Morgunblaðið - 29.12.2008, Síða 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
TEITUR MAGNÚSSON
skipstjóri,
Kirkjulundi 8,
Garðabæ,
sem lést laugardaginn 20. desember, verður jarð-
sunginn frá Garðakirkju þriðjudaginn 30. desember
kl. 13.00.
Guðný Sæmundsdóttir,
Margrét Teitsdóttir, Jón Ásgeir Eyjólfsson,
Magnús G. Teitsson, Erla S. Ragnarsdóttir,
Oddný S. Teitsdóttir, Ari F. Steinþórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
DAGBJÖRT HANNA JÓNSDÓTTIR,
Silfurgötu 23,
Stykkishólmi,
lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi
föstudaginn 19. desember.
Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag,
mánudaginn 29. desember og hefst athöfnin kl. 14.00.
Sigurður Amlin Kristjánsson,
Guðrún Alma Sigurðardóttir,
Rannveig Kristín Sigurðardóttir, Axel Garðar Hjartarson,
Selma Rós Amlin, Svanur Jóhannsson,
Guðmundur Jón Amlin,
Lea Rakel Amlin, Sigmar Tryggvason
og barnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
HJÖRLEIFS HAFLIÐASONAR,
Rauðumýri 3,
Akureyri.
Sérstakar þakkir fær Heimahlynningin á Akureyri
fyrir ómetanlega hjálp og alúð í veikindum hans.
Júlíana Hinriksdóttir,
Sigurður Hinrik Hjörleifsson, Sjöfn Ragnarsdóttir,
Elísabet Hjörleifsdóttir, Guðmundur Heiðar Frímannsson,
Hjörleifur Árnason, Þórhalla Sigurðardóttir,
Kristján Sigurðsson,
Lárus Arnór Guðmundsson, Þóra Sif Ólafsdóttir,
Jóhann Guðmundsson,
Valgerður Guðmundsdóttir
og langafabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÓSKAR HRAUNDAL,
Hvassaleiti 56,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut
laugardaginn 20. desember.
Útförin verður frá Grensáskirkju þriðjudaginn
30. desember kl. 13.00.
Pálína Hraundal,
Sigrún Óskarsdóttir,
Lúðvík Hraundal,
Kristín Hraundal, Tryggvi Jónasson,
Grétar Óskarsson, Steinunn Thorarensen,
afabörn og langafabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
GUÐBJÖRN E. GUÐJÓNSSON
fv. kaupmaður,
Engjateigi 5,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju þriðjudaginn
30. desember kl. 13.00.
G. Hafsteinn Guðbjörnsson, Maj-Britt Kolbrún Hafsteinsdóttir,
Hilmar Guðbjörnsson, Sveinbjörg Einarsdóttir.
múra var Björgvin frændi mættur
til að redda málum og allt lék það í
höndunum á honum. Okkur fannst
ekki lítið sniðugt að fylgjast með
frænda uppi í stiga að mála Heið-
argerði, syngjandi hástöfum. Það
átti sko enginn í hverfinu svona
hressan frænda. Og þegar við svo
komum í bæjarferðir suður til
Reykjavíkur var alger skylda að
koma við á Hjarðarhaganum. Allar
fengum við systur einhvern tíma
tækifæri til að gista á sumrin,
nokkrar nætur í senn. Þá var nú
stjanað við okkur á alla lund og
margt skemmtilegt brallað. Krakk-
arnir þeirra Björgvins og Guðrúnar
spiluðu öll á hljóðfæri og dáðumst
við ótakmarkað að þessu hæfileika-
ríka frændfólki okkar. Björgvin
frændi var mikilsmetinn kennari og
átti þátt í gerð margra kennslubóka
í skrift og lestri. Við erum ekki frá
því að fyrstu stafina höfum við lært
hjá honum á sínum tíma. Og flottari
kort fékk maður ekki, en þau sem
Björgvin hafði skrifað.
Við vottum Guðrúnu, börnum
þeirra og fjölskyldum, okkar dýpstu
samúð. Blessuð sé minning Björg-
vins frænda.
Inga, Brynja og Svandís.
Skömmu fyrir jól lést góður vinur
og vinnufélagi, Björgvin Jósteins-
son, fyrrverandi yfirkennari við Æf-
inga- og tilraunaskóla Kennarahá-
skóla Íslands. Við áttum því láni að
fagna að starfa náið með honum,
fyrst sem kennarar undir stjórn
hans og Jónasar Pálssonar skóla-
stjóra og síðar sem stjórnendur
skólans ásamt honum. Björgvin var
okkur þó ekki ókunnur er við kom-
um til starfa þar sem hann kenndi
okkur ýmislegt í kennaranámi er
laut að kennslu byrjenda, einkum
um lestrar- og skriftarkennslu.
Hann samdi ásamt Helgu Magnús-
dóttur og Þóru Kristinsdóttur lestr-
arbækur sem nutu vinsælda og enn
eru notaðar. Þá átti hann drjúgan
þátt í að móta og semja námsefni í
skrift sem notað er í skólum lands-
ins. Þar vann hann með Þóri Sig-
urðssyni, námstjóra.
Björgvin var snjall kennari og
mikill fagmaður. Persóna hans lék
þó stórt hlutverk í kennslunni. Það
geislaði af honum og hann beitti
ýmsum, að því er virtist léttvægum,
ráðum til að halda börnum að verki
og fá þögn ef á þurfti að halda. Hann
rétti til dæmis upp og fram aðra
höndina, lækkaði róminn og sagði
„Eigum við öll að hlusta?“. Við
reyndum að nota þetta í kennslu
okkar en ekki með sama árangri.
Kennsla er að öðrum þræði list.
Þegar við tókum við stjórn skól-
ans kynntumst við hve Björgvini lét
vel að skipuleggja og leysa ýmis
mál, auðveld og erfið, sem koma á
borð skólastjórnenda. Þar gátum við
margt lært. Hann var úrræðagóður
og af alkunnri hreinskilni gat hann
þess stundum við okkur að hann
nennti ekki að flækja mál sem auð-
veldlega mætti leysa. Nákvæmni og
réttsýni einkenndu störf hans og
aðdáunarvert hve auðveldlega hon-
um tókst að sætta nemendur og
aðra þá sem leituðu á hans fund.
Nemendur þurftu stundum að
heimsækja Björgvin á skrifstofuna,
án þess beinlínis að óska þess sjálfir.
Hann var ákveðinn við þá og sagði
þeim kost og löst á framferðinu. Í
lok þessara funda skildu jafnan báð-
ir sáttir. Minnisstætt er þegar pilti
varð á glappaskot og var boðaður á
fund Björgvins. Bekkjarbræður
hans réðu honum heilt og sögðu
„þegar þú kemur inn til hans skaltu
strax biðjast afsökunar og fara að
grenja þá verður hann ekki reiður“.
Þetta sýnir vel viðhorf nemenda,
þeir treystu á umhyggju Björgvins.
Auðvitað sá hann bragðið en málið
fékk farsælan endi.
Björgvin var glaðvær og átti gott
með að slá á létta strengi. Þegar erf-
ið mál biðu var stundum ákveðið að
slá þeim á frest og taka þess í stað
lagið. Það auðveldaði eftirleikinn. Þá
voru oft sungin lög og textar úr ung-
dæmi Björgvins á Stokkseyri. Þeim
fylgdu gjarnan Stokkseyrarsögur.
Átthagarnir voru honum afar kærir
og heima hafði hann lært ógrynni
söngva sem ekki eru á hvers manns
vörum. Við grípum til sumra þeirra
enn í dag.
Við þökkum góðum dreng sam-
fylgd og vináttu sem aldrei bar
skugga á. Við færum Guðrúnu og
fjölskyldunni allri innilegar samúð-
arkveðjur frá okkur og konum okk-
ar.
Guðmundur B. Kristmundsson,
Ólafur H. Jóhannsson.
Við minnumst góðs vinar og fé-
laga, Björgvins Jósteinssonar.
Um langt skeið, líklega í rúm
fjörutíu ár, hefur hópur starfsmanna
tengdur gamla Kennaraskólanum,
síðar Kennaraháskólanum, nú
Menntavísindasviði Háskóla Ís-
lands, leikið saman blak einu sinni
til tvisvar í viku á veturna.
Björgvin var um langt skeið burð-
arásinn í þessu félagi. Hann var elst-
ur í okkar hópi og hafði æft íþróttina
lengur en við hinir. Alltaf var hann
mættur fyrstur á æfingar og fáir
mættu betur. Ekkert var því eðli-
legra en að hann bæri titilinn For-
seti blakfélagins og jafnframt að fé-
lagið héti í höfuðið á honum:
Blakfélagið Björgvin. Á búningi
okkar er mynd af foringjanum!
Með Björgvini áttum við ánægju-
stundir innan vallar sem utan.
Björgvin var frábær félagi, áhuga-
samur um leikinn án þess að taka
hann alltof hátíðlega, skemmtilegur,
léttur og kátur. Það var gaman að
vera með honum í liði. Hann var lág-
vaxinn svo skellirnir (smössin) voru
ekki margir, en þeim mun fleiri voru
laumurnar, þegar blakmaðurinn
kemur andstæðingi sínum að óvör-
um með því að læða boltanum óvænt
á svæði þar sem engar eru varn-
irnar. Þetta gerði Björgvin oft eins
og töframaður – liðsmönnum sínum
til óblandinnar ánægju – og oft var
þetta svo hugvitsamlega útfært að
jafnvel andstæðingum var skemmt!
Þessa list gat hann leikið jafnvel þó
kominn væri nálægt áttræðu.
Kveðjuleik sinn lék Björgvin með
okkur skömmu eftir að hann varð
áttræður. Þótt snerpan væri ekki
söm og fyrr voru laumurnar jafn út-
hugsaðar og áður og húmorinn fyrir
leiknum leyndi sér ekki.
Fyrir um fimmtán árum hafði
blakhópurinn veg og vanda af því að
koma upp gufubaði í kjallara
íþróttahúss Kennaraháskólans. Þar
höfum við átt saman margar góðar
stundir. Þar var Björgvin í essinu
sínu. Oft var sungið og Björgvin
gjarnan forsöngvari enda kunni
hann miklu fleiri lög og texta en við
hinir og leiddi sönginn af mikilli inn-
lifun og kátínu. Minnisstæð er ferð
hópsins til Stokkseyrar haustið eftir
að Björgvin var áttræður. Þá sýndi
hann okkur stoltur æskustöðvar sín-
ar og fræddi okkur og skemmti.
Björgvin var ljúfmenni, hlýr og
skemmtilegur og um leið einstak-
lega hreinskiptinn og heiðarlegur.
Það voru forréttindi að eiga samleið
með honum. Hans verður sárt sakn-
að en góðar minningar um þennan
öðling munum við varðveita meðan
við lifum. Eiginkonu hans og fjöl-
skyldu sendum við okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Um leið þökkum
við þá gæfu að hafa fengið að eiga
hann að félaga og vini.
Fyrir hönd vina í Blakfélagi
Björgvins,
Ingvar Sigurgeirsson.
Þegar undirritaður setur gamall
maður orð á blað til að minnast
Björgvins Jósteinssonar, hvarflar
hugurinn helst að samstarfi okkar í
Æfinga- og tilraunaskóla KHÍ á 8.
áratug síðustu aldar. Það var ómet-
anlegt fyrir mig, viðvaning á vett-
vangi daglegs skólastarfs, að Björg-
vin féllst á beiðni mína að gegna
starfi yfirkennara nokkru eftir
komu mína að skólanum haustið
1971. Hann var þá viðurkenndur
sem frábær kennari, einkum á sviði
byrjendakennslu, og var fastráðinn
æfingakennari við Kennaraskólann.
Það sem skást hefur tekist í störf-
um mínum að skólamálum á ég fyrst
og síðast að þakka lángæfni minni
að hafa fengið að njóta samvinnu og
stuðnings svo margra fjölhæfra,
skapandi og vandaðra manna,
kvenna og karla. Þetta á ekki síst
við um Æfingaskólann sáluga. Í
huga mínum nú að leiðarlokum
finnst mér Björgvin Jósteinsson
fara einna fremstur í fylkingu þessa
fólks sem ég á svo mikið gott upp að
unna. Þar koma einkum til miklir
hæfileikar Björgvins; hinn hvassi
skilningur og rökfasta hugsun sem
gerði honum auðvelt að sjá kjarna
vandamáls og bregðast við skjótt og
vafningalaust. Og hann var líka
hreinskiptinn í persónulegum sam-
skiptum, gat verið snöggur upp á
lagið við ólátabelgi og yfirgangs- og
ójafnaðarmenn á öllum aldri eða
þreytandi rugludalla en raungóður
og traustur vinur sinna skjólstæð-
inga. Björgvin fór aldrei í mann-
greinarálit eða hagræddi skoðunum
sínum til að þóknast viðmælendum;
sama hver í hlut átti. Það var sann-
arlega ekki lítils um vert að eiga
slíkan ágætismann fyrir helsta sam-
starfsmann og ráðgjafa.
Björgvin var listfengur í besta
lagi. Hann hafði vafalaust að upplagi
hneigð og hæfileika til að iðka tón-
list, hefði hann átt kost á eða kosið
að leggja slíkt nám fyrir sig, svo sem
börn hans hafa gert með svo góðum
árangri. Björgvin var tónvís og naut
þess að taka lagið þegar tækifæri
gafst. Og gleðimaður var Björgvin í
góðra vina hópi. Og í vorferðum
kennara í lok skólastarfs var sungið
af mikilli innlifun og krafti svo að
mér er enn minnisstætt.
En Björgvini var margt fleira til
lista lagt. Hann var lista-skrifari,
nemandi og samstarfsmaður Guð-
mundar I. Guðjónssonar, yfirkenn-
ara Æfingadeildanna gömlu og
fyrsta skólastjóra Æfingaskólans.
Mig minnir að hann hafi í áratugi
hreinskrifað skírteini allra kennara-
nema við lokapróf þeirra. Þessi ná-
kvæmnisverk vann Björgvin af ein-
stakri kostgæfni og listfengi.
Við Björgvin áttum saman marg-
ar góðar stundir utan skólahúsanna
á Rauðarárholti, einkum eftir að við
létum þar báðir af föstu starfi.
Nokkur sumur fórum við saman
tveir einir í bíltúr um Suðurland og
byrjuðum ferðina með viðkomu á
Stokkseyri. Þessar ferðir eru nú fyr-
ir mér í minningunni eins konar
tákn um allt samstarf og samveru
okkar. Ég sendi Guðrúnu konu
Björgvins, börnum þeirra hjóna og
fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur.
Jónas Pálsson.
Með tímanum fækkar þeim sem
við áttum saman við að sælda á
yngri árum.
Hinn 28. maí 1949 útskrifuðust 27
nemendur úr Kennaraskóla Íslands.
Um það var kveðið:
Og tuttugasta og áttunda,
það eitt sinn var í maí,
að Freysteinn okkur færði skjal,
sem fæstir kasta á glæ.
Þrír karlar úr hópnum eru nýlega
horfnir yfir móðuna miklu, en alls
14, – þar af ein kona.
Einn bekkjarfélagi minn,og sem
fylgdist með mér í þremur bekkj-
ardeildum, er horfinn yfir móðuna
miklu.
Björvin bjó lengi í hinni svo-
nefndu Kennararablokk við Hjarð-
arhaga. Fyrir fáum árum fluttist
hann, ásamt konu sinni, Guðrúnu
Steingrímsdóttur, frá Skagaströnd,
í fjölbýlishúsið Grandaveg 45. Þar
áttu þau saman nokkur ár.
Sú hefur verið venja okkar, sem
útskrifuðumst frá KÍ 1949, að hitt-
ast með nokkurra ára millibili. Þá
hefi ég oftast flutt eitthvað í bundnu
máli. Á fimmtíu og tveggja ára af-
mælinu minntist ég þeirra, sem þá
voru horfnir á braut. Með Björgvin
hefur frekar einn en helmingur úr
útskriftarhópnum lokið jarðvist
sinni.
Við þökkum þeim kynnin frá endaðri öld,
og öðrum, sem hurfu, við skuldum nú gjöld.
Já, fylkingin þynnist nú ferlega greitt.
unz farin er gjörvöll – og er það svo leitt?
Ég sé ástæðu til að þakka fyrir
samvistir þeirra, sem horfnir eru úr
útskriftarhópnum frá 1949. Björgvin
var góður félagi.
Ég kveð hann með þökk og virð-
ingu. Vandamönnum vottast samúð
við fráfall hans og útför.
Auðunn Bragi Sveinsson.