikraftur en stjórnandi, hann var til dæmis aðalskemmti- atriðið á árshátíðinni okkar. Þar sló hann al- gerlega í gegn og reytti af sér brandarana. Hann var ígildi góðs skemmtiatriðis. Við nýt- um semsagt hvern mann og hverja gleði til fulls.“ Miklar inntökukröfur Drengjakór Sjóvár er þríradda kór, þar inn- anborðs eru karlar sem syngja fyrsta tenór, annan tenór og svo auðvitað líka bassar. Engan meting segja þeir vera á milli radda, en einhver úr bassahópnum tekur þó fram að reyndar séu tenórarnir eitthvað að blása sig út en það liggi alveg fyrir hverjir séu bestir. Meðlimir eru að- eins sautján en þeir segjast ekki vera fleiri af því að það séu gerðar svo miklar inntökukröf- ur, en þessari fullyrðingu fylgir mikill hlátur, enda eru þetta allt leikmenn og aðeins einn að- ili syngur í öðrum kór, sjálfum Mótettukór Hallgrímskirkju. „Hann rétt slapp inn í Drengjakórinn. En ástæðan fyrir því hversu fáir við erum er líka sú að hér í Sjóvá eru konur um 60% starfsmanna, þannig að við í kórnum erum ótrúlega stór hluti af karlkyns starfs- mönnum.“ Og þeir segja að það liggi í augum uppi hvers vegna þeir séu drengjakór en ekki karlakór. „Við erum svo ungir í anda. Við vilj- um halda í æskuna og þess vegna völdum við nafnið Drengjakórinn. En það kom fram tillaga um að við ættum að heita Karlakórinn Brestir og það hafði eitthvað með tjónadeildina að gera, en sú tillaga fékk ekki brautargengi.“ Byrjaði sem grín Ekki eru þeir aðeins ungir í anda þessir söngglöðu piltar, heldur er kórinn þeirra líka mjög ungur, hann er ekki einu sinni orðinn eins árs. „Fyrsta formlega æfingin var 15. janúar á þessu ári. En þetta byrjaði sem eitthvert grín á jólagleðinni í fyrra, þá vorum við örfáir sem sungum afmælissöng fyrir eina starfssystur okkar. Síðan bættist í hópinn og við sungum minni kvenna á konudaginn og tókum líka lagið á árshátíðinni. Það var hlegið að okkur í byrjun en nú fara væntingar starfsmanna til okkar sí- fellt vaxandi. Við finnum fyrir meiri tilfinn- ingum en áður þegar við syngjum, það er ekki spurning,“ segja þeir og hláturgusa fylgir þessari fullyrðingu. Þetta er augljóslega mikill gleðikór, þótt hann sé metnaðarfullur. „Við æf- um hér í vinnunni tvisvar í viku þegar mikið er framundan og við förum í alveg sérstakan matrósabúning þegar við komum fram við hin ýmsu tilefni.“ Sungu í New York Lárus Lárusson, formaður kórsins, segir það fyrst og fremst skemmtilegt að vera í kórnum. „Þetta hefur haft gríðarlega góð áhrif á andann innan fyrirtækisins, þetta tengir menn saman sem eru að vinna á ólíkum deild- um. Svo gerum við ýmislegt annað saman en að syngja. Drengjakórinn heldur að sjálfsögðu að- alfund með tilheyrandi og einnig koma með- limir saman á sérstöku þorrablóti kórsins. Við förum líka í æfingaferðir. Þetta er frábær skemmtun í alla staði að vera í þessum kór. Og við syngjum ekki aðeins innan Sjóvár. Við höf- um sungið nokkrum sinnum í Oddfellowhúsinu, til dæmis á jólafundi nýlega. Við sungum í New York-borg í haust í starfsmannaferð Sjóvár og þá tókum við auðvitað New York-lagið sem Si- natra er hvað frægastur fyrir. Það vakti gríð- arlega lukku allra viðstaddra. Við ætlum líka að syngja á Hrafnistu fyrir gamla fólkið eftir áramótin.“ Syngjandi drengir í Sjóvá Morgunblaðið/Kristinn Kátir Strákarnir í Drengjakórnum láta sér aldrei leiðast og þeir hentu Jóhanni Eyjólfssyni félaga sínum hátt í loft upp í Háteigskirkju að afstaðinni hátíðarsamveru, þar sem þeir sungu. Nokkrir „strákar“ sem starfa hjá Sjóvá hafa stofnað drengjakór og þeir nýta hvern mann og hverja stund til að gleðjast, hvort sem það eru jól, konudag- ur eða annað tilefni. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Líkt og með hönn- un mína legg ég áherslu á að vef- urinn sé stílhreinn og einfaldur. Ég hef þegar fengið góð viðbrögð við honum,“ sagði Fjóla Þorkelsdóttir gullsmiður í samtali við blaðamann en hún opnaði nýlega vefinn skart.is. Viðskiptavinir geta pantað vörur á vefnum eða sent inn fyrirspurn. Fjóla er fædd og uppalin í Keflavík, yngst úr 9 manna systkinahópi sem er mjög listrænn, að sögn Fjólu. Hún sagði þó að gullsmíðin hefði ekki verið gamall draumur. „Eins og svo margir í fjölskyldunni hafði ég gaman af því að skapa. Ég var mikið að gera skart- gripi úr annars konar efni en ég er að vinna með núna, eðalmálm- um. Á ákveðnum tímapunkti fann ég að ég þyrfti að vinna með höndunum og leitaði eftir því.“ Fjóla flutti til Ísafjarðar 17 ára gömul og kláraði verslunarpróf frá Menntaskólanum á Ísafirði og hóf síðan nám í grunndeild málmiðnaðar við Iðn- skólann á Ísafirði. Fjóla fluttist síðan til Reykja- víkur og lauk námi í hönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði. Hún sagði hvort tveggja hafa verið góðan grunn fyrir gullsmíðanámið og fékk fyrir vikið hluta námsins metinn inn í bók- og verklega hlutann. „Ég náði námssamningi í gullsmíði hjá Dýrfinnu Torfa á Ísafirði en vegna lögverndunar greinarinnar þá er erf- itt að fá námssamning í gullsmíði.“ Myndverk nýjasta nýtt Fjóla hefur mótað sér sinn eigin stíl þó hún segist alltaf vera leitandi. „Ég nota mikið náttúruna og hef mikinn áhuga á því að tengja hönnun mína stjörnukerfum.“ Þá hugmynd hefur Fjóla bæði þró- að í skartgripunum en ekki síður í myndverkum sem hún hefur verið að prófa sig áfram með. „Í grunninn nota ég mdf-plötur sem ég mála með akrýl. Silfrið nota ég í landslagið og zirkon-steinar mynda stjörnukerfi eða merki.“ Um hálsinn ber Fjóla hálsmen sem minnir á stjörnur á dökkum himni. Af öðrum náttúruáhrifum má nefna fjörusteinsmynstur sem finna má í nýrri skartgripalínu. Með opnun heimasíðu vill Fjóla víkka markaðssvæðið og í gegnum vefinn getur fólk séð, skoðað og pantað vörur og fengið sendar beint heim að dyrum. Auk eigin skartgripa er þar úrval gjafavara og skartgripa sem keyptir eru frá útlöndum. Sækir áhrif í náttúruna Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Stjörnukerfi úr zirkon steinum Fjóla með nýjustu útfærslu sína, landslagsmyndir þar sem silfurgripir mynda landslagið en zirkon steinar stjörnukerfin. Armband með fjörusteins- mynstri sem er einnig meðal nýjunga í hönnun Fjólu. Armband og hringur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.