Árdís - 01.01.1958, Blaðsíða 26

Árdís - 01.01.1958, Blaðsíða 26
24 ÁRDÍS ætti sér endurminningar til að stytta sér sundir við á síðkvöldum ævinnar, en einn góðan veðurdag sé ég, að þetta er á misskilningi byggt, því að leiti ég vel í hugskoti mínu, sé ég að margt er þar, sem hugurinn staldrar við. Efst á baugi verða Menntaskólaárin, og ætla ég að leitast við að segja frá þeim í fáum orðum. Menntaskólanám tekur nú 4 ár, því að 1. og 2. bekkur voru lagðir niður, þegar farið var að hafa Landspróf. Vegna þrengsla verður 3. bekkur að vera eftir hádegi, en 4., 5. og 6. bekkir eru fyrir hádegi í skólanum. Þar er kennt yfirleitt allt, sem nöfnum tjáir að nefna og síðar má að gagni koma t. d. íslenzkar bókmenntir, erlend tungumál, mannkynssaga, náttúrufræði, stærðfræði, eðlis- og efna- fræði. Ekki er hægt að velja milli námsgreinanna, taka verður allt, sem kennt er. Lærdómsdeild er skipt í stærðfræði- og máladeild, og geta menn valið um eftir áhuga og upplagi. Ég var í máladeild, því að stærðfræði hefur aldrei verið mín sterka hlið. í skólann þurfa menn að vera komnir kl- 8.10 á hverjum morgni, nema sunnu- dag aauðvitað. Komi maður mínútu of seint, er komið að lokuðu húsi, því að rektor læsir á mínútunni 8.10. Oft skall hurð nærri hælum og beið rektor þá með að loka sæi hann nemendur koma á harðahlaupum. Stundum var gripið til örþrifaráða, ef komið var að læstum skólanum, var þá skriðið inn um gluggana á kennslu- stofunum á fyrstu hæð og sætt lagi að gera það, áður en kennarinn kom inn. Áður en fyrsta kennslustund byrjaði söfnuðust allir bæði nemendur og kennarar saman á Sal og sungu saman 2—3 lög með undirleik söngkennarans. Síðasta árið mitt í skóla var hætt að hafa morgunsöng sakir þrengsla, kennurunum fannst hann taka of mikinn tíma frá kennslu. Ekki var þessi breyting vinsæl meðal nemenda, því að okkur fannst tilbreyting að hafa morgunsöng, og væru menn illa lesnir, var reynt að vera lengi að koma sér í stof- urnar á ný, því að hver mínúta getur verið dýrmæt, þegar kunnátta er ekki mikil. Kennararnir voru misjafnir eins og við var að búast. Þeir höfðu sín persónulegu sérkenni og kennsluaðferðir, og fengu þeir sínar „einkunnir“ hjá okkur ekki síður en við hjá þeim. Tímar hjá Pálma Hannessyni gleymast aldrei, ekki var hægt að komast hjá því að fá áhuga á námsgreininni. Sumir voru of kurteisir og fannst mjög leiðinlegt að heyra rangt svar, eins og þessi setning ber vott um: „Alveg rétt, ég heyrði bara ekki hvað þér sögðuð.“ Kennaranna minnist ég með virðingu og þakklæti, ég sé núna, að þeir létu sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.