Morgunblaðið - 06.01.2009, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
Landbúnaður á hálum ís
Aðild að Evrópusambandinu myndi valda miklum breytingum á landbúnaði á Íslandi eins og fram kemur í um-
fjöllun Rúnars Pálmasonar um landbúnað og byggðastefnu ESB. Bændasamtök Íslands eru andvíg inngöngu
og forsvarsmenn svína- og alifuglabænda ganga svo langt að segja að þeirra búgreinar myndu nánast leggjast
af hér á landi. Leiða má líkum að því að bændur í hefðbundnum greinum yrðu fyrir minni skakkaföllum en margir aðrir sem starfa í land-
búnaði, m.a. vegna þess að innan ESB er mikil áhersla lögð á byggðamál. Þá má heldur ekki gleyma því að miklar breytingar hafa orðið í
landbúnaði hér á landi og breytingarnar væntanlega halda áfram, burtséð frá því hvort Ísland er í ESB eða utan.
S
ameiginleg landbúnaðar-
stefna Evrópusambandsins
er elsta og um leið umdeild-
asta stefnumál sambands-
ins. Kostnaðurinn er gríðarlegur
eða um 50 milljarðar evra á ári. Of-
an á þá fjárhæð bætast tollar, sem
eru hluti af stefnunni, en þeir valda
því að matvælaverð innan sam-
bandsins er hærra en ella væri.
Meðal annarra afleiðinga af land-
búnaðarstefnu ESB er að sam-
keppnisstaða annarra ríkja, sem
ekki hafa efni á að niðurgreiða sinn
landbúnað, er verri sem verndinni
nemur. Þetta á m.a. við um þróun-
arríki sem reiða sig á landbún-
aðaframleiðslu.
Í flestra eyrum hljómar þessi lýs-
ing á landbúnaðarstefnu Evrópu-
sambandsins líklega illa. Það vill
hins vegar svo til að sá stuðningur
og styrkir sem ESB veitir til land-
búnaðar í gegnum sameiginlegu
landbúnaðarstefnuna eru talsvert
lægri en sá stuðningur sem íslensk
búvöruframleiðsla fær í gegnum ís-
lenska landbúnaðarkerfið.
Styrkir og tollar
Í fyrra námu beinar greiðslur úr
ríkissjóði Íslands vegna búvöru-
framleiðslu níu milljörðum króna
og 1,8 milljörðum var varið í fram-
lög og sjóði í þágu landbúnaðar,
samtals 10,8 milljörðum. Ofan á
þessa upphæð bætist sú vernd sem
felst í tollum og sé henni bætt við
nam stuðningur ríkisins við land-
búnaðarframleiðslu um 13,6 millj-
örðum á ári, að mati OECD. Hvergi
annars staðar innan OECD er land-
búnaður studdur jafn mikið, en að-
eins Noregur, Sviss og Suður-
Kórea styrkja sinn landbúnað af
eins miklum krafti.
Allir tollar falla niður
Sama dag og Ísland gengi í Evr-
ópusambandið féllu innflutnings-
tollar á landbúnaðarafurðum frá
ESB niður. Hvað þetta þýddi fyrir
innflutning á landbúnaðarafurðum
færi að sjálfsögðu mikið eftir því
hvert gengi íslensku krónunnar
væri. Miðað við gengið í dag yrði
innflutningur væntanlega minni en
hann hefði verið fyrir fall en sé
miðað við sögulegt gengi krón-
unnar, fyrir hrunið í haust mætti
búast við töluverðum innflutningi á
flestum tegundum landbúnaðar-
afurða.
Minni stuðningur í kreppu
Reynsla Finna af landbúnaði inn-
an ESB stendur Íslendingum nærri
enda aðstæður í Norður-Finnlandi
um ýmislegt líkar aðstæðum hér á
landi. Því er athyglisvert að lesa
„fróðleiksmola úr Finnlands-
heimsókn“ í skýrslu utanríkisráðu-
neytisins um landbúnað frá 2003:
„Athygli vakti að þrátt fyrir mikla
gagnrýni á skrifræði o.fl. innan
ESB virtist tónninn í finnskum
bændum og hagsmunaaðilum
þeirra gagnvart inngöngu í sam-
bandið ekki sérstaklega neikvæður
og jafnvel jákvæður í sumum til-
vikum. Virðist miklu máli skipta, að
þeirra áliti, að stuðningur almenn-
ings við landbúnað fór þverrandi í
efnahagslægðinni sem skall á í
Finnlandi við hrun markaða í Sov-
étríkjunum.“
Það er að sjálfsögðu ekkert hægt
að fullyrða hvað gerist í kreppunni
hér, hvort almenningi finnist of
mikið að greiða 11 milljarða á ári
með landbúnaðarkerfinu og búa
samt við hátt verð á landbúnaðar-
afurðum. Samanburðurinn við önn-
ur lönd er reyndar hagstæðari eftir
hrun krónunnar en á móti kemur
að hrunið veldur því að kostnaður
eykst, ekki síst kjúklinga- og svína-
bænda sem reiða sig nánast al-
gjörlega á innflutt dýrafóður. Þessa
hlýtur að gæta í verðlagi, fyrr eða
síðar. Bændur benda á móti á að
kreppan sýni hversu mikilvægt það
er að framleiða landbúnaðarafurðir
en reiða sig ekki um of á innflutn-
ing.
Dýrt að rækta garðinn sinn
Bú með greiðslumark í mjólk og sauðfé
3778
2037
1990/1991 2008
Fækkun:
46%
Fjöldi sem starfar að landbúnaði
7700
6000
1990/1991 2008
Fækkun:
22%
*Framlög til byggðaáætlunar og Byggðastofnunar. Annað, sem í sjálfu sér mætti flokka sem byggða-
mál, er ekki tekið með í reikninginn, s.s. niðurgreiðsla á húshitunarkostnaði (1,1 milljarður), jöfnun
raforkukostnaðar (245 milljónir), starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar á landsbyggðinni, úthlutun úr Orkusjóði
o.s.frv. Í strangasta skilningi (og skv. fjárlögum) eru þessi atriði ekki flokkuð sem byggðamál.Kúabændur Fjárbændur Svínabændur Kjúklingabændur
1993
2000
2006
Fjöldi skráðra búfjáreigenda
1.
70
3
1.
59
1
82
9
3.
28
6
3.
22
3
2.
43
5
10
4
87 16 17
Fjöldi búfjár
1993
2000
2006
Mjólkurkýr Sauðfé Svín (gyltur)
30
.0
28
27
.0
64
25
.5
01
48
2.
49
8
45
8.
58
4
44
8.
08
4
3.
40
2
3.
69
3
4.
13
7
Byggðamál
Opinber stuðningur við landbúnað (sem hlutfall af verðmæti framleiðslunnar)
Ísland Noregur ESB
1986-88
2004
2006
77%
65% 66%
71%
67% 65%
41%
35%
32%
Greiðslur vegna búvöruframleiðslu (kýr og kindur) 10,2 milljarðar
Framlög og sjóðir í þágu landbúnaðarins 1,5 milljarðar
Samtals 11,7 milljarðar
(Byggðamál) 1* milljarður
Kjötsala í kílóum
á hvern íbúa
Kindakjöt
Nautgripakjöt
Svínakjöt
Alifuglakjöt
Hrossakjöt
41,5
26,7
23,3
10,7
11,8
11,3
6,6
12,2
20,8
7,2
6,4
23,5
3,3
2,5
2
1985 1995 2008 (áætlun)
1110
Íslenskum bændum hefur fækkað mikið og neyslan breyst
Ríkissjóður Íslands ver um 11 milljörðum á ári í landbúnaðarstyrki Mesti stuðningur innan OECD
Kreppan í Finnlandi á síðasta áratug varð til þess að almenningur var síður til í að styðja landbúnað
Evrópusambandið | Landbúnaður og byggðastefna