Morgunblaðið - 29.12.2008, Page 24

Morgunblaðið - 29.12.2008, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Aftur erástandiðfyrir botni Miðjarðarhafs komið í brenni- depil heims- fréttanna. Ísraelar gerðu loft- árásir á Gaza bæði í gær og fyrradag. Sagt er að 280 manns hafi látið lífið og mannfallið gæti verið meira. Flestir eru lögreglumenn á vegum Hamas-samtakanna, en einnig hafa konur og börn fallið. Árásunum var beint að öryggismannvirkjum, lög- reglustöðvum og stjórn- arbyggingum. Ísraelsk stjórnvöld segja að reynt hafi verið að forðast mannfall í röðum almennra borgara, en Gaza er eitt þéttbýlasta svæði heims og ljóst að ógerningur er að standa við slík fyrirheit, ekki síst í jafn umfangs- miklum árásum. Ísraelar segjast vera að svara árásum Hamas á Ísrael. Félagar úr Hamas-samtök- unum, sem fara með völdin á Gaza, hafa skotið sprengjum á Ísrael eftir að vopnahléi, sem staðið hafði í sex mánuði milli þeirra og Ísraela, lauk. Vitað er til að einn maður hafi fallið í þessum árásum. Ísraelar segjast ekki geta búið við þessa stöðugu ógn frá Gaza. Ehud Olmert forsætis- ráðherra segir að aðgerð- unum sé ekki lokið og óvíst er hvað Ísraelar hyggjast fyrir næst. Er jafnvel búist við því að þeir muni senda herinn inn á Gaza, en líklegra sé að það verði í formi skæruhern- aðar en innrásar. Ísraelsk stjórn- völd hafa áður reynt að stöðva hryðjuverk Hamas með hervaldi án nokk- urs árangurs. Ekkert bendir til þess að betur muni ganga nú, en ekki má gleyma því að mánuður er í kosningar og sitjandi stjórn hefur misst fylgi vegna ásakana um lin- kind við hryðjuverkamenn. Blóðbaðið og eyðileggingin, sem fylgir aðgerðum Ísraela, eru hins vegar úr öllu sam- hengi við tilefnið. Lýsingar á ástandinu á Gaza eru hrika- legar. Líkin liggja í hrúgum. 400 manns hafa særst í árás- unum og takmörkuð aðstaða er til að gera að sárum þeirra. Árásir Ísraela hafa verið fordæmdar víða um heim, en sökinni á þessari atburðarás er skellt á þvergirðingshátt Hamas. Þeim er kennt um að hafa ekki endurnýjað vopna- hléð. Þeim er kennt um að ögra Ísraelum með sprengju- árásum. Þegar það er gert er horft fram hjá því að Ísraelar hafa með öllum tiltækum ráð- um reynt að einangra Hamas og íbúar á Gaza hafa goldið fyrir það. Ísraelar eru ekki lítilmagn- inn í deilunni við Palest- ínumenn. Árásir Hamas eru óverjandi, en það réttlætir ekki grimmileg viðbrögð og blóðsúthellingar Ísraela. Ísraelar eru ekki lít- ilmagninn í deilunni við Palestínumenn} Grimmilegar árásir Um áramótintaka gildi nýjar reglur um að ekki sé hægt að fá íslenzkan ríkisborgararétt nema hafa lokið prófi í íslenzku. Kröfurnar, sem uppfylla þarf til að standast prófið, eru þær að fólk geti bjargað sér nokkuð vel, bæði í töluðu máli og rituðu og hafi góðan skilning á mæltu máli og texta. Draga má í efa að ýmsir, sem fyrr á árum fengu ís- lenzkan ríkisborgararétt, hefðu uppfyllt þessar kröfur. Í þeim hópi eru þó margir, til dæmis listamenn og íþrótta- menn, sem þjóðin hefði síður viljað vera án. Undanþágu- ákvæðin í nýju reglugerðinni eru fremur þröng og næðu væntanlega ekki heldur yfir marga í þeim hópi. Reglur af þessu tagi hafa lengi verið til umræðu. Morgunblaðið hefur ítrekað tekið þátt í þeim umræðum og bent á að með því að gera íslenzkupróf að skyldu væri byrjað á öfugum enda. Ætla mætti að þeir, sem sæktust eftir ís- lenzkum borgararétti, vildu líka geta bjargað sér á þjóð- tungunni. En til þess að svo mætti verða þyrfti fyrst að tryggja að gæði íslenzku- kennslu fyrir útlendinga væru fullnægjandi alls staðar á landinu og fólk hefði raun- verulega hvatningu til að sækja slík námskeið. Upp á það hefur vantað mjög verulega, að minnsta kosti þar til nýlega. Fyrst stjórnvöld treysta sér til að setja þessa kröfu í reglugerð nú verður að ætla að þau meti það svo að nægt framboð sé af góðum íslenzkunámskeiðum fyrir út- lendinga. Annars væri krafan um íslenzkupróf ekki sann- gjörn. Stjórnvöld hljóta nú að telja nægt fram- boð af góðum ís- lenzkunámskeiðum} Sanngjörn krafa? K annski var það þegar íslenska útrásin stóð sem hæst, á sama tíma og hérlendir kaupahéðnar keyptu hvert nafnkunna fyr- irtækið af öðru utan landstein- anna, eignuðust heilu verslunargöturnar í stórborgum, að ungur höfundur, Magnús Sig- urðsson, tvísteig í Fríðu frænku. Hann varð að gera upp á milli tveggja „áþekkra bóka“, Ljóðabréfa Hannesar Péturssonar og sagna- safnsins Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyjum eftir Kristján Karlsson. Ljóðabréfin urðu fyrir valinu og hundrað krónur rukkaðar fyrir. Sagan af þessum viðskiptum er nær þeim veruleika sem Íslendingar eiga að venj- ast. Að geta ekki keypt allt í sömu inn- kaupaferðinni. Fyrir vikið missti Magnús að vísu af sögu- legri ferð á veitingastaðinn The Whispering Inn í sagnasafni Kristjáns, en sökkti sér í staðinn með Ljóðabréf- in í funheitt og róandi saltbað. Og missti bókina í vatnið. Jólin komu á góðum tíma; Íslendingar sigldu á vit fag- urbókmennta eftir látlaust kreppusífrið. Enda vita þeir að þangað má sækja eirð í tilveruna og bægja frá hugarvíli. Þegar John Stewart Mill fékk alvarlegt taugaáfall tvítug- ur að aldri leitaði hann athvarfs í ljóðalestri, mest í ljóðum Wordsworths. Og Magnús lýsir því í Hálmstrám, sem kom út fyrir jólin, að það hefði bjargað sér frá því að hverfa „inn í þögn og depurð“ að rekast á inngangsrit að Finnegan’s Wake: „Skömmu síðar áttaði ég mig á því að fyrstu opnur bókarinnar hafði ég lesið án þess að verða fyrir nokkurri árás hinna óvelkomnu hugsana. Og ég man að ég gladdist bæði og fylltist harmi yfir missi mínum.“ Magnús fer ekkert í grafgötur um hvaða pinklar fylgja því að vera ungur karlmaður og í farangrinum eru bæði ljúfar og sárar þroska- sögur, svo sem af hvílubrögðum í svefnrof- unum, saklausu æskuskoti sem í einu vetfangi var ekkert saklaust við, klámspólum sem fund- ust uppi í geymsluskáp, örstuttri erindisleysu stúlkunnar á neðri hæðinni og bréfaskriftum til unnustunnar í Barselóna. Eftir að hafa lesið Hálmstráin hraðaði ég mér í bókabúð á annan í jólum til að kaupa ljóðabók Magnúsar, Fiðrildi, mynta og spör- fuglar Lesbíu. Ég hafði ekki fundið slíka eft- irvæntingu vegna ljóðabókar síðan Hannes Pétursson sendi frá sér Fyrir kvölddyrum. Nýtt skáld var stigið í ljósgeislann og kveðskapurinn stóð undir væntingum, orðfæri auðugt og lýsingar óvenju skarp- ar. Víkjum aftur að Hálmstrám. Eftir að hafa sannfærst um hjálpræðið sem hafa má af bókum og skáldskap freistaði Magnús þess ákafar en nokkru sinni fyrr að leita skjóls í margslungnum heimi bókmenntanna. Kannski þjóðin fylgi í humátt á eftir: Flóttinn liggur inn í bókaþykknið „sem þú býst við að skýli þér rökkvað og rótt“ „ljóð gripin sem hálmstrá“ pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Ljóð gripin sem hálmstrá Greiða nemendur mat kennaranna? FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is R eykjavíkurborg hyggst samræma gjaldtöku fyrir máltíðir í grunn- skólunum. Gjaldið hef- ur til þessa verið mis- munandi eftir skólum en yfirleitt á bilinu 250-300 kr. á dag. Samkvæmt tillögu menntaráðs verður gjaldið ekki hækkað á kom- andi ári og miðað við 250 krónur á dag í öllum skólum. Fyrir fullt fæði er það um 5.000 krónur á mánuði. Jafn- framt verður boðið upp á systkina- afslátt og ekki rukkað fyrir fleiri en tvö börn á hverju heimili. Á sama tíma og borgin samræmir gjaldskrána ákváðu bæjaryfirvöld í Kópavogi að hækka gjaldið úr 235 krónum í 280 frá áramótum. Gjaldið í Hafnarfirði er óbreytt, sem og í Garðabæ, en þar hefur það ekki verið niðurgreitt nema að litlu leyti. Greiða börn í Garðabæ 428 krónur á dag. Þetta er þó misjafnt eftir bæj- arfélögum, þannig ákvað Grindavík- urbær rétt fyrir jólin að lækka gjaldið úr 235 krónum í 180 krónur á dag. Gjaldtakan ný í lögum En fyrir hvað eru börnin að greiða? Fyrir liggur að skólamáltíðir eru niðurgreiddar af sveitarfélögum en heimild til gjaldtökunnar var fyrst sett í grunnskólalögin fyrr á þessu ári. Deilt hefur verið um túlkun þeirra, þ.e. hvort gjaldið eigi ein- göngu að taka mið af hráefniskostn- aði eða öðrum útgjöldum. Í greinargerð með frumvarpi menntamálaráðherra kom fram að við gjaldskrárgerðina væri almennt viðmið að nemendur greiddu hráefn- iskostnað vegna skólamáltíða. Í umsögnum við frumvarpið frá Reykjavíkurborg og Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga var talað um þetta sem þjónustugjald og ekki væri hægt að miða eingöngu við hráefnis- kostnað heldur raunkostnað af þjón- ustunni. „Sveitarfélögum er því heim- ilt að miða við raunkostnað vegna skólamáltíðanna en ljóst er að kostn- aður vegna skólamáltíða er fólginn í fleiri þáttum en hráefni, svo sem að- stöðu, launakostnaði og kostnaði við framreiðslu og flutning, eftir því sem við á í hverjum skóla,“ segir í umsögn sveitarfélaganna. Allt í einum graut? Matreiðslumaður, sem þekkir vel til í rekstri skólamötuneyta, segir að hráefniskostnaður af 250-280 króna matargjaldi á dag, fyrir 6-11 ára nem- endur, sé ekki nema um 100 krónur. Á unglingastigi er gjaldið hærra en hráefnið nái þó aldrei 250 krónum. „Upp á hvern einasta dag í þessum einsetnu skólum, með 6-16 ára börn, eru kokkarnir ekki að nota allt fjár- magnið. Hvert fer þá afgangurinn?“ spyr matreiðslumaðurinn og veltir fyrir sér hvort nemendur geti verið að greiða matinn ofan í aðra starfs- menn skólanna. Skólastjórnandi sem Morgunblaðið ræddi við fullyrti að nemendur greiddu eingöngu fyrir sinn mat en ekki annarra innan skólanna. Eftirlit með þessu væri strangt og séð til þess að gjaldtakan væri ekki óhófleg. Umboðsmaður barna og SAM- FOK, samband foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur, fylgjast einnig vel með mötuneytunum. Hild- ur Björg Hafstein, formaður SAM- FOK, segir félagið fá margar ábend- ingar um mötuneytin en hún telur að gjaldið sé hóflegt miðað við raun- kostnað. Aldrei megi vera hagnaður af rekstri skólamötuneyta. Hildur segir ástæðu til að hafa mestar áhyggjur af því ef nemendur fara að segja upp mataráskriftinni í stórum stíl. Við því verði að bregðast. Morgunblaðið/ÞÖK Skólamáltíðir Börn í langflestum grunnskólum landsins fá heita máltíð í hádeginu og greiða fyrir það 250-300 krónur á dag, eða um 5.000 á mánuði. Þegar kreppan skall á Finnum á sínum tíma gripu þeir til þess ráðs m.a. að bjóða upp á ókeypis skóla- máltíðir. Í grunnskólum Reykjavík- ur hefur eitthvað borið á því að mataráskriftum hafi verið sagt upp, en ekki í miklum mæli. Er fylgst reglulega með því í átaks- verkefninu Börnin í borginni hvort ástæða sé til að bregðast sér- staklega við ástandinu. Kjartan Magnússon, formaður menntaráðs Reykjavíkur, segir að fylgst verði vel með þróun mála. Ekki hafi þótt ástæða til að bjóða upp á ókeypis skólamáltíðir við nú- verandi aðstæður. Aukin áhersla verði lögð á fé- lagslega aðstoð af hálfu borg- arinnar og þá helst miðað við þá sem mest þurfa á hjálp að halda, frekar en að niðurgreiða alla þjón- ustu. ÓKEYPIS MÁLTÍÐIR? ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.