Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 11
Morgunblaðið |11
Hjá Storknum er hægt að sækja ýmiss konar námskeið
í handavinnu, en fyrirtækið er fyrst og fremst þekkt
fyrir prjónanámskeið. Nú á vorönn verða þó einnig
námskeið í hekli, bútasaumi og prjónaveskjagerð.
Ýmiss konar fylgihlutir
„Námskeið hafa verið haldin hjá okkur árum saman
og alltaf verið næg eftirspurn. Þó finnum við nú fyrir
aukinni eftirspurn frá yngri konum á aldrinum 20 til 30
ára sem gjarnan eru þá að prjóna barnaflíkur á vænt-
anleg börn. Það er þægilegt að byrja á slíkum flíkum, til
dæmis barnapeysum en annars prjóna þær allt mögu-
legt á börnin,“ segir Guðrún Hannele Henttinen hjá
Storknum. Auk hefðbundinna námskeiða í prjóntækni
og framhaldsnámskeiðs í prjóni, fyrir þá sem hafa góð-
an grunn eða hafa verið áður á námskeiði, verða einnig í
boði ýmsar nýjungar nú á vorönn. Þar má fyrsta nefna
prjónaveskjagerð þar sem nemendur hanna og sauma
sín eigin veski utan um prjónana og þá fylgihluti sem
prjónaskapnum fylgja svo sem nælur og skæri. Slík
námskeið eru þriggja kvölda en einnig verður haldið
tveggja kvölda námskeið í bútasaumi í höndum þar sem
kennd verður aðferð við að koma saman flóknum form-
um í höndum. Þá verður haldið morgunnámskeið í
prjóni og hekli þar sem kennt er fyrir hádegi einu sinni í
viku í fimm vikur. Það námskeið er ætlað öllum þeim
sem eiga heimangengt að degi til og er á hagstæðara
verði.
Bætt við kunnáttuna
Hámarksfjöldi nemenda á námskeiðum Storksins er
tíu og þá eru tveir kennarar með hópinn. „Okkur finnst
mikilvægt að veita góða þjónustu og í verklegri kennslu
er betra að hafa hópana litla, enda þurfa nemendur
mikla hjálp á ákveðnum tímapunkti sem við viljum geta
veitt,“ segir Guðrún. maria@mbl.is
Morgunnámskeið í hekli
Krúttulegir Margir prjóna föt og skó á börn á námskeiðunum.
Frá unga aldri er gott að venja
börnin á að læra fyrst og leika svo.
Þegar komið er heim úr skólanum
er gott að setja þá reglu að börnin
fái sér eitthvað gott í gogginn eins
og samloku sem er tilbúin í ísskápn-
um eða ávexti, mjólk og kex. Síðan
eigi þau að klára heimalærdóminn
áður en farið er að leika sér eða
haldið í tómstundaiðju. Það getur
verið skemmtilegra fyrir börnin að
læra saman, en hjá sumum getur
slíkt vissulega truflað einbeit-
inguna. Komist slíkt upp í vana eiga
þau auðveldara með skipulag og
heimanám þegar fram í sækir.
Læra fyrst
og leika svo
Mikilvægt er að byrja daginn vel
áður en haldið er út í daginn, en
það sama á við ætlir þú að læra
heima við. Reyndu fyrst af öllu að
hafa svefntímann reglulegan svo þú
getir vaknað snemma enda gefur
morgunstund gull í mund. Farðu
síðan í góða sturtu og klæddu þig í
eitthvað þægilegt og hlýtt. Fáðu
þér góðan morgunmat og taktu þér
þinn tíma í að vakna almennilega.
Skrifaðu niður hvað þú ætlar að
komast yfir að gera þann daginn og
láttu síðan hendur standa fram úr
ermum.
Byrjaðu
daginn vel