Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 18
18|Morgunblaðið
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
Byrjað var að þróa námið fyrir umfjórum árum en Capacent vannfýsileikakönnun sem leiddi í ljós aðþað væri ekkert hliðstætt nám til í
heiminum. Hér hefur verið rekinn Jarðhita-
háskóli Sameinuðu þjóðanna í 30 ár við góðan
orðstír, en það nám er hins vegar bara fyrir
fólk í þróunarlöndum. Því var ákveðið að
byggja á þeirri reynslu sem til væri hér á
landi. Námið hófst með sumarnámskeiði
sumarið 2007 sem 15 bandarískir nemar
sóttu og meistaranámið hófst síðan í febrúar
síðastliðnum með 31 nemanda frá tíu löndum,
en allt námið er kennt á ensku,“ segir Arn-
björn Ólafsson, alþjóðafulltrúi við skólann.
Kennt í lotum
Uppbyggingin á náminu er nýstárleg þar
sem kennt er í lotum yfir eitt ár á þremur
námsbrautum, jarðhitaorku-, efnarafala- og
vetnisdeild. Yfir 60 kennarar víðs vegar að úr
heiminum koma að kennslunni og kenna í
eina til þrjár vikur og að þeim tíma loknum
lýkur nemandinn viðkomandi áfanga með
prófi. Arnbjörn segir slíkt fyrirkomulag
henta best þar sem kennararnir séu eft-
irsóttir og hafi þeir sem að náminu standa
verið afskaplega ánægðir með viðtökur
þeirra. Námið er þrjár annir, þar sem á
fyrstu önninni er almenn kennsla um endur-
unna orku, framtíðarhorfur og stefnumótun.
Síðan sitja nemendur námskeið um mismun-
andi gerðir vistvænna orkugjafa, til að
mynda sólarorku og vindorku. Að því loknu
sérhæfa nemendur sig og skrá sig á eina af
þeim þremur brautum sem áður voru nefnd-
ar, en nú hafa einnig bæst við tvær brautir í
viðbót, vatnsaflsbraut og orkukerfið og orku-
stjórnun. Í hverjum bekk eru 10-12 manns en
síðustu önnina vinna nemendur meist-
araverkefni í samstarfi við háskóla eða fyr-
irtæki. Um helmingurinn dvelst erlendis til
að vinna að þessum verkefnum sem enn eyk-
ur á alþjóðleika skólans.
Samstarf við hátt í 50 skóla
Framundan er að bæta við sólarorkubraut
og braut vindorku, öldu- og sjávarfallaorku
sem verður unnið í nánu samstarfi við er-
lenda háskóla þar sem engar vindmyllur eru
hér á landi og lítið sem ekkert um nýtingu á
sólarorku. Á þeim munu nemendur sækja
fyrstu önnina á Íslandi en sérhæfa sig síðan
við erlenda háskóla. Orkuskólinn er nú í sam-
starfi við hátt í 50 háskóla víðs vegar um
heiminn og hafa meðal annars verið uppi
hugmyndir um að starfrækja sólarorkubraut-
ina í Mexíkó. Þetta er nútímaháskóli þar sem
nemendur eru ekki bundnir einum ákveðnum
stað heldur fer kennsla í hverjum áfanga
fram þar sem það hentar best. Einnig getur
fólk sótt einstaka áfanga og það hafa nem-
endur svo og starfsmenn fyrirtækja frá öðr-
um háskólum hér á landi og erlendis nýtt sér.
Umsóknir fyrir námsnefnd
„Við vonumst til að hægt verði að bjóða
doktorsnám í framtíðinni. Hátt í 100 manns
sóttu um fyrir núverandi námsár og komast
um 45 inn. Við höfum að markmiði að fá til
okkar mjög færa nemendur sem verða að
hafa bakgrunn í verkfræði eða náttúruvís-
indum. Síðan fara umsóknir þeirra fyrir
námsnefnd þar sem farið er yfir einkunnir og
meðmælabréf,“ segir Arnbjörn.
Óvænt ákvörðun
Lech Birek stundar nám við skólann með
sérhæfingu í efnarafölum og vetni og vinnur
meistaraverkefni sitt hjá Nýsköpunarmið-
stöð Íslands. „Það var einfaldlega hringt í
mig frá alþjóðaskrifstofu háskólans míns og
ég spurður hvort ég vildi koma í þetta nám á
fullum námsstyrk. Ákvörðunin var því óvænt
en ég hafði haft nokkurn áhuga á endurnýj-
anlegri orku og jafnvel hugsað mér að breyta
um stefnu og læra eitthvað tengt slíku,“ segir
Lech sem áður stundaði nám í tölvuverkfræði
með áherslu á upplýsingakerfi, við Rzeszow
university of technology í Póllandi. Lech seg-
ir menntun sína hugsanlega geta nýst í
heimalandinu verði slík braut opnuð við
Rzeszow-háskólann, en annars sé fjöldi tæki-
færa á þessu sviði í Evrópu. Hann hafi búist
við að námið yrði erfitt sem svo reyndist vera
en um leið hafi námið og dvölin á Íslandi ver-
ið mjög skemmtileg. Hann hafi séð marga
áhugaverða staði og hitt athyglisvert fólk,
auk þess hafi kennararnir verið afar hjálp-
samir og getað gefið sér góðan tíma með
hverjum nemanda. Lech vinnur nú að loka-
verkefni ásamt samnemanda sínum við Ný-
sköpunarmiðstöð Íslands þar sem þeir hafa
sett upp varaaflstöð fyrir tölvukerfi fyrirtæk-
isins sem gengur fyrir vetni
Alþjóðlegur háskóli á nýju sviði
Morgunblaðið/Golli
Gagnlegt Lech Birek segir menntun sína
hugsanlega geta nýst í heimalandinu, en ann-
ars sé fjöldi tækifæra á þessu sviði í Evrópu.
Morgunblaðið/Golli
Arnbjörn Ólafsson „Við höfum að markmiði
að fá til okkar mjög færa nemendur með bak-
grunn í verkfræði eða náttúruvísindum.“
RES Orkuskólinn var stofn-
aður árið 2006 á Akureyri og
er alþjóðlegur háskóli á sviði
endurnýjanlegra orkugjafa.
Starfsemi skólans er byggð á
forystu Íslendinga á sviði
orkumála og víðtæku sam-
starfsneti, en að kennslu
koma kennarar víðs vegar að
úr heiminum.
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
Það má segja að ég sé for-fallin fjallageit. Ég lærði aðfóta mig í Flugbjörg-unarsveitinni en ferðaðist
síðan einnig með Ferðafélaginu áður
en ég fór að leiðsegja. Árið 2004
skrifaði ég bókina Gengið um
óbyggðir sem Almenna bókafélagið
gaf út og um nokkurra ára skeið rit-
stýrði ég útivistartímaritinu Útiveru.
Í seinni tíð, eftir að börnin mín þrjú
komust vel á ról, hafa ferðalög með
fjölskyldunni átt hug minn allan.
Áhugaverðast við útiveru finnst mér
vera að hana má auðveldlega stunda
með allri fjölskyldunni. Það þarf eng-
inn að standa á hliðarlínunni því allir
geta gengið saman eða stundað ann-
ars konar útiveru á jafningjagrunni.
Þetta snýst um að njóta náttúrunnar
og að læra að takast á við hana,“ seg-
ir Jón Gauti Jónsson hjá Íslenskum
fjallaleiðsögumönnum.
Stigvaxandi gönguprógramm
Jón Gauti segir óhætt að fullyrða
að mikil bylting hafi orðið í útivist-
arþörf landsmanna á síðastliðnum
árum. Hjá Fjallaleiðsögumönnum sé
nú skipulagt sérstakt prógramm í
fjallgöngum sem hentar öllum. Erf-
iðleikarnir eru stigvaxandi þannig að
byrjað er á að ganga innanbæjar eitt
kvöld í viku en síðan er aukið við og
þegar kemur fram á vorið er hóp-
urinn farinn að klífa fjöll eins og
Botnssúlur, Skarðsheiði og Eyja-
fjallajökul en síðan er endað á sjálf-
um Hvannadalshnjúknum. Fyrir ut-
an reglulegar gönguferðir eru
haldnir fræðslufundir þar sem þátt-
takendur fá góð ráð um val á útbún-
aði og hvernig eigi að bera sig að í
mismunandi veðrum.
Fjallgöngur losa streitu
„Fjallgöngur eru ótrúlega góðar til
þess að gleyma stund og stað. Ef
maður er með höfuðið fullt af áhyggj-
um er eiginlega ómögulegt að hugsa
um þær þegar maður kemst út úr
hinu manngerða. Það gerist sjálf-
krafa þar sem svo margt annað fang-
ar athyglina. Þar fyrir utan eru til
ýmis ráð til að beinlínis losa um
vöðvabólgu á göngu. Til dæmis getur
verið gott að sveifla höndunum á
meðan gengið er og þá er gott að
stoppa annað slagið og teygja á sér,
allt kemur þetta blóðinu vel á hreyf-
ingu“ segir Jón Gauti.
Fjallageit Jón Gauti hefur mikla reynslu af fjallgöngum víðs vegar frá.
Að takast á
við náttúruna