Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 33
Morgunblaðið/Kristinn.
Aftur í skóla Það eru töluverð umskipti að setjast aftur á skólabekk eftir að hafa verið á vinnumarkaði í lengri
tíma en ávinningur af aukinni menntun er mismikill á milli kynjanna.
Morgunblaðið |33
Kannanir sýna að ávinningur af aukinni menntun er
mismikill milli kynjanna. Í rannsókn Capacent Gallup
árið 2006 kom til dæmis í ljós að háskólamenntun skil-
ar sér að jafnaði í 25 prósent hærri launum fyrir karla
en konur, en krónutöluhækkun á daglaunum er þó
meiri fyrir karlmenn en konur, bæði í opinbera geir-
anum og einkageiranum.
Þá sýndi launakönnun VR 2008 fram á að fé-
lagsmenn með grunnháskólagráðu voru að meðaltali
með 35 prósent hærri laun en þeir sem voru með fram-
haldsskólanám og munurinn á launum svarenda með
masters- eða doktorsgráðu mældust 55 prósent hærri
en laun framhaldsskólastúdenta og 68 prósent hærri
en laun þeirra sem aðeins hafa grunnskólapróf.
Út frá meðaltölum könnunar VR má reikna með
359 þúsund krónum mánaðarlaunum með framhalds-
skólapróf, 485 þúsund krónum með BA eða BS
gráðu, og 556 þúsund krónum með master eða
doktor.
Ef þessar tölur eru svo yfirfærðar á 40 ára starfsævi
má reikna með að fyrsta háskólagráðan skili rúmlega
60 milljónum brúttó í ævitekjur, og seinni háskólagráð-
an 34 milljónum brúttó til viðbótar.
Þá á eftir að draga frá sjálfan kostnaðinn af náminu
og töpuðum tekjum á meðan nám er stundað, en einnig
þarf að reikna þau bættu lífsgæði sem það getur haft í
för með sér að stunda spennandi nám og komast með
góðri menntun í draumastarfið.
Er gráðan 60 milljóna virði?
Það getur verið vandasöm fjár-
hagsleg ákvörðun að fara í nám.
Bæði þarf að greiða fyrir kennsl-
una, en námið getur líka komið
niður á launuðum störfum. Náms-
lán eru einkum í boði á há-
skólastigi og því verður seint hald-
ið fram að framfærslulánin dugi
að fullu fyrir eðlilegu uppihaldi,
hvað þá hjá barnafólki.
„Fólk þarf auðvitað að skoða vel
skuldbindingar sínar gagnvart
öðrum. Ákvörðun um að hefja
nám er líklegast tekin í samráði
við aðra fjölskyldumeðlimi, til þess
að skapa bæði tíma og svigrúm.
Miklu skiptir líka að njóta sín í því
námi sem maður velur sér,“ segir
Jónína Kárdal, náms- og starfs-
ráðgjafi hjá Háskóla Íslands. „Að
mínu mati auðgar allt nám andann
og um leið er verið að búa við-
komandi undir fjölbreytt störf á
vinnumarkaði. Ávinningur af námi
eru aukin tækifæri, bæði persónu-
leg og starfsleg.“
Arnheiður Gígja hjá Mími-
símenntun segist reikna með að
menntun sé yfirleitt góð fjárfest-
ing. „Fólk styrkir óneitanlega
stöðu sína á vinnumarkaði.
Kannski skilar námið sér ekki allt-
af í hærri launum, en að sama
skapi má reikna með að fólk sem
er duglegt að sækja námskeið og
dýpka þekkingu sína þyki eft-
irsóknarverðari starfskraftar og
standi betur að vígi á samdrátt-
artímum.“
Sterkari staða
Íslensk náttúra
Markmið náms í náttúru- og umhverfisfræði er að útskrifa
nemendur með góða undirstöðu í náttúrufræðum með
sérþekkingu á íslenskri náttúru.
Námið tengist störfum við stjórn og skipulag umhverfismála
og landnýtingar, mat á umhverfisáhrifum, náttúruvernd, kennslu o.fl.
Lbhí býður háskólamenntun til BS- og MS-gráðu.
Kynntu þér nám í náttúru- og umhverfisfræði
á heimasíðu skólans: www.lbhi.is
U
M
H
V
E
R
F
IS
D
E
IL
D
í hávegum höfð
Handverkshúsið Bolholt 4, 105 Rvk. Sími: 555 1212
Vefverslun: handverkshusid.is
BOLHOLTI
TRÉ
Tálgun
Tifsögun
Tréútskurður
Tréskúlptúr
SKARTGRIPIR
Silfurleir
Silfurkveiking
Silfursteypun
Víravirki
Perlu- og
silfurfestar
ANNAÐ
Steinaskart
Koparsláttur
Hnífagerð
Brýnsla
Leirbrennsla
HANDVERKSNÁMSKEIÐ
FRÁBÆRIR LEIÐBEINENDUR MEÐ
MIKLA REYNSLU HVER Í SÍNU FAGI.
Handverkshúsið þjónustar öll verkfæri og efni
til ástundunar tengt þessum námskeiðum og
miklu meira en það.
SKRÁNING OG UPPLÝSINGAR Í S: 555-1212
eða handverkshusid@handverkshusid.is
Skráið ykkur á póstlisann á handverkshusid.is
og fáið alla námskeiðsdagskrána senda í pósti.