Morgunblaðið - 06.01.2009, Side 18

Morgunblaðið - 06.01.2009, Side 18
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is S agan af því hvernig for- eldrar mínir kynntust er eins og í skáldsögu. Pabbi minn, Helgi P. Briem, var amtmanns- sonur, en móðir mín, Doris Mildred, var ensk lágstéttarstúlka, ein af sex- tán systkinum. Þau fæddust bæði árið 1902, pabbi á Akureyri en mamma í verkamannafjölskyldu í Birmingham í Englandi,“ segir Sylvía Briem sem hefur búið víða í veröldinni og talar fyrir vikið fimm tungumál, íslensku, ensku, sænsku, þýsku og frönsku. „Pabbi var námfús, hann varð 18 ára stúdent frá MR. Jónas frá Hriflu sem var fjölskylduvinur, benti hon- um á háskóla í Oxford á Englandi en á þeim tíma var mamma að vinna í Cadburys súkkulaðigerðinni. Vinnu- veitandi hennar var framsýnn og bauð starfsfólki sínu upp á nám í kvöldskóla, svo mamma fór til Ox- ford. Þar hittust foreldrar mínir í fyrsta sinn árið 1923. Pabbi þurfti að ganga þó nokkuð á eftir mömmu, en hann vissi hvað hann vildi og þau giftu sig sex árum síðar, þegar þau voru 27 ára. Þá fór pabbi að stúdera doktorsverkefnið sitt sem fjallaði um Jörund hundadagakonung. Þau eyddu semsagt þriggja mánaða brúðkaupsferð sinni á flakki um Evrópu þar sem pabbi sat inni á bókasöfnum og háskólum.“ Pabbi lá á bæn með myndavél Þegar Sylvía fæddist bjuggu for- eldrar hennar í Lissabon í Portúgal þar sem faðir hennar starfaði fyrir utanríkisþjónustuna. „Þá stóðu þau á fertugu, voru búin að vera gift í 13 ár og læknar höfðu sagt þeim að það væri afar ólíklegt að þau gætu átt barn, þó svo mamma hefði farið í ýmsar aðgerðir til að bæta úr því. Ég var því óskabarn og pabbi bar mig ævinlega á höndum sér.“ Móðir Sylvíu gekk þó nokkuð framyfir til- ætlaðan tíma með barnið og því var ákveðið að gera keisaraskurð. „Að- gerðin var framkvæmd á hersjúkra- húsi fyrir særða hermenn. Á þessum tíma var mikið mál að gera keis- araskurð og í það eina skipti sem það hafði verið gert áður á þessum spítala, þá hafði sú kona dáið. Pabbi lá því á bæn með myndavélina til- búna. En allt gekk vel, ég var dubb- uð upp og hjúkrunarkonurnar fóru með mig til að sýna slösuðu her- mönnunum litla kraftaverkið. Svona til að létta þeim aðeins lundina.“ Flóttamenn með skipinu Drottningholm Doris móðir Sylvíu átti smáhund á þessum tíma og hafði orð á því að sennilega hefði hún horft of mikið á hundinn á meðgöngunni, því henni fannst barnið sláandi líkt honum í framan. „Þessi hundur var mjög grimmur gjammari og sumir vildu kalla hann Hitler,“ segir Sylvía og hlær en hún fæddist árið 1942, í miðri heimsstyrjöldinni. „Allt var morandi í njósnurum í Lissabon því Portúgal var hlutlaust land. Ég var fyrsti Íslendingurinn sem fæddist í Lissabon og var því bæði með portú- galskan og íslenskan ríkisborg- ararétt.“ Þegar Sylvía var aðeins fimm mánaða gömul, fluttu þau til Bandaríkjanna þar sem faðir hennar gerðist aðalræðismaður og bjuggu þar í sex ár. „Við sigldum með sænska skipinu Drottningholm og allir farþegarnir þurftu að fara fyrst út í eyju, nema við litla fjölskyldan. Þegar skipið lagðist að bryggju biðu blaðamenn spenntir eftir öllum flóttamönnunum frá Evrópu, en þeir þurftu að láta sér nægja okkur þrjú.“ . Afi dó frá sex börnum Sylvía heitir hvorki meira né minna en fjórum nöfnum: Álfheiður Sylvía Brighid Victoria. „Þar sem ég var eina barn for- eldra minna þá ber ég Álfheiðarnafn íslensku ömmu minnar, Sylvíunafn móðursystur minnar sem lést 21 árs, Brighidnafnið valdi guðmóðir mín á mig en Victoriunafnið fékk ég vegna þess að mömmu mína dreymdi Victoriu drottningu nóttina áður en ég fæddist.“ Óskabarnið Sylvía var námfús eins og pabbi hennar og hún varð læs þriggja ára. „Foreldrar mínir töluðu saman á ensku þannig að mitt móðurmál var í raun enska og ég talaði enga íslensku á mínum fyrstu árum. Ég kom í fyrsta sinn til Íslands fjögurra ára, árið 1946. Þá var ekkert almennt flug milli heims- álfa og við flugum heim með her- flugvél frá ameríska hernum. Við sátum meðfram veggjum vélarinnar og ég man hvað mér var óskaplega mikið mál að pissa á þessari löngu leið. Þá bjó Álfheiður amma mín í Tjarnagötu 24, en afi minn dó frá henni og sex börnum þegar hann var ungur maður. Hún þurfti að selja margt til að hafa í sig og á og pabbi þurfti að hafa mikið fyrir því að mennta sig. Hún seldi meðal annars allar bækur afa til að halda húsinu og pabbi eyddi miklum tíma í að hafa upp á þeim seinna og hann fann reyndar einhverjar þeirra.“ Litla fjölskyldan flutti frá New York til Svíþjóðar árið 1948 og þar bjuggu þau í sjö ár. Þar byrjaði Sylvía í grunnskóla með sænskum krökkum. „Þá varð sænska mitt að- almál, þó ég talaði ensku heima hjá mér. Við fórum heim til Íslands á þriggja ára fresti og íslenskum frænkum mínum þótti ég voðalega fín, stúlka sem bjó í útlöndum og tal- aði útlensku. Þær slógust um að leiða mig um bæinn.“ Neitaði að fara í stúlknaskóla „Sumarið sem ég var 13 ára, þá var ég send í íslenska sveit, að Segl- búðum hjá Jóni Helgasyni, sem síð- ar varð landbúnaðarráðherra. Þar átti ég að læra íslensku, en sú ís- lenska féll ekki alveg í kramið hjá pabba. Á þessu sama sumri var pabbi sendur til Þýskalands til að gegna þar sendiherrastöðu. Þangað kom ég til þeirra að hausti og fór í skóla í eitt ár og lærði ágæta þýsku.“ Doris, móðir Sylvíu, vildi senda hana í enskan heimavistarskóla fyrir stúlkur, en Sylvía hafði sterkan vilja og barðist hart gegn því. „Mér fannst miklu meira spennandi að Óskabarnið á hersjúkra Morgunblaðið/Ómar Einbirni Sylvíu langaði alltaf til að eignast systkini en sjálf á hún fjögur börn með dansherranum sínum. Hún var eina barn for- eldra sinna og fæddist á hersjúkrahúsi í miðri heimsstyrjöld. Sylvía Briem bjó um víða veröld á uppvaxtarárunum og talar fimm tungumál. Hún giftist íslenskum iðnaðarmanni sem bauð henni upp í dans í Þórs- kaffi fyrir hálfri öld. Nýfædd Sylvía í fangi hjúkrunarkonu á hersjúkrahúsinu. Forsetamóttaka Sylvía tekur á móti Sveini Björnssyni í NY 1944. » „Sumarið sem ég var 13 ára, þá var ég send í ís- lenska sveit, að Seglbúðum hjá Jóni Helgasyni, sem síðar varð landbúnaðarráðherra. Þar átti ég að læra íslensku, en sú íslenska féll ekki alveg í kram- ið hjá pabba.“ 18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.