Morgunblaðið - 29.12.2008, Page 26

Morgunblaðið - 29.12.2008, Page 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008 Reykjavík Sími 588 9090 • Síðumúla 21 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Skrifstofuhúsnæði óskast til leigu Traustur aðili óskar að taka á leigu 250 fm skrifstofuhæð. Æskileg staðsetning er Miðborgin, Múlar eða Borgartún. Til greina kemur að leigja skrifstofupláss með öllum húsgögnum. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali í síma 861-8514 Ég skora á Illuga Gunnarsson að greina frá því hvers konar hús- næðislánakerfi hann tel- ur að eigi að taka við af núverandi verðtrygging- arkerfi. Nýlega var hann í viðtali í ríkisútvarpinu að morgni dags og lýsti þar því sjónarmiði sínu að núverandi kerfi væri óviðunandi og því yrði að breyta. Jafnframt kom fram hjá honum að stýrivaxtavopn Seðla- bankans biti ekki sem skyldi þegar það næði ekki að höggva í íbúða- lánageirann. Þannig skildi ég alla vega Illuga en hann nefndi ekki hvers konar lánakerfi ætti að taka við. Í grein minni í Morgunblaðinu um þetta mik- ilvæga efni sem birtist 26. október sl. sagðist ég ekki hafa séð neinn af þeim sem gagnrýnt hefðu kerfið benda á nýtt kerfi. Margar greinar hafa síðan séð dagsins ljós með gagnrýni á kerfið en enginn bendir á lausn. Ég geri mun meiri kröfur til Illuga í þessu efni en annarra sem hafa lýst sömu skoðunum og hann. Hann er þingmaður og að auki hagfræðingur að mennt og því er honum skylt að benda á lausn. Raunar ber honum að berjast fyrir endur- skoðun kerfisins á Al- þingi telji hann það eins slæmt og skilja mátti á honum í umræddu við- tali. Það er alveg ljóst að þær efnahagslegu ham- farir sem nú hafa gengið yfir þessa þjóð munu koma illa við marga sem hafa tekið nýlega verð- tryggð lán. En það er líka ljóst að vandi þeirra verður varla leystur með því að setja Íbúða- lánasjóð á hliðina eða skerða enn frekar kjör lífeyrisþega en ljóst er að margir þeirra munu verða fyrir þungum búsifjum. Það verður að skoða þennan vanda sértækt en ekki að kenna verðtryggingarlánsforminu um hann. Það hefur ekki þótt gott að kenna árinni um slakan róður og það gengur ekki hér. Ég hélt því fram í grein minni að þetta lánsform væri hið heppilegasta fyrir þá sem vilja fjár- festa í húsnæði með lántöku og ég er enn sömu skoðunar. Heldur einhver virkilega að lánveit- endur séu nú reiðubúnir til að áskilja sér lakari kjör en svo að þeir fái raun- verð lánsfjárins til baka auk „hóflegra“ vaxta? Er það ekki líka sanngjörn krafa? Vill einhver lána fé með „hóf- legum“ vöxtum án þess að taka tillit til verðrýrnunar krónunnar? Þeir sem eiga sparifé gera kröfu um sem hæsta raunvexti (þ.e. vöxtum umfram verð- rýrnun krónunnar) af þessu fé og ekki geta þeir sem taka að sér ávöxtun á sparifé endurlánað það með lakari kjörum eða hvað? Það verður fróðlegt að kynnast hugmyndum Illuga um kerfi sem leysir núverandi kerfi af hólmi sem og hugmyndum annarra gagnrýnenda verðtryggðra húsnæð- islána og þá að sjálfsögðu með útreikn- ingum á breyttri greiðslubyrði og áhrifum á greiðslumat lánastofnana, svo og hvernig stýrivextir eigi að virka á nýtt kerfið. Ég er sammála Bjarna Braga Jónssyni um að við Íslendingar getum verið stoltir af því húsnæð- islánakerfi sem við höfum þróað og ættum að flytja það út til annarra landa. Getum við sagt hið sama um stjórnun peninga- og efnahagsmála undanfarin ár? Hver vill svara því? Hver er hin raunverulega rót vanda þeirra sem skulda verðtryggð lán? Bjarni Þórðarson skorar á Illuga Gunnarsson að lýsa því lánakerfi sem eigi að leysa núver- andi húsnæð- islánakerfi af hólmi »Heldur einhver virkilega að lánveit- endur séu nú reiðubúnir til að áskilja sér lakari kjör en svo að þeir fái raunverð lánsfjárins til baka auk „hóflegra“ vaxta? Bjarni Þórðarson Höfundur er trygginga- stærðfræðingur. Skorað á Illuga Gunnars- son, alþingismann ÉG HEF oft velt fyrir mér hvernig hægt er að fara gegn- um lífið án þess að skilja neitt í því og þar að auki hrópa á torgum um skilnings- leysi sitt. Ég verð að viðurkenna að mér finnst best að hugsa mitt í hljóði en á aðfangadagsmorgun þegar ég las Morgunblaðið með morgunkaffinu varð mér svo ofboðið yfir pisli Kol- brúnar Bergþórsdóttur að ég get ekki þagað lengur. Það eru engin ný sannindi að gleði og hlátur, fýla og leiðindi eru bráðsmitandi. Við vitum það öll sem lifum lífinu þokkalega með- vituð. Við þurfum ekki meira en líta í kringum okkur til að sann- reyna það sem virðist verða op- inberun í huga Kolbrúnar þegar hún las um vísindalega rannsókn við Harvard-háskóla eins og hún vitnar í. Síðan heldur hún áfram: „Það er orðinn eins konar lífsstíll í kreppunni að vera fýldur og reiður og þykir sérstaklega smart í réttu kreðsunum.“ Eftir vangaveltur um mótmælendur og fólk með písl- arvættissvip sem lætur sér boðskap jólanna um kærleik- ann í léttu rúmi liggja þá bítur hún höfuðið af skömminni með að enda pistilinn á eft- irfarandi: „Sjálfsagt verða einhverjir í fýlu yfir jólin vegna þess að þeir hafa ekki tæki- færi til að gala á torg- um gegn ríkisstjórn og fyrrverandi auðjöfrum. Meirihluti þjóðarinnar mun þó örugglega fagna og gleðjast.“ Mér er spurn: Hvar er Kolbrún stödd? Fólk á Íslandi er ekki í fýlu en það er uppfullt af sorg, reiði og örvæntingu. Hefur Kolbrún lesið um hve margar fjölskyldur hafa þurft að leita sér aðstoðar til að halda mannsæmandi jól, ég veit að hún er vel læs en lesskilningur og læsi fara ekki alltaf saman. Er það í lagi að nokkrir einstaklingar séu búnir að rústa efnahag og orðstír heillar þjóðar og virðast komast upp með það hingað til og enginn er ábyrgur, allir þvo hendur sínar? Fólk er að missa vinnuna og hús- næði og skuldahaugurinn bara vex. Hvernig getur hún hneykslast á mótmælendum, hvað getur fólk gert annað en mótmælt? Eigum við að taka öllu með bros á vör og fara á hlátursnámskeið svona í anda Pollýönnu? Þótt einhverjar rúður brotni og eggjaslettur lendi á Al- þingishúsinu eru það smámunir hjá því sem við Íslendingar erum að ganga í gegnum. Þetta unga fólk og reyndar fólk á öllum aldri og af- komendur þess. Ég spyr: Hvaða kröfur eru gerð- ar til blaðamanna í dag? Er hægt að bera á borð fyrir hinn almenna lesanda þvílíkan kjaftavaðal sem upp úr Kolbrúnu Bergþórsdóttur rennur? Ef eitthvað kemur mér í fýlu eru það skrif Kolbrúnar, mér finnst mér misboðið og skrifað nið- ur til mín. Ef íslenska þjóðin mót- mælir ekki óréttlæti eins og við höfum verið beitt undanfarið þá er- um við ekki þjóð. Mótlæti þjappar okkur saman, við erum ekki í fýlu en við erum full af sorg og von- brigðum. Við erum raunsæ og ætl- um að breyta þjóðfélaginu, annað er ekki hægt. Við þurfum því á fólki með lesskilning að halda en ekki fólki sem er bara læst en skil- ur ekki neitt í lífinu eða hvað það les. Bólusetning gegn vitleysu Ragnheiður Steph- ensen gerir at- hugasemdir við pistil Kolbrúnar Bergþórsdóttur »Er hægt að bera á borð fyrir hinn al- menna lesanda þvílíkan kjaftavaðal sem upp úr Kolbrúnu Bergþórs- dóttur rennur? Ragnheiður Stephensen Höfundur er hjúkrunarfræðingur. HVERN hefði grunað hversu illa samfélagið færi eftir það góðæri sem hef- ur ríkt undanfarin ár. Lengi vel var það svo að ómögulegt var að fá iðnaðarmenn og vinnandi fólk fékk at- vinnutilboð reglulega í samfélagi launaskriðs og upp- byggingar. Nú er annað upp á teningnum. Atvinnulausum fjölgar stöðugt og sífellt þrengir að stærri hópi með lífsviðurværið. Ég tel að það sé ekki nokkurt vit fyrir fólk sem missir vinnuna að setjast niður heima fyrir, því mörg tækifæri eru til að gera eitt- hvað betra við tíma sinn. Til dæmis að mennta sig frekar. Það er mun gæfulegra að lifa á náms- lánum en atvinnuleysisbótum og nota tímann í að lesa námsbækur og bæta samkeppnisstöðu sína á vinnumarkaði. Það eru fjölmörg tækifæri til náms sem eru opin eða eru að opnast. Undirritaður hóf nám í Há- skólabrú Keilis síðastliðið haust eftir að hafa verið á vinnumarkaði í 15 ár. Auðvitað var átak að koma sér af stað, en það er um námið eins og svo margt annað. Fyrsta skrefið er langerfiðast. Ég hafði lengi haft það í maganum að mennta mig frekar og lét loksins verða af því nú í haust að setjast aftur á skólabekk. Ég get sagt frá því að það hefur gengið mun bet- ur en ég átti von á, áhyggjur og efi sem ég hafði reyndist ástæðu- laus. Hjá Keili á Vallarsvæðinu er boðið upp á fjölbreytt nám sem hentar vel fólki sem hefur verið á vinnumarkaði. Þannig er nú boðið upp á fjölda námsleiða á fram- haldsskólastigi eða starfsmennt- anám, en einnig er nám á há- skólastigi. Skólanum Keili er skipt í fimm meginsvið, auk fjarnáms; Háskólabrú, Heilsu- og uppeldis- skóla, Orku- og tækniskóla, Skóla skapandi greina og Samgöngu- og öryggisskóla. Háskólabrú Keilis er í samstarfi við Háskóla Íslands. Í Há- skólabrúnni er góð leið fyrir fólk sem er að koma af vinnumarkaði sem þarf að rifja upp gamlan lær- dóm og komast í námsgírinn fyrir frekara nám eða til að bæta við einingum til að fá aðgang að há- skólanámi. Meðalaldurinn í Há- skólabrú Keilis er 32 ár, þannig að fólk með lífsreynslu á auðvelt með að samsama sig hópnum. Í námi hjá Keili er mikið lagt upp úr hópvinnu og samvinnu milli nemenda. Háskólabrúin veitir nemendum rétt á að sækja um nám á menntasviði Háskóla Íslands, Há- skólanum í Reykjavík, Háskól- anum á Akureyri, Listaháskóla Ís- lands, Háskólanum á Hólum og Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Í Heilsu- og uppeld- isskólanum er nú opið fyrir umsóknir í ÍAK- einkaþjálfaranám, en einnig eru þar leik- skólaliðanám, hjúkr- unarbrú fyrir sjúkra- liða, afreksbraut og íþróttafræði. Orku- og tækniskólinn er með þrjár brautir í tækni- fræði sem eru að hefj- ast. Skóli skapandi greina býður upp á frumkvöðlanám og viðskiptalist. Samgöngu- og öryggisskólinn er með sjö brautir tengdar flug- málum; atvinnu- og einkaflug- mannsnám, flugrekstrarstjórn, flugumferðarstjórnun, flugþjón- ustunám, flugvirkjanám, flug- vernd auk sjúkraflutninganáms og öryggisvarðanám. Innritun hafin á allar brautir nema flugþjónustu og flugvirkjun, en þar hefjast næstu námskeið í september. Góð búsetuúrræði eru á svæð- inu, frá litlum einstaklingsíbúðum og allar stærðir upp í íbúðir fyrir stærstu fjölskyldur. Skóli, leik- skóli og félagsmiðstöð fyrir ung- linga er á svæðinu. Verslun, veit- ingastaðir, íþróttahús og bílaverkstæði eru meðal þeirrar þjónustu sem er fyrir hendi og svo er stutt í alla þjónustu í Reykjanesbæ. Þá er ókeypis strætisvagn sem gengur um hverfið og til Reykjanesbæjar. Að auki geta íbúar á svæðinu fengið ókeypis í strætó sem gengur til Reykjavíkur. Sama á við um nem- endur sem búa á höfuðborg- arsvæðinu, en strætisvagnar fara reglulega á milli Reykjavíkur og skólabygginga á svæðinu. Ferð- irnar eru sniðnar að upphafi kennslu í skólanum. Nemendur fá frítt í vagninn, en nettenging er í vagninum og því má nýta tímann til lærdóms. Í skólanum er nemendafélagið Tindur sem hefur það að mark- miði að efla félagsanda í skól- anum, gæta að hag nemenda og bæta lífskjör með öflun hóp- afslátta. Bæði er félagsstarfsemi fyrir nemendur og einnig börn nemenda. Á heimasíðu skólans, www.keil- ir.net, er sagt nánar frá þeim námsleiðum sem í boði eru. Núna er opið fyrir umsóknir um nám sem hefst eftir áramót. Er þar margt spennandi í boði og er námið sniðið að þörfum vinnu- markaðarins. Það þýðir ekkert að gefast upp þó að á móti blási, heldur á að bíta í skjaldarrendur og gera hvað maður getur til að hafa stöðu sína sem besta og veita sjálfum sér forskot þegar mótlætinu linnir. Öll él styttir upp um síðir og því er um að gera að vera tilbúinn með ferska menntun til að nota þegar næsta góðæri kemur. Vil ég hvetja þá sem hafa misst vinnuna að huga að möguleikum sínum og snúa ógæfu í gæfu með aukinni menntun. Einnig þá sem eru eins og ég, búnir að ganga með það í maganum lengi að afla sér aukinnar menntunar, að láta nú verða af því, ekki síst svo meira pláss skapist á vinnumark- aði. Júlíus Sigurþórs- son hvetur til auk- innar menntunar í þrengingunum Júlíus Sigurþórsson »Nú er lag að sækja sér frekari mennt- un. Enda eru fjölmörg tækifæri til náms opin eða að opnast. Fjöl- margar námsleiðir opn- ar hjá Keili á Vall- arsvæðinu. Höfundur er formaður nemenda- félagsins Tinds. Tækifæri í kreppu Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Sími 551 3010

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.