Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 30
Þetta er í fyrsta skipti sem sett er af stað nám-skeið í fatahönnun og fatasaum sem beinistsérstaklega að ungu fólki, en ég tel það tíma-bært og á kannski einkar vel við á þessum tím- um sem við erum að ganga í gegnum,“ segir Ásdís. Ekki byrjandi í faginu Ásdís Jóelsdóttir er fata- og textílhönnunarkennari og hefur kennt fatasaum og fatahönnun á námskeiðum hjá Mími frá árinu 1986 eða í 22 ár, jafnframt því hefur hún kennt fatahönnun og fatasögu við Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ frá árinu 1993. Hún hefur einnig gefið út bækur um sniðteikningu og fatasögu sem notið hafa mikilla vinsælda og eru kennslubækur í grunn- og fram- haldsskólum og einnig á háskólastigi. Einnig lauk hún nýverið meistararitgerð frá Háskólanum á Bifröst sem fjallar um sögu og þróun fatagerðar- og fatahönnunar á Íslandi. „Áhugi á fatagerð og fatahönnun hefur verið sleitu- laus frá því ég byrjaði með námskeiðin árið 1986. Áhug- inn var þá líka að byrja að þróast meira í átt að skap- andi einstaklingshönnun með mikla framtíðarmöguleika í lista- og viðskiptalífinu, heldur en áður hafði verið, það var meira sem hagnýt þekking fyrir heimavinnandi hús- mæður eða láglaunagrein í færibandavinnu atvinnulífs- ins“ segir Ásdís. Flókið en skemmtilegt ferli „Í dag er ný og skapandi kynslóð ungs fólks sem hef- ur fengið það í vöggugjöf að sköpun krefst þekkingar og til að ná árangri þarf að hafa fyrir hlutunum. Gæði skipta þar einnig miklu máli. Þekking í hönnun og sníða- gerð og saumaskapur er langt og ótrúlega skemmtilegt ferli þar sem höfundurinn að hinu tilbúna verki fylgir flíkinni eftir alla leið frá hugmynd að veruleika, það er skapar útlit, velur hráefni og liti, býr til snið, sníður úr efninu og saumar síðan. Og síðast en ekki síst að klæð- ast flíkinni og vekja athygli með eigin hugverki, vel hönnuð og saumuð flík er listaverk á hreyfingu.“ Sumir af nemendum Ásdísar hafa ekki látið staðar numið við stutt námskeið í fatasaumi og fatahönnun, en haldið áfram og gerst hönnuðir. „Sumir hafa haldið áfram í Listaháskóla Íslands og nokkrir hafa haldið til útlanda til að nema fatahönnun og fatasaum við erlenda háskóla eða fagskóla. Svo eru auðvitað margir sem hafa tekið listnámsbrautir í fram- haldsskólunum og þar nýtt sér eitthvað af því sem þeir hafa lært hjá mér,“ segir Ásdís. Hún leggur líka áherslu á að hönnun alls konar flíka og saumaskapurinn nýtist einnig í daglegu lífi. „Það er til dæmis vinsælt að endurnýta gömul föt og Kennir unglingum fatasaum og hönnun Morgunblaðið/Árni Sæberg Ásdís Jóelsdóttir: „Þekking í hönnun og sníðagerð og saumaskapur er langt og ótrúlega skemmtilegt ferli.“ gamalt efni. Mörgum finnst gaman að hanna nýtt og sauma upp úr gömlum flíkum, dúkum, gardínum eða öðrum efnum. Það finnst mér alltaf skemmtilegt, en grundvallarkunnáttan verður helst að vera fyrir hendi svo vel sé að verki staðið. Svo getur oft verið erfitt að finna föt við hæfi og vöxt og þá kemur saumakunnáttan sér einkar vel,“ segir Ásdís. Fatasaga er mannkynssaga „Á námskeiðunum hef ég einnig tekið fyrir stutt myndayfirlit um fatasöguna, en sá þáttur er nauðsyn- legur til að koma á framfæri verk- og tæknimenningu greinarinnar sem mikilvægum hluta af hámenning- arsamfélögum fortíðar og áhrifavöldum nútíðar, saga fatnaðar er einnig mannkynssaga. Síðan má ekki gleyma því að hægt er að spara ótrú- legar fjárhæðir með því að sauma sjálfur, auk þess sem það er í tísku núna að endurnýta og sauma upp úr eldri og notuðum fatnaði. Þegar kreppir að fær hagkvæmni, aukin þekkingaröflun og eigin sköpun byr undir báða vængi og þá er tilvalið að fara á stutt og innihaldsrík námskeið.“ Hjá Mími er boðið upp á fjölbreytt námskeið í gerð fatnaðar, meðal annars fatasaum fyrir byrjendur, fata- hönnun og sérstök saumanámskeið fyrir unglinga, en þau tengjast einnig svokölluðum frístundakortum sem Reykjavíkurborg býður upp á. kristjanlg@gmail.com Öll sköpun krefst þekkingar og til að ná árangri þarf að hafa fyrir hlutunum, segir Ásdís Jóelsdóttir fatahönnuður. Kristján Guð- laugsson tók hana tali. 30|Morgunblaðið Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Miklar breytingar hafaorðið á vinnustöðumþar sem stjórnendurhafa aðeins stjórnað í góðæri síðastliðin ár og þurfa nú allt í einu að taka á mjög erfiðum mál- um. Þeir þurfa til dæmis að segja fólki upp og í því er doði, reiði, kvíði og pirringur og fólk vill fá svör. Við brugðumst við því með því að bjóða stjórnendum námskeið þar sem þeir eru fræddir um hvernig þeir geti stjórnað á þessum ólgutímum og hvað skiptir máli í sambandi við það hvernig þeir komi fram við sitt fólk. Það er til dæmis mikilvægt að skapa vettvang þar sem fólk getur rætt málin og tekið á þeim af samheldni. Eins skiptir nú miklu máli að fyr- irtæki nái áttum sem fyrst og geri raunhæfar áætlanir til að hægt sé að horfa fram í tímann. Slíkt tryggir stöðugleika og dregur úr streitu,“ segir Ingrid Kuhlman, fram- kvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Fólk brotnar niður Á námskeiðunum er meðal annars tekið á því hvernig bregðast megi við erfiðri hegðun, bæði í sambandi við kvartanir og erfitt fólk á vinnu- stöðum. Ástandið hefur verið mjög erfitt á mörgum vinnustöðum þar sem fólk er reitt og sárt og þá ein- kennir viðbrögð viðskiptavina að þeir láta líðan sína bitna á þeim sem fyrir þeim verða. Ingrid segist hafa heyrt frá starfsfólki ýmissa fyr- irtækja að daglega brotni fólk niður fyrir framan það og byrji að gráta, en sumir séu á hinn bóginn háværir, dónalegir og ósanngjarnir í kröfum sínum. Nauðsynlegt að blása af „Það sem við gerum í fyrsta lagi er að skýra hvernig slíkt birtist og síðan er ýmislegt sem þarf að hafa í huga í samskiptum, til dæmis að beita virkri hlustun. Pirraðir og æst- ir viðskiptavinir þurfa að fá útrás og tjá óánægju sína og það er oft erfitt að taka á vandamálinu fyrr en búið er að taka á þessum tilfinninga- viðbrögðum. Þannig er mjög gott að róa æstan viðskiptavin með því að hlusta á hann og forðast að koma með athugasemdir um leið og hann hvílir mál sitt. Fylgjast með því sem ekki er sagt en gefið í skyn með lík- Viðbrögð við erfiðum aðstæðum Hjá Þekkingarmiðlun hafa í gegnum tíðina verið haldin ýmiss konar nám- skeið fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Hjá fyrirtækinu hefur nú verið brugðist við breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu og námskeið ætluð stjórnendum og starfsmönnum í erfiðum aðstæðum eru nú efst á baugi. g Litlir hópar, færir kennarar, persónuleg kennsla Kennt í Odda, Háskóla Íslands ... Málaskólinn LINGVA, Sími : 561 0315 www.lingva.is ... Lifandi talmálskennsla SPÆNSKA I SPÆNSKA II SPÆNSKA III ÍTALSKA I ÍTALSKA II ÍTALSKA III ÍTALSKA IV ÍTALSKA V ENSKA I ENSKA II ENSKA III ICELANDIC I ICELANDIC II ICELANDIC III ICELANDIC IV JAPANSKA I JAPANSKA II KÍNVERSKA I GRÍSKA I ARABÍSKA I NORSKA tal ÞÝSKA tal þriðjud. og fimmtud. þriðjud. og fimmtud. þriðjudaga mánud. og miðvikud. mánud. og miðvikud. miðvikudaga mánudaga þriðjudaga mánud. og fimmtud. mánud. og fimmtud. mánud. og fimmtud. mond. and thursd. mond. and thursd. mond. and thursd. thursdays mánud. og miðvikud. mánud. og miðvikud. fimmtud. og þriðjud. þriðjud. og fimmtud. fimmtud. og þriðjud. þriðjud. og fimmtud. þriðjud. og fimmtud. 22. jan. - 17. feb. 24. feb. - 19. mars 27. jan. - 17. mars 21. jan. - 16. feb. 23. feb. - 18. mars 26. jan. - 16. mars 5. feb. - 26. mars 4. feb. - 25. mars 19. jan. - 12. feb. 19. feb. - 17. mars 26. jan. - 19. feb. 12. jan. - 5. feb. 9. feb. - 5. mars 9. mars - 2. apr. 15. jan. - 5. mars 2. - 25. feb. 2. - 25. mars 5. feb. - 3. mars 29. jan. - 24. feb. 5. feb. - 3. mars 6. - 29. jan. 3. - 26. mars 18:00 - 19:30 18:00 - 19:30 19:30 - 21:00 18:00 - 19:30 18:00 - 19:30 19:30 - 21:00 19:30 - 21:00 19:30 - 21:00 19:30 - 21:00 19:30 - 21:00 18:00 - 19:30 19:30 - 21:00 19:30 - 21:00 19:30 - 21:00 19:30 - 21:00 18:00 - 19:30 18:00 - 19:30 18:00 - 19:30 18:00 - 19:30 18:00 - 19:30 19:30 - 21:00 19:30 - 21:00 Kennt að Laugavegi 170, 3. hæð, Virtus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.