Morgunblaðið - 06.01.2009, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
ANDVÍGUR Haraldur Benediktsson
er formaður Bændasamtaka Íslands og
bóndi.
V
ið höfum aldrei séð ljósið fyrir
landbúnaðinn,“ segir Har-
aldur Benediktsson. Bænda-
samtökin hafi markvisst
fylgst með þróun sambandsins og
sérstaklega með endurskoðun á land-
búnaðarstefnunni og vegið og metið
kostina. Niðurstaðan er nei við ESB.
Samningurinn sem Finnar gerðu
þegar þeir gengu í sambandið er sá
hagstæðasti sem bændur hafa fengið
og líklegt hlýtur að teljast að Íslend-
ingar fái a.m.k. jafngóðan samning.
En eru einhverjar líkur á að íslenski
samningurinn gæti orðið betri?
„Ég get ekki lagt mat á það. Við
fáum að minnsta kosti ekki betri
samning ef íslenskir stjórnmálamenn
fást ekki til að lýsa því yfir að land-
búnaður sé forgangsmál.“ Haraldur
bendir einnig á að þótt finnski samn-
ingurinn hafi verið tiltölulega hag-
stæður og Finnar haldið mikilli
tryggð við finnskar búvörur, hafi
tekjur finnskra bænda dregist saman
um 30% frá inngöngu. Slíkt myndu ís-
lenskir bændur ekki lifa af. Haraldur
tekur um leið fram að bændur eins og
aðrir líði fyrir ógnarháa vexti og lágt
gengi íslensku krónunnar, lausn þurfi
að finnast á því vandamáli.
Ef íslenski samningurinn yrði sam-
bærilegur þeim finnska, gætu bænd-
ur þá stutt inngöngu?
„Það fer eftir því hvað er mikill
greiðsluvilji hjá íslenska ríkinu. Ef
gengið væri í ESB með tilheyrandi
falli tollamúra, þyrftu bændur meiri
fjárhagslegan stuðning en þeir fá í
dag. Okkar svar er líkt og norskra
bænda, án tollverndar er ekki grund-
völlur fyrir landbúnaði.“
Bændum hefur fækkað und-
anfarin ár. Hvernig sérð þú fyrir þér
að landbúnaðurinn myndi þróast,
gengi Ísland í sambandið?
„Ég get ekki svarað því fyrir víst
en það má alveg eins segja að við
mundum hafa um 100 kúabændur og
300-400 sauðfjárbændur. Alifugla-
og svínaræktin munu nánast hverfa
og grænmetisrækt minnka til mikilla
muna. Það verður bara sýn-
ishornabúskapur á Íslandi,“ segir
Haraldur.
Fækkar líka utan ESB
Bændum muni reyndar fækka þó
Íslendingar gangi ekki í ESB, en
ekki eins mikið. Þá myndi fram-
leiðsla á mjólkurafurðum minnka til
muna eftir inngöngu þótt áfram yrði
framleidd drykkjarmjólk. Haraldur
bendir hins vegar á að sú framleiðsla
gefi mun minna af sér en sú sem nú
er stunduð. Framleiðsla á drykkjar-
mjólk eingöngu væri aðeins sýn-
ishorn miðað við stöðuna í dag.
Ekki yrðu bara bændur fyrir bú-
sifjum. Haraldur að alifugla- og
svínakjötsframleiðsla myndu að
mestu hverfa og það myndi kippa
fótunum undan flestum afurðastöð-
um. Bændur myndu áfram njóta
styrkja, en engir slíkir styrkir væru í
boði fyrir afurðastöðvar eða aðra
þjónustuaðila. Haraldur hefur miklar
áhyggjur af afleiðingunum fyrir bæi
eins og Blönduós og Selfoss sem
byggja töluvert á afurðavinnslu.
Stuðningur ríkisins við bændur
hefur minnkað á undanförnum árum.
Um leið hafa staðið yfir samninga-
viðræður á vettvangi Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar (WTO) um
lækkun tolla og ríkisstyrkja. Hvaða
stöðu yrði íslenskur landbúnaður í ef
samningar tækjust á grundvelli
WTO en Ísland stæði utan ESB?
Haraldur dæsir. „Niðurstöður í
samningaviðræðum WTO geta orðið
slæmar. Niðurstöður WTO-
samninga í þeirri mynd sem við bú-
umst við, verða til að aftengja þarf
framleiðslustuðninginn í meira mæli.
En við gætum útfært slíkar breyt-
ingar á okkar forsendum en ekki
með aðild að ESB. En um nið-
urstöður þeirra höfum nánast ekkert
að segja, og þær snerta landbúnað í
öllum ríkjum.“
Lengri útgáfa af viðtalinu er á mbl.is/
esb. Þar ræðir Haraldur um norska fóst-
urvísa, matvælafrumvarpið, linkind
stjórnvalda og fleira
Bændur sjá ekki ljósið fyrir landbúnaðinn
Fáum ekki betri samning en Finnar ef stjórnmálamenn lýsa ekki yfir að landbúnaðurinn sé forgangsmál
Framleiðsla á mjólkurafurðum myndi minnka til muna þótt áfram yrði framleidd hér drykkjarmjólk
Morgunblaðið/RAX
Bóndi Haraldur Benediktsson er bóndi og formaður Bændasamtaka Íslands.
FINNLAND Simo
Tiainen er stjórnandi
finnsku landbúnað-
arsamtakanna, MTK
Þ
egar Finnland
gekk í Evrópu-
sambandið
lækkaði verð
til bænda á einni
nóttu, mismikið eftir
greinum, um 45-50
prósent að meðaltali.
Þetta hefði verið
bylmingshögg fyrir
landbúnaðinn ef ekki
hefðu verið fundnar
leiðir til að bæta
bændum upp áfallið með nokkrum
aðferðum sem voru fundnar upp
fyrir inngönguna. Þessi spurning
skipti miklu máli í finnskum stjórn-
málum,“ segir Simo Tiainen, stjórn-
andi landbúnaðarsamtakanna MTK,
um fyrstu áhrifin af inngöngunni á
finnskan landbúnað.
Hefð var fyrir verndun innlendrar
landbúnaðarframleiðslu með bein-
um, opinberum styrkjum og tolla-
múrum.
Til að vega upp á móti tapi
bænda hafi verið samið um beinar
greiðslur til stéttarinnar fyrir inn-
gönguna, sem hafi þó einar og sér
ekki bætt upp tapið sem þeir urðu
fyrir samfara breyttu rekstr-
arumhverfi.
Byggðastefna til mótvægis
„Stjórnvöld ýttu úr vör byggða-
stefnu sem fól í sér stuðning við
þróun og uppbyggingu
á landsbyggðinni og í
dreifbýli. Evrópusam-
bandið tekur þátt í
fjármögnun þessara
verkefna. Meirihluti
fjárins kemur hins veg-
ar frá stjórnvöldum,“
segir hann og vísar til
aðildarsáttmálans.
„Veigamestu aðgerð-
irnar voru sérákvæði í
aðildarsáttmálanum,
ákvæði sem eru mjög
þekkt í bænda-
samfélaginu,“ segir
hann og á við sér-
ákvæði 141 og 142.
Nær fyrra ákvæðið til Suður-
Finnlands en það veitir stjórnvöld-
um heimild til að grípa til
mótvægisaðgerða þegar kreppir að
í landbúnaðinum í þeim hluta
landsins. Það síðara er sniðið að
Norður-Finnlandi og felur í sér
stöðugar aðgerðir til stuðnings
landbúnaðinum þar.
Framleiðslan færist norður
Inntur eftir áhrifum ákvæðanna
segir Tiainen mikinn mun á land-
búnaðarframleiðslunni í suður- og
norðurhluta landsins. Framleiðslan
sé hægt og sígandi að færast til
norðurhlutans, þróun sem þegar
hafi átt sér stað í mjólkur og
nautakjötsframleiðslunni. Hluti
ástæðunnar sé fólginn í styrkja-
kerfinu, það er sérákvæði 142 um
norðurhlutann.
Bændur hafi meiri hagnað af
landbúnaðarframleiðslunni í norð-
urhlutanum en í suðurhlutanum.
Aðspurður um afstöðu finnskra
bænda til Evrópusambandsins segir
Tiainen þá almennt ekki ánægða
með stefnu sambandsins. Hans
mat er að 90 prósent bænda og
fjölskyldna þeirra styðji Miðflokk-
inn, flokk bænda í gegnum tíðina.
Landbúnaðurinn hafi, öndvert við
iðnaðinn og útflutningsfyrirtækin,
almennt verið mjög tortrygginn
gagnvart inngöngunni.
Hvað varðar hlut landbúnaðarins
í þjóðarframleiðslunni þá hafi hann
verið um 4 prósent við inngönguna,
en 1,5 prósent í dag, eða þar um
bil. Séu matvælaiðnaðurinn og
tengd framleiðsla tekin með í
reikninginn hækki hlutfallið í 15
prósent af þjóðarframleiðslunni,
eða um það bil.
Skrifræðið hefur aukist mikið
Tiainen er þeirrar skoðunar að
aðildin hafi aukið skrifræðið.
„Inngangan í Evrópusambandið
hefur stóraukið skrifræði í land-
búnaðinum, þróun sem bændur eru
vitaskuld ekki ánægðir með,“ segir
Tiainen, sem telur að bændur fái
nú jafnvel meiri styrki en fyrir að-
ildina.
„Ef þú leggur saman allan stuðn-
inginn við bændur þá hefur hann
aukist,“ segir hann og bendir á að
meira fé renni nú til umhverf-
isverndar á landbúnaðarsvæðum en
áður. Hluti styrkjanna vegi upp á
móti auknu álagi á bændur.
baldura@mbl.is
Skrifræði jókst, verð til bænda
lækkaði en styrkir hækkuðu
Simo Tiainen
Landbúnaður var eitt umdeildasta málið í aðdraganda inngöngu Finnlands í ESB árið 1995
MEIRI VINNA Anders
Winqvist ræktar korn
F
innski kornbónd-
inn Anders
Winqvist hefur
sömu tekjur og
fyrir inngöngu landsins
í Evrópusambandið,
þrátt fyrir að 70 hekt-
ara býli hans sé 50
prósentum stærra en
fyrir inngönguna. Áður
voru 10 bændur í ná-
grenninu, nú eru þeir
aðeins þrír. Winqvist
býr í grennd við Tuu-
sulsa. Býli hans er
sunnan við 62° breiddarbaug og fell-
ur búskapurinn því ekki undir heim-
skautalandbúnað.
Að sögn Winqvists er skýringin
einföld. Framlög Evróusambandsins
til landbúnaðarins eru svo miklu
lægri en opinberu styrkirnir áður að
nauðsynlegt var að stækka býlin og
helst að tvöfalda framleiðsluna til að
fá sömu framlög og áður.
Hlutur styrkja frá sambandinu í
innkomu Winqvists, sem ræktar
hveiti og malt, er á bilinu 50 til 60
prósent og þarf hann að gera grein
fyrir hektarafjöldanum og hvað verið
sé að rækta á landi hans. Að auki
fari fulltrúar sambandsins yfir býlin
á fimm ára fresti. Finni eftirlitsmenn
misfellu í rekstrinum sé bændum
refsað á þann hátt að næsta ár eru
þeir ýmist aðvaraðir eða gengið svo
langt að draga úr framlaginu.
Eins og gefur að skilja hefur þró-
unin leitt til þess að
bændum hefur fækkað,
hvort sem þeir hafa bú-
fénað eða ekki, og segir
Winqvist eina afleið-
inguna þá að dregið
hafi úr samtakamætt-
inum. Það dragi úr hóp-
eflinu þegar færri geti
beitt sér í réttinda-
málum bænda.
„Markaðirnir sem
kaupa vörurnar af
bændunum fá mestan
hluta hagnaðarins af
framleiðslunni. Mark-
aðsmennirnir geta sagt
við bændurna að ef þeir
séu ekki ánægðir geti þeir allt eins
keypt vörur frá Danmörku eða
Þýskalandi,“ segir Winqvist.
Óvissa um framtíðina
Aðspurður hvernig það sé að
stunda búskap í þessu umhverfi seg-
ir Winqvist óvissu ríkja um land-
búnað í heiminum, ekki aðeins innan
ESB.
Inntur eftir afstöðu sinni til
styrkjakerfis sambandsins kveðst
Winqvist telja að færa megi rök fyrir
því að miða eigi við að greiðslur séu
í samræmi við framleiðni bænda.
Hitt beri að hafa í huga að ESB sé
bandalag sem nái suður til Miðjarð-
arhafsins. Því sé ósanngjarnt að
bera saman framleiðni í suður- og
norðurhluta álfunnar.
baldura@mbl.is
Lengri útgáfa er á mbl.is/esb
Sömu tekjur af
helmingi stærra búi
Anders Winqvist
FORMENN svína- og kjúklingabænda
eru afar svartsýnir á stöðu sinna bú-
greina, kæmi til aðildar Íslands að
ESB. Spurðir um áhrif á verð segja
þeir að sjálfsagt myndi verðið lækka
fyrst í stað. Lítil samkeppni á mat-
vælamarkaði myndi síðan éta upp
þann hagnað neytenda.
Mikil samþjöppun einkennir svína-
og kjúklingarækt, í hvorri grein eru
aðeins um 20 bændur. Svína- og kjúk-
lingabændur benda á að margir starfi
við úrvinnslu og þeir framleiði betri
vöru en sé á boðstólum innan ESB.
Viðtöl við formenn svína- og kjúk-
lingabænda eru á mbl.is/esb.
Svartsýnir
forystu-
menn
Skúli Einarsson Ingvi Stefánsson
Evrópusambandið | Landbúnaður og byggðastefna