Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 20
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
Tónlist kemur ekki bara ut-an frá heldur verður húnfyrst til inni í okkur. Þaðsést á börnum því um leið
og þau heyra tónlist bregðast þau
við,“ segir Helga Rut Guðmunds-
dóttir, lektor í tónmennt á mennta-
vísindasviði Háskóla Íslands. „Að
sama skapi byrja börn að hreyfa sig
í takt við tónlist um leið og þau geta
hreyft sig. Það geta allir fundið tón-
listina í sjálfum sér því allir hafa
einhverja tónlist í sér og öll höfum
við einhverja tónlistarhæfileika. Það
hafa allir ánægju af að njóta tónlist-
ar. Aftur á móti gerum við mikið af
því að láta börn vera óvirka hlust-
endur eða þiggjendur. Um leið og
þau byrja að hreyfa sig og geta
haldið á eggjahristu, 4-6 mánaða
gömul, þá beita þau hristu í takt við
tónlist af mikilli ánægju og í sínum
eigin takti en það er tónlistin sem
knýr áfram þessi viðbrögð. Þau
bregðast við tónlistinni í sjálfum
sér. Það er nokkuð sem við gleym-
um oft að þroska.“
Sérstök upplifun
Helga Rut rekur tónlistarskólann
Tónagull þar sem boðið er upp á
tónlistarnámskeið fyrir 0-9 mánaða
börn en Helga Rut kynntist þeirri
hugmynd erlendis. „Þá var mitt
barn einmitt á þessum aldri og mér
fannst þetta frekar klikkað en
ákvað samt að prófa. Sjálf hafði ég
kennt tónlist niður í fjögurra ára
aldur og fannst það ungt en þarna
féll ég alveg fyrir þessari hugmynd.
Ég uppgötvaði nýja nálgun á
kennslunni og hve gott þetta var
fyrir foreldra og barn. Það var eitt-
hvað sérstakt sem gerðist í tím-
unum, svona eins og munurinn á því
að syngja einn heima eða fara í kór
að syngja. Þetta var sérstök upp-
lifun,“ segir Helga Rut og bætir við
að tímarnir byggist á því að tónlist
komi ekki annars staðar frá heldur
sé hún innra með okkur. „Við
vinnum með það og gleðina af því
að nota tónlist sem part af uppeld-
inu því tónlist er líka partur af mál-
þroska, tilfinningaþroska og
tengslum. Það verður einhver sér-
stök tenging á milli foreldris og
barnsins og þetta er mjög sérstök
stund.“
Í tímum Helgu Rutar er lifandi
tónlist og hún segir að þar upp-
götvi fólk hvernig það getur notað
tónlist í daglegu lífi. „Hópurinn
hittist einu sinni í viku og svo fá
þau disk og bók heim með sér.
Tónlistin verður því partur af dag-
legu lífi hjá fjölskyldunni. Í tímum
er verið að syngja saman, farið
með þulur og unnið með ryþmann
í tungumálinu. Ég kenni til dæmis
skiptiborðsþulur og gælur þar
sem verið er að örva barnið,
nudda það eða gera ákveðnar
hreyfingar með barninu sem eru
taktfastar og alltaf við sama lagið.
Við dönsum líka einfalda hring-
dansa sem allir geta tekið þátt í,“
segir Helga Rut sem segir að tón-
listarkennsla með svona ungum
börnum sé töluvert frábrugðin
hefðbundinni tónlistarkennslu. „Á
meðan börnin eru svona lítil eru
ákveðin tækifæri til að leggja
grunninn og efla tilfinningatengsl.
Börn verða líka klárari við alla
örvun og þetta er eitt af því sem
örvar börn og hvetur þau til þess
að taka eftir umhverfinu. Ég er
líka oft að benda á það í tímum
hvað þessi litlu kríli eru ofboðs-
lega klár. Þótt þau virðist liggja,
horfa út í loftið og orga þess á
milli þá taka þau mjög vel eftir
umhverfinu. Tónlist á fyrstu vik-
um og mánuðum barns snýst mest
um samskipti því tónlist verður til
á milli fólks. Foreldri syngur með
barninu sínu og barnið byrjar
mjög fljótt að taka undir og það
sýnir mikil viðbrögð þegar það
heyrir lag sem það þekkir. Tón-
listin er ein besta leiðin til að hafa
samskipti við barn sem er ekki
farið að tala.“
Í sínum takti Um leið og börn byrja að hreyfa sig og geta haldið á eggja-
hristu þá beita þau hristu í takt við tónlist af mikilli ánægju.
Þroskandi Tónlist er líka partur af málþroska, til-
finningaþroska og tengslum.
Helga Rut Guðmundsdóttir: „Tónlist á fyrstu vikum og mánuðum barns
snýst mest um samskipti því tónlist gerist á milli fólks.“
Ein besta leiðin til að
hafa samskipti við barn
sem ekki er farið að
tala er í gegnum tónlist,
að sögn Helgu Rutar
Guðmundsdóttur. Hún
heldur tónlistarnám-
skeið fyrir 0-9 mánaða
börn og segir að börn
séu mjög ung þegar
þau bregðist við tónlist.
Tónlist verður til á milli fólks
Tónlist Um leið og börn heyra tónlist bregðast þau við og
þau hreyfa sig líka með tónlist um leið og þau geta.
Morgunblaðið/Valdís Thor
20|Morgunblaðið
Þegar farið er í skóla eða á nám-
skeið skiptir skipulag miklu máli.
Reyndu eins og þú getur að skipu-
leggja afmarkaðan tíma á hverjum
degi fyrir undirbúning og heima-
nám þannig að ekki safnist allt upp
við lok annar. Fyrir þá sem stunda
nám með skóla er afar mikilvægt að
skrá niður alla fundi og viðburði
sem tengjast hvoru tveggja til að
gleyma nú engu. Sumum finnst gott
að vera með dagbók til að skrifa
niður í eða dagatal á vegg, nú eða
hvort tveggja svo ekkert fari fram
hjá manni.
Gott
skipulag
Námsgagnastofnun | Laugavegi 166 | S: 535-0400 | upplysingar@nams.is
Upplýsingar um námsefni.
Póstlisti fyrir þá sem vilja fygjast með.
Gagnvirkt námsefni.
Hljóðbækur á mp3 formi.
Kennsluleiðbeiningar til útprentunar.
Fræðslumyndir fyrir skóla.
Á er að finna: