Morgunblaðið - 06.01.2009, Síða 17

Morgunblaðið - 06.01.2009, Síða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009 Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is RÍKAR þjóðir, sem skortir ræktarland, eru að sölsa undir sig gífurlega mikið af landi í fátæk- um ríkjum í Asíu og Afríku. Hafa ýmsir varað við þessari þróun, sem þeir segja munu auka fátækt og vannæringu og sé hugsanlega ávísun á alvarleg átök síðar meir. Hátt verð á olíu og hráefnum, aukin áhersla á framleiðslu lífræns eldneytis og fjármála- kreppan hafa kynt undir þróuninni en þar fara fremst í flokki Kína og Suður-Kórea, sem vant- ar ræktarland, og olíuríkin í Mið-Austurlönd- um með dollarasjóðina sína. Samtökin Grain, sem hafa aðsetur á Spáni gerðir við ríki þar sem stjórnsýslan er veik og spilling landlæg. Kína, Suður-Kórea, Kúveit, Katar og fleiri ríki hafa keypt upp eða eru að semja um uppkaup á landi í mörgum Afríkuríkjum og í Asíu, t.d. í Indónesíu, Kambódíu, Laos og á Filippseyjum. Sem dæmi má nefna, að búið er að selja tvær til þrjár milljónir hektara í Laos. Óttast er, að þetta leiði til aukins landleysis meðal bænda í viðkomandi löndum og það getur aftur leitt til ólgu og átaka. Þá segir FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, að með því að taka upp einhæfa ræktun á stórum svæðum sé verið að breyta umhverfinu með alvarlegum hætti. heimalands eigendanna eða landið notað að hluta til að framleiða iðnaðarvöru. „Þróunin er sú, að í sumum fátækustu ríkj- um heims er frjósamt ræktarland einkavætt og komið í hendur erlendra fyrirtækja,“ segir í skýrslunni. Í henni segir m.a., að s-kóreska fyrirtækið Daewoo Logistics sé að semja um kaup á landi á Madagascar fyrir sex milljarða dollara. Er það 1,3 milljónir hektara eða eins og hálf Belgía. Á því á að framleiða fjórar millj- ónir tonna af korni og 500.000 tonn af pálma- olíu og flytja allt til S-Kóreu. Veik stjórnsýsla og landlæg spilling Það, sem er einkum einkennandi fyrir landsölusamninga af þessu tagi, er, að þeir eru og berjast fyrir hagsmunum jarðræktenda, segja í nýrri skýrslu, að matvæla- og fjármála- kreppan hafi hrint af stað kapphlaupi um land um allan heim. Afraksturinn sé sendur til Kaupa land í fátækum ríkjum  Ríkar þjóðir, sem skortir ræktarland, hafa keypt upp milljónir hektara í Asíu og Afríku  Afleiðingin er minna land fyrir innlenda bændur og hugsanlega alvarleg átök síðar meir Útrás Kínverjar eru rúm 20% mannkyns en þeir ráða aðeins yfir um 6% ræktarlandsins. ÁR uxans er gengið í garð austur í Asíu og það þykir nú aldeilis vita á gott í kauphöllinni í Tók- ýó þar sem konurnar í starfsliðinu létu mynda sig með bola. Hann veit á uppgang í kauphall- arviðskiptum en björninn ekki. Gengisvísitalan hækkaði myndarlega í Tókýó í gær en það var aftur rakið til vona um, að Barack Obama, verð- andi Bandaríkjaforseti, og efnahagsáætlun hans muni skipta sköpum á nýju ári. AP Vonirnar vakna á Ári uxans FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is STJÓRNVÖLD í Ísrael segja að meginmarkmiðið með landhern- aðinum, sem þau hófu á Gaza- svæðinu um helgina, sé að draga úr flugskeytaárásum Hamas- samtakanna á suðurhluta Ísraels. Talið er þó að fleira vaki fyrir ráða- mönnunum, meðal annars að end- urheimta traust almennings í Ísrael á hernum og senda vopnuðum hreyf- ingum araba skilaboð um að Ísraelar séu ekki hræddir við að hefja hernað gegn óvinum sínum þrátt fyrir mis- tök þeirra í Líbanonsstríðinu árið 2006. Fréttastofan AFP hefur eftir for- ingja í her Ísraels að markmiðið með landhernaðinum sé að auka „fæling- armátt hersins með skilaboðum sem eru líka ætluð Hizbollah-samtök- unum í Líbanon, þannig að þau hugsi sig tvisvar um ætli þau að láta til skarar skríða aftur gegn Ísrael“. Schlomo Brom, fyrrverandi und- irhershöfðingi í Ísrael, tekur í sama streng. „Ef Ísraelar hefðu ekki hafið landhernað hefðu Hamas-samtökin getað sagt að Ísraelar væru hræddir við þau.“ Ísraelar hafa lært af mistökunum í Líbanonsstríðinu og sýna meiri varfærni. Flestir skriðdrekanna og hermannanna, sem taka þátt í land- hernaðinum, hafa umkringt Gaza- borg og lagt undir sig svæði sem Ísr- aelar segja að Hamas-menn hafi not- að til að gera flugskeytaárásir á Ísrael. Ýmislegt bendir jafnvel til þess að Ísraelar hafi undirbúið hern- aðinn í marga mánuði. Varast óraunhæf markmið Yfir 1.200 Líbanar, flestir þeirra óbreyttir borgarar, og 160 Ísraelar, flestir þeirra hermenn, biðu bana í stríðinu sem geisaði í 34 daga í Líb- anon árið 2006. Ísraelar hófu stríðið gegn Hizbollah eftir að liðsmenn samtakanna réðust inn í Ísrael, urðu þremur hermönnum að bana og tóku tvo hermenn til fanga. Stjórn Ísraels einsetti sér strax að bjarga her- mönnunum og uppræta Hizbollah í eitt skipti fyrir öll. Hvorugt þessara markmiða náðist og hernaður Ísraela einkenndist af vanhugsuðum skyndiákvörðunum og óraunhæfum væntingum. Stríðið var mikið áfall fyrir her Ísraels, sem hafði getið sér orð fyrir að vera nær ósigrandi eftir stríðið árið 1967 þeg- ar hann sigraði Jórdaníu, Egypta- land og Sýrland á aðeins sex dögum. Hernaðurinn í Líbanon reyndist sneypuför og varð til þess að varn- armálaráðherrann, yfirmaður hers- ins og fleiri hershöfðingjar hrökkl- uðust frá. Ráðamennirnir í Ísrael hafa talað mjög varfærnislega um markmið sín með hernaðinum á Gaza og varast að lýsa því yfir að þeir ætli að binda enda á flugskeytaárásir Hamas í eitt skipti fyrir öll, hvað þá að steypa stjórn samtakanna á Gaza-svæðinu af stóli. Þess í stað hafa Ísraelar sagt að markmiðið sé að draga úr árásum Hamas og minnka líkurnar á því að samtökin geti skotið flugskeytum á byggðir í Ísrael. Óvinunum send skilaboð Eitt af markmiðunum með herförinni á Gaza-svæðinu er að sýna að Ísraelar óttist ekki að hefja landhernað gegn óvinum sínum þrátt fyrir sneypuförina í Líbanon Nicolas Sarkozy, forseti Frakk- lands, hóf í gær ferð um Mið- Austurlönd til að beita sér fyrir vopnahléi milli Ísraela og Hamas- samtakanna. Sarkozy ræddi fyrst við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, í Kaíró, hélt síðan til fundar við Mahmoud Abbas, for- seta Palestínumanna, í Ramallah og seinna Ehud Olmert, forsætis- ráðherra Ísraels, í Jerúsalem. Utanríkisráðherrar Tékklands, Frakklands og Svíþjóðar hófu einn- ig ferð um Mið-Austurlönd á veg- um Evrópusambandsins til að reyna að binda enda á hernaðinn á Gaza-svæðinu. Að minnsta kosti 525 Palestínumenn – þeirra á meðal minnst 90 börn – hafa beð- ið bana í árásum Ísraela frá 27. desember. Um 2.500 manns hafa særst. Hafa orðið a.m.k. 90 börnum að bana OPINBER nefnd, sem danska borgaraflokkastjórnin skipaði til að endurskoða stefnuna í heil- brigðismálum, hefur skilað af sér og boðskapur hennar er af- dráttarlaus: Aukin boð, bönn og afskipti eru það samfélags- lega gjald, sem greiða þarf til að þjóðin skipt- ist ekki upp í ólíka hópa eftir heilsufari. Nefndin segir, að sú kenning, að fólk eigi bara sjálft að bera ábyrgð á heilsu sinni sé röng. Hún leiði til vax- andi misskiptingar í samfélaginu. „Vilji stjórnmálamennirnir jafna stöðuna að þessu leyti verð- ur að grípa til fleiri boða og banna og aukinna afskipta,“ segir formaður nefndarinnar, Mette Wier. Á hún þá ekki síst við af- skipti af neyslu áfengis og tób- aks, gott framboð af hollum skólamat, fleiri reiðhjólastíga og almennt meiri áherslu á heilbrigt líferni. Sem dæmi um stöðuna nú bendir hún á, að nú lifi íbúi í Kongens Enghave sjö árum skem- ur en íbúi í Frederiksberg, skammt frá. Sjálfræðið gott en hjálpar fáum „Það hefur lengi þótt hin mesta goðgá að hafa afskipti af líferni fólks en samfélagið krefst þess. Sannleikurinn er nefnilega sá, að upplýsingar og algert sjálfræði í þessum efnum gagnast bara fáum,“ segir Wier. Preben Rudiengaard, formaður heilbrigðisnefndar danska þings- ins, er ekki hrifinn af niðurstöðu nefndarinnar og segir hana allt of „sænska“. svs@mbl.is Boð, bönn og aukin afskipti Áfengisneysla hef- ur áhrif á heilsuna. BRESKIR vísindamenn segja, að svokallaðar „detox“-vörur, sem eiga að losa líkamann við eiturefni, hafi yfirleitt engin áhrif og séu því ekkert annað en blekking. Um jól og áramót gerir fólk vel við sig í mat og drykk en á nýju ári vilja margir huga að heilsunni og láta þá glepjast, að sögn vísinda- mannanna, af auglýsingum um öll eiturefnin, sem hafi safnast fyrir í líkamanum, og um aðferðir við að hreinsa þau burt. Vísindamennirnir segja, að „de- tox“-vörur séu jafnfjölbreytilegar og framleiðendurnir enda og þá ekki síður skilgreining þeirra á hugtakinu. Hefur siðanefnd breska auglýsingaiðnaðarins ákveðið að líta nánar á þessi mál. svs@mbl.is Er „detox“ blekking?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.