Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008
10 LesbókBÆKUR
Í
minningabók Finnboga Hermannssonar, Í
húsi afa míns, er lesandinn leiddur inn í
horfinn heim. Sögusviðið er Reykjavík eft-
irstríðsáranna og nánar til tekið Þingholtin,
Njálsgata númer 27 þar sem Finnbogi fæddist
róttækum föður og móður en afinn átti
húsið, maður sem ekki deildi
stjórnmálaskoðunum með
tengdasyninum.
Sviðið er því smáheimur æsk-
unnar. Finnbogi gefur sér tíma til
þess að rifja upp allt það litla sem
situr eftir í minninu, bæði amboð,
orð og hugsanir sem vöktu athygli
barnsins og áttu kannski eftir að fá
annan hljóm seinna meir. Hann nostr-
ar við lýsingarnar á umhverfinu. Frá-
sögnin er byggð upp á stuttum köflum
sem gerir hana hraða.
Baksvið sögunnar er hins vegar öllu
stærra og ógnvænlegra. Stríðinu er nýlokið,
stutt er síðan kjarnorkusprengja var sprengd í
Japan og lítill drengur sogar í sig andrúmsloft
spennu og ótta sem hafði ríkt meðal fólks með-
an á hildarleiknum stóð.
Fjöldi bóka hefur verið gefin út með
aldarfarslýsingum frá þessum tíma.
Líklega eru fá tímabil í sögu tutt-
ugustu aldar á Íslandi jafn vel skrá-
sett. Bæði mætti nefna verk á borð
við endurminningar Sigurðar A.
Magnússonar og einnig skáld-
skap, meðal annars eftir Halldór
Laxness.
En Finnboga tekst að skrifa
bók sem er alveg sér á parti,
kannski ekki síst vegna þess
hve vandvirknislega er unnið
með þann smáheim sem bókin
snýst fyrst og fremst um.
Í húsi afa míns | Finnbogi Hermannsson
Smáheimur æskunnar
Þó færustu
sálkönnuðir
fjarskyggnustu
stjarnspekíngar
kveddust til
Sat prinsessan enn á bauninni
Þó prinsar
riddarar
reyndustu
ráðgjafar
legðust á bæn
Sat prinsessan enn á bauninni
Þó bændur
og búalið
þræluðu
nótt sem dag
henni til hægðar
Sat prinsessan enn á bauninni
einginn gaf gætur að bauninni
Prinsessan á bauninni
Geirlaugur Magnússon
fæddist í Reykjavík
25. ágúst 1944.
Fyrsta ljóðabók Geir-
laugs, Annaðhvort
eða, kom út 1974 en
eftirfarandi ljóð er úr
ljóðabókinni Undir öx-
inni sem kom út 1980.
Ljóðið á þó ekki síður
við nú um stundir.
Geirlaugur
Magnússon
Skáldið lést í
Reykjavík 16.
september 2005.
D
raugasagan hefur ekki verið mikið iðkuð
bókmenntagrein síðari ár. Það er því
skemmtileg tilbeyting að fá í hendur
safn nýrra draugasagna sem ætlað er krökk-
um sem þora, eins og sagt er í káputexta bók-
arinnar Ats. Hún inniheldur sextán sögur
sem valdar voru úr ríflega
hundrað sögum sem bárust í
smásagnakeppni sem efnt var til
í tilefni barnabókahátíðarinnar
Draugur úti í mýri sem haldin var
í febrúar. Höfundarnir eru fjórtán.
Verðlaunasagan, At, er eftir Guð-
mund Brynjólfsson en þær Kristín
Helga Gunnarsdóttir og Iðunn
Steinsdóttir hlutu önnur og þriðju
verðlaun.
Sögurnar eiga í sjálfu sér ekki
margt annað sameiginlegt en að geta
kallast draugasögur. Oftast koma við
sögu glataðar sálir sem sveima um á milli
heima eða á mörkum þessa heims og hand-
anheima, sálir sem ekki hafa fundið frið eða
sálir sem vilja láta gott af sér leiða eins og í
verðlaunasögu Guðmundar Brynjólfs-
sonar sem heitir einmitt At.
Einhverra hluta vegna höfða sög-
ur af illum öndum meira til
spennustöðvanna í sálarlífi und-
irritaðs. Í þeirri grein á Brynhild-
ur Þórarinsdóttir ágætan sprett
með sögu sinni Síðasta skíða-
ferðin. Saga Stefáns Mána,
Draugabjallan, höfðar einnig
til myrkari hliðanna í lesanda.
Á kápu er bókin sögð
henta 9 ára og eldri en það
þarf ekki endilega að taka
mark á slíkum leiðbeiningum
útgefanda.
At | Ýmsir höfundar
Glataðar sálir
Þekktasta skáldsaga ítalska rithöfundarins
Niccoló Ammaniti heitir Ég er ekki hræddur
og kom út í íslenskri þýðingu fyrir þremur ár-
um í Neonklúbbi Bjarts. Bókin vakti mikla at-
hygli og var gerð kvikmynd eftir henni. Í henni
tekst Ammaniti að draga upp sterka mynd af
ungum dreng í litlu ítölsku þorpi sem kemst að
óhugnanlegu leyndarmáli. Styrkleiki bók-
arinnar fólst ekki síst í því hvernig höfundi
tókst að draga upp glögga mynd af litlu sam-
félagi og heimssýn lítils drengs í knöppum
texta.
Nú hefur Hjalti Snær Ægisson þýtt nýja
skáldsögu eftir Ammaniti sem er ólík hinni í
formi en á að öðru leyti ýmislegt sameiginlegt
með henni. Bókin heitir Í hendi Guðs og er
stór og breið skáldsaga. Hún segir
frá feðgunum Rino og Cris-
tiano Zena sem búa við
kröpp kjör í ítölskum
smábæ. Barnaverndaryf-
irvöld þjarma reglulega að
þeim en þau halda því fram að
Rino sé ofbeldisfullur og drykk-
felldur, sem er að vissu leyti
rétt. Rino er bæði útlendingahat-
ari og hálfgerður fasisti en elskar
son sinn hins vegar skilyrðislaust.
Cristiano veit líka að þótt pabbi
hans sé ofbeldisfullur tuddi þá get-
ur hann alltaf leitað til hans og
treyst honum.
Þeim feðgum býðst að taka þátt í
svolitlu ævintýri sem á að bæta líf þeirra. Vinir
Rinos kynna fyrir þeim feðgum áætlun þar
sem hraðbanki og kraftmikill traktor koma við
sögu. En allt fer á versta veg. Þetta litla æv-
intýri snýst upp í hræðilegan harmleik sem
kemur Cristiano í aðstæður sem hann hefði
aldrei getað séð fyrir.
Bókin er allgrótesk á köflum en þegar líður
á frásögnina verður hinn harmræni tónn yf-
irgnæfandi.
Hinn realíski frásagnarháttur sem ein-
kenndi Ég er ekki hræddur er ekki ráðandi
hér heldur slær ofurverulegum bjarma á svið-
ið.
Bókin er öðrum þræði hörð gagnrýni á
neyslusamfélagið og stundum verður sá þáttur
kannski fullfyrirferðarmikill í frásögninni. En
styrkleiki bókarinnar er sá sami og í Ég er
ekki hræddur, Ammaniti lætur mjög vel að
lýsa inn í heim fábreytileika, fátæktar og
æsku.
Þessi bók lýsir sannarlega miklum
metnaði höfundar. Þetta er stór og
mikil saga um mikil örlög, ástir, kær-
leika, vonbrigði, fallið samfélag. Og
ekki verður annað sagt en höfund-
urinn standi undir stóru plön-
unum. Bókin er feikilega vel skrif-
uð. Ef eitthvað er þá vinnur hið
stóra og breiða form þó gegn
höfundinum, frásagnarmáti
hans er hægur og hlédrægur,
ef svo má segja. Hér verður
því kostur Ég er ekki hrædd-
ur að helsta veikleikanum.
Hjalti Snær hefur ekki
þýtt áður en textinn er létt-
ur og lipur og án meirihátt-
ar hnökra.
Í hendi guðs | Niccoló Ammaniti
Ævintýri feðga
BÆKUR VIKUNNAR
ÞRÖSTUR HELGASON
Niccola Ammaniti
Stendur við stóru plönin.