Morgunblaðið - 06.01.2009, Qupperneq 29
Hann ferðaðist allmikið um Evrópu
áður en ferðalög urðu á hvers manns
færi. Þegar ég fór til Þýskalands
kringum 1970 rétti hann mér kort af
borginni sem ég ætlaði að búa í og gaf
mér ýmsar upplýsingar um staðhætti
þar. Rússlandsferð þeirra Sigurðar
Baldurssonar á sjöunda áratugnum
varð vinsælt söguefni í vinahópnum
ásamt vísum sem Halldór orti um
helstu stjórnmálamenn Austur-Evr-
ópu. En á landafræðiþekkingu Hall-
dórs varð ég mest undrandi þegar
hann ræddi af tilviljun við mig um
Afríku á unglingsárum mínum og
nefndi m.a. höfuðborgir smæstu ríkja
þeirrar álfu.
Heimili Halldórs og Hildar við
Stýrimannastíg má helst líkja við
höfðingjasetur þar sem smekkvísi og
fágun er í fyrirrúmi. Þarna var
löngum glatt á hjalla enda heimilið
eins og opin gestastofa. Þau Halldór
og Hildur höfðu einstakt lag á að gera
gestum sínum til hæfis, ungum sem
öldnum. Það má segja að allt hafi iðað
af krafti og snilld í kringum þau. Mað-
ur gleymdi sér við „bókadrauminn og
böguglauminn“ ellegar fróðleik um
horfna snillinga, kannski ekki síst þá
sem bjuggu við Breiðafjörðinn, ætt-
menn Hildar, sem settu mikinn svip á
íslenskt þjóðlíf og menningu á 19. öld.
Halldór reyndist Unni uppeldis-
dóttur sinni sem besti faðir enda
kunni hún að meta hann. Unnur lést
langt um aldur fram árið 1981 og varð
harmdauði þeim sem þekktu hana
best. – Á heimilinu var einnig um ára-
bil öldruð móðir Hildar, frú Margrét
Árnadóttir, höfðingleg sýslumanns-
ekkja úr Stykkishólmi; gagnkvæm
virðing ríkti milli hennar og Halldórs.
Hún lést í hárri elli. Þannig má segja
að á Stýrimannastíg hafi tengslin við
19. öldina verið milliliðalaus fram und-
ir lok þeirrar tuttugustu. En í bland
við hið gamla var alltaf eitthvað nýtt,
og fáa vissi ég sem fylgdust betur en
Halldór með nýútkomnum bókum.
Með miklu þakklæti minnist ég
Halldórs Þorbjörnssonar og hugsa nú
til Hildar sem hefur misst sinn góða
eiginmann. Samhentari hjónum held
ég að ég hafi ekki kynnst. Yfir þeim var
þessi andi menningar og mennta. Þau
voru glæsilegir fulltrúar þeirrar kyn-
slóðar sem nú hefur dregið sig í hlé.
Baldur Hafstað.
Það var fyrir 25 árum að ég mun
hafa verið í nokkuð hæpnum aksturs-
tilraunum á hjóli í æskuhverfinu.
Enduðu tilraunirnar með því að ég
steypist af fáknum fyrir utan hús
númer 6 við Stýrimannastíg. Húsráð-
endur komu fram á gangstéttina og
mér var kippt inn fyrir, gert að sári og
gefið að drekka. Þannig hófust kynni
mín af Halldóri og Hildi.
Fyrstu árin sátum við í eldhúsinu
og þegar ég þurfti ekki lengur að príla
upp á stigahandriðið til að ná í rauðu
dyrabjölluna var við hæfi að færa sig í
stofuna. Þaðan á ég flestar minning-
arnar. Halldór í stólnum sínum við
gluggann, oftast í jakkafötum með
pípuna í munninum og bækurnar í
skrifborðshillunni honum á vinstri
hönd. Það var ósjaldan að húsbóndinn
fletti upp í lögfræðinga- eða kennara-
tali þegar athuga þurfti uppruna og
ættartengsl fólks sem kom upp í um-
ræðum okkar.
Táningsárin voru tilraunatími eins
og hjá flestum en mér kom aldrei til
hugar að mæta í heimsókn á Stýri-
mannastíginn öðruvísi en vel til fara.
Tungulokkurinn var skrúfaður úr og
húðflúrið vandlega falið. Virðingin
mikil og ekki vildi ég valda vonbrigð-
um og líta út fyrir að vera táningur í
smávegis uppreisn.
Gleymi aldrei sögunni af stólnum
hans Halldórs sem ónefndur dönsku-
kennari við Hagaskóla settist í fyrir
mörgum árum og átti erfitt með að
komast úr sökum holdafars. Oft hef
ég endurtekið lýsinguna fyrir skóla-
félögunum. Halldór með miklar
áhyggjur af að stóllinn léti undan og
gott ef hann endurlifði ekki augna-
blikið því svo mikið var honum niðri
fyrir í lýsingunni. En sem betur fer
þoldi stóllinn þungann og var áfram á
sínum stað.
Kynni mín af Halldóri og Hildi hafa
alltaf verið mér hjartfólgin. Virðingin
mikil og væntumþykjan innileg.
Hvíldu í friði, vinur minn.
Elísabet Árnadóttir.
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
✝ Kristbjörg Guð-mundsdóttir
Thomsen fæddist á
Sæbóli á Ingjalds-
sandi á páskadag 1.
apríl 1923. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi í Reykjavík
aðfaranótt jóladags
25. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Guðmunds-
son frá Sæbóli á Ingj-
aldssandi í
Önundarfirði, f. á
Kleifum í Seyðisfirði við Djúp 12.2.
1889, d. 15.10. 1969 og Ingibjörg
Guðmundsdóttir, f. á Arnarstapa á
Snæfellsnesi 15.12. 1890, d. 22.9.
1965. Kristbjörg var fjórða barn
þeirra hjóna af átta systkinum.
Eiginmaður Kristbjargar var
Pétur Thomsen ljósmyndari, f. í
Reykjavík 19.6. 1910, d. 17.6. 1988.
Foreldrar hans voru Friðrik Valdi-
mar Halldórsson prentari, f. í
Reykjavík 15.7. 1888, d. 18.8. 1921
og Elín Kristjana Thomsen, f. í
Reykjavík 7.9. 1888, d. 7.2. 1957.
Börn Kristbjargar eru þrjú: 1) Guð-
rún Björk Guðmundsdóttir, f. 6.12.
1940, maki Tryggvi Kristjánsson, f.
28.9. 1936. Börn þeirra eru: a)
Sverrir, f. 12.7. 1959, maki Guðný
Hulda Reymarsdóttir, f. 21.10.
1960, þau eiga tvö börn. b) Reynir,
f. 23.1. 1961, d. 12.5. 1961. c) Þor-
valdur Sævar, f. 17.6.
1963. Hann á tvö börn
frá fyrra hjónabandi.
Sambýliskona Ewa
Agata Alexdóttir, f.
24.3. 1968. Hún á tvö
börn frá fyrra hjóna-
bandi. d) Ómar Örn, f.
9.5. 1970, maki Maria
Enriqueta Saenz, f.
6.11. 1968. Þau eiga
þrjú börn. 2) Helga
Thomsen, f. í Reykja-
vík 1.12. 1944, maki
Ragnar Kjartansson,
f. 4.3. 1942, d. 12.7.
2008. Börn þeirra eru: a) Ragnheið-
ur Sif, f. 26.8. 1962, maki Birgir
Arnarson, f. 18.4. 1960. Þau eiga
einn son. b) Regína Hrönn, f. 24.3.
1965. c) Jóhann Friðrik, f. 25.8.
1974, maki Ragnheiður Péturs-
dóttir, f. 23.10. 1974. Þau eiga tvær
dætur. 3) Birgir Thomsen, f. í
Reykjavík 13.12. 1946, maki Erla
Thomsen, f. 2.1. 1946. Börn þeirra
eru: a) Örn, f. 14.2. 1966, maki
Katrín Ólafsdóttir, f. 15.8. 1965,
þau eiga tvö börn. b) Ingibjörg, f.
9.12. 1970, maki Bjarni Guðmunds-
son, f. 25.10. 1969. Þau eiga þrjú
börn. c) Pétur, f. 17.7. 1973, sam-
býliskona Karen Ósk Sigurð-
ardóttir. Pétur á tvær dætur frá
fyrra hjónabandi.
Útför Kristbjargar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Elsku amma.
Það er svo margt sem mig langar
til að segja þér að leiðarlokum. Þú
varst svo óendanlega dýrmæt og
góð við allt og alla í kringum þig en
ætlaðist til einskis í staðinn. Þú
varst alla tíð svo snyrtilega til fara
og áttir svo mikið af fallegum slæð-
um. Fórst reglulega í lagningu og
málaðir augabrýnnar svo fallega.
Ég man eftir okkur í Garðastræt-
inu sitjandi inni í stofu hlið við hlið í
sófanum, þú varst svo mjúk og hlý.
Við ræddum um heima og geima og
þú sagðir mér ýmsar sögur af þér
og þínum. Þið afi voruð svo iðin og
kappsfull við ýmsa handavinnu og
prjónaðir þú mikið alla tíð. Eftir að
afi dó skelltir þú þér í kórstarf á
fullu og hafðir mikla unun af. Það
var yndislegt að koma á tónleika
hjá ykkur og hlusta á ykkur syngja.
Það var sko söngur sem kom beint
frá hjartanu og hitti beint í hjarta-
stað.
Sumarið sem ég gerðist kaupa-
kona í sveit átti ég páfagauk sem
hét Tumi. Ég var svo heppinn að þú
og afi fóstruðuð hann fyrir mig á
meðan. Um haustið var Tumi orð-
inn að Bensa og farinn að tala og
dansa. Ekki séns að ég tæki hann
þaðan sem honum leið eins og kóngi
í ríki sínu sem hann stjórnaði í
u.þ.b. 10 ár.
Treilerinn ykkar afa á Þingvöll-
um kemur oft upp í hugann því
þangað fórum við Bjarni oft. Skutl-
að austur á föstudegi og sótt á
sunnudegi því við vorum ekki komin
með bílpróf. Nokkrum árum seinna
var brunað austur og hvar annars
staðar en í treilernum voru settir
upp trúlofunarhringarnir. Þegar
frumburðurinn fæddist og við flutt í
Kópavoginn labbaði ég oft til þín
með snúlluna í vagninum og rædd-
um við þá um daginn og veginn og
gerðum að sið að borða jarðaberj-
arúllutertu. Það var alltaf ótrúleg
værð og friður yfir þér svo að oft og
iðulega sofnuðum við mæðgur á sóf-
anum hjá þér og löbbuðum svo end-
urnærðar á sál og líkama heim. Öll
börnin okkar voru svo heppinn að fá
að kynnast þér og upplifa nærveru
þína og hlýju, ómetanlegt. Það voru
líka ekki jólin nema að þú værir hjá
okkur og vorum við svo heppin að
fá að hafa þig á aðfangadag á með-
an þú hafðir heilsu til. Eftir að þú
fluttir í Seljahlíð og minnið var eðli-
lega orðið gloppótt þá þótti mér svo
óendanlega vænt um að þú þekktir
mig alltaf þegar ég kom til þín og
börnin fengu alltaf knús og koss frá
þér. Þegar þú fórst mikið veik upp
á spítala rétt fyrir jólin þá kom ég
til þín en þú varst sofandi og svo
mikil værð og friður yfir þér. Ég
strauk ennið þitt og kyssti þig. Vildi
ekki vekja þig en signdi yfir þig
eins og þú varst alltaf vön að gera
við okkur þegar við kvöddumst. Ég
vissi að við myndum ekki hittast
aftur strax svo að ég strauk ennið
þitt aftur og kyssti þig aftur og
signdi yfir þig aftur.
Afi hefur örugglega verið glað-
astur allra að fá hana Kittý sína til
sín, eins og hann kallaði þig, svo að
hann hafi nú einhvern til að tuða
svolítið í. Minningarnar flæða fram
og eru okkur öllum svo dýrmætar
og geymast með okkur. Þegar að
því kemur þá skal ég koma með
jarðaberjarúllutertu handa okkur.
Guð geymi þig, elsku amma.
Ingibjörg Thomsen
og fjölskylda.
Kristbjörg Guðmunds-
dóttir Thomsen
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
KRISTÍNAR HARALDSDÓTTUR,
Ásgarði 8,
Reykjanesbæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á krabbameinsdeild
Landspítalans við Hringbraut og Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja fyrir umhyggju og hlýlegt viðmót.
Guðmundur Ómar Sighvatsson,
Haraldur Freyr Guðmundsson, Freyja Sigurðardóttir,
Bryndís Guðmundsdóttir, Aron Ómarsson,
Íris Guðmundsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur hlýhug, vináttu og samúð við andlát og útför
SVANS GEIRDAL
fyrrverandi yfirlögregluþjóns á Akranesi.
Una Guðmundsdóttir,
Linda Björk Svansdóttir,
Hrafnhildur Svansdóttir, Guðmundur Rúnar Skúlason,
Guðmundur Rafn Svansson, Guðrún Adolfsdóttir,
Arnar Svansson, Jenný Þórkatla Magnúsdóttir,
Halla Svansdóttir, Jóhannes Þór Harðarson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURÐUR KLEMENZSON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
áður Búðarflöt Álftanesi,
verður jarðsunginn frá Bessastaðakirkju
miðvikudaginn 7. janúar kl. 13.00.
Sigurrós Grímsdóttir,
Gunnar Sigurðsson, Jóna Guðlaugsdóttir,
Hallgrímur Sigurðsson, Sólveig Einarsdóttir,
Bertha María Sigurðardóttir, Róbert Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku amma, hér
eru mín kveðjuorð til
þín.
Ég hef verið undir þínum vernd-
arvæng síðan ég fæddist, þú varst
mér sem móðir. Það er erfitt að
lýsa þér en þinn sterki persónuleiki
hefur mótað mig meira en nokkur
annar. Þú varst í aðra röndina
ákveðin, metnaðargjörn og gagn-
rýnin en á hinn bóginn góð, gjaf-
mild og ótrúlega traust og trú þínu
fólki.
Þú varst eins og klettur, kona
sem ól upp tvær kynslóðir. Þú varst
glæsileg og smekkleg og að mörgu
leyti á undan þinni samtíð. Ég er
viss um að þú hefðir komist langt í
atvinnulífinu hefðir þú fæðst fyrr
og haft þau tækifæri sem við kyn-
systur þínar höfðum seinna.
Magnea
Ásmundsdóttir
✝ Magnea Ás-mundsdóttir,
Maggý, eins og hún
var oftast kölluð,
fæddist í Reykjavík 5.
júní 1923. Hún lést á
Landspítalanum að
kvöldi föstudagsins
12. desember síðast-
liðins og fór útför
hennar fram frá
Digraneskirkju 20.
desember, í kyrrþey.
Þú lagðir áherslu á
að ég nýtti þau tæki-
færi sem mér gæfust
og menntaði mig, sem
ég og gerði. Þegar ég
fór svo út í hinn stóra
heim var ég aldrei ör-
yggislaus eða smeyk,
ég átti þig að. Klett-
urinn hún amma
myndi alltaf bjarga
henni Björgu sinni.
Nú ertu farin,
skjólið sem ég hef
alltaf átt. Ég á erfitt
en samt er ég sátt.
Ég er sátt vegna þess að veikindi
þín og vanlíðan stóðu stutt. Ég er
sátt vegna þess að þú varst andlega
mjög vel á þig komin og gast búið
ein og án aðstoðar fram á síðustu
stundu. Ég er sátt því að þú ert
enn hjá mér og munt alltaf verða.
Ég mun alltaf vilja lifa mínu lífi
þannig að þú sért stolt af mér. En
mest er ég sátt því að nú þarf afi
ekki lengur að bíða eftir þér, ást-
inni sinni. Núna ertu hjá honum og
Jónu systur þinni og Jóa mági þín-
um.
Þið öll vakið yfir okkur sem
kveðjum þig nú.
Elsku amma, takk fyrir allt,
þín
Björg.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
FREYR MAGNÚSSON,
Ljárskógum 12,
Reykjavík,
sem andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn
1. janúar, verður jarðsunginn frá Seljakirkju
miðvikudaginn 7. janúar klukkan 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hins látna er bent á að láta Sjónarhól ráðgjafarmiðstöð
eða önnur góðgerðarfélög njóta þess.
Soffía Jensdóttir,
Jóna Freysdóttir, Ásmundur Eiríksson,
Ásta Sóllilja Freysdóttir, Michael Johnston,
Stefán Freyr Michaelsson.