Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 24
24|Morgunblaðið
Langar þig í háskóla
en vantar stúdentspróf?
Eftir nám á Háskólabrú Keilis kemst þú í næstum hvaða háskólanám sem er.
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
Það getur verið erfitt að til-einka sér góða tækni tilað fara yfir námsefni ogmargar leiðir til. Ein af
þeim er myndlestur eða Photo
reading eins og það nefnist á frum-
málinu en Jóna Björg Sætran
menntunarfræðingur hjá Náms-
tækni ehf. hefur haldið nokkur slík
námskeið hér á landi. Jóna Björg
segir að í hnotskurn hjálpi mynd-
lestur fólki að ná góðri yfirsýn yfir
textann á skammri stundu. „Flestir
sem koma til mín eru nemendur á
háskólastigi eða fólk úr alls kyns
fyrirtækjum. Þetta fer þannig fram
að á námskeiðunum kemur fólk
með námsgögnin sín til að æfa sig.
Við leggjum til ákveðin námsgögn
til að kenna aðferðirnar en fólk æf-
ir sig á því efni sem það vinnur
með dagsdaglega.“
Fljótari að lesa
Jóna Björg talar um að eftir
námskeið í myndlestri sé fólk bæði
fljótara að lesa og efnið sitji frekar
í langtímaminni en skamm-
tímaminni. „Fólk á líka mun auð-
veldara með að finna aðalatriðin og
hvaða hluti af textanum skiptir
máli. Ef ég tek stóra kennslubók
sem er skipt í fjóra hluta og hver
hluti er fjórir kaflar sem dæmi. Í
stað þess að lesa einn kafla í einu
les fólk allt að fimm kafla í einu.
Fyrst er öll bókin unnin í einu með
myndlestri, síðan er hver kafli fyrir
sig skoðaður. Þegar búið er að
grunnvinna bókina með myndlestr-
araðferðinni er auðveldara að fá
tengingu á milli kaflanna. Það er
gott að vera búinn að innbyrða
upplýsingar úr kafla sem er aftar
en verið er að vinna með í það og
það skiptið, segir Jóna Björg en
tekur skýrt fram að þótt aðferðin
heiti myndlestur þá er ekki beint
verið að lesa myndirnar. „Viðkom-
andi fer í slökun og myndles bók-
ina án þess að sjá textann skýrt.
Þá er ekki verið að hugsa sér-
staklega um myndirnar heldur er
verið að vinna með textann í bók-
inni í gegnum ákveðið ferli. Það er
myndlestur. Síðan er unnið með
textann áfram í um hálftíma þar
sem hluti af textanum er skoðaður
skýrt. Síðan er textinn settur til
hliðar í einhvern tíma og þá fyrst
er hann lesinn. Þetta snýst um að
grunnvinna textann á ákveðinn hátt
áður en hann er lesinn. Í þessari
grunnvinnu er verið að notfæra sér
undirmeðvitundina á ákveðinn hátt.
Það gerir það að verkum að þú ert
bæði fljótari að lesa textann og
eins áttu auðveldara með að skynja
hvar aðalatriði textans er að finna.“
Mikilvægt að nota aðferðirnar
Jóna Björg hefur verið með
nokkur námskeið á ári og segir að
þeim hafi verið mjög vel tekið. „Ég
legg mikla áherslu á að það sé
nauðsynlegt fyrir fólk að nota þess-
ar aðferðir strax á meðan á nám-
skeiðinu stendur. Þeir sem nota að-
ferðirnar strax og eru að nota þær
á meðan á námskeiðinu stendur ná
mjög góðum árangri. Það er ekki
nóg að vita um tæknina heldur þarf
líka að nota hana. Svipaðar aðferðir
hafa verið notaðar í áratugi, bæði í
hernaði og eins í trúarbrögðum þar
sem fólk hefur þurft að bera skyn
á mikið magn af texta og hefur
ekki mátt skrifa mikið niður. Það
er verið að nýta færni heilans og
verið að virkja bæði hægri og
vinstri heila samhliða til að geta
notfært sér myndlestur. Mynd-
lestur er þó ekki einungis fyrir fólk
sem er í námi því margir nota lest-
urinn til að öðlast meiri orðaforða,
bæði í íslenskum og erlendum
fræðum.“
Undirmeðvitundin nýtt
til að auðvelda lærdóm
Með myndlestri á fólk
að geta lesið hraðar
sem og átt auðveldara
með að finna aðal-
atriðin í textanum. Með
myndlestri er slökun
nýtt og unnið með text-
ann áður en eiginlegi
lesturinn hefst.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Jóna Björg Sætran: „Það er ekki nóg að vita um tæknina heldur þarf líka að nota hana.“
Myndlestur Eftir myndlestur situr efnið frekar í langtímaminni.