Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Barnagæsla
Barngóð ,,amma" óskast
til að sækja tvær systur í Rvk. á
leikskóla 3svar í viku og gæta á heim-
ili þeirra. Þarf að hafa bíl. Tími ca. 15-
18. Uppl.s. 856 9312 eða
barnapossun113@gmail.com.
Gisting
Sumarhús til leigu miðsvæðis á
Akureyri
Þrjú svefnherbergi (78 fm). Rúm fyrir
sjö. Verönd og heitur pottur.
Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net-
samband. Uppl. á www.saeluhus.is
eða í s. 618-2800.
Heilsa
Léttist um 22 kg á aðeins 6
mánuðum
Aldrei verið auðveldara að losna við
aukakílóin. Aukin orka, vellíðan og
betri svefn. Engin örvandi efni. Uppl.
Dóra 869-2024. www.dietkur.is
3 skref
3 skref til betri heilsu. Það er auðvelt,
einfalt og þú þarft ekki að gera þetta
allt á eigin spýtur. Hentar vel til að
stjórna þyngd og hafa sem mesta
orku fyrir daginn. Hafðu samband í
síma 445-0812 og við munum hjálpa
þér að taka þessi þrjú auðveldu skref.
Húsnæði í boði
Til leigu 3 herbergja íbúð
í 107 Rvk.
Til leigu falleg 83 fm, 3 herbergja
íbúð í Vesturbænum. Stutt frá HÍ og
miðbænum. Laus frá 1. feb. Húsgögn
fylgja ef þess er óskað. Uppl. í síma
690-7627.
Stór tveggja herbergja íbúð á
fyrstu hæð í litlu fjölbýli í Kringlunni
með sérgarði. Íbúðin losnar 1. janúar
nk. Upplýsingar í s: 899-7012.
Húsnæði óskast
4ra herb. íbúð í 101 Rvík
Erum 3 vinkonur að leita að 4ra
herb. íbúð í 101 Rvík. Við erum
pottþéttir leigjendur (2 laga-
nemar og ein í viðskiptafræði)
og heitum skilvísum greiðslum.
Nánari upplýsingar í s. 866 0778.
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús.
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Iðnaðarmenn
Vantar þig rafvirkja??
Rafvirki getur bætt við sig vinnu, tek
að mér nýlagnir, breytingar, viðhald
o.fl. Sími 821-1334, Helgi.
Námskeið
Frábært, rafrænt námskeið í
netviðskiptum. Notaðu áhugamál
þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að
skapa þér góðar og vaxandi tekjur á
netinu. Við kennum þér hvernig!
Skoðaðu málið á
http://www.menntun.com
Til sölu
Útsala - Útsala - Útsala
Kristal ljósakrónur, vandaðar postu-
líns-, kristal- og trévörur.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Hólfin eru komin aftur ! - Geymdu
það sem þér þykir vænt um.
Öryggishólf fyrir heimili og hótel.
Rökrás ehf. Kirkjulundi 19.
Sími 565 9393. www.rokras.is.
Verslun
Trúlofunarhringar
Eigum einnig trúlofunarhringa á lágu
verði úr titanium, silfri eða tungsten.
Verð á pari með áletrun 16- 18.500,-
ERNA, Skipholti 3, s. 552-0775,
www.erna.is
Byggingavörur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket,
útihurðir o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
ÚT AÐ GANGA!
Eigum úrval af vönduðum
götuskóm úr leðri, skinnfóðraða,
fyrir dömur og herra.
Mjúkir og þægilegir leðurskór
á góðum gúmmísóla fyrir dömur.
Stærðir: 36 - 42. Litir: Rautt og svart.
Verð: 11.900.-
Mjúkir og þægilegir leðurskór
með stömum sóla fyrir dömur.
Stærðir: 36 - 42. Litir: svart.
Verð: 11.900.
Vandaðar og góðar herramokka-
síur úr leðri. Stærðir: 40 - 46.
Litir: Svartir og ljósir. Verð: 6.885.-
Flottir og sportlegir leðurskór
fyrir alvöru menn. Stærðir: 40 - 48.
Litir: Svart, brúnt og mislitt.
Verð: 9.985.-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070,
opið: mán. - fös. 10 - 18.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
People wanted to pose
for photo project
People wanted to pose for photo-
graphy project. Must be available
some weekends. Aged 21-100 every-
body welcome.
tony@icelandaurora.com
NÝTT LÍF - HREYFUM OKKUR Á
NÝJU ÁRI
Íþróttahaldarinn sívinsæli í BCD
skálum Í SVÖRTU OG HVÍTU á kr.
3.850,- og aðhaldsbuxur í stíl í
stærðum S,M,L,XL á kr. 1.950,--
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Bátar
Réttindanám fyrir skemmtibáta
Réttindanám fyrir báta undir 12
metrum og skemmtibáta. Fjarnám
við Framhaldsskólann í Austur-
Skaftafellssýslu. Skráning á vefnum:
www.fas.is og í síma 470-8070.
Umsóknarfrestur til 14. janúar 2009.
Bílaþjónusta
Húsviðhald
Eruð þið leið á baðherberginu?
Breytum, bætum og flísaleggjum.
Upplýsingar í síma 899 9825.
Einkamál
German business men searching
a nice, creative, intelligent wo-
men about 25-40 years old.
Mobil nr. 00491736590562
Óska eftir
Óska eftir gömlum peninga-
seðlum og mynt
Óska eftir að kaupa íslenska gamla
peningaseðla og íslenska mynt. Silfur
og gull minnispeninga. Vinsamlegast
hringið í 699-1159.
atvinna
✝ Ólafía SigurbjörgÓlafsdóttir fædd-
ist á Álftarhóli í Aust-
ur - Landeyjum 25.
febrúar 1927. Hún
lést á Líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi 21. desember síð-
astliðinn. Foreldar
hennar voru hjónin
Sigurbjörg Árnadótt-
ir, f. 27. ágúst 1885, d.
28. október 1975, frá
Miðmörk, V-
Eyjafjöllum, og Ólaf-
ur Halldórsson, f. 16.
ágúst 1874, d. 5. júlí 1963, frá
Rauðafelli, A-Eyjafjöllum. Ólafía
var þriðja yngst í hópi 12 barna
hjónanna á Álftarhóli. Systkini Ólaf-
íu eru: Óskar, f. 1911, d. 1989, Jón-
ína Geirlaug, f. 1913, Engilbert Mar-
íus, f. 1914, d. 1989, Laufey, f. 1915,
d. 1999, Björgvin Árni, f. 1917, Unn-
ur, f. 1919, Katrín, f. 1921, d. 1994,
Rósa, f. 1922, Júlía, f. 1924, Kristín,
f. 1928 og Ágúst, f. 1930.
Ólafía giftist 1947 Jósef Björns-
og Sjafnar Guðmundsdóttur, f.
1955 eru Jósef Eir, f. 1975 og Sara,
f. 1976. Dóttir Björns og Hjördísar
Guðmundsdóttur, f. 1948 er Dóra
Bryndís, f. 1986. 4) Ólafur, f. 30.
október 1963, maki Steinunn Svan-
borg Gísladóttir, f. 5. október 1967.
Börn þeirra eru Ólafur Jósef, f.
1992, Berglind María, f. 1994 og
Arnar Dór, f. 1999.
Ólafía hélt heimili frá 1975 og
þar til hann lést, með Georg Sig-
hvati Sigurðssyni, f. 29. maí 1922,
d. 21. nóvember 2001. Börn Georgs
og Ólafíu Egilsdóttur eru: 1) Sig-
urður Ingi, f. 1944, maki Anna Sig-
ríður Sigurðardóttir. Þau eiga tvo
syni og fjögur barnabörn. 2) Rós-
hildur Agla, f. 1946. Börn hennar
og Ólafs Finnbogasonar eru fjögur
og 10 barnabörn. 3) Anna Þuríður,
f. 1949, d. 2005. Börn hennar og
Haraldar Stefánssonar eru þrjú og
5 barnabörn. 4) Jóna Margrét, f.
1951, maki Kristinn Magnússon.
Þau eiga tvær dætur og tvö barna-
börn.
Ólafía fór 16 ára að heiman,
fyrst til Vestmannaeyja en síðan til
Reykjavíkur þar sem hún bjó alla
tíð síðan. Í Reykjavík vann hún
meðal annars hjá Pétri Daníels-
syni, eiganda Hótels Skjaldbreiðar,
sem húshjálp og einnig í eldhúsi
hótelsins. Eftir að fyrsta barnið
fæddist var Ólafía heimavinnandi
húsmóðir allt þar til Jósef lést
1965. Ólafía og Jósef bjuggu ásamt
Ingibjörgu móður Jósefs nokkur ár
í Skerjafirði en 1960 fluttist fjöl-
skyldan síðan á Sólvallagötu 28.
Ári eftir að Jósef lést 1965 flutti
Ólafía ásamt börnum og tengda-
móður í Skipholt 45. Árið 1966 hóf
Ólafía störf hjá Flugfélagi Íslands,
fyrst í hlaðdeild við þrif á flug-
vélum en síðan í mötuneyti á
Reykjavíkurflugvelli. Hún vann
samfellt hjá Flugfélagi Íslands, síð-
ar Flugleiðum, í yfir þrjátíu ár þar
til hún lét af störfum vegna aldurs.
Ólafía bjó í Skipholti 45 í 40 ár en
fluttist árið 2006 í Lækjasmára 21
þar sem hún bjó til dauðadags.
Ólafía var alin upp á mann-
mörgu heimili við erfiðar aðstæður
þar sem lítið var um aðgang að
formlegri menntun. Saknaði hún
þess ætíð að hafa ekki fengið tæki-
færi til mennta, en hún hefði átt
létt með slíkt vegna meðfædds
dugnaðar og ósérhlífni. Þess í stað
einbeitti hún sér að því að búa fjöl-
skyldu sinni gott heimili, og áttu
allir, börn, stjúpbörn, barnabörn
og barnabarnabörn öruggt athvarf
hjá henni.
Útför Ólafíu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
syni, f. 15. desember
1927, d. 11. nóvember
1965, aðeins 37 ára
gamall. Börn þeirra
eru: 1) Ásta, f. 8. jan-
úar 1948, d. 1. apríl
1948. 2) Svanhvít
Ásta, f. 14. janúar
1949, maki Ásgeir
Ólafsson, f. 20. ágúst
1949. Börn þeirra
eru: A) Ebba Ólafía, f.
1968, maki Guðni
Guðjónsson, f. 1965.
Þau eiga þrjá syni: a)
Ásgeir Elvar, f. 1984,
maki Íris Ósk Hjálmarsdóttir, f.
1986. Börn þeirra eru Elva Karen,
f. 2005 og Arnar Bjarki, f. 2008. b)
Bjarni Haukur, f. 1988, unnusta El-
sie Kristinsdóttir, f. 1990. c) Páll
Kristinn, f. 1998. B) Ólafur Brynjar,
f. 1972, sambýliskona Åsa Elisabet
Emelie Ljungberg, f. 1983, sonur
þeirra er Anton Óskar, f. 2008. C)
Heiðar Þór, f. 1976. 3) Björn Ingi, f.
8. mars 1950, maki Dóra Ásgeirs-
dóttir, f. 3. júní 1953. Börn Björns
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Ástkær tengdamóðir mín, Ólafía
Sigurbjörg Ólafsdóttir, hefur kvatt
þennan heim eftir erfið veikindi.
Olla fæddist í Vestur-Landeyjum ár-
ið 1927, þriðja yngst í stórum systk-
inahópi, en flutti til Reykjavíkur 16
ára gömul. Hún varð ekkja ung að
árum, þá með þrjú börn á framfæri,
og þurfti ætíð að vinna hörðum
höndum fyrir heimilinu. Fjölskyldan
skipti Ollu miklu máli. Í brjósti
hennar sló stórt og kærleiksríkt
hjarta og nutu börn hennar, tengda-
börn, systkini og niðjar þeirra ætíð
góðs af þeirri ást, umhyggju og
hlýju sem hún hafði fram að færa.
Kynni okkar Ollu hófust þegar ég
giftist syni hennar, Birni Inga, árið
1991. Hún sagði við mig eftir brúð-
kaupið að ekkert þýddi að reyna að
skila honum Bjössa aftur, skilafrest-
urinn væri löngu útrunninn – við
brúðhjónin vorum reyndar komin af
léttasta skeiði. Í fyrstu vissi ég ekki
alveg hvernig ég átti að taka þessum
orðum, en áttaði mig fljótlega á ríkri
kímnigáfu hennar tengdamóður
minnar. Olla var vel gefin kona og
feiknalega dugleg. Hún hafði
Ólafía Sigurbjörg
Ólafsdóttir
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og var sniðug í tilsvörum.
Hún var einnig stórglæsileg kona,
hafði yndi af tónlist og naut þess að
klæða sig upp á. Ég minnist þess
hversu mjög það gladdi hana að fá
að gjöf silkislæður og perlur frá
Kína. Olla var mikill dýravinur,
einkum voru fuglar henni kærir.
Ófáir spörfuglarnir fengu gott í
gogginn hjá henni yfir vetrartím-
ann. Og ekki skildi hún hrafninn út-
undan – krummi fékk ekki fáa kjöt-
bitana hjá henni.
Við þessi tímamót reikar hugur-
inn víða og minningarnar um góða
konu og ánægjulegar samveru-
stundir, heima og að heiman, hrann-
ast upp. Ég minnist hennar tengda-
móður minnar með virðingu og
söknuði. Hvíl þú í friði, elsku Olla
mín.
Þín tengdadóttir
Dóra.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Hún amma mín hefur verið mjög
góð við alla. Hún á líka mikið í hjarta
mínu og hún hefur verið mjög indæl
við alla. Hún var líka falleg kona og
ég elska þig. Vonandi gleymi ég þér
aldrei og ég vona að þér líki vel að
vera hjá Guði.
Kveðja og þúsund kossar.
Þinn
Arnar Dór Ólafsson.
Fleiri minningargreinar um Ólaf-
íu Sigurbjörgu Ólafsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.