Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 19
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
Við mælum með því að fólk byrji að huga að um-sóknarferlinu að minnsta kosti ári áður ennámið á að hefjast. Það tekur það langan tímaað undirbúa námið ef vel á að vera,“ segir
Hjördís Bjartmars, námsráðgjafi hjá Fulbright stofn-
uninni á Íslandi. Flestir skólar eru með umsóknarfrest
til febrúar fyrir komandi vetur og því ekki seinna vænna
að ganga frá umsóknum ef ætlunin er að fara út í nám
næsta vetur. Þó eru sumir skólar sem bjóða upp á að
hefja nám á vorönn, og aðrir sem taka við umsóknum allt
árið, svo óþarfi er að örvænta.
Að velja réttu skólana
Hjördís segir stærsta, og kannski tímafrekasta skrefið
að velja réttu skólana til að sækja um hjá. „Ferlið tekur
mislangan tíma og nemendur hafa misjafnlega mótaðar
hugmyndir um til hvaða háskóla eða borga þau vilja fara.
Margir einblína á að komast í allra frægustu skólana
sem allir kunna að nefna, en aðrir sjá kosti þess að leita
að skólum þar sem samkeppnin er minni þó gæði náms-
ins séu ekkert síðri og meiri líkur á styrkjum,“ útskýrir
Hjördís og segir vel þess virði að verja góðum tíma í að
skoða minna nafntogaða skóla. „Fyrir utan að geta átt
meiri líkur á námsstyrk frá skólanum kunna þessir skól-
ar að bjóða upp á betri aðstöðu, til dæmis þar sem minni
samkeppni er um aðstöðu á rannsóknarstofum.“
Hjá Fulbright-stofnuninni má bæði nálgast upp-
flettibækur og gagnagrunna þar sem með einföldum
hætti er hægt að leggja mat á styrkleika og gæði skóla
auk þess að fá nákvæma mynd af kostnaðinum við námið
og þeim styrkjum sem kunna að standa til boða. „Við
mælum með því að nota þessar leitarvélar enda auðvelda
þær leitina auk þess sem þau hjálpa fólki að forðast
„svindlskóla“ sem kannski gefa sig út fyrir að vera meira
en innistæða er fyrir,“ útskýrir Hjördís. „Það er sér-
staklega gott að sjá skýrt hvað skólinn kostar, því sumir
háskólar eiga það til að fegra skólagjöldin og bæta við
óvæntum kostnaði seinna í námsferlinu.“
Þreyta þarf ýmis próf
Þegar búið er að velja áhugaverða skóla þarf að huga
að umsóknarkröfunum. Nær undantekningalaust þarf að
taka TOEFL enskuprófið og með umsóknum um há-
skólanám á grunnstigi þarf yfirleitt að skila inn SAT eða
ACT prófum sem reyna meðal annars á enskukunnáttu
og stærðfræði. Á framhaldsstigi háskóla þarf síðan að af-
henda niðurstöður GRE eða GMAT prófa með umsókn-
unum. „Það geta liðið 1-2 mánuðir á milli prófa og annan
eins tíma tekur oft að fá niðurstöðurnar, svo huga þarf að
þessum lið tímanlega,“ segir Hjördís. „Margir hafa gagn
af því að undirbúa sig sérstaklega fyrir þessi próf og til-
einka sér meðal annars þann orðaforða og aðferðir sem
þarf til að ná góðri einkunn,“ bætir hún við en Fulbright-
stofnunin lánar kennslubækur fyrir prófin.
Umsókn og styrkjaleit
Að fylla út umsóknareyðublöðin er heldur ekki lauflétt
verk og oft þarf að útvega meðmælabréf og skrifa hríf-
andi ritgerðir til að ganga í augun á skólayfirvöldum. Þá
krefjast háskólarnir á bilinu 100 til 150 dollara þóknunar
fyrir að vinna úr umsóknunum.
Þegar umsóknir hafa verið sendar af stað hefst svo
leitin að styrkjum. Hjördís segir íslenska námsmenn
hafa takmarkaðan aðgang að styrkjum, sérstaklega á
grunnháskólastigi, en með smá fyrirhöfn megi oft afla
styrkja sem um munar, sérstaklega ef viðkomandi hefur
skarað fram úr á einhverju sviði, til dæmis í íþróttum.
Síðasti séns að sækja um
Morgunblaðið/G.Rúnar
Ekki má bíða öllu lengur með að
sækja um háskólavist í Bandaríkj-
unum ef hefja á nám næsta haust.
Góð leiðsögn er í boði við leitina að
rétta skólanum.
Hjördís Bjartmars Góð leiðsögn er í boði í leit að skóla.
Morgunblaðið |19
Teikn á lofti
í umhverfisskipulagi
Nám í umhverfisskipulagi snýst um samspil náttúru, manns
og forma. Námið skiptist í grunn- og sérgreinar. Í sérgreinum
er m.a. lögð áhersla á skipulag og nýtingu útivistar- og
náttúruverndarsvæða, plöntunotkun og hönnun og byggingar-
fræði. Námið gefur góða undirstöðu til frekara náms í
landslagsarkitektúr eða öðrum tengdum greinum.
Lbhí býður háskólamenntun til BS- og MS-gráðu.
Kynntu þér nám í umhverfisskipulagsfræði
á heimasíðu skólans: www.lbhi.is
U
M
H
V
E
R
F
IS
D
E
IL
D
A
T
A
R
N
A
… vertu á grænni grein
Fræðslusetrið Starfsmennt • Grettisgötu 89, 105 Reykjavík • sími 525 8395 • smennt@smennt.is • www.smennt.is
Fræðslusetrið Starfsmennt er samstarfsvettvangur ríkisins og stéttar-
félaga innan BSRB þar sem unnið er að þróun þekkingar og þjálfunar.
Starfsmennt býður ríkisstarfsmönnum upp á starfstengda símenntun
og veitir stofnunum heildstæða þjónustu á sviði starfsþróunar.
Þjónusta Starfsmenntar er sérsniðin að þörfum þátttakenda um allt
land og byggir á öflugu samstarfsneti og framsæknu vefkerfi náms.
Starfsmennt býður upp á:
• Starfstengdar námsleiðir
• Almenn námskeið
• Fjarkennt tölvunám
• Ráðgjafa að láni
• Farandfyrirlestra
• Styrki vegna símenntunar
www.smennt.is