Arkir - 01.02.1922, Síða 6

Arkir - 01.02.1922, Síða 6
6 A R K I R Jeg hefi einu sinni áður verið í vjel- arrúmi, þar sem lokað var fyrir vatnið að öðrum katlinum, og það kæri jeg mig ekki um að lifa upp aftur. í það skiftið komst jeg úr klípunni, þótt það reyndar blindaði mig á öðru auganu. Jeg hafði áður tekið eftir því, að hann var blindur á öðru auganu, og að sá helmingurinn af andlitinu var al- settur ljótum, svörtum örum. Mig hafði oft langað til að spyrja hann, hvenær og hvernig hann hefði orðið svona. Nú sá jeg, að gott tækifæri var til að svala þessari forvitni minni. „Setjist þjer hjema hjá mjer, Jen- sen, og reynið einn af þessum ágætu vindlum. — Lofið þjer mjer svo að heyra söguna á meðan“. Hann tók vindilinn, sem jeg rjetti honum, og settist á lestarhlerann við hliðina á mjer. Loftið var milt og hreint, og eftir brennandi sólarhitann, sem hafði ver- ið um daginn, var það hreinasta nautn að anda að sjer kvöldloftinu. — í hita- beltinu er rökkrið stutt. Glóandi lit- skraut sólai’lagsins var horfið. öldurn- ar voru orðnar gráar og ólgandi; í austri blikaði ein og ein stjarna, og altaf voru fleiri að koma í ljós. Jensen hafði kveikt í vindlinum og bljes nú frá sjer þjettum reykjarskýj- um með sýnilegri ánægju. „pað var ein af fyrstu ferðum mín- um sem hjálparmaður“, byrjaði hann. „Jeg sigldi þá á stóra flutningaskipi, sem fór milli Rio de Janeiro og Kaup- mannahafnar. Við vorum á heimleið með tóbaks- og sykurfarm og höfðum siglt, að mig minnir, í 10 daga. Sem hjálparmaður átti jeg að vera á vakt með fyrsta vjelstjóra. Hann var ágætismaður í alla staði, — stakasta ljúfmenni. En einn galla hafði hann þó. Ilann var latur og þótti ætíð best að liggja á legubekknum í herbergi sínu og sofa eða lesa sögur. — þegar við áttum að vera á vakt og höfðum verið niðri í hálftíma, eða svo, var hann vanur að líta brosandi í kring- um sig og segja við mig: „Jeg fer upp stundarkorn, þjer getið litið eftir vjel- inni á meðan“. — En þetta „stundar- korn“ hjá honum var venjulega út alla vaktina. Jæja, án þess að vilja hrósa sjálfum mjer, þá var jeg vel fær um þetta. þó jeg væri ungur, þá var jeg samvisku- samur og athugull. Og þjer vitið það, læknir, að af aukinni ábyrgð flýtur venjulega aukinn dugnaður. Jeg var, eins og jeg sagði áðan, al- vanur að gæta einn vjelarinnar, og þessa nótt áttum við fyrsti vjelstjóri að hafa hundvaktina, nefnilega frá klukkan 12 til 4. Áður en við fórum frá Rio, höfðum við skift um alla kyndarana. þeir, sem við höfðum fengið, voru allir samvald- ir bófar — eitthvert besta sýnishorn sem jeg hefi sjeð, af úrhraki þessara stóru hafnarborga. Einn af þeim ógeðs- legustu var risavaxinn negri — venju- lega kallaður „svarti Jack“. Andlit hans var ruddalegt og dýrslegt, alt af- skræmt af drykkjuskap og löstum. — Við frjettum síðar, að hann var ný- sloppinn úr fangelsi, þar sem hann hafði setið í fimm ár, dæmdur fyrir manndráp. Ilann drakk eins og svamp-

x

Arkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkir
https://timarit.is/publication/741

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.