Morgunblaðið - 06.01.2009, Side 21
21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
Kisa langar inn Löngun til að heimsækja ferfætta félaga í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum virðist hafa gripið kisa þar sem hann situr vongóður við miðasöluna. Spurning hvort hann þarf að borga.
Golli
Í ANSI skemmtilegri bók
sem undirritaður las nýverið,
„Lean Thinking“ eftir James
Womack og Daniel Jones,
koma meðal annars fram
magnaðar upplýsingar um til-
urð gosdósar sem sannarlega
vöktu þann er hér ritar til um-
hugsunar.
Í rannsókn sem þeir félagar
framkvæmdu röktu þeir fram-
leiðsluferil þann sem þarf til
þess að koma gosdós til bresks neytanda, og
komust að því að það var margfalt flóknara að
búa til dósina sjálfa en innihaldið. Ferillinn
hefst með því að báxít er numið í Ástralíu og
flutt á risastórum vörubifreiðum í efnaverk-
smiðju þar sem hálftíma meðhöndlun um-
breytir hverju tonni af báxíti í hálft tonn af
áloxíði. Þegar nægt magn af áloxíði hefur safn-
ast upp í efnaverksmiðjunni er það sett í gríð-
arstór flutningaskip sem flytja það yfir tvö
heimshöf til Íslands, Noregs, eða Svíþjóðar,
þar sem ódýr raforka frá fallvötnum er notuð
til þess að breyta því úr áloxíði í hreint ál.
Í álverksmiðjunni tekur það um tvo tíma að
breyta hverju hálfu tonni af áloxíði í kvarttonn
af hreinu áli, sem er svo steypt í tíu metra
langa klumpa. Klumparnir eru geymdir í ál-
verksmiðjunni í tvær vikur og síðan fluttir með
öðru stóru flutningaskipi til Sví-
þjóðar eða Þýskalands. Þar eru
klumparinr hitaðir í um 450°C og
valsaðir niður í stórar og langar
plötur sem eru um 3mm að þykkt.
Þessu er rúllað upp í tíu tonna rúll-
ur sem síðan eru fluttar í vöru-
geymslu. Þessu næst eru rúllurnar
fluttar í kald-völsunarverksmiðju,
oftast í sama landi, þar sem álið er
valsað niður í þynnur sem eru að-
eins um 0.3mm að þykkt, og verður
þannig tilbúið til dósaframleiðslu.
Álið er sent í þessu formi til Eng-
lands, þar sem þynnurnar eru
stansaðar í dósir sem síðan eru þvegnar,
þurrkaðar, húðaðar með grunni og síðan mál-
aðar með vörumerkjum og innihaldslýsingu.
Þessu næst eru þær lakkaðar og sett á þær
lokahúð, fláaðar að ofan vegna þess að ennþá
vantar á þær lokið og húðaðar að innan með
verndarlagi sem kemur í veg fyrir að sýran í
gosinu éti upp álið. Að lokum er gerð á þeim
gæðakönnun.
Að þessu öllu loknu eru dósirnar settar á
pallettu og fluttar með gaffallyfturum í
geymslu þangað til þörf er fyrir þær. Þegar að
því kemur eru þær fluttar enn einu sinni með
vöruflutningabílum og nú til gosverksmiðj-
unnar þar sem þeim er afpakkað og þvegnar
enn einu sinni, síðan fylltar með vatni sem út í
er blandað bragðsykursýrópinu, fosfór, kof-
feini og kolsýrðu gasi. Sykurinn í sýrópinu er
fenginn úr rófum sem ræktaðar eru í Frakk-
landi. Rófurnar eru teknar upp, fluttar með
flutningabílum í verksmiðjur sem hakka þær
niður og vinna úr þeim sykurinn. Fosfórinn er
fenginn frá Idaho fylki í Bandaríkjunum, þar
sem hann er unninn upp úr risastórum opnum
landnámum. Úr þessum sömu námum er einn-
ig unnið kadmíum og geislavirkt þóríum. Fos-
fórinn er fluttur úr forvinnslu í verksmiðju
sem notar jafn mikla raforku á sólarhring og
allir íbúar Reykjavíkur til þess að fullvinna
fosfórinn þannig að hann sé hæfur til mat-
vælaframleiðslu. Koffeinið í drykkinn er búið
til í efnaverksmiðju og flutt til sýrópsframleið-
andans þar sem því er bætt við sýrópið.
Þegar dósirnar eru fylltar, fimmtánhundruð
á mínútu hjá gosdrykkjaframleiðandanum, er
loks sett á þær lok úr áli með hinum kunn-
uglega hring til þess að opna dósina í einu
þægilegu handtaki. Lokið er framleitt í sér-
stakri verksmiðju sem stansar þau út úr eillitið
þykkari álplötum ásamt hringnum sem síðan
er hnoðaður í lokið með hnoðbolta. Rétt áður
en lokið er herpt og krumpað fast á dósina er
hún fyllt af gosdrykknum sem hefur andrá áð-
ur verið mettaður kolsýrugasi. Dósirnar eru
síðan settar í umbúðir úr pappa sem kemur úr
pappaverksmiðjum í Svíþjóð eða Síberíu, og
jafnvel frá hinum víðfeðmu upprunalegu skóg-
um Bresku-Kólumbíu í Kanada. Á pappann
eru forprentaðar auglýsingar og merkingar
vörunnar. Utan um þetta er svo sett plast sem
er herpt með snögghitun áður en kassinn er
settur með fleiri slíkum á pallettu. Pallett-
urnar eru svo fluttar til dreifingaraðila sem
dreifa þeim í verslanir. Í versluninni dvelur
hver dós að jafnaði 3 til 10 daga áður en hún
selst neytandanum.
Neytandinn kaupir svo þessi 340g til 500g
eftir stærð dósarinnar af fosfórbættu, koffein-
blönduðu, karamellu-bragðbætta og kolsýrða
sykurvatni og gæðir sér á því. Að drekka inni-
haldið tekur yfirleitt nokkrar mínútur, en það
tekur sjaldnast meira en eina til tvær sek-
úndur að henda dósinni í ruslið. Örlög flestra
áldósanna er að enda í ruslahaugum eða land-
fyllingum. Aðeins hluti þeirra ratar í endur-
vinnslu.
Í Bandaríkjunum er talið að um þrír fimmtu
alls áls til iðnaðar séu fengnir með orkufrekri
grunnvinnslu úr báxíði meðan Bandaríkja-
menn fleygja nægu áli í formi gosdósa til að
endurnýja allan flugflota þeirra til farþega-
flugs á þriggja mánaða fresti, að sögn þeirra
Wormack og Jones.
Eftir Kristin Örn
Torfason » Í rannsókn var rakið fram-
leiðsluferli gosdósar til
neytanda. Það reyndist marg-
falt flóknara að búa til dósina
sjálfa en innihaldið.
Kristinn Örn Torfason
Höfundur er forritari.
Tilurð gosdósar
Í föstudagshádegisfréttum út-
varpsins var greint frá fylgi
flokkanna í Þjóðarpúlsi Gallup.
Lesnar voru fylgistölur þing-
flokkanna og var Frjálslyndi
flokkurinn með fjögur prósent.
Þetta var síðan endurtekið í á
mbl.is, visir.is, Stöð tvö og Bylgj-
unni um kvöldið. Neytendur
þessara fjölmiðla gátu ekki dreg-
ið aðra ályktun af þessu en að
fylgi Íslandshreyfingarinnar, sem
hefur mælst stöðugt með allt að
rúmlega 3% fylgi frá því síðastliðið vor, hefði
hrunið gersamlega, því að fyrrnefndir fjöl-
miðlar hafa greint frá fylgi hennar hingað til.
Enda er hún einn af þeim flokkum sem buðu
fram við síðustu kosningar. Á vefsíðunni gall-
up.is var engar upplýsingar að finna. Glöggir
og viðbragðsfljótir sjónvarpsáhorfendur gátu
samt séð á súluriti í kvöldfréttum Sjónvarps-
ins að Íslandshreyfingin væri með 4% fylgi,
jafnmikið og Frjálslyndi flokkurinn og það
mesta sem hún hefur mælst með í
tæp tvö ár! Er þetta í annað
skiptið sem þessi tveir flokkar
mælast með svipað fylgi. Þessi
mynd á sjónvarpsskjánum birtist
hins vegar svo skamma stund og
ekkert sagt um flokkana tvo að
langflestir standa líklega enn í
þeirri trú að fylgi Íslandshreyf-
ingarinnar hafi gufað upp á sama
tíma sem það var sérstaklega til-
greint í fréttum útvarpsins að
fylgi frjálslyndra væri meira en
síðast. Upplýsingarnar á súlunni í
Sjónvarpsfréttinni benda til þess
að segja megi svipað um þögn fjölmiðlanna og
frægur rithöfundur sagði að fregnir um and-
lát hans væru stórlega ýktar. Athygli vakti að
í fréttaflutningi var ekkert sagt um stærð úr-
taks, svarhlutfall, fjölda óákveðinna eða
þeirra, sem myndu vilja kjósa eitthvað annað
en núverandi þingflokka. Um þessar mundir
eru rót og gerjun meðal kjósenda og van-
traust á núverandi þingflokkum. Því verður
það að teljast sérkennilegur „þjóðarpúls“ að
þurrka allt annað burtu en flokkana sem
fengu fulltrúa á þingi 2007. Íslandshreyfingin
– lifandi land er skráður og starfandi stjórn-
málaflokkur sem bauð fram í öllum kjör-
dæmum í síðustu kosningum en var rændur
þingfylgi í samræmi við kjörfylgi með rang-
látum og ólýðræðislegum kosningareglum. Ís-
landshreyfingin er grasrótarhreyfing utan
þings og kannski fellur hún ekki inn í þann
stofnanahugsunarhátt sem birtist í fram-
angreindum fréttaflutningi.
Eftir Ómar Ragnarsson » Glöggir og viðbragðsfljótir
sjónvarpsáhorfendur gátu
samt séð á súluriti í kvöldfréttum
Sjónvarpsins að Íslandshreyf-
ingin væri með 4% fylgi, jafn-
mikið og Frjálslyndi flokkurinn.
Ómar Ragnarsson
Höfundur er formaður
Íslandshreyfingarinnar – lifandi lands.
Þegar fylgið óx hvarf það í fjölmiðlum BLOG.ISViggó Jörgensson | 5. janúar
ESB = Íslenskur
þjóðarauður til Austur
Evrópu … við verðum
betlarar …
Flestir muna eftir því þeg-
ar Vestur Þjóðverjar sem
voru eitt öflugasta hag-
kerfi heims, tóku Austur-
Þýskaland yfir. Þetta
reyndist svo skelfilega
dýrt að Þjóðverjar eru
ekki enn búnir að bíta úr nálinni með
þann kostnað. Fyrrverandi komm-
únistalönd hafa undanfarin ár hamast
við að komast inn í ESB. Þær þjóðir von-
ast auðvitað til að verða keyptar hratt
inn í nútímann eins og gert var við Aust-
ur-Þjóðverja. Og hverjir eiga að borga
herkostnaðinn? Jú einmitt, ríku þjóð-
irnar í Vestur Evrópu.
Gangi Íslendingar í ESB koma hingað
togarar frá Spáni og fleiri löndum og
ryksuga upp íslensk fiskimið...
Meira: viggojorgens.blog.is