Morgunblaðið - 29.12.2008, Side 34

Morgunblaðið - 29.12.2008, Side 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008 Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 567 1130 og 893 6270. Bílaþjónusta Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Eruð þið leið á baðherberginu? Breytum, bætum og flísaleggjum. Upplýsingar í síma 899 9825. Einkamál Stefnumót.is "Þar sem Íslendingar kynnast". Ertu í makaleit? Leitar þú nýrra vina? Vant- ar þig dansfélaga? Ferðafélaga? Göngufélaga? Spjallfélaga? Nýttu þér vandaðan vef til að kynnast fólki á þínum forsendum. Stefnumót.is Vertu ævinlega velkomin/n. Þjónustuauglýsingar 5691100 ÚTSÖLUMARKAÐUR Tískuverslunin Smart Grímsbæ / Bústaðavegi ÚTSALA – ÚTSALA allt á útsölumarkaði á að seljast. Þriðjudag 30. desember, opið 10-18. Sími 588 8488. Verslun Viltu kökuuppskrift í iPodinn þinn? Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl ✝ Guðbjörg Ein-arsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 30. september 1931. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 18. desember síðastliðinn. Hún var dóttir Einars Vil- hjálmssonar trésmiðs frá Þuríðarstöðum í Fljótsdal, f. 9.2. 1886, d. 29.9. 1974, og Halldóru Sigrúnar Sigurðardóttur frá Klömbru undir Eyja- fjöllum, f. 4.5. 1901, d. 18.7. 1994. Systkini Guðbjargar eru Ingibjörg Þórstína Rains, f. 3.10. 1928, d. 17.8. 2003, og Sigurjón, f. 31.5. 1930. Guðbjörg giftist 29.9. 1951 Hall- grími Þórðarsyni netagerðarmeist- ara, f. 7.2. 1926. Börn þeirra eru: 1) Halldóra, f. 8.10. 1950, d. 13.7. 1955. 2) Þórður Halldór, f. 13.9. 1952, kvæntur Önnu Friðþjófs- Jónína, f. 24.2. 1962, gift Þóri Magnússyni, börn þeirra eru Agn- ar Leó, f. 30.11. 1987, Eva Dögg, f. 26.1. 1992, og Egill Aron, f. 24.6. 1997. 6) Heimir, f. 10.6. 1967, í sambúð með Írisi Sæ- mundsdóttur, synir þeirra eru Hallgrímur, f. 21.3. 1996, og Kristófer, f. 27.10. 2002. Guðbjörg, eða Begga á Odds- stöðum, fæddist og ólst upp á Eystri-Oddsstöðum í Vest- mannaeyjum með eldri systkinum sínum Ingibjörgu Þórstínu og Sig- urjóni þar sem sveitastörfin voru allsráðandi með Kirkjubæina í næsta nágrenni. Þau Hallgrímur hófu búskap á Urðavegi 42 þar sem þau áttu sín þrjú fyrstu börn. Árið 1956 fluttu þau í nýtt hús, Heiðarveg 56, þar sem hún átti sitt heimili til dánardags, fyrir ut- an gosárið 1973 en þá bjuggu þau lengst af í Þorlákshöfn. Guðbjörg starfaði m.a. á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja, Vinnslustöðinni og Hraunbúðum dvalarheimili aldr- aðra. Útför Guðbjargar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. dóttur, börn þeirra eru: a) Guðbjörg, f. 10.11. 1976, í sambúð með Gunnari Þór Guðjónssyni, synir þeirra Arnar Breki og Þórður Örn. b) Berglind, f. 14.11. 1984, í sambúð með Sigurjóni Erni Lár- ussyni, dóttir þeirra Anna Sif. c) Halldóra Björg, f. 16.11. 1986, d. 31.10. 1988. d) Hallgrímur, f. 28.4. 1997. 3) Einar, f. 4.3. 1955, kvæntur Margréti Írisi Grét- arsdóttur, dóttir þeirra Bryndís, f. 31.3. 1977, gift Einari Birni Árna- syni, börn þeirra Margrét Íris og tvíburarnir Dagur og Sunna. 4) Halldór Ingi, f. 4.10. 1957, kvænt- ur Guðrúnu Kristmannsdóttur, dætur þeirra eru a) Kristín, f. 19.4. 1985, í sambúð með Skildi Hólm Ármannssyni, b) Sigrún, f. 29.4. 1988, og c) Ágústa, f. 28.7. 1993. 5) Elsku Begga mín, þú varst mér yndisleg tengdamamma. Líf þitt tók snöggan endi of fljótt. Við áttum eftir að bauka mikið saman. Þú reyndist mér mjög vel í öllum mínum veikind- um og stóðst alltaf þétt við hlið mér. Síðustu 3 mánuði komstu alltaf til mín kl. 11 á morgnana. Þá þurftir þú að byrja á því að vekja mig og þér þótti það rosalega erfitt en ég var alltaf að þakka þér fyrir það því ég vildi alls ekki sofa lengur. Þú varst svo dugleg að færa mér marga lopaskó sem þú prjónaðir og ég var í á daginn og svaf í á nóttinni. Þrátt fyrir að þú sért farin frá okkur heldurðu ennþá hita á tás- unum mínum. Svo eru það þínar ynd- islegu flatkökur. Þú bakaðir bestu flatkökur í heimi. Ekki fáum við leng- ur góðu pönnukökurnar og þessi jól verða án ananasbúðingsins sem var hvergi betri en hjá þér. Þú varst kona með hjarta úr gulli, og með þér er gengin manneskja sem vildi öllum svo vel og allt fyrir alla gera en erfitt var að fá að gera eitt- hvað fyrir þig. Ég gaf þér, 28. nóv- ember síðastliðinn, bók sem heitir „Þú ert yndisleg tengdamamma“ þú fórst algjörlega í kerfi og fannst þú ekki eiga þetta skilið. Þurfti ég að þrátta við þig til að koma þér í skiln- ing um það að þú ættir þetta fyllilega skilið. Þakka þér, Begga mín, fyrir að búa til minn góða eiginmann og allt sem þú hefur gert fyrir mig og dætur mínar. Þín að eilífu Guðrún Kristmanns. Elsku amma mín. Þetta var nú aldeilis snöggt. Ég sit hérna í lopasokkunum sem þú prjón- aðir á mig, reið og sár út í lífið og til- veruna en ég veit að þú hefðir ekki viljað að ég hugsaði þannig. Þú varst svo yndisleg kona og vildir öllum svo vel. Þú varst alveg sérstaklega góð við mömmu mína og veit ég að hún verður þér ævinlega þakklát fyrir það. Ég get ekki hugsað það til enda hvernig jólin og áramótin eiga eftir að verða þegar þú ert ekki með okkur. Það var alltaf jólaboð á Heiðó hjá ykk- ur á jóladag og þú tókst aldrei neitt annað í mál en að allir dönsuðu í kringum jólatréð en það féll misjafn- lega í kramið hjá fjölskyldunni, flestir létu sig nú samt hafa það. Þú varst án efa límið sem hélt fjölskyldunni sam- an. Maður fékk alltaf allar fréttir af öllum í fjölskyldunni í gegnum þig því þú varst alltaf svo áhugasöm um hvað allir væru að bralla hverju sinni. Þú varst alltaf svo stolt af öllum barnaskaranum sem þú átt. Í hvert skipti sem ég söng fékk ég flest lofin frá þér. Maður sá alltaf stoltið skína úr augunum á þér og það fyllti mann alltaf ákveðnu öryggi og styrk til að halda áfram. Minningarnar eru marg- ar þegar ég hugsa til baka. Það var alltaf gaman hjá ykkur á Heiðó og sérstaklega þegar við fengum að leika uppi á lofti. Við fórum oft í feluleiki í kompunum og skriðum í „leynigöng- unum“ eins og við kölluðum öll skúmaskotin á loftinu. Stundum komstu nú upp og sussaðir á okkur ef ærslagangurinn og lætin voru orðin aðeins of mikil en þá datt allt í dúna- logn eins og skot því enginn vildi sjá ömmu Beggu reiða. Mesta sportið var nú samt þegar þú leyfðir okkur að renna okkur á dýnunum niður stig- ann. Þá varstu nú alltaf með annað augað á okkur ef ske kynni að við værum að fara yfir strikið. Ég gleymi því aldrei þegar þú skammaðir mig, það var bara einu sinni. Það voru skammir á góðum nótum. Ég ætlaði aldeilis að vera góð við þig og tína handa þér blóm. Ég tíndi svo mikið af blómum að litlu hendurnar mínar náðu varla utanum þau öll. Svo kom ég inn rosalega ánægð með mig að gefa ömmu minni blóm en fékk bara skammir fyrir því amma var víst búin að eyða mörgum dögum í það að gróð- ursetja þessi sumarblóm í garðinn. Þú tókst nú samt við þeim og settir þau í vasa. Ég er því svo fegin að hafa hætt við að fara til Kanaríeyja og far- ið frekar til Eyja í byrjun desember. Mig grunaði bara ekki að það yrði í síðasta skiptið sem ég sæi þig. Þú varst svo hress þá og mig gat ekki ór- að fyrir því að þú værir að fara frá okkur. Elsku amma, þín verður sárt sakn- að. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að eiga svona yndislega ömmu. Þú munt lifa með mér eins lengi og ég lifi og ég lofa því að ég mun dansa í kring- um jólatréð þessi jól og hugsa til ömmu minnar með bros á vör. Þín að eilífu Kristín Halldórsdóttir. Elsku amma mín, þegar ég kyssti þig bless áður en ég fór til Kanaríeyja trúði ég því innilega innst í mínu hjarta að ég væri ekki að kveðja þig fyrir fullt og allt. Þegar pabbi vakti okkur um morguninn og sagði okkur frá því að þú værir farin frá okkur gat ég ekki trúað því. Þetta var eins og versti draumur. Við vorum svo langt í burtu og þú leist svo vel út daginn áð- ur. Þú varst alltaf svo hraust og fín og veikindi þín komu svo mikið á óvart. Það var alltaf svo gott og gaman að koma til ykkar á Heiðó. Þegar við krakkarnir vorum yngri leyfðirðu okkur gera næstum allt. Vildir allt fyrir okkur gera og dekraðir við okk- ur. Ósjaldan varstu með okkur í leikj- um, last bækur fyrir okkur og söngst Allir krakkar. Öll þau 20 ár sem ég hef lifað man ég aldrei eftir skömm- um frá þér, amma mín, þótt við krakkarnir hefðum eflaust átt þær skilið. T.d. þegar þú leyfðir okkur búa til tjald úr dýnum uppi á lofti. Við vild- um hafa ljós þar inni og þú leyfðir okkur að hafa lampa, það eina sem við þurftum að muna var að slökkva þeg- ar við hættum að leika. En auðvitað gleymdum við að slökkva og það end- aði með því að það kviknaði í dýnunni og litlu munaði að mjög illa færi. En við fengum engar alvarlegar skammir fyrir. Svona varstu, amma mín, sást það góða í öllu, hrósaðir okkur fyrir allt og ekkert, alltaf að gefa okkur gjafir og elda og baka ofan í okkur. Amma eins og þú er einstök. Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég á eft- ir að sakna þín og alls þess góða sem þú bjóst til. Flatkökurnar, kjötboll- urnar, kjötsúpuna, grjónagrautinn, ananasbúðinginn, randalínurnar svo ég tali nú ekki um pönnukökurnar. Ullarsokkarnir sem þú prjónaðir og gafst mér fyrir stuttu eru það dýr- mætasta sem ég á í dag. Þú varst allt- af svo góð við mömmu, komst til hennar á morgnana, hjálpaðir henni á fætur og að koma sér í gang fyrir hvern dag fyrir sig. Hún er að missa ómetanlega mikið núna. Síðastliðna mánuði, eftir að ég kláraði skólann, hef ég vaknað við röddina þína á morgnana. Það var svo gott að vakna og hlakka til að klæða sig og fara fram og spjalla við þig um allt milli himins og jarðar. Þú varst svo áhugasöm um allt sem ég var að gera og hafði að segja. Ég á eftir að sakna þess sárt. Jóladagur á eftir að vera okkur mjög erfiður en ég lofa þér því að við mun- um dansa í kringum jólatréð með bros á vör. Afi vildi ekkert vera að setja tréð upp en við vorum öll sammála um það að þetta tré færi sko upp og það yrði dansað í kringum það meira en nokkru sinni fyrr. Gamlárskvöld hef ég alla tíð haldið mikið upp á en í ár er það mér fyrirkvíðanlegt. Ég get ekki hugsað það til enda hversu skrítið og tómt það á eftir að vera án þín. Sorgin og söknuðurinn er mikill en tíminn læknar flest mein og eftir munu sitja fallegar minningar um frá- bæra konu sem öllum leið vel í návist við. Ég verð ævinlega þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum sam- an, góðvild þína og allt sem þú kennd- ir mér. Þú ert án efa stóra fyrirmynd- in í mínu lífi. Ég elska þig, amma mín. Hvíl í friði. Sigrún Halldórsdóttir. Elsku amma mín! Ég hreinlega skil þetta ekki. Það var ekki fyrr en þú varst farin sem ég fattaði hvað þú hef- ur mikil áhrif á líf okkar á fleiri vegu en mig grunaði. Ég get ekki ímyndað mér hvernig jóladagur á eftir að vera. Þú vildir alltaf að öll fjölskyldan kæmi og dansaði í kringum jólatréð þó svo að þau vildu það ekki. Þó að ég hafði sagt að mig langaði það ekki þá tókstu mig samt með og þegar ég sá hvað þú varst glöð á svipinn að hafa fjölskyld- una þína saman þá ákvað maður að vera með að dansa. Ég vildi óska þess að ég gæti séð þennan svip á þér einu sinni enn, því þegar að ég sá hann hlýnaði í mér hjartað. Ég á eftir að sakna þess að labba heim eftir erfiðan skóladag og sjá bíl- inn þinn fyrir utan húsið og vita að þú sast inn í eldhúsi hjá mömmu, þá hætti dagurinn minn að vera erfiður og ég gat ekki beðið eftir því að kom- ast inn og spjalla við þig. Ég fékk allt- af einhverjar fréttir úr fjölskyldunni frá þér því að þú vildir alltaf vita hvað hver og einn væri að gera hverju sinni. Ég man ekki hvort ég hef sagt við þig hvað þú varst alveg ótrúlega góð kona þannig að ég segi það núna. Ég vil þakka þér fyrir að hafa kennt mér að baka pönnukökur, þó svo að mínar verði aldrei jafn góðar og pönnukökurnar sem þú gerðir allt- af ætla ég að halda áfram að æfa mig. Ég mun aldrei gleyma ananasbúð- ingnum þínum. Það sem ég á eftir að sjá alveg rosalega mikið eftir er að hafa ekki komið til þín og lært að gera hann, ég bara hreinlega hélt að ég mundi fá fleiri tækifæri til þess. Það var alveg hrikalega margt sem ég hefði viljað læra af þér, þú varst mjög fróð kona. Það verður erfitt að feta í þín góðu spor en ég ætla að reyna mitt besta og ef ég verð hálfdrætt- ingur á við það sem þú varst verð ég í góðum málum. Ég elska þig svo mikið, elsku amma mín. Hvíldu í friði. Þín að eilífu, Ágústa Halldórsdóttir. Sólarljóð. Hvað er yndislegra en sólarljóð, hljóðlátt, fullt af hlýju og birtu, eitthvað sem gefur, gefur og gefur. Þannig var hún Begga hans Gríms Þórðar. Hún var sólarljóðið hans og hann hennar. Það er alveg víst að ef ekki væru til konur eins og hún Begga, þá gengi líf- ið ekki sinn vanagang og taktur hversdagsins myndi ruglast óþægi- lega. Guðbjörg Einarsdóttir var an- kerið í svipmikilli og ærslafullri fjöl- skyldu þar sem fjölskyldufaðirinn Grímur Þórðar, náttúrubarn af Guðs náð, beitti og lagði línu lífsleiksins með blessun Beggu því á milli þeirra var hvorki skin né skúrir heldur skiln- ingurinn sem skapar leikgleðina sem öllu skiptir. Þannig skópu þau takt þessarar fjölskyldu með sigurgleði í söng, starfi og leik, þar sem söngur- inn, dugnaður og jákvæðni voru að- alsmerkin. Hjá Beggu var allt í röð og reglu. Meira að segja sviðasultusneiðarnar á Þjóðhátíðinni voru allar nákvæmlega jafn þykkt skornar og fallega. Gest- risnin einstök alla daga. Það hefði verið meira landslag í sneiðum Gríms, en þá hafði hann öðrum hnöppum að hneppa, því það þurfti að hita nett upp fyrir Þjóðarann. Allt var svo hag- anlegt hjá Beggu og til að mynda hélt hún saman ótrúlegu úrklippusafni með frásögnum, myndum af fólki, húsum, svo mörgu sem gefur minn- ingunum gildi. Það var ekkert nema gott sem fylgdi Beggu. Á glöðu stund- unum beitti hún sér ekki í tónum eða tali, það voru nógir um það, en hún var góða veðrið, hún var undiraldan sem stemmningin naut góðs af, and- rúmið eins og þegar fólk situr úti á hól í sumarblíðunni og allt andar af yndi. Áhyggjulaust líf og yndislegt án allr- ar tilgerðar. Hún þessi hlédræga og glæsilega kona sem var þó föst fyrir á sinn hátt, hann veiðimaðurinn og gull- barkinn sem brosti við öllum heims- hornum ef þau vildu brosa við honum og það voru ekki síst margar konurn- ar sem gerðu það. Það skemmti henni, enda allt svo eðlilegt. Svo skyndilega dró ský fyrir sólu og rétt liðið á dag, sólargeislinn hans Gríms sem vakti yfir veröld hans og fjöl- skyldunnar og veitti honum svo ómet- anlegt lið. Nú spretta minningarnar, börnin þeirra og barnabörn og það er enginn smá styrkur, heldur hlunnindi af stærri gerðinni því samheldni þessa fólks er þannig, full af kærleika, umhyggju og gleði. Megi góður Guð styrkja alla ástvini Beggu og fylgja henni með fljótum ei- lífðarinnar. Í dag birtist í bláma eilífð- arinnar, sólarljóð. Árni Johnsen. Guðbjörg Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.