Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 6
6|Morgunblaðið Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur joinhanna@gmail.com Þátttakendur þurfa í fyrsta lagi að búayfir miklum ljósmyndaáhuga og hafayfir að ráða ósjálfvirkri filmumynda-vél af hvaða tegund sem er auk svart- hvítra filma,“ segir ljósmyndarinn Erla Stef- ánsdóttir sem kennir svarthvíta ljósmyndun á vinsælu námskeiði sem Myndlistaskólinn í Reykjavík stendur fyrir. Ljósmyndanám- skeiðin, sem hafa verið í boði undanfarin átta ár, anna nú vart eftirspurn og í bígerð er að stofna til framhaldsnámskeiða fyrir áhugasama áhugaljósmyndara. Slíkur er áhuginn. Líklegt er, að mati Erlu, að stafræna tæknin hafi ýtt við áhuga landans af einhverri alvöru því fólk tekur nú orðið myndir í gríð og erg án þess að það þurfi að kosta miklu til við framköllun. Stafræn- um myndum er með öðrum orðum hlaðið inn á tölvu og þær geymdar þar eða á tölvudiskum. Áhugaljósmyndarar eru hinsvegar farnir að átta sig á tilviljunarkenndri útkomu úr staf- rænu tækninni og vilja fá orðið svör við ýmsum spurningum. „Menn vilja læra inn á sjálfa ljós- myndatæknina og það er best að gera með því að læra á sjálfa filmuna, spá í lýsingu og fram- kalla í bökkum. Þetta snýst um að ljósmynd- arinn stjórni myndavélinni, en ekki að mynda- vélin stjórni ljósmyndaranum. Við viljum sko ekkert „auto“,“ segir Erla. Á allar negatívur ömmu „Sjálf hef ég haft ljósmyndaáhugann í blóð- inni frá því ég var lítil stelpa. Ég byrjaði að taka myndir á filmur 11 ára gömul og fór svo, eins og allir aðrir, út í stafrænu tæknina þegar hún kom til sögunnar. En núna er ég aftur farin að taka á filmu ef ég vil virkilega vanda mig. Per- sónulegu myndirnar mínar, til dæmis af dætr- um mínum, sem ég vil varðveita sem lengst, eru allar teknar á filmu. Hýsing á stafrænu mynd- unum getur verið fallvölt, en maður getur alltaf átt filmu-„negatívur“. Ég á til að mynda allar negatívurnar hennar ömmu minnar sem er ný- lega orðin 93 ára, en amma og afi, Guðríður Guðmundsdóttir og Sveinbjörn Hafsteinn Páls- son, voru miklir áhugaljósmyndarar auk þess sem afi sýslaði mikið við stuttmyndagerð. Hann tók alltaf af mér myndir á 8 mm filmu á sunnu- dögum svo nú get ég séð sjálfa mig vaxa og þroskast í myndunum hans. Og svo er ég viss um að negatívurnar hennar ömmu gömlu end- ast í að minnsta kosti hundrað ár í viðbót þó að þær séu nú reyndar bara geymdar í Mach- intosh-bauk sem stendur,“ segir Erla og hlær. Slökun í myrkraherbergi Erla bjó í Sakramentó í Kaliforníu um nokk- urra ára skeið þar sem hún lærði fjölmiðla- fræði, kvikmyndafræði og ljósmyndun. Hún fluttist heim á ný árið 1995 og bætti þá kennslu- fræðinni við sig. „Það eru forréttindi að fá að kenna því það er svo skemmtilegt og gefandi,“ segir Erla og bætir við að ljósmyndarinn Einar Falur Ingólfsson komi svo inn í námskeiðin sem gestafyrirlesari og virki eins og vítam- ínssprauta á nemendahópa enda sé fróðleikur hans einkar fróðlegur. „Margir af fremstu ljós- myndurum heims, til dæmis bandaríski ljós- myndarinn Mary Ellen Mark, líta ekki við staf- rænu tækninni, skærustu ljósmyndastjörnur heims taka allar sínar myndir á filmu til að ná sem bestri útkomu með lýsingu og myndbygg- ingu. Ekki má svo gleyma því að stund í myrkraherbergi með góða músík á og ilm af „fixer“ virkar eins og besta slökun í dagsins önn. Persónulega finnst mér að enginn þurfi að efast um að gæði stafrænna mynda séu ekki jafn mikil og filmumynda þó að það kunni kannski að breytast einhvern tímann.“ Átta nemendur á námskeið Næsta ljósmyndanámskeið hefst mánudag- inn 26. janúar næstkomandi. Kennt verður vikulega á mánudagskvöldum í fjórtán vikur frá kl. 18.00 til 20.45. Átta nemendur eru teknir inn á hvert námskeið. Á námskeiðinu verður farið í grunn hefðbundinnar filmuljósmyndunar. Nemendur taka myndir á svarthvítar filmur og framkalla. Kennt verður að prenta myndir í myrkraherbergi og skoða nemendur myndir sínar og ræða ítarlega um myndbyggingu, stúd- íóljósmyndun, ljós og skugga. Erla, sem hefur aðstöðu ásamt „kollegum“ í húsnæði við Eyja- slóð og hefur meðal annars haldið nokkrar ljós- myndasýningar, kennir einnig ljósmyndun, stuttmynda- og hreyfimyndagerð í for- námsdeild Myndlistaskólans í Reykjavík sem er grunnur fyrir þá sem hyggja á frekara list- nám í Listaháskóla Íslands. Tekin á filmu Erlu finnst vera forréttindi að fá að kenna ljósmyndun enda einkar gefandi. Svarthvít Erla Stefánsdóttir telur að best sé að læra „alvöru“ ljósmyndun með filmutækninni. Ljósmyndir/Erla Stefánsdóttir Á Spáni Erla byrjaði að taka myndir þegar hún var ellefu ára gömul. Erla Stefánsdóttir: „Menn vilja orðið læra inn á sjálfa ljósmyndatæknina og það er best að gera með því að læra á sjálfa filmuna.“ Mikið er pælt í ljósi og skugga á vinsælu svarthvítu ljós- myndanámskeiði Myndlista- skólans í Reykjavík. Ljós- myndarinn Erla Stefánsdóttir telur að stafræna tæknin hafi hvatt ólíklegustu áhuga- ljósmyndara til dáða þótt vissulega sé best að læra „al- vöru“ ljósmyndun með sjálfri filmutækninni. Mestu myndgæðin felast í filmunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.