Morgunblaðið - 06.01.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
ÞÖRF fyrir endurnýjaða stefnu í peninga-
málum og þörf fyrir að endurskoða stöðu Ís-
lands í alþjóðlegu tilliti, með hliðsjón af
reynslunni af EES eru tvær aðalástæður
þess, að Bjarni Benediktsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, telur að stíga verði fleiri
skref í átt til Evrópusambandsins. Þetta kom
fram á opnum fundi auðlindahóps Evrópu-
nefndar Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær.
Yfirskrift fundarins var „Hvaða umboð á for-
ysta Sjálfstæðisflokksins að fá frá lands-
fundi?“ Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi rit-
stjóri Morgunblaðsins, var framsögumaður
auk Bjarna.
„Með sjálfstæðri mynt er valinn sveigj-
anleiki í staðinn fyrir stöðugleika. Þar hefur
okkur brugðist bogalistin. Réttnefni á þess-
um vanda er of lítill agi í opinberum fjár-
málum,“ sagði Bjarni. „Ekki er hægt að horfa
fram hjá því að Evrópusambandið býður upp
á valkost. Kostir þess að tilheyra mynt-
bandalagi um evruna hafa nú fengið aukið
vægi í heildarmati á kostum og göllum við að-
ild að Evrópusambandinu.“
Evrópusambandið gerbreytt
Um hið síðarnefnda atriði sagði Bjarni að
EES-samningurinn hefði í grundvall-
aratriðum reynst Íslendingum vel. Hins veg-
ar væri Evrópusambandið gerbreytt frá þeim
tíma þegar samningurinn var gerður. „Við
höfum ekki gefið áhrifum þessara breytinga
á Ísland nægilegan gaum. Margt hefur
breyst og kominn er tími til að gera kerf-
isbundið mat á áhrifum þessara breytinga.“
Bjarni kvað umboðið til forystunnar eiga að
vera opið. Það mætti ekki vera þannig úr
garði gert að nauðsynlegur sveigjanleiki, sem
þarf til að leiða viðræður um ESB til lykta,
væri ekki fyrir hendi.
„Svar mitt við spurningunni um umboðið
frá landsfundi er skýrt og einfalt. Lands-
fundur á að fela forystumönnum flokksins að
standa vörð um ótvíræð og afdráttarlaus yf-
irráð yfir auðlindum okkar, hvort sem er í
orði eða á borði,“ sagði Styrmir. ,,Þótt ein-
ungis væri um að ræða formleg yfirráð
Brüssel yfir auðlindum okkar, getum við ekki
fallist á slíkt fyrirkomulag,“ sagði hann.
Þá sagði Styrmir að flokkurinn ætti að
gera hið beina lýðræði að baráttumáli sínu og
beita sér fyrir vandaðri löggjöf um það. Slíka
löggjöf sagði hann nauðsynlegan undanfara
atkvæðagreiðslunnar um ESB. Einnig lagði
hann til að landsfundur Sjálfstæðisflokksins
fæli forystumönnum að beita sér fyrir þver-
pólitísku samstarfi þar sem allir kostir í
gjaldmiðilsmálum yrðu teknir til skoðunar.
Þá sagði hann fráleitt að kjósa um aðild að
ESB og kjósa til Alþingis á sama tíma strax í
vor.
Styrmir kallaði líka eftir heiðarleika
Evrópusinna í umræðunni.
,,Það er alveg ljóst að aðild þýðir að við af-
sölum okkur þó ekki væri nema formlegum
yfirráðum yfir fiskimiðunum við Ísland. Þeir
sem halda öðru fram eru að blekkja fólk. [...]
Þetta mál snýst fyrst og fremst um það hvort
Íslendingar halda yfirráðum yfir þeim auð-
lindum sem þeir hafa barist fyrir á síðustu
áratugum, eða ekki.“
Umboð vegna ESB rætt í Valhöll
Bjarni Benediktsson þingmaður vill að landsfundur fái forystunni opið umboð í Evrópumálum
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, vill að umboðið snúist um verð auðlinda Íslands
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikill áhugi Húsfyllir var í Valhöll í gær.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
SKAMMBYSSAN sem sextán ára
piltur tók í óleyfi úr vörslu föður
síns á föstudag, án hans vitundar,
var í ólæstri hirslu. Eitt skilyrða
fyrir leyfi til að eignast skamm-
byssu er að skotvopnið sé geymt í
traustri hirslu. Að sögn lögreglu
er fyrstu yfirheyrslum lokið en
engin ákvörðun hefur verið tekin
um framhaldið. Líklegt er þó að
athæfi piltsins dragi dilk á eftir
sér, hann verði kærður fyrir ólög-
legan vopnaburð og faðir hans
hugsanlega sviptur skotvopnaleyfi.
Um áramótin síðustu voru skráð
53.123 skotvopn á Íslandi, skv.
upplýsingum úr landskrá skot-
vopna. Á sama tíma voru um það
bil 10.200 einstaklingar með gild
skotvopnaleyfi. Af þessum skot-
vopnum eru 2.312 skammbyssur,
en taka ber fram að þar með eru
taldar byssur sem leyfi hefur ver-
ið gefið fyrir vegna atvinnu, t.d.
fjárbyssur fyrir bændur á lögbýl-
um, fyrir dýralækna, skamm-
byssur fyrir haglaskot fyrir starfs-
menn sveitarfélaga sem vinna við
minkaveiðar o.fl., safnvopn og lög-
regluvopn auk vopna til nota við
íþróttaskotfimi. Auk þess er ekki
vitað hversu margar óskráðar
skammbyssur eru í umferð.
Sama tegund skammbyssu
og sérsveitarmenn bera
Leyfi fyrir skammbyssum, skv.
flokki D í reglugerð um skotvopn,
skotfæri ofl., eru aðeins veitt ein-
staklingi vegna íþróttaskotfimi og
þarf viðkomandi að uppfylla ýmis
skilyrði, s.s. að geyma skotvopnið
í traustri hirslu og hætti umsækj-
andi iðkun skotíþrótta má aft-
urkalla leyfið.
Komið hefur fram að skamm-
byssan sem pilturinn tók trausta-
taki á föstudag er í eigu föður
hans, fyrrverandi lögregluþjóns og
sérsveitarmanns. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er um
að ræða Glock 17 hálfsjálfvirka
skammbyssu, sömu tegundar og
sérsveitarmenn bera. Friðrik
Smári Björgvinsson, yfirmaður
rannsóknardeildar lögreglunnar,
vildi ekki tjá sig um stærð byss-
unnar og fékkst tegund hennar
ekki staðfest.
Í fyrrnefndri reglugerð kemur
fram að leyfisveitandi geti aft-
urkallað skotvopnaleyfi fari leyf-
ishafi ekki eftir settum fyr-
irmælum. Í vopnalögum kemur
m.a. fram að ólöglegt sé að flytja
inn hálfsjálfvirkar skammbyssur
en óljóst er hvort fyrrverandi sér-
sveitarmenn lúta sömu lögum.
Einnig ítrekaði lögregla í tilkynn-
ingu í gær að skotvopn og skot-
færi skuli ávallt geyma í læstum,
aðskildum hirslum.
Morgunblaðið/Júlíus
Leitað Lögreglumenn leituðu piltsins frá kvöldmatarleyti og undir miðnætti. Þá gaf hann sig fram á heimili ættingja sinna í Breiðholti.
Byssan var í ólæstri hirslu
Hugsanlegt að pilturinn hafi verið með Glock 17 hálfsjálfvirka skammbyssu
Á þriðja þúsund skammbyssur skráðar á Íslandi og alls óvíst með óskráðar
EINHVERS misskilnings hefur
gætt varðandi heimild bloggnot-
enda til að blogga um fréttir sem
skrifaðar eru á fréttavef mbl.is.
Hið rétta í málinu er það að þeir
einir geta bloggað um fréttir þar
sem nafn og kennitala eru í sam-
ræmi við upplýsingar Þjóðskrár.
Allir skráðir notendur blog.is
þar sem slíkt misræmi var til
staðar, fengu sendan póst fyrir
áramótin þar sem þeim var bent
á þessa breytingu ásamt upplýs-
ingum um hvernig hægt væri að
virkja réttar upplýsingar.
Þeir sem kjósa að virkja
skráningu samkvæmt Þjóðskrá
skrá sig inn, fara í Stjórnborð,
smella í Stillingar og í framhaldi
á tengilinn Um höfund. Á síðunni
sem þá birtist er síðan hakað við
nafn viðkomandi eins og það er
skráð í Þjóðskrá. Í framhaldi er
smellt á hnappinn Vista upplýs-
ingar.
Rétt er að taka fram að skráð-
ar höfundarupplýsingar á for-
síðu bloggara breytast ekki
vegna þessa. Til að sjá nafn
ábyrgðarmanns þarf að smella á
smámyndina eða upplýsingar
sem skráðar hafa verið um höf-
undinn. Í framhaldi birist síða og
neðst á henni eru upplýsingar
um hver ábyrgðarmaðurinn sé
samkvæmt Þjóðskrá.
Þeir sem kjósa að blogga nafn-
laust geta áfram gert það án
vandkvæða. Þeir hafa hins vegar
ekki aðgang að því að blogga um
fréttir, og útdráttur úr þeirra
bloggum birtist ekki á forsíðu
blog.is né öðrum síðum mbl.is.
Frétta-
blogg og
nafnleynd
Á NÝLIÐNU ári létust 32 ein-
staklingar af slysförum hérlendis.
Flestir létust í umferðarslysum
eða 12, 11 í heima- og frí-
tímaslysum, sex í vinnuslysum,
einn drukknaði og tveir létust í
öðrum slysum.
Langflestir sem létust voru
karlmenn eða 27 einstaklingar en
konur sem létust í slysum á árinu
voru fimm. Engin börn létust af
slysförum á árinu.
Tveir Íslendingar létust af slys-
förum erlendis og eru skráðir í
banaslysatölur í Danmörku og
Færeyjum.
34 létust af
slysförum
Hvaða skilyrði þarf að uppfylla
til að fá skotvopnaleyfi?
Að hafa náð 20 ára aldri og ekki ver-
ið sviptur sjálfræði, ekki gerst brot-
legur við ákvæði almennra hegning-
arlaga, áfengislaga, laga um ávana-
og fíkniefni, vopnalaga eða laga um
vernd, friðun og veiðar á villtum fugl-
um og villtum spendýrum. Einnig
þarf að viðkomandi að hafa nægilega
kunnáttu til þess að fara með skot-
vopn, vera andlega heilbrigður og að
öðru leyti hæfur til að eiga skotvopn.
Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til
að fá leyfi fyrir skammbyssu?
Að hafa svonefnt minna próf í eitt ár,
aukin skotvopnaréttindi í annað ár
og vera virkur meðlimur í við-
urkenndu skotfélagi. Leyfi fyrir
skammbyssu, þ.m.t. loftskamm-
byssa, er jafnframt aðeins gefið út
sé skotvopnið einvörðungu notað við
æfingar og keppni í viðurkenndum
keppnisflokkum á viðurkenndum
skotsvæðum, og skotvopnið sé ann-
ars geymt í traustum hirslum.
S&S