Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 38
38|Morgunblaðið smáauglýsingar mbl.is Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Kennsla í skólanum fer fram á þremur stigum,forskóla fyrir 5 til 8 ára, grunnstigi fyrir 8 til15 ára og loks er framhaldsstigið fyrir nem-endur eldri en 16 ára. Þeir geta þá fengið námið metið til stúdentsprófs og er stórkostlegt að nem- endur geti tekið hluta af stúdentsprófinu sínu í listgrein. Fyrir elsta hópinn eru starfræktar innan skólans klass- ísk listdansbraut og nútímalistdansbraut. Hin síð- arnefnda hefur verið byggð upp á síðustu árum en með umsjón hennar fer Andreas Constantinou. Hann lærði meðal annars hjá Laban-skólanum í London sem okkar skóli byggir nokkuð mikið á enda mjög viðurkenndur og öflugur skóli. Við leggjum okkur fram um að fá í heim- sókn þekkta gestakennara frá hinum ýmsu löndum og nú í lok janúar fáum við einmitt í heimsókn þriðja árs nema frá Laban ásamt „kóreógrafernum“ Rosemary Butcher sem er heimsfræg á sínu sviði. Hún mun halda sýningu og vinnubúðir fyrir nemendur,“ segir Arna María Gunn- arsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Klassíska list- dansskólans. Góður grunnur Brautirnir tvær skarast nokkuð en á klassísku braut- inni læra nemendur einnig nútímadans en minna af hon- um, auk danssögu, spuna, kóreógrafíu og danssmiðju sem kennd er á báðum brautum. Kennslan veitir góðan grunn að framhaldsnámi og reyndar halda margir til út- landa í slíkt nám áður en þeir eiga í raun að vera tilbúnir. „Þetta er skóli fyrir þá sem hugsa sér dansinn sem al- vöru og það eru líka fleiri möguleikar fyrir hendi eftir slíkt nám nú en fyrir 15 til 20 árum. Listgreinarnar leik- list, tónlist og dans eru farnar að renna meira saman og dansmenntun nýtist sem góður grunnur undir alla fram- komu, sama af hvaða tagi hún er,“ segir Arna María. Grunnur í klassískum dansi „Starfsemi skólans hófst í janúar 1994 og við erum fá- mennur skóli en góður. Ég byrjaði sjálf átta ára gömul að læra dans á Íslandi og fór síðan utan í 16 ár. Um tíma dansaði ég í norsku óperunni, fór síðan til Bretlands, Sví- þjóðar og Frankfurt og var með samning á þeim tveimur stöðum þegar ég sneri heim. Í skólanum fer fram fjöl- breytt starf en í vor útskrifum við fyrstu nemendurna af þriðja ári nútímalistdansbrautarinnar. Hún er mjög skemmtileg að því leyti að þar er kennd kóreógrafía, dansrökfræði og allur skilningur á því hvernig eigi að semja dansa. Það er frábært hvernig hefur verið staðið að kennslu og árangurinn leyndi sér til að mynda ekki í nýliðnum prófum þar sem stelpurnar náðu góðum ár- angri og voru hugmyndaríkar í verkum sínum. Á sama tíma er metnaður okkar sá að veita sem bestan grunn í klassískum dansi því þannig ná dansarar mesta og besta árangrinum,“ segir Guðbjörg Astrid Skúladóttir, stofn- andi skólans og skólastjóri. Heilmikið nám Guðbjörg segir dansnámið vera heilmikið nám og eft- irsókin sé alltaf að aukast. Frábært er að námið sé metið til menntaskóla og að unnið sé að því að staðall skólans sé það góður að ekki sé farið í dansnám eingöngu til að létta sér menntaskólaárin. „Þetta er alvöru fag og við leggjum áherslu á það við stelpurnar að prófin séu strembin og erfið með erlendum prófdómurum. Það er svo margt í dansinum í dag sem þær geta valið um sem var ekki hér áður fyrr. Þeir sem hafa dansmenntun geta meðal annars unnið sem danskennarar, danshöfundar eða dansmeðferðarfulltrúar svo fátt eitt sé nefnt, en það hefur sýnt sig að dans getur oft gefið mikið og hjálpað þeim sem eiga í ýmiss konar vandræðum. Sjálf hef ég lagt skóna á hilluna, en stundum tek ég stórt stökk og finn fyrir því daginn eftir,“ segir Guðbjörg í léttum dúr. Dansinn kynntur börnum Nú á nýju ári verður tekin upp sú nýjung að bjóða þeim sem verða fimm ára á árinu og fá ekki frístunda- styrk að koma í kennslu á laugardögum að kostn- aðarlausu. Einungis þarf að borga búninginn fyrir börn- in og er þetta liður í því að kynna dansinn fyrir þeim og taka þátt í því sem er að gerast í samfélaginu. Dans Guðbjörg Astrid Skúladóttir (t.v.), stofnandi skól- ans, segir starfsmöguleika mun fleiri en áður var. Arna María Gunnarsdóttir „Þetta er skóli fyrir þá sem hugsa sér dansinn sem alvöru.“ Klassíski listdansskólinn er einkarek- inn ballettskóli sem viðurkenndur er af menntamálaráðuneytinu. Hann hefur þrjú undanfarin ár starfað eftir námskrá ráðuneytisins þannig að nemendur fá hluta af dansnámi sínu metið í framhaldsskólum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Óteljandi möguleikar í dansinum Dansarar framtíðarinnar Forskóli Klassíska listdansskólans er fyrir 5 til 8 ára. Vorönn 2009 hefst 19. janúar Morguntímar, dagtímar og kvöldtímar í flestum greinum myndlistar í byrjenda- og framhaldshópum fyrir börn og fullorðna. Innritun hefst 5. janúar Nýjustu námskeiðin á önninni: Möguleikar rýmisins, unnið í efni og rými, 52 kennslust. Kennari: Helgi H. Eyjólfsson Grafiti og frjáls myndgerð fyrir ungt fólk, 39 kennslustundir. Kennari: Bjarni Sigurbjörnsson Skrifstofutími kl. 15:00-18:00 mánudaga til fimmtudaga. Símar 564 1134, 564 1195 og 863 3934. Skoðið stundaskrána á vefsíðu www.myndlistaskoli.is “Ófyrirgefanlega gaman og nærandi fyrir sálina!” SKAPANDI SKRIF með Þorvaldi Þorsteinssyni (Skilaboðaskjóðan, Blíðfinns-bækurnar, Vasaleikhúsið, And Björk of Course…) * Viltu kynnast sagnameistaranum sem í þér býr? * Vantar þig leiðsögn og hvatningu? * Hvort sem þú ert að feta þín fyrstu skref eða hefur reynslu af skrifum, þá er þetta námskeið sem nýtist þér. Grunnn‡mskeið: 5. -15. janœar Er að fyllast 2. -12. febrœar Nokkur sæti laus 2. -12.mars Skráning stendur yfir Framhaldsn‡mskeið: 19. -29. janœar Skráning stendur yfir Umsagnirþ‡tttakenda; “Frábært nesti til lífstíðar.” “Meiriháttar upplifun, - opnar óendanlega möguleika.” “Fær mann til að hugsa upp á nýtt.” Námskeiðin eru haldin íRopeYoga setrinu í Laugardalnum. Nánari upplýsingar er að finna á kennsla.is og í síma 8223699 SKRÁÐU ÞIG NÚNA ÁKENNSLA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.