Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
„JÓLIN væru ekki
söm án Coca Cola“
stendur á heimasíðunni
Coke.is, síðu sem virð-
ist fyrst og fremst hafa
verið sett upp samhliða
hinni árlegu Coca Cola
jólalest sem keyrði um
borgina nýlega. Coca
Cola fyrirtækinu hefur
með ágengni sinni tek-
ist að eigna sér jólin og
svo virðist sem margir taki undir þá
vitleysu að jólalest fyrirtækisins
hringi inn jólin.
Fyrirtækið hefur fengið að halda
tiltölulega fallegri og óskaddaðri
ímynd hér á landi, fæstir vita um
mannréttinda- og umhverfisbrot
þess t.d. á Indlandi, í Kólumbíu og El
Salvador, auk þess sem Vífilfell virð-
ist vera afskaplega duglegt við að
gefa fjármagn til góðgerðamála.
Ein af auglýsingaherferðum fyr-
irtækisins upp á síðkastið er setn-
ingin „Vertu Coke-megin í lífinu“
sem nú hefur breyst og orðið „Jólin,
Coke-megin í lífinu“.
Á árunum 1990 – 2002 voru átta
verkalýðsleiðtogar Coca Cola verka-
fólks í Kólumbíu drepnir. Barátta
þeirra fyrir betri aðstæðum og kjör-
um virðist hafa verið ástæða morð-
anna á þeim. Hundruð annarra
starfsmanna fyrirtækisins þar í landi
hafa verið pyntuð fyrir sömu sakir.
Þeir og fjölskyldur þeirra hafa svo
sannarlega aðra mynd af „Coke-
hlið“ lífsins heldur en það unga fólk
sem í auglýsingum fyrirtækisins
hleypur um og dansar í gleði sinn,
gjörsamlega stjórnlaust af kók-
drykkju. Það sama má segja um ind-
verska fólkið sem berst af öllum sín-
um krafti við hið geysistóra Coca
Cola fyrirtæki fyrir verndun
drykkjarvatns síns. Í El Salvador
vinna börn niður í 12 ára aldur við
sykurræktun fyrir þennan tilgangs-
lausa, tannskemmandi gosdrykk.
Að vera „Coke-megin í lífinu“ er
kannski bara mismunandi eftir
heimsálfum. Eða er það kannski
bara það að búa í fyrsta heims ríki?
Er Coke-hliðin kannski bara Vest-
urlönd?
Á vefsíðu fyrirtæk-
isins má finna eftirfar-
andi þvælu um her-
ferðina: „Við búum í
heimi þar sem við tök-
um ákvarðanir á hverj-
um degi og Coke-hlið
lífsins hvetur fólk til
þess að taka jákvæðar
ákvarðanir. Þessi nýja
herferð býður fólki að
skapa sinn eigin já-
kvæða raunveruleika,
vera ósjálfrátt, hlusta á
hjarta sitt og lifa í fullu
litskrúði.“ [Íslensk
þýðing er mín.]
Það væri forvitnilegt að heyra
hvað forsvarsfólk fyrirtækisins ráð-
leggur fjölskyldum þeirra verkalýðs-
leiðtoga sem hafa verið myrtir.
Hvernig eiga þær að skapa jákvæð-
an raunveruleika eftir missi fjöl-
skyldumeðlima sinna? Er nóg fyrir
fólkið að fá sér bara stóran sopa eða
verður það líka að vera ungt og fal-
legt samkvæmt vestrænum stöðl-
um?
Um miðjan desember, enn eitt ár-
ið í röð, keyrði jólalest Coca Cola um
Reykjavík. Á Laugaveginum höfðu
nokkur hundruð ef ekki þúsund
manns, aðallega fjölskyldufólk, stillt
sér upp til þess að fylgjast með lest-
inni keyra framhjá. Og til að sjá
hvað? Risastóra auglýsingu í lög-
reglufylgd; lygi um að Coca Cola
færi fólki jólin og að þau væru ekki
söm án drykkjarins.
Það er vert að staldra við og
spyrja sig hvert samfélag okkar er
komið, þegar stórfyrirtæki fær að-
stoð lögreglu við að keyra auglýs-
ingar sínar út um allan bæ og þegar
sá sem á nóga peninga getur gert ná-
kvæmlega það sem honum sýnist
fyrir peningana og í nafni þeirra.
Það er alveg skiljanlegt að börn-
um þyki hávær tónlist og ljósaseríur
aðlaðandi. Það finnst mér líka stund-
um. En er samfélagið virkilega orðið
svo firrt að fólk sér ekki lengur mun
á skemmtun og auglýsingum? Stór-
fyrirtæki beina svo sannarlega
spjótum sínum að börnum og hefur
Coca Cola t.d. látið búa til spennandi
sjónvarpsauglýsingar í teiknimynda-
stíl. Fæst börn skilja muninn þar á
milli. Svoleiðis herferðir er ekkert
annað hægt að kalla en barnaníð.
Börn eiga það svo sannarlega ekki
skilið að vera blekkt á þennan hátt,
talin trú um að ákveðið stórfyrirtæki
færi þeim jólin, hamingju, spennu
eða nokkuð annað. Hvað þá að vera
dregin út á Laugaveg til þess að
glápa á risastóra auglýsingu, nóg er
nú af þeim fyrir. Börn eiga það ekki
skilið að borða Framsóknarflokks-
frostpinna og ganga um með Glitnis-
húfu. Fyrirtæki eiga einfaldlega að
láta börn vera, burtséð frá því hvort
fyrirtækið er með langa sögu mann-
réttindabrota á bakinu eða ekki.
Ég vona heitt og innilega að þau
börn sem horfðu á jólalestina keyra
niður Laugaveginn fái að heyra
sannleikann um Coca Cola og þeim
detti ekki í hug að biðja um að fá að
endurtaka leikinn á næsta ári. Að
sama skapi vona ég að foreldrar sjái
að sér og útskýri fyrir börnum sínum
muninn á skemmtun og auglýs-
ingum, því án þess að vera fær um að
greina þar á milli eru þau gjör-
samlega varnarlaus.
Að lokum get ég ekki annað en
skorað á Coca Cola að fara strax
aðra ferð um borgina með jólalestina
sína en í þetta sinn veggfóðra vöru-
bílana sína með myndum af líkum
kólumbísku verkalýðsleiðtoganna
átta: Avelino Achicanoy, Jose Ela-
seasar MancoDavid, Luis Enrique
Giraldo Arango, Luis Enrique Go-
mez Garado, Isidro Segundo Gil,
Jose Librado Herrera Osorio, Oscar
Dario Soto Polo og Adolfo de Jesus
Munera Lopez. Grátkór barnanna
þeirra hljómar eflaust vel undir.
Vonandi verða jafnmargar fjöl-
skyldur á svæðinu þá.
Um mannréttindabrot Coca Cola í
Kólumbíu má lesa um á vefsíðunni:
www.killercoke.org
Að vera kók-megin í lífinu =
Að búa í fyrsta heims ríki
Snorri Páll Jónsson
Úlfhildarson skrifar
um Coca Cola
» Á árunum 1990 –
2002 voru átta
verkalýðsleiðtogar Coca
Cola verkafólks í Kól-
umbíu drepnir, vegna
baráttu sinnar fyrir
betri aðstæðum og
kjörum.
Snorri Páll Jónsson
Úlfhildarson
Höfundur er listamaður.
Í RÁÐLEGG-
INGUM Evrópuráðsins
til íslenskra stjórnvalda
frá 13. febrúar 2007 er
fyrirkomulag íslensku-
kennslu fyrir útlendinga
gagnrýnt. Sumir fái
námskeiðin end-
urgreidd, aðrir ekki.
Sumir ekki aðrir fái að
taka námskeiðin í vinnutíma, misjafnt
aðgengi sé að námskeiðum eftir
landshlutum, gæði kennslunnar séu
misjöfn. Mjög mikilvægt, segir í
skýrslunni, sé að kippa þessu í liðinn
þar sem íslenskunám sé forsenda fyr-
ir búsetuleyfi. Ekki er síður ástæða
til þess nú eftir að íslenskupróf er
orðið forsenda fyrir ríkisborgararétti.
Mikilvægt er auðvitað að þeir sem
búa hér varanlega hafi eitthvert vald
á íslensku þó ekki væri nema vegna
þess að umburðarlyndi í garð þeirra
sem tala litla íslensku er af skornum
skammti. Hins vegar verður að gera
ríka kröfu til jafnræðis að nám-
skeiðum eins og Evrópuráðið hefur
bent á. Þar eigum við enn töluvert
langt í land.
Víða í Evrópu fer nú
fram mikið endurmat á
þeim kröfum sem rétt
er að gera til þeirra
sem sækjast eftir því
að búa í nýju landi.
Flestir virðast á því að
eðlilegt sé að gera þátt-
töku í tungumála-
námskeiðum að for-
sendu fyrir búsetuleyfi
eða ríkisborgararétti
en skiptari skoðanir
eru um hvort rétt sé að
gera prófkröfur. Þá fer
það í vöxt að þekking á helstu grunn-
þáttum hins nýja samfélags sé gerð
að skilyrði (t.d. í Þýskalandi). Í okkar
tilfelli væri sennilega spurt að því
hvað átt væri við með aðskilnaði lög-
gjafarvalds, framkvæmdavalds og
dómsvalds og hvað hétu þeir forset-
inn og seðlabankastjórinn. Undirrit-
uðum finnst sjálfsagt að fólk sitji
námskeið um hvort tveggja en hæpið
að gera prófkröfur. Það ætti að vera
nægilegt að gera þátttökukröfur.
Þegar öllu er á botninn hvolft er það
nefnilega þátttakan sem skiptir máli
þegar kemur að því að búa í nýju
samfélagi. Og tungumál hins nýja
lands kemur hvort sem er fyrst og
fremst með börnunum. Undanþágu-
ákvæðin eru þröng eins og bent er á í
leiðara Morgunblaðisins (29/12). Mið-
ast við 65 ára gamalt fólk og börn á
grunnskólaaldri. Mér finnst 65 ára
aldurinn fullhár (við sendum ráð-
herra á eftirlaun miklu yngri) og það
þarf auðvitað að vera undanþágu-
ákvæði fyrir þá sem ganga ekki heilir
til skógar. En mikilvægast er að jafna
aðgengi að íslenskunámskeiðum
þannig að konur og karlar um allt
land í öllum atvinnugreinum á öllum
tekjustigum sitji við sama borð. Og
helst ætti þátttakan í námskeiðum að
nægja.
Íslenskunám og
ríkisborgararéttur
Baldur Kristjánsson
fjallar um íslensku-
kennslu fyrir
útlendinga
»Mikilvægt er auðvit-
að að þeir sem búa
hér varanlega hafi eitt-
hvert vald á íslensku þó
ekki væri nema vegna
þess að umburðarlyndi í
garð þeirra sem tala
litla íslensku er af
skornum skammti.
Baldur Kristjánsson
Höfundur er sérfræðingur tilnefndur
af Íslands hálfu í ECRÍ nefndar
Evrópuráðsins sem fæst við
mismunun sem á rætur sínar í
uppruna fólks, trú og menningu.
HÚN var heldur
kuldaleg jólakveðjan
sem formaður LÍN
sendi viðskiptamönn-
um sínum í hádeg-
isfréttum Stöðvar 2 á
aðfangadag jóla. Þar
sagði Gunnar Birg-
isson að mikinn tíma
hefði tekið að fara yfir
þær 150 umsóknir sem bárust um
neyðarlán og að ungt fólk væri oft
óþolinmótt.
Námsmenn gengu
við betlistaf
Öllum mátti vera ljós sú alvarlega
staða sem námsmenn lentu í þegar
framfærsla þeirra minnkaði um allt
að 70% í haust. Námsmenn sem
höfðu gert leigusamninga og aðrar
skuldbindingar vöknuðu við það að
íslenska krónan rýrnaði verulega að
verðgildi og ekki var unnt að senda
þeim meira fjármagn vegna vand-
ræða í gjaldeyrismillifærslum. Svo
slæm var staðan að heimamenn er-
lendis sem báru hlýhug til íslensku
þjóðarinnar tóku einhverja íslenska
námsmenn upp á sína arma auk þess
sem erlendir samnemar lánuðu þess-
um ólánsömu námsmönnum fyrir
mat. Þrátt fyrir þetta tók það nokkra
mánuði fyrir stjórn LÍN að komast í
gegnum umsóknirnar, sem halda
mætti að hefðu skipt tugum þúsunda.
Sérstaða skiptinema
Í fyrrnefndri frétt var sagt að að-
eins sjö umsóknir af 150 um neyð-
arlán hefðu verið samþykktar og að
námslán væru greidd út á gengi út-
borgunardags. Þetta er hinsvegar
ekki alveg rétt því það á ekki við um
skiptinema. Gengi útborgunar þeirra
er fastsett þann 26. september síð-
astliðinn, fyrir hrun bankanna. Það
er því ljóst að auk
þeirra sem áttu í veru-
legum erfiðleikum í
haust kemur stór hópur
skiptinema nú heim um
jólin með yfirdráttarlán
á bakinu sem lán frá
LÍN hrökkva ekki fyrir.
Þeir sem ekki áttu fyrir
flugmiðum heim slógu
lán í algjörri óvissu um
að útborgun LÍN
mundi duga þegar heim
væri komið.
Námsmenn sýndu
einstaka þolinmæði
Nær hefði verið að bíða með yf-
irlýsingarnar í stað þess að lofa
námsmönnum neyðarlánum og
hafna síðan yfirgnæfandi meirihluta
umsókna. Margir höfðu þá þegar
gert ráðstafanir til að útvega tíma-
bundið lánsfé þar til þessi viðbótar-
lán yrðu greidd. LÍN hefði að
minnsta kosti geta flokkað umsóknir
eftir alvarleika og greitt út mishá
viðbótarlán. Það er ljóst að þegar
gjaldmiðill fellur jafn svakalega og
íslenska krónan hefur gert þá þarf
að grípa til neyðarúrræða. Það er
ekki neyðarúrræði að samþykkja sjö
umsóknir og segja svo að ungt fólk
sé upp til hópa óþolinmótt. Það er
ekkert svar við þeirri þolinmæði sem
námsmenn hafa sýnt.
Óþolinmæði
námsmanna í neyð
Georg Brynjarsson
skrifar um beiðnir
námsmanna um
neyðarlán
Georg Brynjarsson
»Nær hefði verið að
bíða með yfirlýs-
ingarnar í stað þess að
lofa námsmönnum
neyðarlánum og hafna
síðan yfirgnæfandi
meirihluta umsókna.
Skiptinemi við University of
California, UCSD.
Í INNYFLAHRÍÐ okkar
daga geta jafnvel hinir bestu
fréttamenn misst í brók í ákaf-
anum við að búa til blóðríka
hasarfrétt. Það henti eina af
stjörnum Stöðvar 2 í frétt í gær
um fjárfestingasamning vegna
álvers í Helguvík.
Í fréttinni gerði Kristján Már
Unnarsson því skóna að ég
hefði blekkt fólk og félaga þeg-
ar ég sagði í grein í Frétta-
blaðinu að jafnvel þó álver í
Helguvík yrði 360 þúsund tonn,
þyrfti ekki þess vegna að virkja
Neðri-Þjórsá. Ekki neita ég því,
að mér þótti vont að hlusta á
Stöð 2 brigsla mér um óheilindi,
og verra, að það skyldi vera
Kristján Már, sem ég hefði
gjarnan viljað hafa í mínu liði
meðan stóð á ritstjóraparti til-
veru minnar.
Í fréttinni ræddi fréttamaður
við margar heimildir, og hafði
víða leitað fanga. Það var eft-
irtektarvert að hann sneiddi af
stakri fimi framhjá þeim, sem
hefði getað upplýst hann um
hvaðeina, sem viðkom samn-
ingnum – manninum sem heim-
ilaði hann. Það gerði ég.
Hefði Kristján Már leitað til
mín, myndi ég líklega hafa lesið
fyrir hann grein í samningnum,
þar sem segir að stækkun ál-
versins umfram þau 250 þúsund
tonn, sem þegar eru leyfi fyrir,
væri háð viðbótarumhverf-
isleyfum og aukinni orkufram-
leiðslu samkvæmt sam-
komulögum við Hitaveitu
Suðurnesja og Orkuveitu
Reykjavíkur.
Það er ástæðan fyrir því að
Neðri-Þjórsá verður ekki virkj-
uð vegna álvers í Helguvík.
Þessi tvö fyrirtæki hafa gert
samkomulag um að afla 625
MW fyrir Helguvík. Það er svo
þeirra, og fyrirtækisins, hvort
og hvernig það verður uppfyllt.
Ef ekki, tekur hvorki iðn-
aðarráðherra né Neðri-Þjórsá
ábyrgð á því.
Fyrir tiltölulega skömmu var
það grunnregla í fréttamennsku
að leita frumheimilda ef þess
var kostur, og önnur grunn-
regla var að leyfa þeim sem
getsökum var borinn að svara
þeim. En náttúrulega hefði það
skemmt góða hasarfrétt, og
skotleyfin ódýr á stjórn-
málamenn þessa dagana.
Á tímum kólerunnar í Kólom-
bíu var það ástin sem dafnaði
og á fjölmiðlaskeiði búðar-
auðvaldsins hér á landi er það
hasarinn sem magnast. Kanski
er það þessvegna sem þeim á
Stöð 2 þykir betra að láta menn
snýta rauðu en skrifa rétta
frétt.
Össur Skarphéðinsson
Standardinn
á Stöð 2
Höfundur er iðnaðarráðherra.