Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 15
Morgunblaðið |15
Arnþrúður á langan feril aðbaki í ferðamálum, starf-aði lengi hjá Icelandair oghefur komið víða við á
starfsferli sínum. Í kringum árið
1990 byrjaði hún að hugsa um að að-
stoða fólk við að komast til náms og
starfsþjálfunar erlendis. Lingó-
Málamiðlun var stofnað í ársbyrjun
2004 og býður, að sögn Arnþrúðar,
lausnir sem auðvelda einstaklingum
og fyrirtækjum að taka þátt í al-
þjóðasamfélaginu.
Persónuleg samskipti
„Ég sá að þarna var óplægður ak-
ur og vissi af reynslu að samskipti
við erlenda aðila og vitneskjan um
hvert halda skyldi, hvers vegna og
hvernig vefðist yfirleitt fyrir venju-
legu fólki. Þess vegna hefur fyr-
irtækið alltaf haft að leiðarljósi þarf-
ir sérhvers viðskiptavinar og við
höfum aðstoðað fólk við að gera sér
betur grein fyrir hvar það stendur
og hvert það stefnir,“ segir Arn-
þrúður.
Listir, miðlun, handverk og
tungumál standa hjarta hennar nær,
enda alin upp á heimili þar sem þjóð-
búningurinn var endurhannaður, ef
svo má að orði komast. „Það þarf
kunnáttu og sjálfsöryggi til að stíga
öll skref og Lingó er stofnað sem
fyrirtæki sem lætur viðskiptavinina
velta upp hlutunum og gera sér bet-
ur ljóst hvað þeir eru að sækjast eft-
ir.“
Þannig er Lingó einnig ráðgjaf-
arþjónusta, sem mjög margir hafa
sótt til. „Ætli við sendum ekki um
það bil 100 manns árlega til náms er-
lendis hjá skólum, sem eru sam-
starfsaðilar okkar, bæði í lista- og
handverksnám og tungumálanám,
en svo eru auðvitað margir sem
þiggja ráðgjöf hjá okkur og fara
annað, segir Arnþrúður. Hún segir
að persónuleg samskipti, hvort held-
ur er símleiðis, á netinu eða með
fundum séu mikilvæg.
Kynning á sjálfum sér
„Þeim sem leita til okkar finnst
gott að hafa persónuleg samskipti
við aðila sem eru inn í málum, þar
sem þeir geta tekið upp ýmsar hliðar
á áætlunum sínum og betur gert sér
grein fyrir hvar þeir standa og hvert
þeir eiga að stefna,“ segir Arn-
þrúður
Hún leggur áherslu á að umsókn-
arferlið og sú leiðsögn sem Lingó
veitir viðskiptavinum sínum varð-
andi söfnun gagna, ritun ferilsskrár,
hvatabréfs og gerð sýnismöppu –
allt eftir því hvaða skóla og nám þeir
sækjast eftir – sé leiðsögn sem leiði
þá áfram að settu marki.
„Ferilskráin, hvatabréfið og sýn-
ismappan eru allt saman gögn sem
skipta hvern og einn miklu máli og
við getum leiðbeint og veitt ráðgjöf í
þeim málum. Svo verður hver og
einn að finna sjálfan sig í þessum
efnum og halda þangað sem hugur
hans eða hennar stefnir. Við skrifum
ekki ferilskrá fyrir neinn, en við gef-
um ráð og við leiðbeinum við val á
námi og starfsþjálfun síðar. Og auð-
vitað komum við svo viðskiptavinum
okkar í samband við samstarfsaðila
okkar erlendis,“ segir Arnþrúður.
Alþjóðlegir samstarfsaðilar
Meðal samstarfsaðila Lingó eru
þekktar menntastofnanir í Evrópu.
Meðal annars Istituto Europeo di
Design (IED), sem rekur hönn-
unarskóla í fimm borgum á Ítalíu,
auk skóla í Barcelona og Madrid á
Spáni. Florence University of the
Arts (FUA), sem kennir hönnun og
listir, og University of the Arts
London (UAL, sem er byggður upp
af sex heimsþekktum lista- og hönn-
unarskólum (Central Saint Martins,
London College of Communication,
London College of Fashion, Chelsea
College of Art & Design, Camber-
well College of Arts og Wimbledon
College of Art). Þar er í boði mikið
úrval námsleiða og námskeiða á sviði
arkitektúrs, hönnunar og lista, sjón-
lista, tísku, margmiðlunar, markaðs-
samskipta og sviðslista.
„Menningarlæsi og tungumála-
kunnátta er mikilvæg í flestu og við
leggjum mikla áherslu á að þeir sem
við aðstoðum taki mið af því að nema
tungu og menningu þess lands sem
þeir eru að fara til náms í. Hérlendis
hefur þetta ekki verið svo mikið uppi
á borðinu en ég held að það sé að
breytast,“ segir Arnþrúður.
Framundan eru spennandi tímar,
því Arnþrúður hefur verið að skoða
möguleikana í fleiri löndum. Hún
nefnir sérstaklega Montreal og
Nova Scotia í Kanada og Berlín í
þeim efnum. kristjanlg@gmail.com
Lingó miðlar málum námsfúsra
Morgunblaðið/Ómar
Arnþrúður Jónsdóttir: „Ferilskráin, hvatabréfið og sýnismappan eru allt
saman gögn sem skipta hvern og einn miklu máli.“
Þegar kreppir að sækir
fólk í menntun og há-
skólar landsins eiga í
erfiðleikum með að
taka á móti öllum um-
sækjendunum. Fyr-
irtækið Lingó sérhæfir
sig í því að gera fólki
kleift að afla sér mark-
vissrar menntunar er-
lendis. Kristján Guð-
laugsson ræddi við
Arnþrúði Jónsdóttur
um starfsemi fyrirtæk-
isins. VILTU
SNÚAVIÐ
BLAÐINU?
VILTU ...
... ná forskoti?
... efla sjálfstraustið?
... verða betri í mannlegum samskiptum?
... bæta tjáningarhæfnina?
... efla leiðtogahæfileikana?
... draga úr áhyggjum, streitu og kvíða?
... setja þér raunhæf markmið?
... bæta þig í tímastjórnun?
Kynntu þér námskeiðin okkar á www.dalecarnegie.is
eða í síma 555 7080
NÆSTU NÁMSKEIÐ:
Mánudaginn 12. janúar kl. 18–22
Þriðjudaginn 27. janúar kl. 18–22
Miðvikudaginn 4. febrúar kl. 8.30–12
Miðvikudaginn 11. febrúar kl. 18–22
Akureyri 13., 14. og 15. mars kl. 9–17
Dale Carnegie framhald 14. janúar kl. 18–21
Kynningarfundur í kvöld 5. janúar
og 7. janúar kl. 20–21.15, Ármúla 11, 3. hæð
Beinum athyglinni að einstaklingnum á ný með Dale Carnegie þjálfun – upprunalegu og enn bestu leiðinni til að þróa mannlegu hliðina í viðskiptum