Morgunblaðið - 29.12.2008, Page 37
Velvakandi 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
HVAÐ
ERT ÞÚ?
ÉG ER
KJÚKLINGUR
ER ÞAÐ, JÁ? EF ÞÚ ERT KJÚKLINGUR, AF
HVERJU ERTU ÞÁ EKKI DJÚPSTEIKTUR?
ÉG MUNDI
SLÁ ÞIG EF ÞÚ
VÆRIR EKKI
STÆRRI EN ÉG MIKIÐGETUR
LÍFIÐ
VERIÐ
ÓSANN-
GJARNT!
EN BÍDDU BARA...
EFTIR NOKKUR ÁR VERÐ
ÉG STÆRRI EN ÞÚ!
EN ÞÁ VERÐ ÉG KONA... OG
ÞÚ MÁTT EKKI SLÁ KONUR...
NAH NAH NAH NAH!
OJJ! HVAÐ ER
ÞETTA?!? ÞAÐ
LÍTUR ÚT EINS
OG RUSL!
MÖMMU ER
ALVEG SAMA
UM MIG
BÍDDU AÐEINS!
ÞAÐ ER ALLT Á HVOLFI
HÉRNA INNI
HELGA, HLEYPTU MÉR
INN! ÞAÐ ERU VILLIMENN
AÐ ELTA MIG OG ÞEIR
ERU NÆSTUM BÚNIR
AÐ NÁ MÉR!
TEYGIÐ YKKUR
UPP Í LOFT OG
SÍÐAN ALVEG
NIÐUR Í TÆR...
TEYGIÐ
YKKUR
UPP Í LOFT
OG SÍÐAN
ALVEG
NIÐUR Í
TÆR...
...NIÐUR Á
GANGSTÉTT
TEYGIÐ YKKUR
UPP Í LOFT
OG SÍÐAN
ALVEG...
VIÐ ÆTTUM AÐ SEGJA
GUNNA OG LÍSU AÐ ÞAU
GETI EKKI KOMIÐ MEÐ
OKKUR Á TÓNLEIKANA.
VIÐ ÞEKKJUM ÞAU VARLA
LALLI,
ÞAÐ ER
EINMITT
MÁLIÐ
EF VIÐ KOMUM ILLA FRAM
VIÐ ÞAU NÚNA ÞÁ FYRIRGEFA
ÞAU OKKUR ALDREI
JÚ, EF VIÐ GERUM
ÞETTA RÉTT
VIÐ SEGJUM
ÞEIM BARA
AÐ ÞAU SÉU
EFST Á BIÐ-
LISTANUM
LALLI...
ÞETTA ER
HRÆÐILEG
HUGMYND
HVAÐ
ERTU AÐ
GERA?
ÞÚ ERT
KLIKKAÐUR
ÉG ER AÐ SEGJA ÞÉR
ÞAÐ... ÉG SÁ KÓNGULÓAR-
MANNINN HÉR UM DAGINN
ÞESSI
MYNDAVÉL Á
EFTIR AÐ GERA
MIG RÍKANN
PASSAÐU
ÞIG, FÉLAGI!
ÉG ER AÐ LEITA
AÐ KÓNGULÓAR-
MANNINUM
VIÐ HÖFUM
EKKI SÉÐ
HANN
ÞRÁTT fyrir rysjótta tíð hafa þessi hross það þokkalegt þar sem þau híma
í snjónum í Grímsnesi. Ef vel er séð fyrir hrossum úti á veturna líður þeim
vel undir berum himni, þrátt fyrir frost og snjó.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Hestar í grennd við Grímsnes
Ekki í þágu neyt-
enda að RÚV hætti
birtingu auglýsinga
SÚ krafa sem fram hef-
ur komið frá eigendum
einkarekinna fjölmiðla
nú í kjölfar kreppunnar
að RÚV hætti að birta
auglýsingar í ríkisljós-
vökunum er ekki í þágu
hins almenna neytanda.
RÚV-miðlarnir eru þeir
einu sem ná til allrar
þjóðarinnar og allir Ís-
lendingar hafa mögu-
leika á að horfa/hlusta
á. Þetta væri heldur
ekki í þágu auglýsenda
sem myndu hafa minni möguleika en
áður á að ná til viðskiptavina sinna.
Þetta er því ósanngjörn krafa sem
ber að hafna. Og
hverjir eru svo
eigendur þessara
einkareknu fjöl-
miðla? Er það
ekki sama liðið og
átti bankana og
útrásarfyrirtækin
og ber nú mesta
ábyrgð á hruni
hagkerfisins á Ís-
landi? Er þetta
ekki sama fólkið og setti allt á haus-
inn, blekkti aldraða sparifjáreigendur
til að setja ævisparnaðinn inn á ónýta
verðbréfareikninga og ætlast svo til
þess að við eyðum því sem eftir er
ævinnar í að borga skuldirnar fyrir
það?
Reiðir neytendur hafa að und-
anförnu efnt til mótmæla og m.a. ráð-
ist að opinberum byggingum (bygg-
ingum í eigu fólksins í landinu) og
hent í þær eggjum og málningu. Væri
nú ekki nær að hætta að leggja op-
inbera starfsmenn í einelti þótt ein-
hverjir þeirra beri tæknilega ábyrgð
á ástandinu vegna mistaka í stjórn-
sýslunni, hætta að ríða röftum og
hengja upp Bónusfána o.s.frv. og
breyta aðeins til t.d. með því að
hengja Evrópufánann upp á Bón-
usverslanirnar? Nú þegar þeir sem
ekki eiga málungi matar standa í bið-
röðum eftir því að fá matargjafir er
það ekki við hæfi að henda mat (eggj-
um) í hús eða hella fallegri rauðri
málningu niður á tröppur Alþingis og
Seðlabanka. Þetta eru byggingar í
eigu fólksins og það kostar peninga
að þrífa ósómann eftir ólátaseggina.
Peninga sem skattgreiðendur verða
að borga. Glöggur maður sagði að það
ætti að baka úr eggjum en ekki henda
þeim í hús. Það er alveg ljóst að
margir hafa nú þörf fyrir að fá gefins
egg eða rauða máln-
ingu. Hættið þessari
vitleysu.
Hermann Þórðarson,
fyrrverandi
flugumferðarstjóri.
Setjum fólk framar
fjármunum
ÞAÐ ER skrítið að
ferðast um víða veröld í
dag. Leigubílstjóri í
Kúala Lúmpúr veit af
vandamálunum á Ís-
landi og spyr hvort
ástandið sé virkilega
svona slæmt. Ég segist
ekki vita það, en við séum með sama
fólkið í vinnu við að koma okkur út úr
því og kom okkur inn í það. Það
fannst honum skrítið. Það er svo
margt sem ég ekki skil, eins og: Er
einhver munur á því að hækka lán um
150% eða lækka innstæðu um það
sama? Er ekki hvort tveggja eigna-
upptaka? Hvað er í farvatninu? Pétur
kaupir íbúð á 20 millj., fær 15 hjá
bankanum sínum, leggur sjálfur til 5.
Bankinn fær þessar 15 millj. lánaðar
annars staðar. Bankinn skiptir um
kennitölu og nafn, borgar ekki sína
skuld nema kannski að litlum hluta,
hækkar síðan lán Péturs um 100% í
30 millj. Pétur getur ekki borgað (fífl-
ið reisti sér hurðarás um öxl), bank-
inn tekur íbúðina og endurleigir
Pétri. Pétur er eignalaus en bankinn
á 20 millj. króna íbúð sem hann borg-
aði ekki einu sinni fyrir. Hvers konar
bull er þetta? Er það á þennan hátt
sem ætlunin er að byggja upp eigið fé
bankanna? Við þurfum að stíga út
fyrir þann hugsunarhátt sem við höf-
um haft og átta okkur á því að það er
sá sem tekur lán á Íslandi sem er
drifkrafturinn í íslensku atvinnulífi en
ekki sá sem lánar. Það er ekki gert
með því að verja innistæður nurlara í
bönkum heldur með því að slá skjald-
borg um þá frumkvöðla og þær fjöl-
skyldur sem gerðu eitthvað úr þeim
fjármunum sem þær áttu og stóð til
boða. Það að lífeyrissjóðirnir tapi
peningum í dag er ekkert sem við
höfum ekki áður séð og við getum
auðveldlega byggt upp aftur en að
fjölskyldur fari í stórum stíl á ver-
gang, ungt fólk flýi land og fyr-
irvinnur missi atvinnu má ekki koma
fyrir. Setjum fólk framar fjármunum.
Jón Þórarinsson, Efra-Skarði.
Hermann J.E.
Þórðarson
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Dagblaðalestur kl. 9,
vinnustofa kl. 9-16.30, boccia kl. 10 og
félagsvist kl. 13.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Opið í dag
milli kl. 9 og 16, heitt á könnunni og há-
degisverður kl. 11.40.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Opið í Jónshúsi kl. 10-16. Heitt á könn-
unni og jólastemning.
Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi alla
þriðjudaga og föstudaga í Grafarvogs-
sundlaug kl. 9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu-
stund, spjall og léttar æfingar kl. 10.30,
handverks- og bókastofa opin kl. 11.30,
prjónaklúbbur kl. 13, söng- og sam-
verustund með Sigrúnu Erlu Há-
konardóttur kl. 15, Fótaaðgerðastofa, s.
552-7522.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9-16, fóta-
aðgerðir kl. 9.15-15.30, handavinna kl. 9,
boccia kl. 11, leikfimi kl. 11.30, leshópur
kl. 13, kóræfing kl. 13.30 og tölvukennsla
kl. 14.30.