Morgunblaðið - 06.01.2009, Side 27

Morgunblaðið - 06.01.2009, Side 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009 ✝ Reynir Markússonfæddist í Hjarð- arholti í Dölum 28. mars 1931. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 29. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ólöf Gíslína Gísladóttir, f. í Gauts- dal í Geiradal 26.7. 1892, d. 21.1. 1987, og Markús Guðbrands- son, f. á Spágils- stöðum í Laxárdal 21.9. 1902, d. 11.4. 1966. Systkini Reynis eru 3, sam- mæðra er Sigríður Sigurðardóttir Vífilsdal í Dalasýslu, f. 28.2. 1920, d. 10.7. 2003, og samfeðra eru Sig- ríður og Jón, bæði búsett í Reykja- vík Reynir fylgdi móður sinni og ólst upp á ýmsum bæjum í Suður- Dölunum þar sem hún vann hverju sinni. Hann fékk fast heimili hjá Sigríði, systur sinni, í Vífilsdal og manni hennar, Hirti Kjartanssyni, og eldri börnum þeirra frá því að hann var á níunda ári og þar til hann stofnaði heimili. Eftir ferm- ingu fór hann að vinna fyrir sér ýmist við fiskvinnu á Suðurnesjum á vetrarvertíðum en á sumrin fór hann vestur í Dali og vann við sveitastörf og vegavinnu. Þegar hann var um tvítugt fór hann að vinna á Keflavíkurflugvelli, fyrst á hótelinu, síðan við akstur og 1962 réð hann sig hjá slökkviliðinu á vellinum. Þar vann hann þangað til hann varð að hætta störfum tveimur mánuðum fyrir 64 ára af- mæli sitt þegar minnið fór að bregðast honum. Reynir verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Reynir kvæntist Guðríði Jónsdóttur frá Kothúsum í Garði, f. 19.4. 1932. Börn þeirra eru: 1) Þröstur, f. 13.10. 1954. 2) Gylfi, f. 13.2. 1956, d. 24.11. 1972. 3) Hildur f. 17.6. 1957, sambýlismaður Guðmundur Dav- íðsson, f. 9.10. 1942. Kjördóttir Hildar með fyrri manni sín- um Davíð Þorsteins- syni, f. 14.8. 1954, er Helga, f. 12.4. 1997. 4) Ólafur Gísli, f. 26.4. 1961, maki Jóna Sigurlín Harðardóttir, f. 23.3. 1959, sonur þeirra er Páll, f. 11.10. 1991. 5) óskírður drengur, f. 1.10. 1962, d. 6. sama mánaðar. Þó að við Reynir værum bræðra- synir og báðir aldir upp í Dölum vestur var það fyrst þegar við stóð- um sitt hvorum megin við kistu föð- ur hans í Hjarðarholtskirkju að ég vissi fyrir víst hver hann var. Það var þó langt í frá að ég hefði ekki heyrt hans getið og þá einkum fyrir dugnað og útsjónarsemi. Ólöf móðir hans vann fyrir sér sem ráðskona og fylgdi Reynir henni á milli heimila og munu dvalarstaðir hafa verið all- nokkrir áður en hann náði ferming- araldri. Einnig dvaldi hann um tíma hjá föður sínum á Spágilsstöðum. Á sextánda ári lá leiðin til Kefla- víkur á vertíð og næstu árin var hann til skiptis á vertíð á vetrum og fyrir vestan á sumrum við ýmis störf sem til féllu. Um tvítugt starf- aði hann sem bílstjóri á Keflavík- urvelli og 1962 gerðist hann bruna- vörður í slökkviliði Keflavíkurflugvallar og gegndi því til starfsloka. Í Keflavík kynntist Reynir eftirlifandi konu sinni, Guð- ríði Jónsdóttur kennara, og hófu þau búskap í Keflavík 1956 en fluttu síðar að Hagaflöt 20 í Garðabæ, þar sem þau áttu lengst heima. Þau eignuðust fimm börn, þrjú þeirra lifa föður sinn, þau Þröstur, Hildur og Ólafur, en þau hjón urðu fyrir þeirri sáru reynslu að missa tvo drengi, Gylfa 16 ára gamlan úr veik- indum og óskírðan dreng vikugaml- an. Reyni verður best lýst sem lífs- glöðum og iðjusömum manni. Ekk- ert viðfangsefni var of óárennilegt. Hann byggði sér þrjú hús um ævina, að mestu með eigin vinnu. Tjald- vagn var smíðaður í bílskúrnum. Eitt sinn þegar við hjón komum í heimsókn á Hagaflötina sýndi Reyn- ir okkur stoltur teikningar af skemmtibát. Og ári síðar stóð bát- urinn tilbúinn í bílskúrnum og bíla sína gerði hann að sjálfsögðu við eins og faglærður maður. Við hjón áttum margar ánægju- legar og eftirminnilegar samveru- stundir með þeim hjónum og börn- um þeirra en eftirminnilegust er þó fyrsta utanlandsferð okkar sem var tjaldferðalag um Noreg. Þessi rúm- lega 30 manna hópur sem ferðaðist á rútu milli tjaldstæða frá Þránd- heimi til Oslóar og til baka var stað- ráðinn í að njóta veðurblíðunnar og þessa fallega landslags, og hélt uppi glaumi og gleði á hverjum viðkomu- stað. En það sem ég mun ávallt standa í mestri þakkarskuld við Reyni fyrir er að hann hvatti mig og tók mig með sér í Karlakórinn Þresti í Hafn- arfirði, en með Þröstum og áður Karlakór Keflavíkur hafði hann sungið í nokkur ár. Þarna komst ég í kynni við það áhugamál sem kóra- starf er, sem hefur veitt mér mikla ánægju síðan. Við Reynir sungum saman í Þröstum í nokkur ár, en síðast þeg- ar leiðir okkar lágu saman í söng var þegar Breiðfirðingakórinn í Reykjavík var endurvakinn fyrir rúmum tíu árum. Því miður var hinn illvígi alzheimerssjúkdómur þá þeg- ar farinn að hafa sín áhrif og svipta Reyni því sjálfsöryggi og lífsgleði sem hafði alla tíð einkennt hann. Um leið og ég kveð þennan kæra frænda minn færum við hjón konu hans, börnum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hinrik Hinriksson. Reynir ólst upp hjá dugmikilli móður sinni, sem var vinnukona í sveit í Dalasýslu og þurfti snemma að taka til verka. Hann var hávax- inn, myndarlegur, ætíð glaðlyndur og virkur þátttakandi í umræðu og mannlífi. Oft var stutt í strákinn. Hann var ríkulega búinn kostum dugnaðar, sjálfsbjargar og léttrar lundar. Ungur fór hann til vinnu á Suðurnesjum og féll þar fljótt vel að nægum verkefnum. Þar kynntist hann Guggu og varð vel sjálfbjarga, iðjusamur og mikill fjölskyldufaðir. Verkin léku í höndum hans og hann átti greiðan aðgang að vinnu og fast- ur þráður í störfum hans var á Keflavíkurflugvelli, lengst af sem brunavörður. Þess utan var hann mikilvirkur eljumaður sem bjó fjöl- skyldu sinni, stoltur, góðan aðbún- að. Hann byggði fleiri en eitt ein- býlishús, hesthús, smíðaði sér bát frá grunni, endurbyggði ökutæki, gerði tjaldvagn og annan búnað, lag- aði og bætti allt sem hann kom nærri, ætíð framkvæmdaglaður. Allt var þetta gert með og um fjölskyld- una. Við þannig aðstæður ólust þau Þröstur, Gylfi, Hildur og Óli upp. Það var þeim auðsýnilega mikil gæfa, Guggu og Reyni, að hittast og eigast. Hann hinn síglaði starfsmað- ur og hún öflug skólamanneskja með sín verkefni á þeim vettvangi. Börnin áttu góða að í öllu sem þurfti. Samstaða fjölskyldunnar varð ljós þegar Gylfi háði baráttu við krabbamein á unglingsárum sín- um og lést tæplega 17 ára. Fjölskyldan átti lengst af sitt fyr- irmyndarheimili í Garðabæ og þang- að var ætíð gott að koma. Eitt af svo mörgu, sem Reynir tók sér fyrir hendur var að hann tók til gagns gamlan og mikið laskaðan jeppa og gerði úr honum fyrirmyndar ferða- tæki. Við hjónin og þau Gugga, fór- um saman í eftirminnilegar ferðir um landið okkar fjölbreytta, þar sem ætíð er nýtt að skoða. Reynir naut sín þar sem annarstaðar, tók eftir öllu, léttur og kátur, uppá- tektasamur, þekkti til, fræddi og fræddist. Þaðan eru góðar minning- ar. Svo mátti þessi framkvæmdaglaði maður sæta því að honum settist sjúkdómur óminnis, heftingar og fjarlægðar, sem að síðustu fór um hann höndum af engri varfærni. Þá er gott að minnast hinna mörgu góðu ára þegar hann gaf, hjálpaði og veitti. Mikið getur lífið verið. Reynir skilur eftir góðar minn- ingar og tilfinningu fyrir virðingu, en einnig sorg gagnvart því sem hann mátti þola síðari árin. Nú er þessi góði vinur okkar farinn, megi hann í friði fara og honum gott mæta á nýjum lendum. Við þökkum samfylgdina og vott- um fjölskyldunni samúð okkar. Guðrún og Hörður. Fallinn er frá elskulegur frændi minn, Reynir Markússon, eftir lang- varandi veikindi. Ég á margar góðar minningar frá æskuárum um Reyni. Hann var ef kalla má hreinn þús- undþjalasmiður. Það var aldrei svo að Reynir hefði ekki eitthvað að gera milli þess að vinna sem bruna- vörður á Keflavíkurflugvelli. Ég dáðist að krafti hans og dugnaði. Hann tók sér fyrir hendur ótrúleg- ustu verkefni og var aldrei hætt fyrr en öllu var lokið með glans. Það var sama hvort það var að byggja hús, smíða bát eða bara gera við heim- ilisbílinn, allt fórst honum vel úr hendi. Mér er eftirminnileg mín fyrsta sjóferð upp í mynni Hval- fjarðar á bátnum hans Reynis þar sem ég fékk að taka í stýrið og fiska. Fyrir litla stelpu sem aldrei hafði stigið fæti af þurru landi var þetta hið mesta ævintýri. Ég er líka þakk- lát fyrir þann tíma sem við áttum uppi í hesthúsinu á Kjóavöllum þar sem við fengum að hafa hestana okkar í fóðri hjá honum. Reynir hafði mörg áhugamál. Hann var úti- vistarmaður og hafði mjög gaman af að ferðast bæði innanlands sem ut- an. Hann hafði einnig gaman af söng og spilaði á harmonikku af fingrum fram. Mér eru einnig minnisstæðir fallegir hlutir sem hann skar út í tré og sýndi mér um það leyti sem hann greindist með þann illvíga sjúkdóm sem enn er ekki lækning við. Ég þakka frænda mínum allar góðu samverustundirnar. Guð blessi minningu þína. Elsku Gugga, Þröst- ur, Hildur, Óli og fjölskyldur, við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Sigrún Hjartardóttir og fjölskylda, Massachusetts. Reynir Markússon ✝ Elskuleg frænka okkar, ÓLÖF KRISTÍN ÁRNADÓTTIR frá Vopnafirði, síðast til heimilis á Skjóli, áður Lindargötu 57, andaðist á Landspítalanum að kvöldi föstudagsins 26. desember. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 8. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Halla Harðardóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LOVÍSA ÓSK JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn 6. janúar kl. 13.00. Sigþór Elíasson, Elísabet Elíasdóttir, Jón Halldór Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær fósturmóðir mín og systir, ÁSGERÐUR EMMA KRISTJÁNSDÓTTIR, Efri Tungu, Vesturbyggð, lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar að morgni aðfanga- dags 24. desember. Útför fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 10. janúar kl. 14.00. Jarðsett verður í Sauðlauksdalskirkjugarði. Vegna útfararinnar hefur verið gerð breyting á áætlun Breiðafjarðarferjunnar Baldurs laugardaginn 10. janúar, brottför frá Stykkishólmi kl. 9.30 og frá Brjánslæk kl. 18.00. Marinó Thorlacius, Halldór Kristjánsson. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN M. SIGFÚSDÓTTIR, sem lést 28. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 7. janúar kl. 15.00. Anna Katrín Guðmundsdóttir, Hringur Hafsteinsson, Högna Hringsdóttir, Dagur Hringsson. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, GUÐMUNDUR HELGASON bifreiðarstjóri, Meistaravöllum 5, Reykjavík, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig Bótólfsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 2. janúar. Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, fimmtudaginn 8. janúar kl. 13.00. Guðmundur Jóhannsson, Herdís Sigurjónsdóttir, Ólafur Jóhannesson, Guðný Haraldsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir, Jón Jóhannesson, Heiða Björk Norðdahl, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÚLFAR GUÐMUNDSSON trésmíðameistari, Skriðustekk 20, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 2. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Gyða S. Hansen, Anna Kristín Úlfarsdóttir, Guðmundur Örn Úlfarsson, Jóna Dagbjört Dagsdóttir, Alda Gyða Úlfarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.