Morgunblaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008 Mótmælastaða Ungir sem aldnir tóku sér stöðu á mótmælafundinum á Austurvelli á þriðja degi jóla. Umferðarmerkin fengu nýja merkingu. G. Rúnar Ómar Ragnarsson | 28. desember 2008 Frá því í barnsminni Ég var sjö ára gamall þeg- ar ég áttaði mig fyrst á hinum grimma veruleika stríðs þegar dag eftir dag bárust fréttir af hryðju- verkum Gyðinga og óöld- inni í Palestínu, sem náði hámarki með morðinu á Bernadotte greifa, sendimanni SÞ. Þessar fréttir vöktu mér ótta en faðir minn reyndi að sefa hann. 60 árum síðar er hins vegar ástæða til að fólk sé óttaslegið um víða veröld því að púðurtunnan við botn Mið- jarðarhafs ógnar heimsfriðnum. Ég man að faðir minn átti erfitt með að útskýra fyrir mér að vegna þess að Gyðingar hefðu hrökklast frá Palestínu fyrir nær 1800 árum teldu þeir sig hafa rétt til að stunda hryðjuverk til að stofna þar eigið ríki á grundvelli loforða Guðs almáttugs og reka burtu það fólk, sem þar hefði búið í allan þennan tíma. Á árunum á undan höfðu 14 milljónir manna af þýskum ættum verið fluttar burtu í Evrópu í refsingarskyni fyrir út- þenslustefnu nasista. Á mörgum þess- ara svæða höfðu þýskættaðir menn búið öldum saman. Meira: omarragnarsson.blog.is Einar Sveinbjörnsson | 27. desember Ísafjörður á toppnum Hið öfugsnúna veðurlag nú á milli jóla og nýárs hefur það í för með sér að hitastigið hér á landi verður afar sérkennilegt í samanburði við ýmsa staði sunnar í Evrópu. Kl. 18 voru 10°C á Ísafirði. Á sama tíma mátti fara alla leið suður til Barce- lóna til að finna hærra hitastig en var á Ísafirði, eða 11°C. Ívið kaldara var í Róm, en svipaður hiti í Aþenu, en litlu hlýrra á Krít og Sikiley. Miklu kaldara var hins vegar í Mið-Evrópu. Frostið 1 stig í París og 9 stig í Ehrfurt í miðju Þýskalandi. Hver hefði trúað því að hitinn kæmist í 7,5°C norður á Jan Mayen á þessum árs- tíma ? Slíkt er hins vegar raunin!! Meira: esv.blog.is Ingólfur Ásgeir Jóhannesson | 28. des. Vonandi minni mengun Minni flugeldasala merkir vonandi að það verði minni loft- og hljóð- mengun um áramótin, auk þess sem vonandi verður þá líka minna drasl úr flugeldum eins og hrá- viði um alla þéttbýlisstaði landsins. Loft- mengun er hættuleg öllu fólki, verst þó fólki með öndunarfærasjúkdóma, og hljóðmengun kemur verst niður á dýrum, hvort heldur er hestum eða húsdýrum sem skilja ekki hvað er á seyði. Ég vona líka að minni flugeldasala leiði til þess að hugað verði sérstaklega að tekjugrunni björgunarsveitanna sem gegna svo mik- ilvægu hlutverki í öryggiskerfi í landinu. Meira: ingolfurasgeirjohannesson.blog.is UMRÆÐAN um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusam- bandinu er nú á fullu og er það af hinu góða. Gallinn við þessa umræðu er hins vegar sá fjöldi gróusagna og misskilnings sem er í gangi varðandi breytingar á íslensku þjóðfélagi og efnahags- umhverfi ef við myndum ganga í þetta bandalag vinaþjóða okkar í Evrópu. Margir einstaklingar hafa ruðst fram á ritvöllinn og halda fram ýmsum stað- reyndum sem eiga sér litla eða enga stoð í raunveruleikanum. Lífseigasta flökkusagan er sú að við aðild myndu miðin við Ísland fyllast af erlendum togurum. Önnur saga er sú að við inngöngu í ESB myndi atvinnuleysi sjálfkrafa aukast mikið hér á landi. Þetta hefur verið marg- hrakið í bæði ræðu og riti. Samt sem áður dúkka þessar sögur upp hvað eftir annað og nú síðast í ummælum nýs for- manns LÍÚ. Ekki veit ég hvort þessi ummæli formannsins eru byggð á vanþekkingu eða vísvit- andi blekkingum en það breytir ekki þeirri staðreynd að hægt er gera þær kröfur til forystu- manna hagsmunasamtaka að þeir kynni sér málin áður en þeir halda slíkum sleggjudómum fram. Einn andstæðingur aðildar hélt því til dæmis blákalt fram í blaðagrein í Morgunblaðinu fyrir skömmu að Evrópusambandið myndi sölsa undir sig vatnsbirgðir þjóð- arinnar og flytja þær út í gömlum olíuskipum! Mann setur hljóðan við svona bull en það er greinilegt að við Evrópusinnar þurfum að herða okkur í að fræða almenning í landinu betur um hvað aðild þýðir raunverulega fyrir Ísland og Íslendinga. Andstæðingar aðildar hafa til dæmis haldið því fram að Ísland myndi glata rétti sínum til að halda úti sjálfstæðri utanríkisstefnu. Með- al annars hefur Ragnar Arnalds haldið því fram að Íslendingar gætu til dæmis ekki sótt um að verða fulltrúar í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna. Hann gat reyndar ekki svarað því af hverju Austurríkismenn, sem eru í Evr- ópusambandinu, gátu keppt við Íslendinga um það sæti! Þessi réttur ESB ríkja er kirfi- lega negldur niður í Lissabon-sáttmálanum. Þeim sáttmála hefur reyndar verið í beitt í umræðunni og er dálítið kostulegt að heyra útlistanir sjálfskipaðra sérfræðinga á hvað sáttmálinn þýðir í raun og veru. Flestir þess- ara „sérfræðinga“ hefðu haft gott af því að hlusta á Högna Kristjánsson, yfirmann Evr- ópuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, á fundi Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins rétt fyrir jól. Í máli Högna kom fram að sáttmálanum er fyrst og fremst ætlað að straumlínulaga stjórnkerfi sambandsins og formgera breyt- ingar á því sem í raun og veru hefur átt sér stað í gegnum árin. Það eru því tilmæli til allra þeirra sem taka þátt í ESB-umræðunni að þeir setji sig inn í málefnið áður en þeir halda fram órök- studdum fullyrðingum og bábilju. Töluvert efni er til á netinu, meðal annars á heimasíð- um forsætisráðuneytisins, utanríkisráðuneyt- isins, Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst og Samtaka iðnaðarins. Einnig er efni á heimasíðum Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins. Það eru því allar forsendur til að halda Evrópuumræðunni á málefnalegu plani en ekki með órökstuddum sleggjudóm- um. Eftir Andrés Pétursson » Það eru allar forsendur til að halda ESB-umræðunni á vitrænu plani en ekki með órökstuddum sleggjudómum sem eiga sér enga stoð í raun- veruleikanum. Andrés Pétursson Um rökleysur í ESB-umræðunni Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. HINN 15. desember sl. hófst daglegt beint flug yfir Taív- anssundið milli Kína og Taívans. Þetta var tímamótaviðburður sem markar hápunkt friðarþróunar er fór af stað þegar ný ríkisstjórn tók við völdum á Taívan í maí sl. Hvað hefur gerst síðan þá? Lýð- ræðið á Taívan hefur styrkst í sessi og um leið hefur landið orðið að virkum friðarboða í Austur- Asíu. Viðbrögð heimsbyggðarinnar hafa að sama skapi verið jákvæð. Sl. sumar hófust á ný viðræður milli sam- vinnuráða Kína og Taívans sem lengi höfðu leg- ið niðri. Nýja ríkisstjórnin hefur því staðið við loforð sitt um að stuðla eftir mætti að friði í þessum heimshluta. Einkafyrirtæki hafa lengi átt í miklum við- skiptum milli Taívans og Kína en skort hefur á að þeim hafi verið fylgt eftir á hinu opinbera sviði. Nú er orðið söguleg breyting þar á. Við- ræður og sáttavilji marka nú sem aldrei fyrr samskipti ríkjanna. Í innsetningarræðu minni 20. maí sl. lagði ég áherslu á þrjú megin stefnumið: Status quo, í anda stjórnarskrár Lýðveldisins Kína (Taívan), hvað varðar sameiningu ríkjanna; enga ögrandi fyrirætlun um stofnun nýs, sjálfstæðs lýðveldis á Taívan; og að vopnavaldi yrði ekki beitt til að höggva á samskiptahnúta. Ég benti um leið á að allir ynnu, en engir töpuðu, á því að samskipti landanna yrði frið- sælli en áður. Í anda þessara stefnumiða hefur ríkisstjórn mín reynt eftir mætti að draga úr spennu milli landanna um leið og hún hefur reynt að skapa Taívan eðlilegt hlutgengi á alþjóðavett- vangi. Um þessar mundir er unnið að efnahagslegum umbótum í frjáls- ræðisátt sem tryggja eiga sam- keppnisfærni Taívans. Ég vona að þessar umbætur haldist í hendur við hin bættu samskipti yfir Taív- anssundið og festi í sessi efnahagslegan stöð- ugleika á svæðinu. Ný atrenna samningaviðræðna milli stjórn- valda í Kína og Taívan hófst nú í nóvember. Að þessu sinni var einblínt á efnahagssamvinnu og frekari slökun spennu í vöru- og póstflutningum milli landanna. Mikilsvert var að viðræðurnar áttu sér stað á víxl á meginlandinu og á Taívan. Það sýnir ákveðinn vilja hjá Kínverjum að koma fram við Taívanbúa á jafnréttisgrundvelli. Ef tryggja á áframhaldandi þíðu í samskipt- unum þarf Kína að taka næstu skref með því að láta af hernaðarógn sinni á hendur Taívan og ljá landinu aukið rými innan alþjóðastofnana (eins og áður hefur verið mælst til í Morg- unblaðsgreinum). Við biðjum heimsbyggðina að hvetja Kínverja til að draga til baka eldflaug- arnar sem beint er að Taívan. Ógnarjafnvægi er ekki það jafnvægi sem þessi heimshluti þarfnast. Þess í stað þarf traust að ríkja milli hernaðaryfirvalda í báðum löndum, sem aftur dregur úr ógnarvá og leggur grunn að var- anlegum friði. Á nýlegum fundi fulltrúa Asíuríkja sem liggja að Kyrrahafi (APEC) átti fyrrverandi varafor- seti Taívans, Lien Chan, í uppbyggilegum við- ræðum við fulltrúa frá meginlandinu um frekari samvinnu á grundvelli APEC. Þær viðræður lofa góðu og mæltust vel fyrir hjá öðrum fund- argestum. Bandaríkjaþing hefur nýlega áréttað vilja sinn til að Taívan gæti öðlast merkingarbæra aðild að stofnunum Sameinuðu þjóðanna svo sem Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Svipuð til- mæli hafa einnig borist frá Japan, Kanada, Ástralíu, Singapúr og Evrópuráðinu. Við skor- um því á stjórnvöld á meginlandi Kína að hætta að ýta Taívan til hliðar á alþjóðavettvangi. Við erum sannfærð um að viðleitni í þá átt myndi verða enn frekari friðarboði í þessum heims- hluta. Eftir Ma Ying Jeou » Við biðjum heimsbyggðina að hvetja Kínverja til að draga til baka eldflaugarnar sem beint er að Taívan. Ma Ying Jeou Höfundur er forseti Lýðveldisins Kína (Taívan). Friðarboði í Austur-Asíu BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.