Morgunblaðið - 06.01.2009, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.01.2009, Qupperneq 13
13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009 Áhrif á matvælaverð Ínokkrum nýlegum skýrslum er fjallað um áhrif á mat-vælaverð ef Ísland gengi í ESB. Allar voru þær þó gerðar áður en krónan hrundi í haust og þar af leiðandi hljóta útreikningarnir að vera í uppnámi. Hrun krónunnar leiddi til þess að verðsamanburður á innlendum og erlendum matvörum varð innlendri framleiðslu hagstæðari en áður. Á hinn bóginn verður að líta til þess að verðbólga og dýrari aðföng hér á landi gæti leitt til þess að innlend vara hækki. Hver samanburðurinn verður á endanum fer auðvitað að verulegu leyti eftir gengi krónunnar. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2004 segir að heild- söluverð á landbúnaðarafurðum myndi lækka, t.d. myndi heildsöluverð á mjólk lækka um 10-15 krónur. Áhrif á nauta- og svínakjöt voru sögð óljós en bent var á að verð á svínakjöti var 50% hærra en í Svíþjóð. Með vissum fyrirvörum var ályktað að matvælaverð myndi lækka um 10%. Í skýrslu frá Samkeppniseftirlitinu frá 2005 kom fram að matvælaverð var um 42% hærra hér en annars staðar í Evrópu. Í skýrslu Hallgríms Snorrasonar hagstofustjóra frá 2006 kemur fram að það sé samnefnt með þeim athugunum sem hafi verið gerðar um verð á matvælum að sú stefna stjórnvalda að vernda landbúnað fyrir samkeppni frá erlendum vörum sé ein helsta ástæða þess hversu matvælaverð er hátt hér á landi. Í skýrslu hans kom fram að matvælaverð árið 2003 var 11% hærra en í Danmörku og 26-27% hærra en í Svíþjóð. Í bók Eiríks Bergmanns Einarssonar og Jóns Þórs Sturlusonar „Hvað með evruna“ frá 2008 var áætlað að verð á neysluvöru gæti lækkað um 15%, bæði vegna þátta sem snerta landbúnað beint en einnig vegna aukinnar samkeppni í verslun. Miðað við reynslu annarra ríkja, þ.m.t. Finnlands, og þeirrar miklu verndar sem íslenskur landbúnaður nýtur væri hægt að gera ráð fyrir 25% lækkun á matvælaverði almennt. Við inngöngu Finna í Evrópusambandið árið 1995 lækkaði matvælaverð um 11%. Fram til 2005 hækkaði meðalverð á matvælum um 11% en almennt verðlag á útgjöldum heimila hækkaði um 13%. Mestu munaði um verðlækkun á kjötvörum sem lækkuðu um 20%. Á rið 2003 var ráðist í miklar um- bætur á sameiginlegri land- búnaðarstefnu ESB. Róttæk- asta breytingin var sú að framleiðslutengdir styrkir voru nánast afnumdir. Áður fóru styrkfjárhæðir eftir því hversu mikið bændur fram- leiddu með þeim afleiðingum að smjör- og kjötfjöll hlóðust upp víðsvegar um álfuna. Þessu hefur verið breytt. Nú fá bændur, í langflestum tilvikum, styrk út á hvern hektara af skilgreindu land- búnaðarlandi en ekki út á framleiðslu. Bændur þurfa sem sagt ekki að fram- leiða neitt til að fá styrki heldur er not- ast við önnur viðmið, s.s. að þeir haldi landinu sem þeir fá greitt fyrir í góðu landbúnaðarhæfu ásigkomulagi, þ.e. kandið þarf að vera tilbúið til landbún- aðarframleiðslu. Einnig eru gerðar ákveðnar kröfur vegna umhverf- ismála. Þetta er gert til að draga úr of- framleiðslu og tengja framleiðsluna betur við óskir neytenda. Í þessu kerfi hafa bændur meiri hag af því að fram- leiða vörur sem seljast vel. Hagnaður þeirra fer eftir því hversu vel varan selst og hversu hátt verð fæst fyrir hana. Markmiðið er að eftirspurn ráði meiru um framleiðsluna. Borgað fyrir framleiðslu Uppbygging íslenska landbún- aðarkerfisins er gjörólík. Hér á landi eru nánast allir styrkir til bænda mið- aðir við framleiðslu (hér er átt við styrki til sauðfjár- og nautgripa- bænda sem fá yfirgnæfandi hluta af styrkjunum). Þessu kerfi yrði þó ekki endilega kollvarpað við inngöngu í ESB því líta verður til þess að styrkir innan ESB sem fást á grundvelli norðlægrar legu og harðbýlis eru greiddir út á fram- leiðslu. Því má gera ráð fyrir að meiri- hluti af greiðslum til íslenskra bænda yrði eftir sem áður á grundvelli fram- leiðslu, gengi Ísland í ESB, að mati Ernu Bjarnadóttur, hagfræðings Bændasamtaka Íslands. Flókið að breyta Bændur í ESB öðluðust rétt til að fá greiðslur út á landbúnaðarland ef þeir stunduðu landbúnað á árunum 2000-2002. Það má því ætla að ef Ís- land gengi inn í ESB yrðu styrkirnir miðaðir við framleiðslu 2-3 ár á undan. Síðan yrði að skilgreina hvaða land yrði greitt út á. En þá vandast málin svo um munar. Nú er það svo að vegna veðurfars þurfa bændur á Suðurlandi smærri tún en norðlenskir bændur til að fá sama heyfeng (að meðaltali). Það væri varla sanngjarnt að norðlenskir bændur fengju af þessum sökum hærri greiðslur en þeir sunnlensku. Skýrist í viðræðum Íslenskir bændur reiða sig í tölu- verðum mæli á úthagabeit en í land- búnaðarstefnu ESB er ekki greitt fyrir úthaga. Óljóst er hvernig leyst yrði úr þessu. Hvað sem öðru líður má ætla að Íslendingar myndu sækja fast að tryggja sér sem lengstan að- lögunartíma að kerfi ESB. Erna Bjarnadóttir treystir sér ekki til að segja til um hvernig leyst yrði úr þessu. Úr því fengist ekki skorið nema með aðildarviðræðum. Styrkir á hektara, kíló eða lítra  Uppbygging landbúnaðarstefnu ESB og íslenska landbúnaðarkerfisins er gjörólík  Á Íslandi er borgað fyrir framleiðslu en ESB ákvað að hætta að beita þeirri aðferð Morgunblaðið/Þorkell Vandi ESB eða ekki, mu eða möö? GENGI Ísland í ESB yrði sameiginlega landbúnaðarstefnan tekin upp hér á landi með þeirri aðlögun og þeim undanþágum sem um myndi semj- ast. En hvað væri hægt að semja um? Í samningaviðræðunum myndu Ís- lendingar án vafa líta til reynslu Finna og Svía sem sömdu um að geta styrkt landbúnað á heimskautasvæð- um og á harðbýlum svæðum umfram það sem gerist og gengur í ESB. Vegna þessara samninga hafa Finnar nú heimild til að veita 35% meiri styrki til landbúnaðar en meðaltal ESB. Sérstakur stuðningur við heim- skautalandbúnað nær til þess svæðis sem er norðan 62° breiddargráðu og það vill svo til að allt Ísland er norðar en það. Þá má einnig styðja sér- staklega við bakið á landbúnaði á harðbýlum svæðum og allar líkur eru taldar á að Ísland allt myndi falla undir þá skilgreiningu. Engin ástæða er til að ætla annað en að Íslendingar gætu samið um að minnsta kosti sambærilegan stuðning við sinn landbúnað eins og Finnar sömdu um. Ekki úr sjóðum ESB Mikilvægt er að hafa í huga að um- framstyrkir til landbúnaðar á norð- urslóðum eru ekki greiddir úr sjóðum ESB heldur er eingöngu um heimild til innanlandsstuðnings að ræða. Í Finnlandi greiðir ESB um 30% af harðbýlisstyrkjum en finnski rík- issjóðurinn greiðir 70%. Þannig greiðir finnski ríkissjóðurinn nú um 60% af styrkjum til landbúnaðar í Finnlandi en 40% koma úr sjóðum ESB. Íslenskur landbúnaður gæti sem sagt notið styrkja umfram það sem gengur og gerist í ESB en þeir fjár- munir yrðu að langmestu leyti greiddir úr ríkissjóði Íslands. Hversu mikill sá stuðningur yrði færi annars vegar eftir því hvaða samning væri hægt að gera við ESB og hins vegar eftir því hversu mikið Íslendingar gætu og vildu borga aukalega til innlends landbúnaðar. Verri staða innan ESB Í ítarlegri skýrslu utanríkisráðu- neytisins um íslenskan landbúnað í alþjóðlegu umhverfi sem kom út árið 2003 var komist að þeirri niðurstöðu að miðað við óbreytt styrkjakerfi yrði að telja að staða íslensk landbúnaðar yrði verri innan ESB en utan þess. Erna telur að það mat eigi enn við. Þar vegur þyngst sú staðreynd að allir innflutningstollar leggjast af frá fyrsta degi ESB-aðildar. Það sé þó ekki að hægt að segja til um hversu mikið styrkir muni lækka fyrr en að- ildarsamningur liggur fyrir. „Ég hef ekki nægjanlegt hugmyndaflug til að sjá hvað kæmi út úr viðræðunum.“ Samningar á vettvangi Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar WTO settu verulegt strik í (bú)reikninginn en skv. samningsdrögunum myndu toll- ar lækka og styrkjakerfið breytast. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtakanna, telur að hægt væri að „halda betur utan um“ land- búnaðinn utan sambandsins, jafnvel þótt samið yrði á vettvangi WTO. „Á mannamáli þýðir það minni sam- drátt. Þetta segi ég miðað við að annað verði óbreytt og niðurstaða í yfirstandandi WTO-viðræðum í takt við fyrirliggjandi samningsdrög og að íslensk stjórnvöld myndu ekki ganga lengra í því að breyta landbún- aðarstefnunni.“ Um hvað yrði samið? Aukagreiðslur kæmu úr ríkissjóði SAMÞYKKI Alþingi frumvarp til nýrrar matvælalöggjafar sem nú liggur fyrir þinginu, hefur Ísland tekið upp mat- vælalöggjöf ESB að langmestu leyti. Samkvæmt frumvarpinu verður m.a. leyft að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt. Íslendingar sömdu þó um mjög mik- ilvæga undanþágu, þ.e. að áfram verð- ur bannað að flytja inn lifandi dýr. Ís- lendingar yrðu að semja um að sú undanþága yrði áfram í gildi. Að sögn þeirra embættismanna sem Morg- unblaðið ræddi við ætti það að vera tiltölulega auðsótt, svo lengi sem Ís- lendingar gætu sýnt fram á það með fræðilegum rökum að hætta stafaði af innflutningi af lifandi dýrum og slík rök væru svo sannarlega fyrir hendi. Þá bentu þeir einnig á að stefna ESB væri að vernda fjölbreytileika búfjár- stofna. Það væri engum í hag ef ís- lenskir búfjárstofnar hryndu niður af völdum sótta. Matvæla- löggjöf á leiðinni Í öllum þeim skýrslum sem gerðar hafa verið um áhrif af inngöngu Íslands í ESB kemur fram að matvælaverð myndi lækka. Það er misjafnt eftir því hvaða skýrsla er lesin hvað lækkunin er sögð vera mikil. Í skýrslu sem Eiríkur Bergmann Einarsson og Eva Heiða Önnudóttir gerðu fyrir Neytendasamtökin sl. vetur kemur fram að matvælaverð myndi lækka um allt að 25% en þetta er meiri lækkun en spáð er í öðrum skýrslum. Að sögn skýrsluhöfunda myndu niðurfelling tolla á matvæli frá ESB, aukin samkeppni og hag- ræðing í landbúnaði innanlands leiða til lægra vöruverðs. Lækkunin myndi ekki koma strax fram heldur gæti þróunin orðið sú að smám saman drægi saman með vöruverði á Íslandi og vöruverði í nágrannalöndunum. Þegar skýrslan var í vinnslu var staða krónunnar allt önnur og sterk- ari. Hvaða áhrif hefur gengisfallið á samanburðinn? Í samtali við Morgunblaðið sagði Eiríkur Bergmann að hærra verð á matvöru frá ESB þýddi að upphæð tollanna væri hærri og því munaði meira um brotthvarf þeirra. Á móti kæmi að innlend matvara væri nú ódýrari miðað við þá erlendu en þeg- ar skýrslan var gerð. Það væri flókið að reikna út hver niðurstaðan væri en honum sýndist að þrátt fyrir geng- ishrunið yrði ávinningur neytenda svipaður, matvæli myndu lækka um 25% við aðild að ESB. Matvæli myndu lækka  Tollar á landbúnaðarafurðir myndu falla niður við inngöngu  Reiknað var út að matvæli myndu lækka um 10-25% TIL hvers er ESB með landbún- aðarstefnu? Eða Ísland, mætti eins spyrja. Stuðningsmenn landbún- aðarstefnu ESB benda á að ef engin landbúnaðarstefna eða -kerfi væri til staðar myndi verð á landbúnaðar- afurðum sveiflast í takt við upp- skeruna. Hærra verð á landbúnaðar- afurðum myndi snögghækka verðbólgu sem hefði mikil áhrif á út- gjöld heimilanna. Félli verð á afurð- um of mikið myndu margir bændur væntanlega hætta búskap sem drægi úr framleiðslu. Í öðru lagi benda þeir á að ESB megi ekki verða of háð innflutningi á matvælum, bæði til að tryggja nægt framboð en einnig til þess að greiðslujöfnuður við önnur ríki verði ekki óhagstæður um of. Í þriðja lagi sé tilgangurinn sá að viðhalda byggð og atvinnu í sveit- um. Í fjórða lagi er stefnan rökstudd með því að hún sé nauðsynleg til að tryggja hollustu matvæla. Til hvers að styðja? Landbúnaður og byggðastefna | Evrópusambandið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.